Nefndin aldrei heyrt aðrar eins frásagnir en lítið að gerast Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 6. maí 2024 13:39 Jódís Skúladóttir hefur verið framsögumaður allsherjar-og menntamálanefndar varðandi frumvarp um sanngirnisbætur. Bryndís Haraldsdóttir formaður nefndarinnar segir málið hafa marga hringi í nefndinni. Vísir/Sara Allsherjar-og menntamálanefnd hefur farið í marga hringi í meðferð sinni á frumvarpi um sanngirnisbætur að sögn formanns nefndarinnar. Hún segir að nefndin hafi aldrei fengið viðkvæmari og erfiðari frásagnir til sín. Forsætisráðherra sé mjög meðvitaður um málið. Frumvarp Katrínar Jakobsdóttur fyrrverandi forsætisráðherra um sanngirnisbætur, fyrir fólk sem varð fyrir ofbeldi á vistheimilum á vegum hins opinbera sem börn, var lagt í Samráðsgátt stjórnvalda fyrir rúmu einu og hálfu ári. Alls bárust 42 umsagnir um það, m.a. er fjárhæð bóta gagnrýnd en í frumvarpinu kemur fram að bætur skuli aldrei vera hærri en þrjár milljónir króna það var síðar hækkað í fimm milljónir. Frumvarpið gekk til allsherjar-og mennatmálanefndar Alþingis í nóvember 2023. Bryndís Haraldsdóttir formaður nefndarinnar segir að síðan þá hafi margir komið fyrir nefndina vegna málsins. Hún segir frásagnir fólks afar sláandi. „Þetta eru án efa viðkvæmustu mál og sögur sem við höfum fengið til okkar. Þetta hefur haft veruleg áhrif á sálastetrið og við tökum sögurnar mjög til okkar. Við höfum mörg hver farið í marga hringi um hver sé besta leiðin til að nálgast þessi viðkvæmu viðfangsefni.“ Forsætisráðherra fylgist með Hún segir hins vegar að enn sé ekki byrjað að ræða um hver væri sanngjörn upphæð bóta. „Nei það er ekki komin nein niðurstaða í það frekar en hvernig frumvarpið á að líta almennt út ef og þegar það fer í aðra umræðu inn í þingsal. Það eru miklar athugasemdir við það og okkur er því ákveðinn vandi á höndum. Þá hvort og hvernig við náum utan um málið. En ég veit að verkefnið sem slíkt fer ekkert frá okkur. Núverandi forsætisráðherra er mjög meðvitaður um það,“ segir Bryndís. Sum málin sem snúa að sanngirnisbótum ná langt aftur. Til að mynda hefur fólk sem dvaldi á Vöggustofunni að Hlíðarenda sem var rekin frá 1949 til 1963 enn ekki fengið greiddar sanngirnisbætur. Bryndís segir að í sínum huga sé tvennt sem þurfi að huga að í málsmeðferðinni. „Stóra málið er auðvitað að við þurfum að koma í veg fyrir að svona ofbeldi gerist nokkru sinni í framtíðinni. Hinn þátturinn er að samfélagið þarf með einhverjum hætti að koma að því að aðstoða þá sem hafa orðið fyrir slíku,“ segir Bryndís. Þarf að gera miklar endurbætur Í núverandi frumvarpi er lagt til að ekki eigi lengur að þurfa að fara í stórar, tímafrekar og fjárhagslegar dýrar rannsóknir. Bryndís segir að fólk hafi hins vegar bent á að það þurfi einmitt að gera það svo hægt sé að læra af fortíðinni. Þá sé slíkt ferli hluti af því að bæta fyrir brotin. Hún segir að það þurfi að gera miklar breytingar á núverandi frumvarpi. „Mér þykir ljóst að það þurfi að beita öðrum leiðum en lagt er til í þessu frumvarpi. Þannig að við erum að velta fyrir okkur hvernig við getum nálgast þetta. Við sjáum það að frumvarpsdrögin eins og þau liggja fyrir hafa fengið töluverða gagnrýni. Þó að þau séu mjög heiðarleg leið til að ná utan um þetta verkefni,“ segir hún. Aðspurð um hvort það komi til greina að nefndin neiti að afgreiða núverandi frumvarp svarar