Innrás á Rafah stríðir gegn allri mannúð Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar 7. maí 2024 13:30 Í meira en hálft ár hefur Ísraelsher staðið fyrir linnulausum árásum á almenna borgara á Gaza. Enginn er óhultur á svæðinu á meðan bæði landhernaður og drónaárásir ógna lífum. Á Gaza stendur nú yfir ein versta mannúðarkrísa síðari ára en Ísraelsher hefur einnig tafið fyrir eða stöðvað birgðasendingar með hjálpargögn inn á svæðið. Alþjóðadómstóllinn komst í vetur að þeirri niðurstöðu að mögulega væri um að ræða þjóðarmorð. Það er algjörlega óásættanlegt að Ísrael ráðist inn í Rafah. Þangað hefur yfir milljón manna flúið, en fólkið hefur í raun ekki til neins annars staðar að hverfa, enda Gaza-svæðið að stórum hluta til rústir einar. Volker Türk mannréttindastjóri Sameinuðu þjóðanna hefur sagt skipanir Ísraelsmanna séu ómannúðlegar og fari gegn alþjóðalögum. Að beita hernaði sem bitnar beint á óbreyttum borgurum sem ekki geta flúið stríðir gegn allri mannúð. Ísland hefur notað sína rödd til að tala fyrir friði. Þann 9. nóvember síðastliðinn samþykkti Alþingi þingsályktun þar sem þess er krafist að komið verði á vopnahléi án tafar. Ísland styður tveggja ríkja lausnina og hefur viðurkennt Palestínu sem sjálfstætt og fullvalda ríki síðan 2011. Ísrael verður að láta af hernámi Vesturbakkans og hætta stríðsrekstrinum á Gaza. Aðeins þannig getur tveggja ríka lausnin raungerst, sem er forsenda friðar á svæðinu. Nú skiptir mestu að koma á friði með því að alþjóðasamfélagið beiti sér af enn meiri krafti. Bandaríkin hafa þar mest að segja en sem kunnugt er hafa þau ítrekað beitt neitunarvaldi sínu í Öryggisráði Sameinuðu þjóðanna. Gera verður þá kröfu að Bandaríkin beiti Ísraelsstjórn stórauknum þrýstingi um að leggja niður vopn. Staðan á Gaza er óbærileg og Ísraelsmenn verða að láta af ofbeldinu. Höfundur er formaður VG og félags- og vinnumarkaðsráðherra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðmundur Ingi Guðbrandsson Átök í Ísrael og Palestínu Vinstri græn Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Mest lesið Hálft líf heimilislausra kvenna Kristín I. Pálsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Kosningasigur fyrir dýravernd Árni Stefán Árnason Skoðun Í morgun vöknuðum við á merkilegum tíma Silja Rún Friðriksdóttir Skoðun Langþreyttir kjósendur hafa tækifæri til breytinga Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir Skoðun Er „woke-ismi“ genginn of langt? Tanja Mjöll Ísfjörð Magnúsdóttir Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun Halldór 30.11.2024 Halldór Skoðun Skoðun Kosningasigur fyrir dýravernd Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Í morgun vöknuðum við á merkilegum tíma Silja Rún Friðriksdóttir skrifar Skoðun Hálft líf heimilislausra kvenna Kristín I. Pálsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Snúum samfélagi af rangri leið Finnbjörn A. Hermansson skrifar Skoðun Heiðarleiki er ófrávíkjanleg krafa Unnar Þór Sæmundsson skrifar Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kjósum breytingar og jákvæðni í þágu almennings og samfélags Valdimar Breiðfjörð Birgisson skrifar Skoðun Samvinna er leiðin til hagsældar Lilja Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Skrópað á Alþingi Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Um sáttameðferð sýslumanns Elísabet Lorange,Jenný Kristín Valberg skrifar Skoðun Það er komið að þér Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Langþreyttir kjósendur hafa tækifæri til breytinga Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Í dag kýs ég Sjálfstæðisflokkinn Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Við þurfum Grím á þing Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Heimssýn úr músarholu – Gengur það? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ísland sé frjálst meðan sól gyllir haf Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Að refsa eða treysta VG? Finnur Ricart Andrason skrifar Skoðun Innflytjendur eru blórabögglar Achola Otieno skrifar Skoðun Bað- og búningsklefar okkar kvenna Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Stórkostleg tímaskekkja Sigrún Perla Gísladóttir skrifar Skoðun Vinstri græn - þrátt fyrir þverpólitíska ríkisstjórn Aðalbjörg Ísafold Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir skrifar Skoðun Kosningalimran 2024 Arnar Ingi Ingason,Freyr Snorrason skrifar Skoðun Viðreisn ætlar að forgangsraða – nýta skattfé miklu betur Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Sigrar vinnast – spár bregðast Þorvaldur Örn Árnason skrifar Skoðun Af hverju Viðreisn? Eva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pólitískar ofsóknir í aðdraganda Alþingiskosninga Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Talk about timing – degi fyrir kjördag Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Hjarta og sál Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun ESB andstæðingar blekkja Íslendinga Jón Frímann Jónsson skrifar Sjá meira
Í meira en hálft ár hefur Ísraelsher staðið fyrir linnulausum árásum á almenna borgara á Gaza. Enginn er óhultur á svæðinu á meðan bæði landhernaður og drónaárásir ógna lífum. Á Gaza stendur nú yfir ein versta mannúðarkrísa síðari ára en Ísraelsher hefur einnig tafið fyrir eða stöðvað birgðasendingar með hjálpargögn inn á svæðið. Alþjóðadómstóllinn komst í vetur að þeirri niðurstöðu að mögulega væri um að ræða þjóðarmorð. Það er algjörlega óásættanlegt að Ísrael ráðist inn í Rafah. Þangað hefur yfir milljón manna flúið, en fólkið hefur í raun ekki til neins annars staðar að hverfa, enda Gaza-svæðið að stórum hluta til rústir einar. Volker Türk mannréttindastjóri Sameinuðu þjóðanna hefur sagt skipanir Ísraelsmanna séu ómannúðlegar og fari gegn alþjóðalögum. Að beita hernaði sem bitnar beint á óbreyttum borgurum sem ekki geta flúið stríðir gegn allri mannúð. Ísland hefur notað sína rödd til að tala fyrir friði. Þann 9. nóvember síðastliðinn samþykkti Alþingi þingsályktun þar sem þess er krafist að komið verði á vopnahléi án tafar. Ísland styður tveggja ríkja lausnina og hefur viðurkennt Palestínu sem sjálfstætt og fullvalda ríki síðan 2011. Ísrael verður að láta af hernámi Vesturbakkans og hætta stríðsrekstrinum á Gaza. Aðeins þannig getur tveggja ríka lausnin raungerst, sem er forsenda friðar á svæðinu. Nú skiptir mestu að koma á friði með því að alþjóðasamfélagið beiti sér af enn meiri krafti. Bandaríkin hafa þar mest að segja en sem kunnugt er hafa þau ítrekað beitt neitunarvaldi sínu í Öryggisráði Sameinuðu þjóðanna. Gera verður þá kröfu að Bandaríkin beiti Ísraelsstjórn stórauknum þrýstingi um að leggja niður vopn. Staðan á Gaza er óbærileg og Ísraelsmenn verða að láta af ofbeldinu. Höfundur er formaður VG og félags- og vinnumarkaðsráðherra.
Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Kjósum breytingar og jákvæðni í þágu almennings og samfélags Valdimar Breiðfjörð Birgisson skrifar
Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun