Stærsta loftslagsráðstefna í heimi Nótt Thorberg skrifar 6. maí 2024 09:16 Það vakti athygli í fyrra þegar sendinefnd íslensks atvinnulífs sótti loftslagsráðstefnu Sameinuðuþjóðanna (COP28) í Dubai. Þátttaka viðskiptasendinefndar var skipulögð af Grænvangi í nánu samstarfi við umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytið og alls sóttu 16 fyrirtæki ráðstefnuna. En hvað hafa íslensk fyrirtæki að gera á þessum vettvangi? Loftslagsþing Sameinuðu þjóðanna er stærsti viðburður í heiminum þar sem fjallað er um loftslagsmál. Flestum er þessi vettvangur kunnugur sem samningavettvangur aðildarríkja að loftslagssamningi Sameinuðu þjóðanna. Það sem færri þekkja er að á meðan að á samningaviðræðum aðildarríkjanna stendur fer þar fram stærsta loftslagsráðstefna heims á sama stað. Á COP28 í Dubai voru gestir ráðstefnunnar hátt í 100 þúsund. Það er staðreynd að loftslagsráðstefnan er nú orðin fjölsóttari en samningavettvangur aðildarríkjanna. Ráðstefnuna sækja auk stjórnvalda, meðal annars vísinda- og fræðasamfélagið, alþjóðastofnanir, fjárfestar, frumkvöðlar, atvinnugreinar, fyrirtæki og hagmunasamtök. Dagskráin er fjölbreytt, skálar og hliðarviðburðir margir. Raunar er sýningarsvæðið af þeirri stærðargráðu að jafnvel þægilegustu strigaskór geta brugðist ráðstefnugestum. En upp úr stendur þverfaglegt og lausnamiðað samtal um leiðirnar að kolefnihlutlausri og sjálfbærri framtíð. Þessi þróun þykir jákvæð því það er til lítils að setja markmið um að halda hlýnun jarðar innan við 1,5° C ef raunverulegar aðgerðir fylgja ekki eftir. Það þarf að snúa við blaði á örfáum árum og búa til betri heim fyrir alla. Umbreytingin er risavaxin og hún kallar á nýja hugsun – nýja nálgun og aðkomu allra. Raunar hefur heimsbyggðin aldrei staðið frammi fyrir jafnstórri sameiginlegri áskorun. Leita þarf allra lausna til að hraða þróun í átt að grænni og sjálfbærri framtíð jarðar. Hér gegnir atvinnulífið lykilhlutverki enda skiptir aðkoma atvinnulífsins sköpum í þeim umskiptum sem við stöndum frammi fyrir. Stjórnvöld hafa sett sér markmið og geta með réttum hvötum og góðum stuðningi stuðlað að hröðun umskiptanna. En innleiðing þeirra lausnanna eru að miklu leyti á herðum fyrirtækjanna og samfélagsins. Samstillt átak stjórnvalda og atvinnulífs, þvert á landamæri, er því lykilforsenda árangurs. Ísland hefur náð lengra en flestar þjóðir á sviði grænnar umbreytingar og orkuskipta. Við búum yfir einstöku orkukerfi og okkur hefur auðnast að nýta auðlindir Íslands á ábyrgan og sjálfbæran hátt. Á vettvangi Loftslagsráðstefnunnar gefst einstakt tækifæri til að vekja athygli á framlagi íslands til loftslagsmála. Ísland er fyrirmynd og við höfum mikilvægri sögu að miðla sem veitt getur innblástur og komið á framfæri íslenskum lausnum sem gagnast geta öðrum þjóðum í þeirra vegferð. Þar má líka fá yfirsýn á þróun mála með því að leggja við hlustir, sækja dýrmæta þekkingu og efla tengsl og samstarf á alþjóðavettvangi sem stuðlað getur að nýjum tækifærum og hraðað vinnu í átt að kolefnishlutlausu Íslandi. Þess vegna skiptir máli að stjórnvöld og atvinnulíf taki höndum saman og láti rödd Íslands heyrast. Með samstilltu átaki á þessum mikilvæga vettvangi má ná fram að auknu samtali og samstarfi, hraða vinnu hér heima og nýta þau tækifæri sem felast í grænu umbreytingunni. Fyrir ísland og heiminn allan. Opinn kynningarfundur um viðskiptasendinefnd Íslands á COP29 verður haldinn þriðjudaginn 7. maí kl. 8.30-10.00 í Arion banka. Verið öll velkomin. Nánari upplýsingar um þátttöku atvinnulífsins á Loftslagsþingi Sameinuðu þjóðanna má finna á heimasíðu Grænvangs. Fyrirtækin sem taka þátt í ráðstefnunni standa sjálf straum að öllum þeim kostnaði sem hlýst af þátttöku þeirra. Höfundur er forstöðumaður Grænvangs. