Versta kerfi í heimi? Sigurjón Þórðarson skrifar 14. maí 2024 07:31 SFS hélt á dögunum ársfund undir yfirskriftinni „Best í heimi”. Einn besti og vinsælasti forsætisráðherra heimsins, Bjarni Benediktsson, flutti ræðu þar sem hann fullyrti að íslenskur sjávarútvegur væri sá allra besti í heimi. Hann vitnaði þar til skýrslu eða áróðursplaggs sem unnin var á vegum flokksbróður hans Kristjáni Þór Júlíussyni og af hagfræðingnum Sveini Agnarssyni. Hagfræðistofnu HÍ hefur rekið nokkurs konar trúboðastarf í þágu kvótakerfisins þar sem Sveinn og félagar hans hafa ýtt öllum viðmiðum líffræðinnar og viðskiptafræðinnar, svo sem um frjálsa verðlagningu og heilbrigða samkeppni til hliðar. Hver delluskýrslan er gefin út á fætur annarri um sjávarútveginn. Fáar ef nokkur toppa þá skýrslu sem kom út árinu fyrir hrun þar sem Sveinn og félagar reiknuðu það út að í ljósi sterkrar stöðu þjóðarbúsins þá væri hagkvæmast að hætta þorskveiðum í eitt ár. Það sem okkar ástsæli forsætisráðherra vitnaði sérstaklega til á fundi SFS voru fullyrðingar Sveins um meinta sérstöðu íslensk sjávarútvegs þar sem því er gert skóna að þeir sem stundi sjávarútveg annars staðar í heiminum en á Íslandi séu nánast beiningarmenn. Ég hef oftar en einu sinni óskað eftir gögnum og upplýsingum um á hvaða samanburði þessar stórkarlalegu fullyrðingar eru byggðar á, m.a. frá matvælaráðherra. Hingað til þá hefur verið fátt um svör þrátt fyrir ítrekaðan eftirrekstur. Eftir stendur að engin gögn hafa verið lögð til grundvallar þessum frasakenndum fullyrðingum um meintan heimsklassa íslenskra útgerða. Aftur að kvótakerfinu sem býr svo vel að eiga heilaþvegna varðliða í forystu Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks þó svo almennir flokksmenn umræddra flokka leyfi sér enn að efast um ágæti þess. Hvernig sem á það er litið þá hefur kerfið algerlega brugðist. Það er í raun stórundarlegt að Sigurður Ingi og Bjarni Ben opni ekki augun fyrir þeim staðreyndum sem skýr og glæný fyrirspurn lögblinda þingmannsins Ingu Sælands afhjúpaði, þ.e. að kvótakerfið sem átti að skila meiri afla á land hefur valdið gríðarlegu tjóni. Á engu fimm ára samfelldu tímabili, eftir kvótasetningu, hefur þorskaflinn slagað upp í þær aflatölur sem þekktust fyrir tilvist þess. Best hefur þorskaflinn náð í liðlega 62% af aflanum fyrir kvótasetningu en versta 5 ára tímabilið skilaði aðeins um 39% af þeim þorskaafla sem kom á land árin fyrir kvótasetningu. Það er rétt að taka það fram að auðvelt væri að taka tímabil þar sem þessi munur væri miklum mun meiri. Það að tala um einhvern árangur eða hvað þá heimsmet í sjávarútvegi er alger dauðans della. Höfundur er varaþingmaður Flokks fólksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sigurjón Þórðarson Sjávarútvegur Flokkur fólksins Alþingi Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Mest lesið Tryggjum Svandísi á þing Hópur stuðningsfólks Svandísar Svavarsdóttur Skoðun Skilur Kristrún ekki, að stærð kökunnar er mál nr. 1? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun Hvar ertu Auddi Blö: Opið bréf til Bjarna Ben frá sérfræðingi Ásta Kristín Pjetursdóttir Skoðun Ekki láta Sjálfstæðisflokkinn ljúga að þér Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Greinin sem þú verður að lesa áður en þú ferð á kjörstað Bessí Þóra Jónsdóttir Skoðun Flokkur í felulitum Björn Gíslason Skoðun Nýtt húsnæðislánakerfi að danskri fyrirmynd? Jónas Már Torfason Skoðun Braggablús Ölmu Eyþór Kristleifsson Skoðun Er einhver að hlusta? Hópur 143 Seyðfirðinga Skoðun Skoðun Skoðun Kosningalimran 2024 Arnar Ingi Ingason,Freyr Snorrason skrifar Skoðun Viðreisn ætlar að forgangsraða – nýta skattfé miklu betur Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Sigrar vinnast – spár bregðast Þorvaldur Örn Árnason skrifar Skoðun Af hverju Viðreisn? Eva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pólitískar ofsóknir í aðdraganda Alþingiskosninga Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Talk about timing – degi fyrir kjördag Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Hjarta og sál Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun ESB andstæðingar blekkja Íslendinga Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn: Fyrir budduna þína og framtíðina Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson skrifar Skoðun Að mynda ríkisstjórn - skipulagt val til vinstri Hlynur Már Ragnheiðarson skrifar Skoðun Viðreisn: öfgalaus nálgun fyrir öfgalaust