Diskóstemming í Bíóhöllinni á Akranesi Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 17. maí 2024 20:16 Guðni Geir, sem leikur prófessorinn og Sandra Björk, sem leikur Rut. Magnús Hlynur Hreiðarsson Það iðar allt af lífi og fjöri á Akranesi þessa dagana þegar diskó er annars vegar því nemendur Brekkubæjarskóla eru að sýna söngleikinn „Diskóeyjan“ í Bíóhöllinni. Æfingar á söngleiknum hafa staðið yfir síðustu vikur en nú er byrjað sýna í Bíóhöllinni og verða sýningar alla helgina og eitthvað í næstu viku. Hér er fyrst og fremst um söngleik að ræða þar sem diskó gleði með allskonar dönsum er í fyrirrúmi. Hljómsveitin er einnig skipuð nemendum. „Krakkarnir hafa sýnt ótrúlega hluti hér á síðustu vikum og við erum mjög spennt að sýna fólki hvað er að gerast hérna í Bíóhöllinni,“ segir Hjörvar Gunnarsson, handritshöfundur og leikstjóri. „Já, heldur betur, við sjáum bara mun á hverjum degi, krakkanir eru að koma okkur enn þá á óvart, þvílík hæfileikabúnt,“ segir Gunnhildur Vilhjálmsdóttir, sem er einnig handritshöfundur og leikstjóri. „Það eru söguþráður því við erum stödd á Diskóeyju þar sem rekin er fágunarskóli fyrir þæg og óspennandi börn og þangað eru Daníel og Rut send því þau eru svo óspennandi og þau eru meira að segja að spá í að læra lögfræði,“ bætir Hjörvar við. Leikstjórarnir og handritshöfundarnir þau Hjörvar Gunnarsson og Gunnhildur Vilhjálmsdóttir, sem eru að rifna úr monti yfir krökkunum, sem taka þátt í sýningunni enda mega þau svo sannarlega vera það.Magnús Hlynur Hreiðarsson Og er mikil svona diskóstemming almennt hér á Akranesi? „Það verður það núna, já eftir þetta, hér er nóg af glimmeri og glansi. Ég held að það séu einhverjar 30 diskókúlur í sviðsmyndinni,“ segir Gunnhildur. Sýningarnar fara fram í Bíóhöllinni því sögufræga og fallega húsi á Akranesi.Magnús Hlynur Hreiðarsson Og krakkarnir segja þetta með því allra skemmtilegast sem þau hafa gert í skólanum en við erum að tala um 110 nemendur í áttunda, níunda og 10. bekk Brekkubæjarskóla. „Þetta er mjög gaman og það er mjög skemmtilegt að vera í þessu og þetta er bara frábært,“ segir Guðni Geir Jóhannesson, sem leikur prófessorinn. „Þetta er æðisleg sýning. Þetta er aðallega svona krakkasýning því hún er gerð fyrir krakkana en svo eru alveg brandarar fyrir fullorðna, sem að krakkarnir fatta ekki og ekki einu sinni við föttum þá, en þeir eru fyndir. Það mega bara allir á öllum aldri koma og horfa á okkur, þetta er bara mjög gaman,“ segir Sandra Björk Freysdóttir, sem leikur Rut. Hér má sjá hvenær sýningarnar eru í Bíóhöllinni. Akranes Grunnskólar Menning Leikhús Mest lesið Ilmaðu eins og frambjóðendur: Snorri Másson með sama ilm og Svandís Svavars Lífið „Ég hef ekki verið svona hot síðan ég var unghommi“ Lífið Myndir: Svona var baksviðs á kappræðum leiðtoganna Lífið „Ekki gera mér þetta“ Lífið Kosningavökur flokkanna: Pílustaðir, hótel og kirkjur Lífið Minnist föður síns: „Til hamingju með daginn hvar sem þú ert“ Lífið Jón og Hafdís ástfangin í 22 ár Lífið Auðir og ógildir með kosningakaffi Lífið Hópkaup hefur sparað þjóðinni 4,5 milljarða Lífið samstarf Gellur tóku yfir Gamla bíó Lífið Fleiri fréttir „Án okkar verður ekki til miðjustjórn“ Auðir og ógildir með kosningakaffi Ilmaðu eins og frambjóðendur: Snorri Másson með sama ilm og Svandís Svavars Kosningavökur flokkanna: Pílustaðir, hótel og kirkjur Minnist föður síns: „Til hamingju með daginn hvar sem þú ert“ Myndir: Svona var baksviðs á kappræðum leiðtoganna Jón og Hafdís ástfangin í 22 ár „Ekki gera mér þetta“ „Ég hef ekki verið svona hot síðan ég var unghommi“ Gellur tóku yfir Gamla bíó Hélt að hann væri George Clooney Kappleikar 2024: Bara tveir héldu með Donald Trump Einstakur garður í Mosfellsbænum Leggja undir sig spinningshjólin og upphífingarstangirnar á tónleikunum Sterkustu hjón landsins selja íbúðina Húðrútína Birtu Abiba Óhrædd við að fara sínar eigin leiðir Söngelskir nemendur í Menntaskólanum að Laugarvatni Inga Sæland vill komast í fjármálaráðuneytið Kappleikar: Skörp orðaskipti og skeytasendingar Svar Bents við hatursorðræðu gegn útlendingum Arnaldur tilnefndur til Íslensku bókmenntaverðlaunanna Hefndi sín með því að missa meydóminn Spurt var um fyrirbæri sem Tommi á Búllunni framkvæmdi fyrst hér á landi Kappleikar: „Ég er í alvörunni að reyna mitt besta“ Pantaði viskí og kókaín skömmu fyrir andlátið Vissu hvorki verðið á strætómiða né bjór Umbreyttist í Guðna Ágústsson og Ólaf Ragnar „Mig langar að prófa nýja villtari hluti en konan ekki“ Draumaherbergi hjá fimmtugri og fabjúlöss Sjá meira
