Sýnist stefna í kapphlaup tveggja en útilokar þó ekki vendingar Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 13. maí 2024 12:03 Eiríkur Bergmann stjórnmálafræðiprófessor var fenginn til að greina nýjustu könnun Prósents. Vísir/Arnar Halldórsson Stjórnmálafræðiprófessor segir að sú mynd sem nú teiknist upp í baráttunni um Bessastaði sé kapphlaup tveggja en þó sé alls ekki útilokað að fleiri geti blandað sér í það, enda ekki langt undan. Halla Tómasdóttir er hástökkvari í nýrri könnun Prósents. Ný könnun Prósents sem Morgunblaðið birti í morgun sýnir að Halla Hrund Logadóttir hafi mest fylgi, eða 26%. Katrín Jakobsdóttir mælist með 19,2%, Baldur Þórhallsson með 17,9% og Jón Gnarr með 13,8%. Halla Tómasdóttir mælist með 12,5% og Arnar Þór Jónsson eykur við sig og mælist með 5,7%. Eiríkur Bergmann var í hádegisfréttum Bylgjunnar beðinn um að rýna í helstu tíðindi könnunarinnar. „Kannanir Prósents hafa verið ögn frábrugðnar könnunum annarra fyrirtækja en það er þó allavega hægt að bera saman kannanir Prósents innbyrðis og þá sjáum við kannski þróun í svipaða átt og við höfum séð í öðrum könnunum. Þetta er að færast yfir í að verða kapphlaup á milli Höllu Hrundar og Katrínar Jakobsdóttur þrátt fyrir að aðrir séu nú kannski ekkert mjög langt undan og ekkert sé útilokað að aðrir geti ekki blandað sér í þessa baráttu. Baldur hefur alltaf verið mældur svolítið hærra í könnunum Prósents heldur en öðrum könnunum en hann dalar í þessari könnun þannig að þetta er þannig til samræmis.“ Hástökkvari í könnun Prósents er Halla Tómasdóttir sem fer úr rúmum fimm prósentum og upp í 12,5%. En í ljósi þess að Halla Tómasdóttir er þekkt stærð og hefur áður háð þessa baráttu, hvað skýrir þessa aukningu að þínu viti? „Nú hafa kjósendur fengið tækifæri til þess að máta frambjóðendurna í kappræðum og í fjölmiðlaviðtölum og svo framvegis og þrátt fyrir að hún hafi verið í baráttu fyrir átta árum þá hefur nú fennt yfir það frá þeim tíma, allavega allnokkuð en þetta er held ég bara nokkuð góð frammistaða hennar í þessum kappræðum sem veldur þessari breytingu og þá hugsanlega líka að einhverjir aðrir frambjóðendur hafi ekki staðið undir þeim væntingum sem þeir höfðu gert til þeirra fram að því. Þannig að þetta er svona sambland þarna á milli myndi ég halda. En hún er þrátt fyrir það svo langt undan og frá þeim sem eru í toppsætinu að það hann er nú risastór hjalli fyrir hana til að komast þangað.“ Skoðanakannanir Forsetakosningar 2024 Tengdar fréttir Halla Tómasdóttir tekur stökk í nýrri könnun Prósents Halla Hrund Logadóttir mælist með mest fylgi í nýrri skoðanakönnun Prósents. Á meðan fjórir efstu tapa allir fylgi frá síðustu könnun bætir Halla Tómasdóttir verulega við sig. 13. maí 2024 06:23 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Innlent Kennaraverkfalli frestað Innlent Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Innlent Þessi mættu best og verst í þinginu Innlent Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Innlent Fleiri fréttir „Allt það sem mannlegur máttur ræður við er undir góðri stjórn“ „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Önnin kláruð með eðlilegum hætti í MR Tæplega helmingi líst vel á Samfylkingu og Viðreisn í ríkisstjórn Kennaraverkföllum frestað og áhrif veðursins á kosningar Dynjandisheiði boðin út „á allra næstu dögum“ Miklar gleðifréttir og gott að fá nemendur og starfsfólk aftur í hús Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Svona verður kosningavaka Stöðvar 2 Næststærsta gosið hingað til Kennaraverkfalli frestað „Við setjum ekki líf og limi fólks í hættu til að flytja kjörgögn“ Tveir teknir með falin fíkniefni á leið til Ísafjarðar Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Engin kæra borist vegna upptakanna Svifryksmengun í borginni í dag og næstu daga Bein útsending: Fundur fólksins í Hörpu Óbreytt skólahald í Sunnulækjarskóla eftir helgi Ekkert D-vítamín í kæstum hákarli Fleiri gular viðvaranir á kjördag Slæm spá fjölgar þeim sem greitt hafa atkvæði Áframhaldandi gasmengun í Grindavík Margir greiða atkvæði utan kjörfundar fyrir austan Heilskimun Intuens enn til skoðunar hjá landlæknisembættinu Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Þessi mættu best og verst í þinginu Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Sjá meira