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Nótt Thorberg Loftslagsráðstefna Sameinuðu þjóðanna (COP) Loftslagsmál Mest lesið Tryggjum Svandísi á þing Hópur stuðningsfólks Svandísar Svavarsdóttur Skoðun Skilur Kristrún ekki, að stærð kökunnar er mál nr. 1? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun Hvar ertu Auddi Blö: Opið bréf til Bjarna Ben frá sérfræðingi Ásta Kristín Pjetursdóttir Skoðun Flokkur í felulitum Björn Gíslason Skoðun Ekki láta Sjálfstæðisflokkinn ljúga að þér Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Greinin sem þú verður að lesa áður en þú ferð á kjörstað Bessí Þóra Jónsdóttir Skoðun Nýtt húsnæðislánakerfi að danskri fyrirmynd? Jónas Már Torfason Skoðun Braggablús Ölmu Eyþór Kristleifsson Skoðun Höldum okkur á dagskrá Hópur fólks innan íþróttahreyfingarinnar Skoðun Skoðun Skoðun Kosningalimran 2024 Arnar Ingi Ingason,Freyr Snorrason skrifar Skoðun Viðreisn ætlar að forgangsraða – nýta skattfé miklu betur Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Sigrar vinnast – spár bregðast Þorvaldur Örn Árnason skrifar Skoðun Af hverju Viðreisn? Eva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pólitískar ofsóknir í aðdraganda Alþingiskosninga Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Talk about timing – degi fyrir kjördag Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Hjarta og sál Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun ESB andstæðingar blekkja Íslendinga Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn: Fyrir budduna þína og framtíðina Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson skrifar Skoðun Að mynda ríkisstjórn - skipulagt val til vinstri Hlynur Már Ragnheiðarson skrifar Skoðun Viðreisn: öfgalaus nálgun fyrir öfgalaust samfélag Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Kleppur er víða Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir skrifar Skoðun Að geta lesið sér mennsku til gagns Diljá Ámundadóttir Zoëga skrifar Skoðun Börðust afar okkar til einskis í Þorskastríðinu? Hugleiðing um ESB Haukur Ingi S. Jónsson skrifar Skoðun Á ferð um Norðvesturkjördæmi Arna Lára Jónsdóttir,Hannes Sigurbjörn Jónsson,Jóhanna Ösp Einarsdóttir,Magnús Eðvaldsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um íslenska fjölmiðla Óli Valur Pétursson skrifar Skoðun Lögfestum félagsmiðstöðvar Guðmundur Ari Sigurjónsson,Friðmey Jónsdóttir skrifar Skoðun Flokkar sem vara við sjálfum sér Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hver bjó til ehf-gat? Sigríður Á. Andersen skrifar Skoðun Lausnir eða kyrrstaða í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Aðventan – njóta eða þjóta? Hrund Þrándardóttir skrifar Skoðun Við kjósum blokkir Kjartan Valgarðsson skrifar Skoðun Er einhver að hlusta? Hópur 143 Seyðfirðinga skrifar Skoðun Tryggjum öruggt ævikvöld Brynjar Níelsson skrifar Skoðun Hverjir verja almannahagsmuni? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Stúlka frá Gaza sem að missti allt Asil Jihad Al-Masri skrifar Skoðun Kjósum með mannréttindum á laugardaginn Bjarndís Helga Tómasdóttir,Kári Garðarsson skrifar Skoðun Greinin sem þú verður að lesa áður en þú ferð á kjörstað Bessí Þóra Jónsdóttir skrifar Skoðun Pólitík í pípum sem leka Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Sjá meira
