Brúarsmið á Bessastaði Jóhanna Vigdís Guðmundsdóttir skrifar 4. maí 2024 12:00 Einn vinsælasti frasi forsetaframbjóðenda fjallar um gjá á milli þings og þjóðar. Gott og vel. En hvað með gjána sem hefur myndast innan þjóðarinnar, á milli hópa fólks með ólíkar skoðanir, sem virðast ekki geta talað saman öðruvísi en í hástöfum og með óguðlegum fjölda upphrópunarmerkja á samfélagsmiðlum? Ég hef satt að segja meiri áhyggjur af þeirri gjá. Við þurfum að byggja brú, samfélagssáttmála sem sameinar okkur sem þjóð – og ég treysti engum betur til verksins en Katrínu Jakobsdóttur. Katrín hefur sýnt það í verki að hún er ærleg manneskja sem lætur verkin tala. Hún fellur hvorki í forarpytt ómálefnalegra árása á meðframbjóðendur sína, né veitir stuðningsfólki sínu þegjandi samþykki fyrir slíkri hegðun – og slíkri manneskju treysti ég best til verksins. Það er nefnilega ekki nóg að tala um að allir eigi að vinna saman, það þarf að ganga á undan með góðu fordæmi. Þau sem hafa fylgst með Katrínu í rökræðum vita hins vegar að hún er ekkert lamb að leika sér við og þar er reynslan af starfi í stjórnmálum einn af styrkleikum Katrínar. Hún kemur til dyranna eins og hún er klædd, er heiðarleg heimskona með djúpstæða reynslu af hinu alþjóðlega sviði. Staðreyndin er sú að það er stríð í Evrópu og þegar á reynir vil ég hafa forseta á Bessastöðum sem getur staðið í lappirnar, hefur þá vigt sem þarf til að eiga í flóknum samningaviðræðum, þá virðingu sem þarf til að leiðtogar annarra þjóða ljái okkur eyra og þá greiningarhæfileika sem þarf til að lesa í flókna stöðu heimsmálanna hverju sinni. Forseti þarf líka að vera trúverðugur sendiherra íslenskrar menningar og þjóðar. Styðja varðveislu og þróun íslenskrar tungu og tala máli skapandi greina á alþjóðavettvangi; nýsköpunarfyrirtækja og listamanna. Katrín hefur verið ómetanlegur stuðningsmaður íslenskrar máltækniáætlunar, þar sem saman koma þræðir íslenskrar tungu, menningar, gervigreindar og nýsköpunar. Það þurfti framsýnan íslenskufræðing við stjórnvölinn til að byggja þá brú. Verkefni sem að endingu varð til þess að íslenska var fyrst “minni” tungumála til að vera nothæft í ChatGPT og hefur getið af sér fjölda sprotafyrirtækja, sem meðal annars gera okkur kleift að sjá rauntímatextun máltæknifyrirtækisins Tíró í beinum sjónvarpsútsendingum, nota forritið Bara tala til að læra íslensku, nýta yfirlestur.is máltæknifyrirtækifyrirtækisins Miðeindar til prófarkalesturs og láta raddirnar Guðrúnu og Gunnar lesa fyrir okkur texta á íslensku í gegnum netvafra Microsoft. Við þau sem hafa ekki jafnað sig á því að Katrín varð forsætisráðherra í ríkisstjórn með Framsókn og Sjálfstæðisflokki segi ég þetta: Sættum okkur við þá staðreynd að þar sem átta stjórnmálaflokkar bjóða fram til alþingis verða myndaðar samsteypustjórnir ólíkra flokka. Eðli málsins samkvæmt eru þessir flokkar ekki sammála um allt – og stundum ósammála um margt. Starfhæf ríkisstjórn byggir á málamiðlunum, hvort sem okkur líkar það betur eða verr, og góður leiðtogi getur leitt saman og sætt ólík sjónarmið. Eða er það skoðun þeirra sem níða Katrínu Jakobsdóttur á samfélagsmiðlum að hún hefði, sem forsætisráðherra í lýðræðisríki, átt að starfa sem einræðisherra? Besta leiðin til að koma sínum málefnum aldrei á dagskrá er að gera engar málamiðlanir, slá hvergi af kröfunum, krefjast þess að fá allt - og enda með ekkert. Katrín hefur óumdeilda leiðtogahæfileika sem birtast ekki í innantómum frösum heldur í áratugareynslu úr krefjandi stjórnunarstörfum, þar sem hæfileikinn til að byggja brýr og sætta ólík sjónarmið stendur upp úr. Þjóðin velur sinn forseta og ég vel Katrínu Jakobsdóttur – einfaldlega vegna þess að hún er hæfasta manneskjan í starfið. Stjórnandi viðskiptaþróunar netöryggisfyrirtækisins Defend Iceland og fyrrum framkvæmdastjóri Almannaróms – Miðstöðvar máltækni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Forsetakosningar 2024 Forsetakosningar 2024 Jóhanna Vigdís Guðmundsdóttir Mest lesið Tryggjum Svandísi á þing Hópur stuðningsfólks Svandísar Svavarsdóttur Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun Skilur Kristrún ekki, að stærð kökunnar er mál nr. 1? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Hvar ertu Auddi Blö: Opið bréf til Bjarna Ben frá sérfræðingi Ásta Kristín Pjetursdóttir Skoðun Er einhver að hlusta? Hópur 143 Seyðfirðinga Skoðun Flokkur í felulitum Björn Gíslason Skoðun Greinin sem þú verður að lesa áður en þú ferð á kjörstað Bessí Þóra Jónsdóttir Skoðun Ekki láta Sjálfstæðisflokkinn ljúga að þér Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Nýtt húsnæðislánakerfi að danskri fyrirmynd? Jónas Már Torfason Skoðun Höldum okkur á dagskrá Hópur fólks innan íþróttahreyfingarinnar Skoðun Skoðun Skoðun Ísland sé frjálst meðan sól gyllir haf Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Að refsa eða treysta VG? Finnur Ricart Andrason skrifar Skoðun Innflytjendur eru blórabögglar Achola Otieno skrifar Skoðun Bað- og búningsklefar okkar kvenna Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Stórkostleg tímaskekkja Sigrún Perla Gísladóttir skrifar Skoðun Vinstri græn - þrátt fyrir þverpólitíska ríkisstjórn Aðalbjörg Ísafold Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir skrifar Skoðun Kosningalimran 2024 Arnar Ingi Ingason,Freyr Snorrason skrifar Skoðun Viðreisn ætlar að forgangsraða – nýta skattfé miklu betur Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Sigrar vinnast – spár bregðast Þorvaldur Örn Árnason skrifar Skoðun Af hverju Viðreisn? Eva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pólitískar ofsóknir í aðdraganda Alþingiskosninga Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Talk about timing – degi fyrir kjördag Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Hjarta og sál Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun ESB andstæðingar blekkja Íslendinga Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn: Fyrir budduna þína og framtíðina Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson skrifar Skoðun Að mynda ríkisstjórn - skipulagt val til vinstri Hlynur Már Ragnheiðarson skrifar Skoðun Viðreisn: öfgalaus nálgun fyrir öfgalaust samfélag Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Kleppur er víða Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir skrifar Skoðun Að geta lesið sér mennsku til gagns Diljá Ámundadóttir Zoëga skrifar Skoðun Börðust afar okkar til einskis í Þorskastríðinu? Hugleiðing um ESB Haukur Ingi S. Jónsson skrifar Skoðun Á ferð um Norðvesturkjördæmi Arna Lára Jónsdóttir,Hannes Sigurbjörn Jónsson,Jóhanna Ösp Einarsdóttir,Magnús Eðvaldsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um íslenska fjölmiðla Óli Valur Pétursson skrifar Skoðun Lögfestum félagsmiðstöðvar Guðmundur Ari Sigurjónsson,Friðmey Jónsdóttir skrifar Skoðun Flokkar sem vara við sjálfum sér Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hver bjó til ehf-gat? Sigríður Á. Andersen skrifar Skoðun Lausnir eða kyrrstaða í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Aðventan – njóta eða þjóta? Hrund Þrándardóttir skrifar Skoðun Við kjósum blokkir Kjartan Valgarðsson skrifar Sjá meira