Bryndís: „Það gæti alveg komið til þess. Það eru ekki öll frumvörp sem koma inn í þingið og fá afgreiðslu. Stundum þurfa þau að koma oftar einu sinni fyrir þingið og þá oft í breyttri mynd. Þá er búið að taka tillit til þeirra athugasemda sem fram hafa komið. En ég tel algjörlega ótímabært á þessum tímapunkti að segja til um hver verður niðurstaðan verður,“ segir Bryndís að lokum. Vistheimili Vistheimilin Alþingi Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Tengdar fréttir Hjalteyrarbörnin fá 410 milljónir Í fjárlagafrumvarpi fyrir árið 2024 er gert ráð fyrir að 410 milljónum króna verði ráðstafað til uppgjörs sanngirnisbóta vegna Hjalteyrarmálsins. 12. september 2023 14:06 Fyrirhugað að setja heildarlög um sanngirnisbætur Áform um lagasetningu varðandi svokallaðar sanngirnisbætur hefur verið birt í samráðsgátt stjórnvalda. Um er að ræða lagaumgjörð sem skapa myndi farveg fyrir þá einstaklinga sem orðið hafa fyrir varanlegum skaða vegna misgjörða af hálfu opinberra aðila eða einkaaðila á þeirra vegum til að fá greiddar sanngirnisbætur. 25. nóvember 2022 11:25 Yfirvöld þurfi að bregðast við svo þau verði ekki sanngirnisbótaskyld Talskonur Heimilis og skóla segja úrræðaleysi ríkja í málefnum barna sem verða fyrir ofbeldi í skólum. Varaformaðurinn vill fá opinbera stefnumótun í málaflokknum. Ella sé hætta á að það þurfi að greiða þolendum ofbeldis sanngirnisbætur í framtíðinni. 3. október 2022 19:46 „Þetta varð alltaf verra og verra“ Talið er að um fimm þúsund börn hafi dvalið á um þrjátíu vistheimilum á vegum hins opinbera frá síðustu öld. Þá er ótalið öll þau börn sem dvöldu á sveitabæjum. Nú hafa sanngirnisbætur verið greiddar eða eru á leiðinni fyrir dvöl á næstum öðru hverju heimili. Umsjónarmaður sanngirnisbóta segir að algjört eftirlits-og stefnuleysi hafi ríkt í málaflokknum á sínum tíma. Það sé því miður raunin að nokkru leyti ennþá. 27. september 2022 07:02 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent Kennaraverkfalli frestað Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent Þessi mættu best og verst í þinginu Innlent Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Innlent Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Innlent Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Innlent Fleiri fréttir „Allt það sem mannlegur máttur ræður við er undir góðri stjórn“ „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Önnin kláruð með eðlilegum hætti í MR Tæplega helmingi líst vel á Samfylkingu og Viðreisn í ríkisstjórn Kennaraverkföllum frestað og áhrif veðursins á kosningar Dynjandisheiði boðin út „á allra næstu dögum“ Miklar gleðifréttir og gott að fá nemendur og starfsfólk aftur í hús Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Svona verður kosningavaka Stöðvar 2 Næststærsta gosið hingað til Kennaraverkfalli frestað „Við setjum ekki líf og limi fólks í hættu til að flytja kjörgögn“ Tveir teknir með falin fíkniefni á leið til Ísafjarðar Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Engin kæra borist vegna upptakanna Svifryksmengun í borginni í dag og næstu daga Bein útsending: Fundur fólksins í Hörpu Óbreytt skólahald í Sunnulækjarskóla eftir helgi Ekkert D-vítamín í kæstum hákarli Fleiri gular viðvaranir á kjördag Slæm spá fjölgar þeim sem greitt hafa atkvæði Áframhaldandi gasmengun í Grindavík Margir greiða atkvæði utan kjörfundar fyrir austan Heilskimun Intuens enn til skoðunar hjá landlæknisembættinu Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Þessi mættu best og verst í þinginu Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Sjá meira