Æfingar á söngleiknum hafa staðið yfir síðustu vikur en nú er byrjað sýna í Bíóhöllinni og verða sýningar alla helgina og eitthvað í næstu viku. Hér er fyrst og fremst um söngleik að ræða þar sem diskó gleði með allskonar dönsum er í fyrirrúmi. Hljómsveitin er einnig skipuð nemendum. „Krakkarnir hafa sýnt ótrúlega hluti hér á síðustu vikum og við erum mjög spennt að sýna fólki hvað er að gerast hérna í Bíóhöllinni,“ segir Hjörvar Gunnarsson, handritshöfundur og leikstjóri. „Já, heldur betur, við sjáum bara mun á hverjum degi, krakkanir eru að koma okkur enn þá á óvart, þvílík hæfileikabúnt,“ segir Gunnhildur Vilhjálmsdóttir, sem er einnig handritshöfundur og leikstjóri. „Það eru söguþráður því við erum stödd á Diskóeyju þar sem rekin er fágunarskóli fyrir þæg og óspennandi börn og þangað eru Daníel og Rut send því þau eru svo óspennandi og þau eru meira að segja að spá í að læra lögfræði,“ bætir Hjörvar við. Leikstjórarnir og handritshöfundarnir þau Hjörvar Gunnarsson og Gunnhildur Vilhjálmsdóttir, sem eru að rifna úr monti yfir krökkunum, sem taka þátt í sýningunni enda mega þau svo sannarlega vera það.Magnús Hlynur Hreiðarsson Og er mikil svona diskóstemming almennt hér á Akranesi? „Það verður það núna, já eftir þetta, hér er nóg af glimmeri og glansi. Ég held að það séu einhverjar 30 diskókúlur í sviðsmyndinni,“ segir Gunnhildur. Sýningarnar fara fram í Bíóhöllinni því sögufræga og fallega húsi á Akranesi.Magnús Hlynur Hreiðarsson Og krakkarnir segja þetta með því allra skemmtilegast sem þau hafa gert í skólanum en við erum að tala um 110 nemendur í áttunda, níunda og 10. bekk Brekkubæjarskóla. „Þetta er mjög gaman og það er mjög skemmtilegt að vera í þessu og þetta er bara frábært,“ segir Guðni Geir Jóhannesson, sem leikur prófessorinn. „Þetta er æðisleg sýning. Þetta er aðallega svona krakkasýning því hún er gerð fyrir krakkana en svo eru alveg brandarar fyrir fullorðna, sem að krakkarnir fatta ekki og ekki einu sinni við föttum þá, en þeir eru fyndir. Það mega bara allir á öllum aldri koma og horfa á okkur, þetta er bara mjög gaman,“ segir Sandra Björk Freysdóttir, sem leikur Rut. Hér má sjá hvenær sýningarnar eru í Bíóhöllinni.
Akranes Grunnskólar Menning Leikhús Mest lesið Ilmaðu eins og frambjóðendur: Snorri Másson með sama ilm og Svandís Svavars Lífið „Ég hef ekki verið svona hot síðan ég var unghommi“ Lífið Myndir: Svona var baksviðs á kappræðum leiðtoganna Lífið „Ekki gera mér þetta“ Lífið Kosningavökur flokkanna: Pílustaðir, hótel og kirkjur Lífið Minnist föður síns: „Til hamingju með daginn hvar sem þú ert“ Lífið Jón og Hafdís ástfangin í 22 ár Lífið Auðir og ógildir með kosningakaffi Lífið Hópkaup hefur sparað þjóðinni 4,5 milljarða Lífið samstarf Gellur tóku yfir Gamla bíó Lífið Fleiri fréttir „Án okkar verður ekki til miðjustjórn“ Auðir og ógildir með kosningakaffi Ilmaðu eins og frambjóðendur: Snorri Másson með sama ilm og Svandís Svavars Kosningavökur flokkanna: Pílustaðir, hótel og kirkjur Minnist föður síns: „Til hamingju með daginn hvar sem þú ert“ Myndir: Svona var baksviðs á kappræðum leiðtoganna Jón og Hafdís ástfangin í 22 ár „Ekki gera mér þetta“ „Ég hef ekki verið svona hot síðan ég var unghommi“ Gellur tóku yfir Gamla bíó Hélt að hann væri George Clooney Kappleikar 2024: Bara tveir héldu með Donald Trump Einstakur garður í Mosfellsbænum Leggja undir sig spinningshjólin og upphífingarstangirnar á tónleikunum Sterkustu hjón landsins selja íbúðina Húðrútína Birtu Abiba Óhrædd við að fara sínar eigin leiðir Söngelskir nemendur í Menntaskólanum að Laugarvatni Inga Sæland vill komast í fjármálaráðuneytið Kappleikar: Skörp orðaskipti og skeytasendingar Svar Bents við hatursorðræðu gegn útlendingum Arnaldur tilnefndur til Íslensku bókmenntaverðlaunanna Hefndi sín með því að missa meydóminn Spurt var um fyrirbæri sem Tommi á Búllunni framkvæmdi fyrst hér á landi Kappleikar: „Ég er í alvörunni að reyna mitt besta“ Pantaði viskí og kókaín skömmu fyrir andlátið Vissu hvorki verðið á strætómiða né bjór Umbreyttist í Guðna Ágústsson og Ólaf Ragnar „Mig langar að prófa nýja villtari hluti en konan ekki“ Draumaherbergi hjá fimmtugri og fabjúlöss Sjá meira