Einn vinsælasti frasi forsetaframbjóðenda fjallar um gjá á milli þings og þjóðar. Gott og vel. En hvað með gjána sem hefur myndast innan þjóðarinnar, á milli hópa fólks með ólíkar skoðanir, sem virðast ekki geta talað saman öðruvísi en í hástöfum og með óguðlegum fjölda upphrópunarmerkja á samfélagsmiðlum? Ég hef satt að segja meiri áhyggjur af þeirri gjá. Við þurfum að byggja brú, samfélagssáttmála sem sameinar okkur sem þjóð – og ég treysti engum betur til verksins en Katrínu Jakobsdóttur. Katrín hefur sýnt það í verki að hún er ærleg manneskja sem lætur verkin tala. Hún fellur hvorki í forarpytt ómálefnalegra árása á meðframbjóðendur sína, né veitir stuðningsfólki sínu þegjandi samþykki fyrir slíkri hegðun – og slíkri manneskju treysti ég best til verksins. Það er nefnilega ekki nóg að tala um að allir eigi að vinna saman, það þarf að ganga á undan með góðu fordæmi. Þau sem hafa fylgst með Katrínu í rökræðum vita hins vegar að hún er ekkert lamb að leika sér við og þar er reynslan af starfi í stjórnmálum einn af styrkleikum Katrínar. Hún kemur til dyranna eins og hún er klædd, er heiðarleg heimskona með djúpstæða reynslu af hinu alþjóðlega sviði. Staðreyndin er sú að það er stríð í Evrópu og þegar á reynir vil ég hafa forseta á Bessastöðum sem getur staðið í lappirnar, hefur þá vigt sem þarf til að eiga í flóknum samningaviðræðum, þá virðingu sem þarf til að leiðtogar annarra þjóða ljái okkur eyra og þá greiningarhæfileika sem þarf til að lesa í flókna stöðu heimsmálanna hverju sinni. Forseti þarf líka að vera trúverðugur sendiherra íslenskrar menningar og þjóðar. Styðja varðveislu og þróun íslenskrar tungu og tala máli skapandi greina á alþjóðavettvangi; nýsköpunarfyrirtækja og listamanna. Katrín hefur verið ómetanlegur stuðningsmaður íslenskrar máltækniáætlunar, þar sem saman koma þræðir íslenskrar tungu, menningar, gervigreindar og nýsköpunar. Það þurfti framsýnan íslenskufræðing við stjórnvölinn til að byggja þá brú. Verkefni sem að endingu varð til þess að íslenska var fyrst “minni” tungumála til að vera nothæft í ChatGPT og hefur getið af sér fjölda sprotafyrirtækja, sem meðal annars gera okkur kleift að sjá rauntímatextun máltæknifyrirtækisins Tíró í beinum sjónvarpsútsendingum, nota forritið Bara tala til að læra íslensku, nýta yfirlestur.is máltæknifyrirtækifyrirtækisins Miðeindar til prófarkalesturs og láta raddirnar Guðrúnu og Gunnar lesa fyrir okkur texta á íslensku í gegnum netvafra Microsoft. Við þau sem hafa ekki jafnað sig á því að Katrín varð forsætisráðherra í ríkisstjórn með Framsókn og Sjálfstæðisflokki segi ég þetta: Sættum okkur við þá staðreynd að þar sem átta stjórnmálaflokkar bjóða fram til alþingis verða myndaðar samsteypustjórnir ólíkra flokka. Eðli málsins samkvæmt eru þessir flokkar ekki sammála um allt – og stundum ósammála um margt. Starfhæf ríkisstjórn byggir á málamiðlunum, hvort sem okkur líkar það betur eða verr, og góður leiðtogi getur leitt saman og sætt ólík sjónarmið. Eða er það skoðun þeirra sem níða Katrínu Jakobsdóttur á samfélagsmiðlum að hún hefði, sem forsætisráðherra í lýðræðisríki, átt að starfa sem einræðisherra? Besta leiðin til að koma sínum málefnum aldrei á dagskrá er að gera engar málamiðlanir, slá hvergi af kröfunum, krefjast þess að fá allt - og enda með ekkert. Katrín hefur óumdeilda leiðtogahæfileika sem birtast ekki í innantómum frösum heldur í áratugareynslu úr krefjandi stjórnunarstörfum, þar sem hæfileikinn til að byggja brýr og sætta ólík sjónarmið stendur upp úr. Þjóðin velur sinn forseta og ég vel Katrínu Jakobsdóttur – einfaldlega vegna þess að hún er hæfasta manneskjan í starfið. Stjórnandi viðskiptaþróunar netöryggisfyrirtækisins Defend Iceland og fyrrum framkvæmdastjóri Almannaróms – Miðstöðvar máltækni.
Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson skrifar
Skoðun Börðust afar okkar til einskis í Þorskastríðinu? Hugleiðing um ESB Haukur Ingi S. Jónsson skrifar
Skoðun Á ferð um Norðvesturkjördæmi Arna Lára Jónsdóttir,Hannes Sigurbjörn Jónsson,Jóhanna Ösp Einarsdóttir,Magnús Eðvaldsson skrifar