„Fann það þegar ég vaknaði í morgun að þetta var lúmskt áfall“ Kristín Ólafsdóttir skrifar 2. maí 2024 20:56 Systkinin Aron Már og Birta Líf Ólafsbörn. Vísir/Arnar Litlu mátti muna að illa færi þegar eldur kviknaði í gróðri við sumarbústað í Borgarfirði í gær. Eldurinn breiddist út á ógnarhraða út frá örlitlum neista og eigendurnir stóðu eftir bjargarlausir. Systkinin Aron Már Ólafsson og Birta Líf Ólafsdóttir hafa undanfarna mánuði verið að byggja sér sumarbústað í þéttri sumarbústaðabyggð í Munaðarnesi í Borgarfirði, steinsnar frá sumarbústað föður þeirra. Framkvæmdir standa enn sem hæst og vatn ekki enn komið á. Feðgarnir voru að snyrta tré fyrir framan annan bústaðinn með vélsög í gær þegar neisti úr söginni barst í gróður við fætur þeirra og upp blossaði eldur. „Ég sé að það er búinn að myndast smá eldur þarna þannig ég fer og slekk hann. Svo lít ég til hliðar og þar er annar eldur aðeins lengra í burtu og ég fer og slekk hann. Svo er allt í einu komin eldur á öðrum stað. Þetta byrjaði að dreifa sér undir mosanum. Og svo allt í einu bara... ekkert sem ég gat gert.“ Tvær mínútur liðu frá því Birta varð fyrst vör við að eitthvað gengi á og þar til hún áttaði sig á umfanginu. „Ég hleyp út og þá er allt logandi. Og sáum þetta færast svo hratt í átt að okkar bústað þar sem við vorum með alla krakkana,“ segir Birta. Bálið varð stjórnlaust á örskotsstundu og hringt var á slökkvilið. Aron og fleiri vaskir menn reyndu þó eftir bestu getu að hafa hemil á eldinum. Aron var raunar svo útsettur fyrir reyknum að honum var gefið súrefni á vettvangi. „Svo festumst við inni á einhverjum tímapunkti, fengum gusu af reyk yfir okkur. Þetta var hræðilegt. Og þegar ég tala um þetta núna... ég fann það alveg þegar ég vaknaði í morgun að þetta var lúmskt áfall,“ segir Aron. Þá mátti litlu muna að annar bústaðurinn yrði eldinum að bráð. „Ég held að slökkviliðið hafi sagt við eitthvert okkar að við höfum verið tveimur mínútum frá því að missa bústaðinn hans pabba.“ Slökkviliðið réð loks niðurlögum eldsins en systkinin vilja verða öðrum víti til varnaðar. „Fara varlega í sveitnni!“ segir Aron. „Og þú stjórnar ekki náttúrunni, hún ræður svolítið,“ bætir Birta við áður en Aron grípur boltann aftur. „Vera viðbúin! Vera með drasl til að slökkva svona dót. Við vorum ekki með það.“ Slökkvilið Borgarbyggð Tengdar fréttir Sinueldur í Munaðarneslandi Sinueldur logar í Munaðarneslandi á Vesturlandi. Viðbragðsaðilum hefur tekist að ná tökum á brunanum en enn logar í einhverjum glæðum. Svæðið sem brann var ekki stórt en á mjög erfiðu svæði þar sem eldurinn átti upptök sín í birkiskógi. 1. maí 2024 16:15 Sinueldur í Reykjanesbæ Sinueldur logar í Grænásbrekku í Reykjanesbæ. Slökkviliðsmenn eru á vettvangi og gengur vel að ná tökum á brunanum. 25. apríl 2024 14:27 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent Kennaraverkfalli frestað Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent Þessi mættu best og verst í þinginu Innlent Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Innlent Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Innlent Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Innlent Fleiri fréttir „Allt það sem mannlegur máttur ræður við er undir góðri stjórn“ „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Önnin kláruð með eðlilegum hætti í MR Tæplega helmingi líst vel á Samfylkingu og Viðreisn í ríkisstjórn Kennaraverkföllum frestað og áhrif veðursins á kosningar Dynjandisheiði boðin út „á allra næstu dögum“ Miklar gleðifréttir og gott að fá nemendur og starfsfólk aftur í hús Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Svona verður kosningavaka Stöðvar 2 Næststærsta gosið hingað til Kennaraverkfalli frestað „Við setjum ekki líf og limi fólks í hættu til að flytja kjörgögn“ Tveir teknir með falin fíkniefni á leið til Ísafjarðar Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Engin kæra borist vegna upptakanna Svifryksmengun í borginni í dag og næstu daga Bein útsending: Fundur fólksins í Hörpu Óbreytt skólahald í Sunnulækjarskóla eftir helgi Ekkert D-vítamín í kæstum hákarli Fleiri gular viðvaranir á kjördag Slæm spá fjölgar þeim sem greitt hafa atkvæði Áframhaldandi gasmengun í Grindavík Margir greiða atkvæði utan kjörfundar fyrir austan Heilskimun Intuens enn til skoðunar hjá landlæknisembættinu Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Þessi mættu best og verst í þinginu Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Sjá meira
