Hjarta umhverfismála Margrét Júlía Rafnsdóttir skrifar 16. maí 2024 08:31 Um aldamótin síðustu hóf ég meistaranám í umhverfisfæði við Háskóla Íslands. Umhverfisverndin var þá hálfgert jaðarsport sem ekki öllum þótti fínt að stunda. Fólk setti upp spurnarsvip er ég sagði því hvað ég væri að læra og sum hváðu og spurðu hvort ég væri að læra umferðarfræði. Á þessum tíma var við ramman reip að draga er reynt var að halda mikilvægi náttúruverndar, verndar gegn loftslagsbreytingum og sjálfbærni á lofti, enda lítil þekking meðal almennings á málefninu og lítill vilji meðal stjórnvalda. Það var þó í einu horni stjórnmálanna sem menn þekktu og skyldu mikilvægi umhverfismálanna. Það var í Vinstri hreyfingunni grænu framboði. Hreyfingin var stofnuð um aldamótin síðustu og var algjörlega á undan sinni samtíð hvað málefnið varðar, eða kannski aðrir á eftir sinni samtíð. Í VG sló hjarta umhverfismálanna. Það er ánægjulegt að sjá að nú er umræða um umhverfismál orðin hluti af allri umræðu og samofin flestum áætlunum og verkum. Það er ekki síst að þakka elju þeirra sem hafa haldið málefninu á lofti allan þennan tíma. Katrín Jakopsdóttir hefur þar verið í broddi fylkingar. Hún var Menntamálaráðherrra þegar sjálfbærni var sett í aðalnámskrá sem einn grunnþáttur menntunar og sá þáttur sem samofinn skyldi öllu skólastarfi. Hún hefur verið forsætisráðherra á erfiðum tímum, en komið á fót mörgum verkefnum, meðal annars verkefninu sjálfbært Ísland. Engri treysti ég betur til að vera sameiningarafl íslensku þjóðarinnar í öllu því sem þjóðin á eftir að takast á við en Katrínu. Það mun hún gera á sinn einstaka, jákvæða og látlausa hátt. Engri treysti ég betur til að standa vörð um sjálfbært Ísland. Katrín hefur þekkinguna, reynsluna, viljann og getuna. Að auki hefur hún einstakt vald á íslenskri tungu og fjölmörgum öðrum tungumálum. Kjósum Katrínu sem forseta Íslands þann 1. júní. Þjóðin verður ekki svikin af því vali. Höfundur er umhverfisfræðingur og kennari. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Umhverfismál Skoðun: Forsetakosningar 2024 Forsetakosningar 2024 Margrét Júlía Rafnsdóttir Mest lesið Tryggjum Svandísi á þing Hópur stuðningsfólks Svandísar Svavarsdóttur Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun Skilur Kristrún ekki, að stærð kökunnar er mál nr. 1? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Hvar ertu Auddi Blö: Opið bréf til Bjarna Ben frá sérfræðingi Ásta Kristín Pjetursdóttir Skoðun Flokkur í felulitum Björn Gíslason Skoðun Greinin sem þú verður að lesa áður en þú ferð á kjörstað Bessí Þóra Jónsdóttir Skoðun Er einhver að hlusta? Hópur 143 Seyðfirðinga Skoðun Ekki láta Sjálfstæðisflokkinn ljúga að þér Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Nýtt húsnæðislánakerfi að danskri fyrirmynd? Jónas Már Torfason Skoðun Höldum okkur á dagskrá Hópur fólks innan íþróttahreyfingarinnar Skoðun Skoðun Skoðun Ísland sé frjálst meðan sól gyllir haf Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Að refsa eða treysta VG? Finnur Ricart Andrason skrifar Skoðun Innflytjendur eru blórabögglar Achola Otieno skrifar Skoðun Bað- og búningsklefar okkar kvenna Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Stórkostleg tímaskekkja Sigrún Perla Gísladóttir skrifar Skoðun Vinstri græn - þrátt fyrir þverpólitíska ríkisstjórn Aðalbjörg Ísafold Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir skrifar Skoðun Kosningalimran 2024 Arnar Ingi Ingason,Freyr Snorrason skrifar Skoðun Viðreisn ætlar að forgangsraða – nýta skattfé miklu betur Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Sigrar vinnast – spár bregðast Þorvaldur Örn Árnason skrifar Skoðun Af hverju Viðreisn? Eva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pólitískar ofsóknir í aðdraganda Alþingiskosninga Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Talk about timing – degi fyrir kjördag Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Hjarta og sál Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun ESB andstæðingar blekkja Íslendinga Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn: Fyrir budduna þína og framtíðina Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson skrifar Skoðun Að mynda ríkisstjórn - skipulagt val til vinstri Hlynur Már Ragnheiðarson skrifar Skoðun Viðreisn: öfgalaus nálgun fyrir öfgalaust samfélag Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Kleppur er víða Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir skrifar Skoðun Að geta lesið sér mennsku til gagns Diljá Ámundadóttir Zoëga skrifar Skoðun Börðust afar okkar til einskis í Þorskastríðinu? Hugleiðing um ESB Haukur Ingi S. Jónsson skrifar Skoðun Á ferð um Norðvesturkjördæmi Arna Lára Jónsdóttir,Hannes Sigurbjörn Jónsson,Jóhanna Ösp Einarsdóttir,Magnús Eðvaldsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um íslenska fjölmiðla Óli Valur Pétursson skrifar Skoðun Lögfestum félagsmiðstöðvar Guðmundur Ari Sigurjónsson,Friðmey Jónsdóttir skrifar Skoðun Flokkar sem vara við sjálfum sér Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hver bjó til ehf-gat? Sigríður Á. Andersen skrifar Skoðun Lausnir eða kyrrstaða í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Aðventan – njóta eða þjóta? Hrund Þrándardóttir skrifar Skoðun Við kjósum blokkir Kjartan Valgarðsson skrifar Sjá meira
Um aldamótin síðustu hóf ég meistaranám í umhverfisfæði við Háskóla Íslands. Umhverfisverndin var þá hálfgert jaðarsport sem ekki öllum þótti fínt að stunda. Fólk setti upp spurnarsvip er ég sagði því hvað ég væri að læra og sum hváðu og spurðu hvort ég væri að læra umferðarfræði. Á þessum tíma var við ramman reip að draga er reynt var að halda mikilvægi náttúruverndar, verndar gegn loftslagsbreytingum og sjálfbærni á lofti, enda lítil þekking meðal almennings á málefninu og lítill vilji meðal stjórnvalda. Það var þó í einu horni stjórnmálanna sem menn þekktu og skyldu mikilvægi umhverfismálanna. Það var í Vinstri hreyfingunni grænu framboði. Hreyfingin var stofnuð um aldamótin síðustu og var algjörlega á undan sinni samtíð hvað málefnið varðar, eða kannski aðrir á eftir sinni samtíð. Í VG sló hjarta umhverfismálanna. Það er ánægjulegt að sjá að nú er umræða um umhverfismál orðin hluti af allri umræðu og samofin flestum áætlunum og verkum. Það er ekki síst að þakka elju þeirra sem hafa haldið málefninu á lofti allan þennan tíma. Katrín Jakopsdóttir hefur þar verið í broddi fylkingar. Hún var Menntamálaráðherrra þegar sjálfbærni var sett í aðalnámskrá sem einn grunnþáttur menntunar og sá þáttur sem samofinn skyldi öllu skólastarfi. Hún hefur verið forsætisráðherra á erfiðum tímum, en komið á fót mörgum verkefnum, meðal annars verkefninu sjálfbært Ísland. Engri treysti ég betur til að vera sameiningarafl íslensku þjóðarinnar í öllu því sem þjóðin á eftir að takast á við en Katrínu. Það mun hún gera á sinn einstaka, jákvæða og látlausa hátt. Engri treysti ég betur til að standa vörð um sjálfbært Ísland. Katrín hefur þekkinguna, reynsluna, viljann og getuna. Að auki hefur hún einstakt vald á íslenskri tungu og fjölmörgum öðrum tungumálum. Kjósum Katrínu sem forseta Íslands þann 1. júní. Þjóðin verður ekki svikin af því vali. Höfundur er umhverfisfræðingur og kennari.
Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson skrifar
Skoðun Börðust afar okkar til einskis í Þorskastríðinu? Hugleiðing um ESB Haukur Ingi S. Jónsson skrifar
Skoðun Á ferð um Norðvesturkjördæmi Arna Lára Jónsdóttir,Hannes Sigurbjörn Jónsson,Jóhanna Ösp Einarsdóttir,Magnús Eðvaldsson skrifar