Ný könnun Prósents sem Morgunblaðið birti í morgun sýnir að Halla Hrund Logadóttir hafi mest fylgi, eða 26%. Katrín Jakobsdóttir mælist með 19,2%, Baldur Þórhallsson með 17,9% og Jón Gnarr með 13,8%. Halla Tómasdóttir mælist með 12,5% og Arnar Þór Jónsson eykur við sig og mælist með 5,7%. Eiríkur Bergmann var í hádegisfréttum Bylgjunnar beðinn um að rýna í helstu tíðindi könnunarinnar. „Kannanir Prósents hafa verið ögn frábrugðnar könnunum annarra fyrirtækja en það er þó allavega hægt að bera saman kannanir Prósents innbyrðis og þá sjáum við kannski þróun í svipaða átt og við höfum séð í öðrum könnunum. Þetta er að færast yfir í að verða kapphlaup á milli Höllu Hrundar og Katrínar Jakobsdóttur þrátt fyrir að aðrir séu nú kannski ekkert mjög langt undan og ekkert sé útilokað að aðrir geti ekki blandað sér í þessa baráttu. Baldur hefur alltaf verið mældur svolítið hærra í könnunum Prósents heldur en öðrum könnunum en hann dalar í þessari könnun þannig að þetta er þannig til samræmis.“ Hástökkvari í könnun Prósents er Halla Tómasdóttir sem fer úr rúmum fimm prósentum og upp í 12,5%. En í ljósi þess að Halla Tómasdóttir er þekkt stærð og hefur áður háð þessa baráttu, hvað skýrir þessa aukningu að þínu viti? „Nú hafa kjósendur fengið tækifæri til þess að máta frambjóðendurna í kappræðum og í fjölmiðlaviðtölum og svo framvegis og þrátt fyrir að hún hafi verið í baráttu fyrir átta árum þá hefur nú fennt yfir það frá þeim tíma, allavega allnokkuð en þetta er held ég bara nokkuð góð frammistaða hennar í þessum kappræðum sem veldur þessari breytingu og þá hugsanlega líka að einhverjir aðrir frambjóðendur hafi ekki staðið undir þeim væntingum sem þeir höfðu gert til þeirra fram að því. Þannig að þetta er svona sambland þarna á milli myndi ég halda. En hún er þrátt fyrir það svo langt undan og frá þeim sem eru í toppsætinu að það hann er nú risastór hjalli fyrir hana til að komast þangað.“
Skoðanakannanir Forsetakosningar 2024 Tengdar fréttir Halla Tómasdóttir tekur stökk í nýrri könnun Prósents Halla Hrund Logadóttir mælist með mest fylgi í nýrri skoðanakönnun Prósents. Á meðan fjórir efstu tapa allir fylgi frá síðustu könnun bætir Halla Tómasdóttir verulega við sig. 13. maí 2024 06:23 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Innlent Kennaraverkfalli frestað Innlent Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Innlent Þessi mættu best og verst í þinginu Innlent Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Innlent Fleiri fréttir „Allt það sem mannlegur máttur ræður við er undir góðri stjórn“ „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Önnin kláruð með eðlilegum hætti í MR Tæplega helmingi líst vel á Samfylkingu og Viðreisn í ríkisstjórn Kennaraverkföllum frestað og áhrif veðursins á kosningar Dynjandisheiði boðin út „á allra næstu dögum“ Miklar gleðifréttir og gott að fá nemendur og starfsfólk aftur í hús Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Svona verður kosningavaka Stöðvar 2 Næststærsta gosið hingað til Kennaraverkfalli frestað „Við setjum ekki líf og limi fólks í hættu til að flytja kjörgögn“ Tveir teknir með falin fíkniefni á leið til Ísafjarðar Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Engin kæra borist vegna upptakanna Svifryksmengun í borginni í dag og næstu daga Bein útsending: Fundur fólksins í Hörpu Óbreytt skólahald í Sunnulækjarskóla eftir helgi Ekkert D-vítamín í kæstum hákarli Fleiri gular viðvaranir á kjördag Slæm spá fjölgar þeim sem greitt hafa atkvæði Áframhaldandi gasmengun í Grindavík Margir greiða atkvæði utan kjörfundar fyrir austan Heilskimun Intuens enn til skoðunar hjá landlæknisembættinu Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Þessi mættu best og verst í þinginu Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Sjá meira
Halla Tómasdóttir tekur stökk í nýrri könnun Prósents Halla Hrund Logadóttir mælist með mest fylgi í nýrri skoðanakönnun Prósents. Á meðan fjórir efstu tapa allir fylgi frá síðustu könnun bætir Halla Tómasdóttir verulega við sig. 13. maí 2024 06:23