Systkinin Aron Már Ólafsson og Birta Líf Ólafsdóttir hafa undanfarna mánuði verið að byggja sér sumarbústað í þéttri sumarbústaðabyggð í Munaðarnesi í Borgarfirði, steinsnar frá sumarbústað föður þeirra. Framkvæmdir standa enn sem hæst og vatn ekki enn komið á. Feðgarnir voru að snyrta tré fyrir framan annan bústaðinn með vélsög í gær þegar neisti úr söginni barst í gróður við fætur þeirra og upp blossaði eldur. „Ég sé að það er búinn að myndast smá eldur þarna þannig ég fer og slekk hann. Svo lít ég til hliðar og þar er annar eldur aðeins lengra í burtu og ég fer og slekk hann. Svo er allt í einu komin eldur á öðrum stað. Þetta byrjaði að dreifa sér undir mosanum. Og svo allt í einu bara... ekkert sem ég gat gert.“ Tvær mínútur liðu frá því Birta varð fyrst vör við að eitthvað gengi á og þar til hún áttaði sig á umfanginu. „Ég hleyp út og þá er allt logandi. Og sáum þetta færast svo hratt í átt að okkar bústað þar sem við vorum með alla krakkana,“ segir Birta. Bálið varð stjórnlaust á örskotsstundu og hringt var á slökkvilið. Aron og fleiri vaskir menn reyndu þó eftir bestu getu að hafa hemil á eldinum. Aron var raunar svo útsettur fyrir reyknum að honum var gefið súrefni á vettvangi. „Svo festumst við inni á einhverjum tímapunkti, fengum gusu af reyk yfir okkur. Þetta var hræðilegt. Og þegar ég tala um þetta núna... ég fann það alveg þegar ég vaknaði í morgun að þetta var lúmskt áfall,“ segir Aron. Þá mátti litlu muna að annar bústaðurinn yrði eldinum að bráð. „Ég held að slökkviliðið hafi sagt við eitthvert okkar að við höfum verið tveimur mínútum frá því að missa bústaðinn hans pabba.“ Slökkviliðið réð loks niðurlögum eldsins en systkinin vilja verða öðrum víti til varnaðar. „Fara varlega í sveitnni!“ segir Aron. „Og þú stjórnar ekki náttúrunni, hún ræður svolítið,“ bætir Birta við áður en Aron grípur boltann aftur. „Vera viðbúin! Vera með drasl til að slökkva svona dót. Við vorum ekki með það.“
Slökkvilið Borgarbyggð Tengdar fréttir Sinueldur í Munaðarneslandi Sinueldur logar í Munaðarneslandi á Vesturlandi. Viðbragðsaðilum hefur tekist að ná tökum á brunanum en enn logar í einhverjum glæðum. Svæðið sem brann var ekki stórt en á mjög erfiðu svæði þar sem eldurinn átti upptök sín í birkiskógi. 1. maí 2024 16:15 Sinueldur í Reykjanesbæ Sinueldur logar í Grænásbrekku í Reykjanesbæ. Slökkviliðsmenn eru á vettvangi og gengur vel að ná tökum á brunanum. 25. apríl 2024 14:27 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent Kennaraverkfalli frestað Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent Þessi mættu best og verst í þinginu Innlent Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Innlent Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Innlent Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Innlent Fleiri fréttir „Allt það sem mannlegur máttur ræður við er undir góðri stjórn“ „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Önnin kláruð með eðlilegum hætti í MR Tæplega helmingi líst vel á Samfylkingu og Viðreisn í ríkisstjórn Kennaraverkföllum frestað og áhrif veðursins á kosningar Dynjandisheiði boðin út „á allra næstu dögum“ Miklar gleðifréttir og gott að fá nemendur og starfsfólk aftur í hús Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Svona verður kosningavaka Stöðvar 2 Næststærsta gosið hingað til Kennaraverkfalli frestað „Við setjum ekki líf og limi fólks í hættu til að flytja kjörgögn“ Tveir teknir með falin fíkniefni á leið til Ísafjarðar Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Engin kæra borist vegna upptakanna Svifryksmengun í borginni í dag og næstu daga Bein útsending: Fundur fólksins í Hörpu Óbreytt skólahald í Sunnulækjarskóla eftir helgi Ekkert D-vítamín í kæstum hákarli Fleiri gular viðvaranir á kjördag Slæm spá fjölgar þeim sem greitt hafa atkvæði Áframhaldandi gasmengun í Grindavík Margir greiða atkvæði utan kjörfundar fyrir austan Heilskimun Intuens enn til skoðunar hjá landlæknisembættinu Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Þessi mættu best og verst í þinginu Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Sjá meira
Sinueldur í Munaðarneslandi Sinueldur logar í Munaðarneslandi á Vesturlandi. Viðbragðsaðilum hefur tekist að ná tökum á brunanum en enn logar í einhverjum glæðum. Svæðið sem brann var ekki stórt en á mjög erfiðu svæði þar sem eldurinn átti upptök sín í birkiskógi. 1. maí 2024 16:15
Sinueldur í Reykjanesbæ Sinueldur logar í Grænásbrekku í Reykjanesbæ. Slökkviliðsmenn eru á vettvangi og gengur vel að ná tökum á brunanum. 25. apríl 2024 14:27