samfélag Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Kleppur er víða Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir skrifar Skoðun Að geta lesið sér mennsku til gagns Diljá Ámundadóttir Zoëga skrifar Skoðun Börðust afar okkar til einskis í Þorskastríðinu? Hugleiðing um ESB Haukur Ingi S. Jónsson skrifar Skoðun Á ferð um Norðvesturkjördæmi Arna Lára Jónsdóttir,Hannes Sigurbjörn Jónsson,Jóhanna Ösp Einarsdóttir,Magnús Eðvaldsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um íslenska fjölmiðla Óli Valur Pétursson skrifar Skoðun Lögfestum félagsmiðstöðvar Guðmundur Ari Sigurjónsson,Friðmey Jónsdóttir skrifar Skoðun Flokkar sem vara við sjálfum sér Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hver bjó til ehf-gat? Sigríður Á. Andersen skrifar Skoðun Lausnir eða kyrrstaða í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Aðventan – njóta eða þjóta? Hrund Þrándardóttir skrifar Skoðun Við kjósum blokkir Kjartan Valgarðsson skrifar Skoðun Er einhver að hlusta? Hópur 143 Seyðfirðinga skrifar Skoðun Tryggjum öruggt ævikvöld Brynjar Níelsson skrifar Skoðun Hverjir verja almannahagsmuni? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Stúlka frá Gaza sem að missti allt Asil Jihad Al-Masri skrifar Skoðun Kjósum með mannréttindum á laugardaginn Bjarndís Helga Tómasdóttir,Kári Garðarsson skrifar Skoðun Greinin sem þú verður að lesa áður en þú ferð á kjörstað Bessí Þóra Jónsdóttir skrifar Skoðun Pólitík í pípum sem leka Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Sjá meira
SFS hélt á dögunum ársfund undir yfirskriftinni „Best í heimi”. Einn besti og vinsælasti forsætisráðherra heimsins, Bjarni Benediktsson, flutti ræðu þar sem hann fullyrti að íslenskur sjávarútvegur væri sá allra besti í heimi. Hann vitnaði þar til skýrslu eða áróðursplaggs sem unnin var á vegum flokksbróður hans Kristjáni Þór Júlíussyni og af hagfræðingnum Sveini Agnarssyni. Hagfræðistofnu HÍ hefur rekið nokkurs konar trúboðastarf í þágu kvótakerfisins þar sem Sveinn og félagar hans hafa ýtt öllum viðmiðum líffræðinnar og viðskiptafræðinnar, svo sem um frjálsa verðlagningu og heilbrigða samkeppni til hliðar. Hver delluskýrslan er gefin út á fætur annarri um sjávarútveginn. Fáar ef nokkur toppa þá skýrslu sem kom út árinu fyrir hrun þar sem Sveinn og félagar reiknuðu það út að í ljósi sterkrar stöðu þjóðarbúsins þá væri hagkvæmast að hætta þorskveiðum í eitt ár. Það sem okkar ástsæli forsætisráðherra vitnaði sérstaklega til á fundi SFS voru fullyrðingar Sveins um meinta sérstöðu íslensk sjávarútvegs þar sem því er gert skóna að þeir sem stundi sjávarútveg annars staðar í heiminum en á Íslandi séu nánast beiningarmenn. Ég hef oftar en einu sinni óskað eftir gögnum og upplýsingum um á hvaða samanburði þessar stórkarlalegu fullyrðingar eru byggðar á, m.a. frá matvælaráðherra. Hingað til þá hefur verið fátt um svör þrátt fyrir ítrekaðan eftirrekstur. Eftir stendur að engin gögn hafa verið lögð til grundvallar þessum frasakenndum fullyrðingum um meintan heimsklassa íslenskra útgerða. Aftur að kvótakerfinu sem býr svo vel að eiga heilaþvegna varðliða í forystu Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks þó svo almennir flokksmenn umræddra flokka leyfi sér enn að efast um ágæti þess. Hvernig sem á það er litið þá hefur kerfið algerlega brugðist. Það er í raun stórundarlegt að Sigurður Ingi og Bjarni Ben opni ekki augun fyrir þeim staðreyndum sem skýr og glæný fyrirspurn lögblinda þingmannsins Ingu Sælands afhjúpaði, þ.e. að kvótakerfið sem átti að skila meiri afla á land hefur valdið gríðarlegu tjóni. Á engu fimm ára samfelldu tímabili, eftir kvótasetningu, hefur þorskaflinn slagað upp í þær aflatölur sem þekktust fyrir tilvist þess. Best hefur þorskaflinn náð í liðlega 62% af aflanum fyrir kvótasetningu en versta 5 ára tímabilið skilaði aðeins um 39% af þeim þorskaafla sem kom á land árin fyrir kvótasetningu. Það er rétt að taka það fram að auðvelt væri að taka tímabil þar sem þessi munur væri miklum mun meiri. Það að tala um einhvern árangur eða hvað þá heimsmet í sjávarútvegi er alger dauðans della. Höfundur er varaþingmaður Flokks fólksins.
Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson skrifar
Skoðun Börðust afar okkar til einskis í Þorskastríðinu? Hugleiðing um ESB Haukur Ingi S. Jónsson skrifar
Skoðun Á ferð um Norðvesturkjördæmi Arna Lára Jónsdóttir,Hannes Sigurbjörn Jónsson,Jóhanna Ösp Einarsdóttir,Magnús Eðvaldsson skrifar