Sagðist ætla að nota tíu milljón króna kókaín allt sjálfur Jón Þór Stefánsson skrifar 30. apríl 2024 23:37 Málið varðaði tæplega 700 grömm af kókaíni. Myndin er úr safni og tengist fréttinni ekki beint. Getty Karlmaður hlaut í dag sextán mánaða fangelsisdóm í Héraðsdómi Reykjaness fyrir að flytja til landsins tæplega 700 grömm af kókaíni. Maðurinn játaði að hafa flutt efnin til Íslands, en vildi meina að þau hefðu verið til einkaneyslu. Innflutningurinn átti sér stað þann fimmtánda janúar síðastliðinn þegar maðurinn flaug með efninf frá Barselóna til Keflavíkugvallar. Um var að ræða samtals 683 grömm af kókaíni, en styrkleiki þerra var á bilinu 70 til 75 prósent. Um 250 grömm fundust í nærbuxum mannsins og önnur 430 grömm innvortis í 68 pakkningum. Þá fundust örfá grömm í viðbót í handtösku mannsins og í rúmi hans í fangaklefa. Maðurinn sem er af erlendu bergi brotin sagðist hafa komið til Íslands nokkrum sinnum áður, en ekki með fíkniefni. Skilinn eftir með sárt ennið og verra kókaín Í dómi málsins kemur fram að í fyrstu hafi maðurinn verið frekar tregur til svara. Þó hafi hann sagt fíkniefnin til eigin nota og að hann hafi fundið þau á ótilgreindum stað. Hann væri í daglegri neyslu á hörðum efnum og byrjaði á því fyrir um fimm mánuðum þegar hann var í byggingarvinnu hér á landi. Í annarri yfirheyrslu var manninum kynnt að styrkleiki efnanna hefði verið 70 til 75 prósent. Það virðist hafa komið honum í opna skjöldu, hann hafi talið þau vera með um 96 prósent styrkleika. Hann hefði greinilega verið plataður þegar hann keypti efnin í Barselóna. Þá sagði hann að efnin hefðu átt að duga til eigin neyslu í eitt eða tvö ár. Efnin væru ódýrari og betri en þau sem hann fengi á Íslandi. Viðurkenndi ósannsögli Fyrir dómi var maðurinn spurður út í fyrsta framburð sinn hjá lögreglu þar sem hann sagðist hafa fundið efnin. Hann viðurkenndi að hafa sagt lögreglu ósatt, þar sem hann hafi verið hræddur og í sjokki. Hann sagðist iðrast þess að hafa flutt kókaín til landsins. Hann væri betri maður og vildi taka upp betri lífshætti, fá sér vinnu og eignast fjölskyldu og lifa eðlilegu lífi. Maðurinn flutti efnin með flugi frá Barselóna til Keflavíkurflugvallar.Vísir/Vilhelm Tíu milljón króna efni Lögreglufulltrúi bar einnig vitni fyrir dómi. Sá sagðist ekki vita til þess að einhver hefði áður verið með svo mikið af kókaíni til einkanota. Þá sagði hann að um mikið magn væri að ræða og að verðmæti efnanna væru um tíu milljónir króna á innlendum fíkniefnamarkaði. Hann taldi það útilokað að maðurinn hefði fjárhagslega burði til að standa einn í þessum innflutningi. Dómurinn sagði að framburður sakborningsins væri í heild sinni ótrúverðugur og engum rökum studdur. Því væri ekki hægt að hafa hann til hliðsjónar við úrlausn málsins. Að mati dómsins er hafið yfir skynsamlegan vafa að efnin hafi verið flutt hingað til lands til söludreyfingar í ágóðaskyni. Líkt og áður segir hlaut maðurinn sextán mánaða fangelsisdóm, en gæsluvarðhald sem hann hefur sætt frá því í janúar verður fregið frá refsingunni. Þá er honum gert að greiða 2,5 milljónir í sakarkostnað, og einnig féllst dómurinn á kröfu lögreglunnar að gera kókaínið upptækt. Fíkniefnabrot Dómsmál Keflavíkurflugvöllur Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent Kennaraverkfalli frestað Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent Þessi mættu best og verst í þinginu Innlent Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Innlent Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Innlent Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Innlent Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Innlent Fleiri fréttir Tæplega helmingi líst vel á Samfylkingu og Viðreisn í ríkisstjórn Kennaraverkföllum frestað og áhrif veðursins á kosningar Dynjandisheiði boðin út „á allra næstu dögum“ Miklar gleðifréttir og gott að fá nemendur og starfsfólk aftur í hús Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Svona verður kosningavaka Stöðvar 2 Næststærsta gosið hingað til Kennaraverkfalli frestað „Við setjum ekki líf og limi fólks í hættu til að flytja kjörgögn“ Tveir teknir með falin fíkniefni á leið til Ísafjarðar Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Engin kæra borist vegna upptakanna Svifryksmengun í borginni í dag og næstu daga Bein útsending: Fundur fólksins í Hörpu Óbreytt skólahald í Sunnulækjarskóla eftir helgi Ekkert D-vítamín í kæstum hákarli Fleiri gular viðvaranir á kjördag Slæm spá fjölgar þeim sem greitt hafa atkvæði Áframhaldandi gasmengun í Grindavík Margir greiða atkvæði utan kjörfundar fyrir austan Heilskimun Intuens enn til skoðunar hjá landlæknisembættinu Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Þessi mættu best og verst í þinginu Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Stefnir enn í hríðarveður á Austfjörðum á kjördag Erfiðara að manna í frístund í austurhluta borgarinnar „Talandi um að skila ekki til samfélagsins“ Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Sjá meira
Innflutningurinn átti sér stað þann fimmtánda janúar síðastliðinn þegar maðurinn flaug með efninf frá Barselóna til Keflavíkugvallar. Um var að ræða samtals 683 grömm af kókaíni, en styrkleiki þerra var á bilinu 70 til 75 prósent. Um 250 grömm fundust í nærbuxum mannsins og önnur 430 grömm innvortis í 68 pakkningum. Þá fundust örfá grömm í viðbót í handtösku mannsins og í rúmi hans í fangaklefa. Maðurinn sem er af erlendu bergi brotin sagðist hafa komið til Íslands nokkrum sinnum áður, en ekki með fíkniefni. Skilinn eftir með sárt ennið og verra kókaín Í dómi málsins kemur fram að í fyrstu hafi maðurinn verið frekar tregur til svara. Þó hafi hann sagt fíkniefnin til eigin nota og að hann hafi fundið þau á ótilgreindum stað. Hann væri í daglegri neyslu á hörðum efnum og byrjaði á því fyrir um fimm mánuðum þegar hann var í byggingarvinnu hér á landi. Í annarri yfirheyrslu var manninum kynnt að styrkleiki efnanna hefði verið 70 til 75 prósent. Það virðist hafa komið honum í opna skjöldu, hann hafi talið þau vera með um 96 prósent styrkleika. Hann hefði greinilega verið plataður þegar hann keypti efnin í Barselóna. Þá sagði hann að efnin hefðu átt að duga til eigin neyslu í eitt eða tvö ár. Efnin væru ódýrari og betri en þau sem hann fengi á Íslandi. Viðurkenndi ósannsögli Fyrir dómi var maðurinn spurður út í fyrsta framburð sinn hjá lögreglu þar sem hann sagðist hafa fundið efnin. Hann viðurkenndi að hafa sagt lögreglu ósatt, þar sem hann hafi verið hræddur og í sjokki. Hann sagðist iðrast þess að hafa flutt kókaín til landsins. Hann væri betri maður og vildi taka upp betri lífshætti, fá sér vinnu og eignast fjölskyldu og lifa eðlilegu lífi. Maðurinn flutti efnin með flugi frá Barselóna til Keflavíkurflugvallar.Vísir/Vilhelm Tíu milljón króna efni Lögreglufulltrúi bar einnig vitni fyrir dómi. Sá sagðist ekki vita til þess að einhver hefði áður verið með svo mikið af kókaíni til einkanota. Þá sagði hann að um mikið magn væri að ræða og að verðmæti efnanna væru um tíu milljónir króna á innlendum fíkniefnamarkaði. Hann taldi það útilokað að maðurinn hefði fjárhagslega burði til að standa einn í þessum innflutningi. Dómurinn sagði að framburður sakborningsins væri í heild sinni ótrúverðugur og engum rökum studdur. Því væri ekki hægt að hafa hann til hliðsjónar við úrlausn málsins. Að mati dómsins er hafið yfir skynsamlegan vafa að efnin hafi verið flutt hingað til lands til söludreyfingar í ágóðaskyni. Líkt og áður segir hlaut maðurinn sextán mánaða fangelsisdóm, en gæsluvarðhald sem hann hefur sætt frá því í janúar verður fregið frá refsingunni. Þá er honum gert að greiða 2,5 milljónir í sakarkostnað, og einnig féllst dómurinn á kröfu lögreglunnar að gera kókaínið upptækt.
Fíkniefnabrot Dómsmál Keflavíkurflugvöllur Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent Kennaraverkfalli frestað Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent Þessi mættu best og verst í þinginu Innlent Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Innlent Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Innlent Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Innlent Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Innlent Fleiri fréttir Tæplega helmingi líst vel á Samfylkingu og Viðreisn í ríkisstjórn Kennaraverkföllum frestað og áhrif veðursins á kosningar Dynjandisheiði boðin út „á allra næstu dögum“ Miklar gleðifréttir og gott að fá nemendur og starfsfólk aftur í hús Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Svona verður kosningavaka Stöðvar 2 Næststærsta gosið hingað til Kennaraverkfalli frestað „Við setjum ekki líf og limi fólks í hættu til að flytja kjörgögn“ Tveir teknir með falin fíkniefni á leið til Ísafjarðar Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Engin kæra borist vegna upptakanna Svifryksmengun í borginni í dag og næstu daga Bein útsending: Fundur fólksins í Hörpu Óbreytt skólahald í Sunnulækjarskóla eftir helgi Ekkert D-vítamín í kæstum hákarli Fleiri gular viðvaranir á kjördag Slæm spá fjölgar þeim sem greitt hafa atkvæði Áframhaldandi gasmengun í Grindavík Margir greiða atkvæði utan kjörfundar fyrir austan Heilskimun Intuens enn til skoðunar hjá landlæknisembættinu Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Þessi mættu best og verst í þinginu Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Stefnir enn í hríðarveður á Austfjörðum á kjördag Erfiðara að manna í frístund í austurhluta borgarinnar „Talandi um að skila ekki til samfélagsins“ Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Sjá meira