Lookman gekk frá Leverkusen og Atalanta er Evrópudeildarmeistari Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 22. maí 2024 20:55 Bikar á loft. Image Photo Agency/Getty Images Ademola Lookman kom, sá og batt enda á ótrúlega sigurgöngu Bayer Leverkusen þegar hann skoraði magnaða þrennu og tryggði Atalanta 3-0 sigur í úrslitaleik Evrópudeildar karla í fótbolta. Fyrir leik kvöldsins, sem fram fór í Dublin á Írlandi, þá voru Þýskalandsmeistarar Bayer Leverkusen talsvert sigurstranglegri enda ekki enn tapað leik á tímabilinu og þegar bundið enda á ótrúlega sigurgöngu Bayern München heima fyrir. Á sama tíma er Atalanta í 5. sæti á Ítalíu þegar ein umferð er eftir. Ef allt gengur upp í lokaumferðinni gæti Atalanta náð 3. sæti. Hvað leik kvöldsins varðar þá var aldrei að sjá að Bayer væri sigurstranglegra liðið. Var það aðallega hinum 26 ára gamla Ademola Lookman Olajade Alade Aylola Lookman að þakka en sá skoraði eina mögnuðustu þrennu sem sést hefur í úrslitaleik. Fyrsta mark hans kom strax á tólftu mínútu þegar hann var réttur maður á réttum stað eftir að hornspyrna hans var hreinsuð út úr teignum. Boltinn endaði út á hinum kantinum en kom aftur inn á teig frá Davide Zappacosta. Þar var Lookman einn á auðum sjó og kom Atalanta yfir. Gat ekki annað en skorað.EPA-EFE/TOLGA AKMEN Það var svo um miðbik fyrri hálfleiks sem Lookman tvöfaldaði forystu Atalanta. Boltinn barst á Lookman sem var vinstra megin á vellinum, hann óð að vítateig Leverkusen, renndi boltanum á milli fóta Granit Xhaka áður en hann þrumaði boltanum með hægri fæti í hægra hornið. Óverjandi fyrir Matěj Kovář í marki Leverkusen og staðan 2-0 í hálfleik. Hetja Atalanta í kvöld.EPA-EFE/TOLGA AKMEN Þegar stundarfjórðungur lifði leiks gekk Lookman endanlega frá leiknum. Gianluca Scamacca vissi að allt sem Lookman snerti yrði að gulli svo hann gaf boltann á samherja sinn og enn á ný óð hann að marki. Að þessu sinni tók hann einföld skæri sem skildu varnarmann Leverkusen eftir í rykinu, fór til vinstri og þrumaði boltanum með vinstri fæti upp í hornið hægra megin. Ótrúleg afgreiðsla, ótrúlegur leikur og enn ótrúlegri sigur Atalanta staðreynd. Þriðja markið í uppsiglingu.EPA-EFE/DAMIEN EAGERS Lokatölur 3-0 Ítölunum í vil og Atalanta Evrópudeildarmeistari 2024. Er þetta fyrsti Evróputitill félagsins í 116 ára sögu þess. Leikmenn Leverkusen er því mannlegir eftir allt saman en mega ekki dvelja of lengi við tap kvöldsins þar sem B-deildarlið Kaiserslautern bíður í úrslitum þýsku bikarkeppninnar. Evrópudeild UEFA Þýski boltinn Ítalski boltinn Fótbolti
Ademola Lookman kom, sá og batt enda á ótrúlega sigurgöngu Bayer Leverkusen þegar hann skoraði magnaða þrennu og tryggði Atalanta 3-0 sigur í úrslitaleik Evrópudeildar karla í fótbolta. Fyrir leik kvöldsins, sem fram fór í Dublin á Írlandi, þá voru Þýskalandsmeistarar Bayer Leverkusen talsvert sigurstranglegri enda ekki enn tapað leik á tímabilinu og þegar bundið enda á ótrúlega sigurgöngu Bayern München heima fyrir. Á sama tíma er Atalanta í 5. sæti á Ítalíu þegar ein umferð er eftir. Ef allt gengur upp í lokaumferðinni gæti Atalanta náð 3. sæti. Hvað leik kvöldsins varðar þá var aldrei að sjá að Bayer væri sigurstranglegra liðið. Var það aðallega hinum 26 ára gamla Ademola Lookman Olajade Alade Aylola Lookman að þakka en sá skoraði eina mögnuðustu þrennu sem sést hefur í úrslitaleik. Fyrsta mark hans kom strax á tólftu mínútu þegar hann var réttur maður á réttum stað eftir að hornspyrna hans var hreinsuð út úr teignum. Boltinn endaði út á hinum kantinum en kom aftur inn á teig frá Davide Zappacosta. Þar var Lookman einn á auðum sjó og kom Atalanta yfir. Gat ekki annað en skorað.EPA-EFE/TOLGA AKMEN Það var svo um miðbik fyrri hálfleiks sem Lookman tvöfaldaði forystu Atalanta. Boltinn barst á Lookman sem var vinstra megin á vellinum, hann óð að vítateig Leverkusen, renndi boltanum á milli fóta Granit Xhaka áður en hann þrumaði boltanum með hægri fæti í hægra hornið. Óverjandi fyrir Matěj Kovář í marki Leverkusen og staðan 2-0 í hálfleik. Hetja Atalanta í kvöld.EPA-EFE/TOLGA AKMEN Þegar stundarfjórðungur lifði leiks gekk Lookman endanlega frá leiknum. Gianluca Scamacca vissi að allt sem Lookman snerti yrði að gulli svo hann gaf boltann á samherja sinn og enn á ný óð hann að marki. Að þessu sinni tók hann einföld skæri sem skildu varnarmann Leverkusen eftir í rykinu, fór til vinstri og þrumaði boltanum með vinstri fæti upp í hornið hægra megin. Ótrúleg afgreiðsla, ótrúlegur leikur og enn ótrúlegri sigur Atalanta staðreynd. Þriðja markið í uppsiglingu.EPA-EFE/DAMIEN EAGERS Lokatölur 3-0 Ítölunum í vil og Atalanta Evrópudeildarmeistari 2024. Er þetta fyrsti Evróputitill félagsins í 116 ára sögu þess. Leikmenn Leverkusen er því mannlegir eftir allt saman en mega ekki dvelja of lengi við tap kvöldsins þar sem B-deildarlið Kaiserslautern bíður í úrslitum þýsku bikarkeppninnar.
Uppgjörið: Ísland - Úkraína 27-24 | Sögulegur sigur og stelpurnar okkar á leið í hreinan úrslitaleik Handbolti
Uppgjörið: Ísland - Úkraína 27-24 | Sögulegur sigur og stelpurnar okkar á leið í hreinan úrslitaleik Handbolti