Frumvarp Katrínar Jakobsdóttur fyrrverandi forsætisráðherra um sanngirnisbætur, fyrir fólk sem varð fyrir ofbeldi á vistheimilum á vegum hins opinbera sem börn, var lagt í Samráðsgátt stjórnvalda fyrir rúmu einu og hálfu ári. Alls bárust 42 umsagnir um það, m.a. er fjárhæð bóta gagnrýnd en í frumvarpinu kemur fram að bætur skuli aldrei vera hærri en þrjár milljónir króna það var síðar hækkað í fimm milljónir. Frumvarpið gekk til allsherjar-og mennatmálanefndar Alþingis í nóvember 2023. Bryndís Haraldsdóttir formaður nefndarinnar segir að síðan þá hafi margir komið fyrir nefndina vegna málsins. Hún segir frásagnir fólks afar sláandi. „Þetta eru án efa viðkvæmustu mál og sögur sem við höfum fengið til okkar. Þetta hefur haft veruleg áhrif á sálastetrið og við tökum sögurnar mjög til okkar. Við höfum mörg hver farið í marga hringi um hver sé besta leiðin til að nálgast þessi viðkvæmu viðfangsefni.“ Forsætisráðherra fylgist með Hún segir hins vegar að enn sé ekki byrjað að ræða um hver væri sanngjörn upphæð bóta. „Nei það er ekki komin nein niðurstaða í það frekar en hvernig frumvarpið á að líta almennt út ef og þegar það fer í aðra umræðu inn í þingsal. Það eru miklar athugasemdir við það og okkur er því ákveðinn vandi á höndum. Þá hvort og hvernig við náum utan um málið. En ég veit að verkefnið sem slíkt fer ekkert frá okkur. Núverandi forsætisráðherra er mjög meðvitaður um það,“ segir Bryndís. Sum málin sem snúa að sanngirnisbótum ná langt aftur. Til að mynda hefur fólk sem dvaldi á Vöggustofunni að Hlíðarenda sem var rekin frá 1949 til 1963 enn ekki fengið greiddar sanngirnisbætur. Bryndís segir að í sínum huga sé tvennt sem þurfi að huga að í málsmeðferðinni. „Stóra málið er auðvitað að við þurfum að koma í veg fyrir að svona ofbeldi gerist nokkru sinni í framtíðinni. Hinn þátturinn er að samfélagið þarf með einhverjum hætti að koma að því að aðstoða þá sem hafa orðið fyrir slíku,“ segir Bryndís. Þarf að gera miklar endurbætur Í núverandi frumvarpi er lagt til að ekki eigi lengur að þurfa að fara í stórar, tímafrekar og fjárhagslegar dýrar rannsóknir. Bryndís segir að fólk hafi hins vegar bent á að það þurfi einmitt að gera það svo hægt sé að læra af fortíðinni. Þá sé slíkt ferli hluti af því að bæta fyrir brotin. Hún segir að það þurfi að gera miklar breytingar á núverandi frumvarpi. „Mér þykir ljóst að það þurfi að beita öðrum leiðum en lagt er til í þessu frumvarpi. Þannig að við erum að velta fyrir okkur hvernig við getum nálgast þetta. Við sjáum það að frumvarpsdrögin eins og þau liggja fyrir hafa fengið töluverða gagnrýni. Þó að þau séu mjög heiðarleg leið til að ná utan um þetta verkefni,“ segir hún. Aðspurð um hvort það komi til greina að nefndin neiti að afgreiða núverandi frumvarp svarar Bryndís: „Það gæti alveg komið til þess. Það eru ekki öll frumvörp sem koma inn í þingið og fá afgreiðslu. Stundum þurfa þau að koma oftar einu sinni fyrir þingið og þá oft í breyttri mynd. Þá er búið að taka tillit til þeirra athugasemda sem fram hafa komið. En ég tel algjörlega ótímabært á þessum tímapunkti að segja til um hver verður niðurstaðan verður,“ segir Bryndís að lokum.
