Útgjöld ríkissjóðs vegna Grindavíkur hátt í hundrað milljarðar Margrét Björk Jónsdóttir skrifar 17. maí 2024 20:30 Bjarni Benediksson kynnti aðgerðir vegna Grindavíkur á blaðamannafundi í Hörpu í dag. Vísir/Vilhelm Heildarumfang útgjalda sem ríkissjóður hefur efnt til vegna náttúruhamfara við Grindavík stefnir í hundrað milljarða. Forsætisráðherra segir skyldur gagnvart heimilum vega þyngra en gagnvart atvinnustarfsemi. Ríkisstjórnin boðaði til blaðamannafundar í Hörpu í dag. Þar voru kynntar tillögur að stuðningslánum til grindvískra heimila og fyrirækja í bænum að viðbættum viðspyrnustyrkjum, framhaldi launastuðnings og hráefnis- og afurðatryggingum. Þá verður sérstakur húsnæðisstuðningur við Grindvíkinga framlengdur til áramóta. Bjarni Benediktsson forsætisráðherra sagðist gera sér grein fyrir að ekki væri hægt að mæta kröfum allra. „En við höfum gengið mjög langt. Heildarumfang útgjaldanna sem við höfum efnt til vegna Grindavíkur stefnir í átt að hundrað milljörðum.” Ekki stendur til að ríkið kaupi upp atvinnuhúsnæði líkt gert var við íbúðarhúsnæði. „Það er meðal annars vegna þess að við lítum þannig á að skyldur okkar gagnvart heimilum séu ríkari en gagnvart atvinnustarfsemi, sem alltaf hlýtur í eðli sínu upp að vissu marki að vera áhættusöm. Við erum með fyrirkomulag hér á landi í hlutafélagaforminu sem tryggir að menn geti takmarkað áhættu sína.“ Önnur úrræði en uppkaup standi fyrirtækjaeigundum til boða. „Við erum með viðspyrnustyrkina, þetta eru hreinir styrkir til rekstraraðila vegna þess að tekjur þeirra hafa skroppið saman. Við erum að borga laun fyrir þá sem ekki geta sótt vinnu og svo framvegis,“ segir Bjarni. Fannar Jónasson, bæjarstjóri Grindavíkur, minnti á að Grindvíkingar hefðu lagt mikið til þjóðarbúsins í gegnum árin og ætli sér að gera það áfram. „Auðvitað hefðum við gjarnan vilja sjá meira, sérstaklega fyrir fyrirtækin, en eins og forsætisráðherra sagði þá er ekki hægt að gera allt fyrir alla. En við þökkum fyrir það sem vel er gert.“ Gera má ráð fyrir að kostnaður ríkisins af þeim aðgerðum sem þegar hefur verið ráðist í og eru áformaður sé hátt í hundrað milljarðar.Vísir/Vilhelm Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Grindavík Náttúruhamfarir Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Mest lesið Kosningavaktin: Landsmenn kjósa sér nýtt þing Innlent Sjálfstæðisflokkur stekkur fram úr Viðreisn og Samfylking áfram efst Innlent Á sér langa sögu eldfimra ummæla Innlent Hafa náð tökum á hálfri Aleppo og fjölda þorpa Erlent „Ég get ekki hugsað mér að fleiri börn lendi í honum“ Innlent Viðvaranir komnar í gildi og orðið ófært sums staðar Veður Mestu flokkaflakkararnir Innlent „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Innlent Gekk berserksgang í verslunarmiðstöð í Hafnarfirði Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent Fleiri fréttir Sigurður beðinn um að fjarlægja Framsóknarnælu Kjörsókn betri fyrir austan en menn þorðu að vona Tekist að opna alla kjörstaði í Norðausturkjördæmi „Ég get ekki hugsað mér að fleiri börn lendi í honum“ Heyrir fleiri segja þörf á VG á þingi Heldur aftur af sér svo hún gangi ekki um syngjandi Ölfusá orðin bakkafull af ís Á sér langa sögu eldfimra ummæla Auðvelt val þótt hann geti ekki kosið sjálfan sig „Við verðum að fá öflugan vinstri flokk“ Gekk berserksgang í verslunarmiðstöð í Hafnarfirði Kosningavaktin: Landsmenn kjósa sér nýtt þing Mestu flokkaflakkararnir Sjálfstæðisflokkur stekkur fram úr Viðreisn og Samfylking áfram efst „Allt það sem mannlegur máttur ræður við er undir góðri stjórn“ „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Önnin kláruð með eðlilegum hætti í MR Tæplega helmingi líst vel á Samfylkingu og Viðreisn í ríkisstjórn Kennaraverkföllum frestað og áhrif veðursins á kosningar Dynjandisheiði boðin út „á allra næstu dögum“ Miklar gleðifréttir og gott að fá nemendur og starfsfólk aftur í hús Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Svona verður kosningavaka Stöðvar 2 Næststærsta gosið hingað til Kennaraverkfalli frestað „Við setjum ekki líf og limi fólks í hættu til að flytja kjörgögn“ Tveir teknir með falin fíkniefni á leið til Ísafjarðar Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Engin kæra borist vegna upptakanna Sjá meira