Það vakti athygli í fyrra þegar sendinefnd íslensks atvinnulífs sótti loftslagsráðstefnu Sameinuðuþjóðanna (COP28) í Dubai. Þátttaka viðskiptasendinefndar var skipulögð af Grænvangi í nánu samstarfi við umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytið og alls sóttu 16 fyrirtæki ráðstefnuna. En hvað hafa íslensk fyrirtæki að gera á þessum vettvangi? Loftslagsþing Sameinuðu þjóðanna er stærsti viðburður í heiminum þar sem fjallað er um loftslagsmál. Flestum er þessi vettvangur kunnugur sem samningavettvangur aðildarríkja að loftslagssamningi Sameinuðu þjóðanna. Það sem færri þekkja er að á meðan að á samningaviðræðum aðildarríkjanna stendur fer þar fram stærsta loftslagsráðstefna heims á sama stað. Á COP28 í Dubai voru gestir ráðstefnunnar hátt í 100 þúsund. Það er staðreynd að loftslagsráðstefnan er nú orðin fjölsóttari en samningavettvangur aðildarríkjanna. Ráðstefnuna sækja auk stjórnvalda, meðal annars vísinda- og fræðasamfélagið, alþjóðastofnanir, fjárfestar, frumkvöðlar, atvinnugreinar, fyrirtæki og hagmunasamtök. Dagskráin er fjölbreytt, skálar og hliðarviðburðir margir. Raunar er sýningarsvæðið af þeirri stærðargráðu að jafnvel þægilegustu strigaskór geta brugðist ráðstefnugestum. En upp úr stendur þverfaglegt og lausnamiðað samtal um leiðirnar að kolefnihlutlausri og sjálfbærri framtíð. Þessi þróun þykir jákvæð því það er til lítils að setja markmið um að halda hlýnun jarðar innan við 1,5° C ef raunverulegar aðgerðir fylgja ekki eftir. Það þarf að snúa við blaði á örfáum árum og búa til betri heim fyrir alla. Umbreytingin er risavaxin og hún kallar á nýja hugsun – nýja nálgun og aðkomu allra. Raunar hefur heimsbyggðin aldrei staðið frammi fyrir jafnstórri sameiginlegri áskorun. Leita þarf allra lausna til að hraða þróun í átt að grænni og sjálfbærri framtíð jarðar. Hér gegnir atvinnulífið lykilhlutverki enda skiptir aðkoma atvinnulífsins sköpum í þeim umskiptum sem við stöndum frammi fyrir. Stjórnvöld hafa sett sér markmið og geta með réttum hvötum og góðum stuðningi stuðlað að hröðun umskiptanna. En innleiðing þeirra lausnanna eru að miklu leyti á herðum fyrirtækjanna og samfélagsins. Samstillt átak stjórnvalda og atvinnulífs, þvert á landamæri, er því lykilforsenda árangurs. Ísland hefur náð lengra en flestar þjóðir á sviði grænnar umbreytingar og orkuskipta. Við búum yfir einstöku orkukerfi og okkur hefur auðnast að nýta auðlindir Íslands á ábyrgan og sjálfbæran hátt. Á vettvangi Loftslagsráðstefnunnar gefst einstakt tækifæri til að vekja athygli á framlagi íslands til loftslagsmála. Ísland er fyrirmynd og við höfum mikilvægri sögu að miðla sem veitt getur innblástur og komið á framfæri íslenskum lausnum sem gagnast geta öðrum þjóðum í þeirra vegferð. Þar má líka fá yfirsýn á þróun mála með því að leggja við hlustir, sækja dýrmæta þekkingu og efla tengsl og samstarf á alþjóðavettvangi sem stuðlað getur að nýjum tækifærum og hraðað vinnu í átt að kolefnishlutlausu Íslandi. Þess vegna skiptir máli að stjórnvöld og atvinnulíf taki höndum saman og láti rödd Íslands heyrast. Með samstilltu átaki á þessum mikilvæga vettvangi má ná fram að auknu samtali og samstarfi, hraða vinnu hér heima og nýta þau tækifæri sem felast í grænu umbreytingunni. Fyrir ísland og heiminn allan. Opinn kynningarfundur um viðskiptasendinefnd Íslands á COP29 verður haldinn þriðjudaginn 7. maí kl. 8.30-10.00 í Arion banka. Verið öll velkomin. Nánari upplýsingar um þátttöku atvinnulífsins á Loftslagsþingi Sameinuðu þjóðanna má finna á heimasíðu Grænvangs. Fyrirtækin sem taka þátt í ráðstefnunni standa sjálf straum að öllum þeim kostnaði sem hlýst af þátttöku þeirra. Höfundur er forstöðumaður Grænvangs.
Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson skrifar
Skoðun Börðust afar okkar til einskis í Þorskastríðinu? Hugleiðing um ESB Haukur Ingi S. Jónsson skrifar
Skoðun Á ferð um Norðvesturkjördæmi Arna Lára Jónsdóttir,Hannes Sigurbjörn Jónsson,Jóhanna Ösp Einarsdóttir,Magnús Eðvaldsson skrifar