„Þetta eru án efa viðkvæmustu mál og sögur sem við höfum fengið til okkar. Þetta hefur haft veruleg áhrif á sálastetrið og við tökum sögurnar mjög til okkar. Við höfum mörg hver farið í marga hringi um hver sé besta leiðin til að nálgast þessi viðkvæmu viðfangsefni.“
Vistheimili Vistheimilin Alþingi Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Tengdar fréttir Hjalteyrarbörnin fá 410 milljónir Í fjárlagafrumvarpi fyrir árið 2024 er gert ráð fyrir að 410 milljónum króna verði ráðstafað til uppgjörs sanngirnisbóta vegna Hjalteyrarmálsins. 12. september 2023 14:06 Fyrirhugað að setja heildarlög um sanngirnisbætur Áform um lagasetningu varðandi svokallaðar sanngirnisbætur hefur verið birt í samráðsgátt stjórnvalda. Um er að ræða lagaumgjörð sem skapa myndi farveg fyrir þá einstaklinga sem orðið hafa fyrir varanlegum skaða vegna misgjörða af hálfu opinberra aðila eða einkaaðila á þeirra vegum til að fá greiddar sanngirnisbætur. 25. nóvember 2022 11:25 Yfirvöld þurfi að bregðast við svo þau verði ekki sanngirnisbótaskyld Talskonur Heimilis og skóla segja úrræðaleysi ríkja í málefnum barna sem verða fyrir ofbeldi í skólum. Varaformaðurinn vill fá opinbera stefnumótun í málaflokknum. Ella sé hætta á að það þurfi að greiða þolendum ofbeldis sanngirnisbætur í framtíðinni. 3. október 2022 19:46 „Þetta varð alltaf verra og verra“ Talið er að um fimm þúsund börn hafi dvalið á um þrjátíu vistheimilum á vegum hins opinbera frá síðustu öld. Þá er ótalið öll þau börn sem dvöldu á sveitabæjum. Nú hafa sanngirnisbætur verið greiddar eða eru á leiðinni fyrir dvöl á næstum öðru hverju heimili. Umsjónarmaður sanngirnisbóta segir að algjört eftirlits-og stefnuleysi hafi ríkt í málaflokknum á sínum tíma. Það sé því miður raunin að nokkru leyti ennþá. 27. september 2022 07:02 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent Kennaraverkfalli frestað Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent Þessi mættu best og verst í þinginu Innlent Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Innlent Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Innlent Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Innlent Fleiri fréttir „Allt það sem mannlegur máttur ræður við er undir góðri stjórn“ „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Önnin kláruð með eðlilegum hætti í MR Tæplega helmingi líst vel á Samfylkingu og Viðreisn í ríkisstjórn Kennaraverkföllum frestað og áhrif veðursins á kosningar Dynjandisheiði boðin út „á allra næstu dögum“ Miklar gleðifréttir og gott að fá nemendur og starfsfólk aftur í hús Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Svona verður kosningavaka Stöðvar 2 Næststærsta gosið hingað til Kennaraverkfalli frestað „Við setjum ekki líf og limi fólks í hættu til að flytja kjörgögn“ Tveir teknir með falin fíkniefni á leið til Ísafjarðar Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Engin kæra borist vegna upptakanna Svifryksmengun í borginni í dag og næstu daga Bein útsending: Fundur fólksins í Hörpu Óbreytt skólahald í Sunnulækjarskóla eftir helgi Ekkert D-vítamín í kæstum hákarli Fleiri gular viðvaranir á kjördag Slæm spá fjölgar þeim sem greitt hafa atkvæði Áframhaldandi gasmengun í Grindavík Margir greiða atkvæði utan kjörfundar fyrir austan Heilskimun Intuens enn til skoðunar hjá landlæknisembættinu Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Þessi mættu best og verst í þinginu Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Sjá meira
Hjalteyrarbörnin fá 410 milljónir Í fjárlagafrumvarpi fyrir árið 2024 er gert ráð fyrir að 410 milljónum króna verði ráðstafað til uppgjörs sanngirnisbóta vegna Hjalteyrarmálsins. 12. september 2023 14:06
Fyrirhugað að setja heildarlög um sanngirnisbætur Áform um lagasetningu varðandi svokallaðar sanngirnisbætur hefur verið birt í samráðsgátt stjórnvalda. Um er að ræða lagaumgjörð sem skapa myndi farveg fyrir þá einstaklinga sem orðið hafa fyrir varanlegum skaða vegna misgjörða af hálfu opinberra aðila eða einkaaðila á þeirra vegum til að fá greiddar sanngirnisbætur. 25. nóvember 2022 11:25
Yfirvöld þurfi að bregðast við svo þau verði ekki sanngirnisbótaskyld Talskonur Heimilis og skóla segja úrræðaleysi ríkja í málefnum barna sem verða fyrir ofbeldi í skólum. Varaformaðurinn vill fá opinbera stefnumótun í málaflokknum. Ella sé hætta á að það þurfi að greiða þolendum ofbeldis sanngirnisbætur í framtíðinni. 3. október 2022 19:46
„Þetta varð alltaf verra og verra“ Talið er að um fimm þúsund börn hafi dvalið á um þrjátíu vistheimilum á vegum hins opinbera frá síðustu öld. Þá er ótalið öll þau börn sem dvöldu á sveitabæjum. Nú hafa sanngirnisbætur verið greiddar eða eru á leiðinni fyrir dvöl á næstum öðru hverju heimili. Umsjónarmaður sanngirnisbóta segir að algjört eftirlits-og stefnuleysi hafi ríkt í málaflokknum á sínum tíma. Það sé því miður raunin að nokkru leyti ennþá. 27. september 2022 07:02