Heimafæðingum fjölgar og teljast eðlilegri en áður Ólafur Björn Sverrisson skrifar 13. maí 2024 23:02 Arney Þórarinsdóttir ræddi málið á Bylgjunni. vísir Sífellt fjölgar í hópi þeirra kvenna sem kjósa að fæða börn án aðkomu heilbrigðiskerfisins. Ljósmóðir hjá Björkinni hefur orðið vör við slíka þróun og segist skilja konur sem taki ákvörðun um að haga fæðingunni á þennan hátt. Arney Þórarinsdóttir ljósmóðir hjá Björkinni ræddi þetta mál í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag. „Við höfum orðið varar við það síðustu tvö, þrjú árin að þetta er að aukast. Og er svolítið nýtt fyrir okkur. Við reynum að nýta þetta í okkar starfi, að læra af þessum konum af hverju þær kjósa þessa leið og hvað við getum gert til að komast til móts við þær í raun, þannig að þær vilji hafa okkur, allavega að einhverju leyti, til aðstoðar,“ segir Arney. Valdeflingarferli Ein þeirra kvenna sem kjósa að fara þessa leið er tónlistarkonan Brynhildur Karlsdóttir, sem sagði frá reynslu sinni á Rás 1 í dag, í útvarpsþættinum Þetta helst. Brynhildur ákvað að eiga annað barn sitt heima og án aðstoðar fagfólks. Hún kveðst tortryggin út í heilbrigðiskerfið eftir fæðingu fyrsta barns síns á spítala og aðhyllist það sem kallað er óstuddar fæðingar. Hún lýsti ferlinu sem miklu valdeflingarferli, en með stuðningi þess samfélags sem aðhyllist sambærilegar fæðingar. Telja margar að verið sé að „sjúkdómsvæða“ fæðingarferlið. Arney segir að heimafæðingar teljist eðlilegri en áður. „Á þessum tíma, þegar slíkar fæðingar voru að aukast, voru konur einmitt að taka svolítið fæðinguna til sín. Með því að velja að vera heima vildu þær eiga hana, nú erum við komin enn lengra. Konur velja þetta, og það er ástæða fyrir því. Við reynum að hlusta á þær og skilja og berum virðingu fyrir þeirra vali. Því þær ráða þessu sjálfar.“ Allar líkur á eðlilegri fæðingu Hún segir erfiða fyrri reynslu oft leiða til þess að konur velji að fara þessa leið síðar. „Þeim þykir jafnvel völdin af þeim tekin. Það eru teknar ákvarðanir eða gripið inn í ferlið af einhverjum ástæðum. Við reynum að grípa ekki inn í nema að nauðsyn beri til. Við reynum alltaf bara að vega og meta hvort öruggt sé áfram að vera heima. Stundum tökum við ákvarðanir þar sem við sjáum, eftir á að hyggja, „ókei við hefðum getað verið lengur heima.““ Ferlið sé þó að sjálfsögðu samtal. „Stundum þarf meiri verkjastillingu, búið er að prófa ýmislegt til að halda fæðingu áfram sem nær ekki árangri, sem dæmi.“ Langflestar fæðingar gangi hins vegar vel. „Hraust kona í eðlilegri meðgöngu, þá eru náttúrulega allar líkur á að fæðingin gangi vel. Ég hlustaði líka á þetta viðtal, mér fannst það mjög áhugavert og lærdómsríkt. Get tengt við konuna og skilið hana. Hún fylgist bara með sinni líðan og metur hvort hún þurfi aðstoð. Konur vita mikið, þær finna hvort þeim líði vel eða ekki þó það sé ýmislegt sem kona finnur ekki fyrir sjálf,“ segir Arney en hlusta má á viðtalið við hana í heild sinni í spilaranum hér að ofan. Börn og uppeldi Frjósemi Heilbrigðismál Reykjavík síðdegis Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent Kennaraverkfalli frestað Innlent Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Innlent Þessi mættu best og verst í þinginu Innlent Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Innlent Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Innlent Fleiri fréttir „Allt það sem mannlegur máttur ræður við er undir góðri stjórn“ „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Önnin kláruð með eðlilegum hætti í MR Tæplega helmingi líst vel á Samfylkingu og Viðreisn í ríkisstjórn Kennaraverkföllum frestað og áhrif veðursins á kosningar Dynjandisheiði boðin út „á allra næstu dögum“ Miklar gleðifréttir og gott að fá nemendur og starfsfólk aftur í hús Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Svona verður kosningavaka Stöðvar 2 Næststærsta gosið hingað til Kennaraverkfalli frestað „Við setjum ekki líf og limi fólks í hættu til að flytja kjörgögn“ Tveir teknir með falin fíkniefni á leið til Ísafjarðar Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Engin kæra borist vegna upptakanna Svifryksmengun í borginni í dag og næstu daga Bein útsending: Fundur fólksins í Hörpu Óbreytt skólahald í Sunnulækjarskóla eftir helgi Ekkert D-vítamín í kæstum hákarli Fleiri gular viðvaranir á kjördag Slæm spá fjölgar þeim sem greitt hafa atkvæði Áframhaldandi gasmengun í Grindavík Margir greiða atkvæði utan kjörfundar fyrir austan Heilskimun Intuens enn til skoðunar hjá landlæknisembættinu Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Þessi mættu best og verst í þinginu Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Sjá meira
Arney Þórarinsdóttir ljósmóðir hjá Björkinni ræddi þetta mál í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag. „Við höfum orðið varar við það síðustu tvö, þrjú árin að þetta er að aukast. Og er svolítið nýtt fyrir okkur. Við reynum að nýta þetta í okkar starfi, að læra af þessum konum af hverju þær kjósa þessa leið og hvað við getum gert til að komast til móts við þær í raun, þannig að þær vilji hafa okkur, allavega að einhverju leyti, til aðstoðar,“ segir Arney. Valdeflingarferli Ein þeirra kvenna sem kjósa að fara þessa leið er tónlistarkonan Brynhildur Karlsdóttir, sem sagði frá reynslu sinni á Rás 1 í dag, í útvarpsþættinum Þetta helst. Brynhildur ákvað að eiga annað barn sitt heima og án aðstoðar fagfólks. Hún kveðst tortryggin út í heilbrigðiskerfið eftir fæðingu fyrsta barns síns á spítala og aðhyllist það sem kallað er óstuddar fæðingar. Hún lýsti ferlinu sem miklu valdeflingarferli, en með stuðningi þess samfélags sem aðhyllist sambærilegar fæðingar. Telja margar að verið sé að „sjúkdómsvæða“ fæðingarferlið. Arney segir að heimafæðingar teljist eðlilegri en áður. „Á þessum tíma, þegar slíkar fæðingar voru að aukast, voru konur einmitt að taka svolítið fæðinguna til sín. Með því að velja að vera heima vildu þær eiga hana, nú erum við komin enn lengra. Konur velja þetta, og það er ástæða fyrir því. Við reynum að hlusta á þær og skilja og berum virðingu fyrir þeirra vali. Því þær ráða þessu sjálfar.“ Allar líkur á eðlilegri fæðingu Hún segir erfiða fyrri reynslu oft leiða til þess að konur velji að fara þessa leið síðar. „Þeim þykir jafnvel völdin af þeim tekin. Það eru teknar ákvarðanir eða gripið inn í ferlið af einhverjum ástæðum. Við reynum að grípa ekki inn í nema að nauðsyn beri til. Við reynum alltaf bara að vega og meta hvort öruggt sé áfram að vera heima. Stundum tökum við ákvarðanir þar sem við sjáum, eftir á að hyggja, „ókei við hefðum getað verið lengur heima.““ Ferlið sé þó að sjálfsögðu samtal. „Stundum þarf meiri verkjastillingu, búið er að prófa ýmislegt til að halda fæðingu áfram sem nær ekki árangri, sem dæmi.“ Langflestar fæðingar gangi hins vegar vel. „Hraust kona í eðlilegri meðgöngu, þá eru náttúrulega allar líkur á að fæðingin gangi vel. Ég hlustaði líka á þetta viðtal, mér fannst það mjög áhugavert og lærdómsríkt. Get tengt við konuna og skilið hana. Hún fylgist bara með sinni líðan og metur hvort hún þurfi aðstoð. Konur vita mikið, þær finna hvort þeim líði vel eða ekki þó það sé ýmislegt sem kona finnur ekki fyrir sjálf,“ segir Arney en hlusta má á viðtalið við hana í heild sinni í spilaranum hér að ofan.
Börn og uppeldi Frjósemi Heilbrigðismál Reykjavík síðdegis Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent Kennaraverkfalli frestað Innlent Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Innlent Þessi mættu best og verst í þinginu Innlent Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Innlent Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Innlent Fleiri fréttir „Allt það sem mannlegur máttur ræður við er undir góðri stjórn“ „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Önnin kláruð með eðlilegum hætti í MR Tæplega helmingi líst vel á Samfylkingu og Viðreisn í ríkisstjórn Kennaraverkföllum frestað og áhrif veðursins á kosningar Dynjandisheiði boðin út „á allra næstu dögum“ Miklar gleðifréttir og gott að fá nemendur og starfsfólk aftur í hús Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Svona verður kosningavaka Stöðvar 2 Næststærsta gosið hingað til Kennaraverkfalli frestað „Við setjum ekki líf og limi fólks í hættu til að flytja kjörgögn“ Tveir teknir með falin fíkniefni á leið til Ísafjarðar Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Engin kæra borist vegna upptakanna Svifryksmengun í borginni í dag og næstu daga Bein útsending: Fundur fólksins í Hörpu Óbreytt skólahald í Sunnulækjarskóla eftir helgi Ekkert D-vítamín í kæstum hákarli Fleiri gular viðvaranir á kjördag Slæm spá fjölgar þeim sem greitt hafa atkvæði Áframhaldandi gasmengun í Grindavík Margir greiða atkvæði utan kjörfundar fyrir austan Heilskimun Intuens enn til skoðunar hjá landlæknisembættinu Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Þessi mættu best og verst í þinginu Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Sjá meira