Ríkisstjórnin boðaði til blaðamannafundar í Hörpu í dag. Þar voru kynntar tillögur að stuðningslánum til grindvískra heimila og fyrirækja í bænum að viðbættum viðspyrnustyrkjum, framhaldi launastuðnings og hráefnis- og afurðatryggingum. Þá verður sérstakur húsnæðisstuðningur við Grindvíkinga framlengdur til áramóta. Bjarni Benediktsson forsætisráðherra sagðist gera sér grein fyrir að ekki væri hægt að mæta kröfum allra. „En við höfum gengið mjög langt. Heildarumfang útgjaldanna sem við höfum efnt til vegna Grindavíkur stefnir í átt að hundrað milljörðum.” Ekki stendur til að ríkið kaupi upp atvinnuhúsnæði líkt gert var við íbúðarhúsnæði. „Það er meðal annars vegna þess að við lítum þannig á að skyldur okkar gagnvart heimilum séu ríkari en gagnvart atvinnustarfsemi, sem alltaf hlýtur í eðli sínu upp að vissu marki að vera áhættusöm. Við erum með fyrirkomulag hér á landi í hlutafélagaforminu sem tryggir að menn geti takmarkað áhættu sína.“ Önnur úrræði en uppkaup standi fyrirtækjaeigundum til boða. „Við erum með viðspyrnustyrkina, þetta eru hreinir styrkir til rekstraraðila vegna þess að tekjur þeirra hafa skroppið saman. Við erum að borga laun fyrir þá sem ekki geta sótt vinnu og svo framvegis,“ segir Bjarni. Fannar Jónasson, bæjarstjóri Grindavíkur, minnti á að Grindvíkingar hefðu lagt mikið til þjóðarbúsins í gegnum árin og ætli sér að gera það áfram. „Auðvitað hefðum við gjarnan vilja sjá meira, sérstaklega fyrir fyrirtækin, en eins og forsætisráðherra sagði þá er ekki hægt að gera allt fyrir alla. En við þökkum fyrir það sem vel er gert.“ Gera má ráð fyrir að kostnaður ríkisins af þeim aðgerðum sem þegar hefur verið ráðist í og eru áformaður sé hátt í hundrað milljarðar.Vísir/Vilhelm
Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Grindavík Náttúruhamfarir Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Mest lesið Kosningavaktin: Landsmenn kjósa sér nýtt þing Innlent Sjálfstæðisflokkur stekkur fram úr Viðreisn og Samfylking áfram efst Innlent Á sér langa sögu eldfimra ummæla Innlent Hafa náð tökum á hálfri Aleppo og fjölda þorpa Erlent „Ég get ekki hugsað mér að fleiri börn lendi í honum“ Innlent Viðvaranir komnar í gildi og orðið ófært sums staðar Veður Mestu flokkaflakkararnir Innlent „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Innlent Gekk berserksgang í verslunarmiðstöð í Hafnarfirði Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent Fleiri fréttir Sigurður beðinn um að fjarlægja Framsóknarnælu Kjörsókn betri fyrir austan en menn þorðu að vona Tekist að opna alla kjörstaði í Norðausturkjördæmi „Ég get ekki hugsað mér að fleiri börn lendi í honum“ Heyrir fleiri segja þörf á VG á þingi Heldur aftur af sér svo hún gangi ekki um syngjandi Ölfusá orðin bakkafull af ís Á sér langa sögu eldfimra ummæla Auðvelt val þótt hann geti ekki kosið sjálfan sig „Við verðum að fá öflugan vinstri flokk“ Gekk berserksgang í verslunarmiðstöð í Hafnarfirði Kosningavaktin: Landsmenn kjósa sér nýtt þing Mestu flokkaflakkararnir Sjálfstæðisflokkur stekkur fram úr Viðreisn og Samfylking áfram efst „Allt það sem mannlegur máttur ræður við er undir góðri stjórn“ „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Önnin kláruð með eðlilegum hætti í MR Tæplega helmingi líst vel á Samfylkingu og Viðreisn í ríkisstjórn Kennaraverkföllum frestað og áhrif veðursins á kosningar Dynjandisheiði boðin út „á allra næstu dögum“ Miklar gleðifréttir og gott að fá nemendur og starfsfólk aftur í hús Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Svona verður kosningavaka Stöðvar 2 Næststærsta gosið hingað til Kennaraverkfalli frestað „Við setjum ekki líf og limi fólks í hættu til að flytja kjörgögn“ Tveir teknir með falin fíkniefni á leið til Ísafjarðar Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Engin kæra borist vegna upptakanna Sjá meira