Gallar frambjóðandans - hjálparhönd til óákveðinna Gunnar Helgason skrifar 27. maí 2024 18:15 Komiði sæl. Mig langar að rétta fram hjálparhönd. Nú þegar forsetakosningarnar nálgast eru mjög margir ennþá óákveðnir. Mér datt því í hug að benda á nokkrar staðreyndir varðandi einn frambjóðandann, hann Baldur Þórhallson. Það er nefnilega eins og öll umræða um hann hafi snúist um allt annað en mannkosti hans og reynslu. Mér finnst eins og þjóðin viti ekki nógu mikið um hann. Því ætla ég að biðja þig – ef þú ert ekki búin/n/ð að ákveða þig - að lesa þessa örstuttu grein. Hér eru bara staðreyndir. Ekki skoðanir. Við vitum öll að Baldur er alinn upp í sveit, einn frambjóðandanna og tók við búi afa síns 13 ára gamall. Við vitum líka að hann er prófessor í Háskóla Íslands. Hann fór úr hlöðu í háskóla. Við vitum sömuleiðis að hann er mikill fjölskyldumaður og góður afi eins og Felix Bergsson, maðurinn hans og hann mun njóta góðs af því að eiga svona heillandi, vinsælann, ræðinn og skemmtilegan maka. En hvað vita fæstir Íslendingar um Baldur? -Baldur er mesti sérfræðingur heims um stöðu og áhrif smáríkja í heiminum. -Kenningar Baldurs um þessi efni eru kenndar í háskólum um allan heim. -Skilurðu? Hann bjó til námsefnið. Og kennir það um víða veröld. -Baldur hefur oft talað um nauðsyn þess að við sem þjóð séum betur undirbúin þegar kemur að krísum, hvort sem þær stafa af náttúruhamförum eða netárásum. Já ég veit, algjör stríðsæsingamaður. -Þetta er einmitt grunnstefið í Rannsóknarsetri smáríkja - sem Baldur stofnaði, hver annar? -Hann lærði á Íslandi og Englandi. -Hann er eini frambjóðandinn sem setur mannréttindi ALLRA í algjöran fókus. -Hann er eini frambjóðandinn sem talar um geðheilbrigði og aukna vanlíðan barna og unglinga. Hann og þeir Felix þekkja líka sáran missi og hafa hjartað á réttum stað. -Þegar Þjóðkirkjan var komin í öngstræti varðandi málefni hinsegin fólks hringdi kirkjan í Baldur til að fá hann til að miðla málum. Ef trúin er þér kær geturðu fylgt fordæmi kirkjunnar og kosið Baldur. -Hann stofnaði menningartengt ferðaþjónustufyrirtæki með fjölskyldu sinni. Hellan á Hellu, The Caves of Hella. Hann þekkir aðalatvinnuveg landsins út og inn. -Hann er hvorki meðvirkur né hræddur við erfiðar ákvarðanir. -Hann hefur svo góðan málefnagrundvöll að aðrir frambjóðendur hafa sumir hverjir apað eftir honum. -Í honum býr eldur. Hann hefur hæfileikann til að hrífa fólk með sér. Spyrjið bara þá sem hann hefur kennt. Og nú aðeins um Felix Við teljum okkur flest þekkja Felix. En vissuð þið þetta? -Felix er sérstaklega umhugað um velferð barna og hefur heimsótt velflesta skóla landsins og talað um mannréttindi, fordóma, einelti og annað sem getur haf áhrif á vellíðan, já eða vanlíðan barna. -Hann hefur í yfir 30 ár framleitt barnaefni sem hefur eitt leiðarstef: skemmtimenntun. Hlustið bara á Freyju og Frikka á Storytel. -Hann er fáránlega skemmtilegur. Það er staðreynd en ekki skoðun. Ef þið hafið tækifæri til að sitja í bíl með honum í nokkra klukkutíma mæli ég sterklega með því. -Hann veiddi einu sinni 6 punda bleikju á gárutúbu í Bakkaá í Bakkafirði. Ógleymanlegt. Gallarnir Hér er stiklað á stóru. Ef þú vilt vita meira hvet ég þig til að fara inn á https://baldurogfelix.is og kynna þér manninn betur. Þá er komið að göllum frambjóðandans Baldurs eins og fyrirsögnin lofaði: -Hann er ekki nógu góður í að tala um sjálfan sig. Hann er alltof lítillátur. (Ég er ekki viss um að það sama megi segja um suma aðra frambjóðendur.) -Hann er ekki góður stangveiðimaður – sem mér finnst stór galli, hafandi alist upp við besta veiðistað landsins. Þrátt fyrir þessa galla tel ég Baldur vera besta kostinn. Hann er með fæturnar í fjárhúsinu og höfuðið í heiminum. Hans kosning yrði heimsfrétt. Aftur yrði Ísland í fararfbroddi, sem ljósið í mannréttindamálum, með kyndilinn á lofti. Ljósið í norðri. Hlustaðu á Baldur. Horfðu á Baldur. Og svo ... kjóstu Baldur. Ég er algjörlega viss um að þú munt ekki sjá eftir því. Höfundur er rithöfundur og leikari. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Forsetakosningar 2024 Skoðun: Forsetakosningar 2024 Mest lesið Tryggjum Svandísi á þing Hópur stuðningsfólks Svandísar Svavarsdóttur Skoðun Skilur Kristrún ekki, að stærð kökunnar er mál nr. 1? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun Hvar ertu Auddi Blö: Opið bréf til Bjarna Ben frá sérfræðingi Ásta Kristín Pjetursdóttir Skoðun Ekki láta Sjálfstæðisflokkinn ljúga að þér Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Flokkur í felulitum Björn Gíslason Skoðun Greinin sem þú verður að lesa áður en þú ferð á kjörstað Bessí Þóra Jónsdóttir Skoðun Nýtt húsnæðislánakerfi að danskri fyrirmynd? Jónas Már Torfason Skoðun Höldum okkur á dagskrá Hópur fólks innan íþróttahreyfingarinnar Skoðun Er einhver að hlusta? Hópur 143 Seyðfirðinga Skoðun Skoðun Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir skrifar Skoðun Kosningalimran 2024 Arnar Ingi Ingason,Freyr Snorrason skrifar Skoðun Viðreisn ætlar að forgangsraða – nýta skattfé miklu betur Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Sigrar vinnast – spár bregðast Þorvaldur Örn Árnason skrifar Skoðun Af hverju Viðreisn? Eva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pólitískar ofsóknir í aðdraganda Alþingiskosninga Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Talk about timing – degi fyrir kjördag Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Hjarta og sál Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun ESB andstæðingar blekkja Íslendinga Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn: Fyrir budduna þína og framtíðina Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson skrifar Skoðun Að mynda ríkisstjórn - skipulagt val til vinstri Hlynur Már Ragnheiðarson skrifar Skoðun Viðreisn: öfgalaus nálgun fyrir öfgalaust samfélag Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Kleppur er víða Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir skrifar Skoðun Að geta lesið sér mennsku til gagns Diljá Ámundadóttir Zoëga skrifar Skoðun Börðust afar okkar til einskis í Þorskastríðinu? Hugleiðing um ESB Haukur Ingi S. Jónsson skrifar Skoðun Á ferð um Norðvesturkjördæmi Arna Lára Jónsdóttir,Hannes Sigurbjörn Jónsson,Jóhanna Ösp Einarsdóttir,Magnús Eðvaldsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um íslenska fjölmiðla Óli Valur Pétursson skrifar Skoðun Lögfestum félagsmiðstöðvar Guðmundur Ari Sigurjónsson,Friðmey Jónsdóttir skrifar Skoðun Flokkar sem vara við sjálfum sér Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hver bjó til ehf-gat? Sigríður Á. Andersen skrifar Skoðun Lausnir eða kyrrstaða í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Aðventan – njóta eða þjóta? Hrund Þrándardóttir skrifar Skoðun Við kjósum blokkir Kjartan Valgarðsson skrifar Skoðun Er einhver að hlusta? Hópur 143 Seyðfirðinga skrifar Skoðun Tryggjum öruggt ævikvöld Brynjar Níelsson skrifar Skoðun Hverjir verja almannahagsmuni? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Stúlka frá Gaza sem að missti allt Asil Jihad Al-Masri skrifar Skoðun Kjósum með mannréttindum á laugardaginn Bjarndís Helga Tómasdóttir,Kári Garðarsson skrifar Skoðun Greinin sem þú verður að lesa áður en þú ferð á kjörstað Bessí Þóra Jónsdóttir skrifar Sjá meira
Komiði sæl. Mig langar að rétta fram hjálparhönd. Nú þegar forsetakosningarnar nálgast eru mjög margir ennþá óákveðnir. Mér datt því í hug að benda á nokkrar staðreyndir varðandi einn frambjóðandann, hann Baldur Þórhallson. Það er nefnilega eins og öll umræða um hann hafi snúist um allt annað en mannkosti hans og reynslu. Mér finnst eins og þjóðin viti ekki nógu mikið um hann. Því ætla ég að biðja þig – ef þú ert ekki búin/n/ð að ákveða þig - að lesa þessa örstuttu grein. Hér eru bara staðreyndir. Ekki skoðanir. Við vitum öll að Baldur er alinn upp í sveit, einn frambjóðandanna og tók við búi afa síns 13 ára gamall. Við vitum líka að hann er prófessor í Háskóla Íslands. Hann fór úr hlöðu í háskóla. Við vitum sömuleiðis að hann er mikill fjölskyldumaður og góður afi eins og Felix Bergsson, maðurinn hans og hann mun njóta góðs af því að eiga svona heillandi, vinsælann, ræðinn og skemmtilegan maka. En hvað vita fæstir Íslendingar um Baldur? -Baldur er mesti sérfræðingur heims um stöðu og áhrif smáríkja í heiminum. -Kenningar Baldurs um þessi efni eru kenndar í háskólum um allan heim. -Skilurðu? Hann bjó til námsefnið. Og kennir það um víða veröld. -Baldur hefur oft talað um nauðsyn þess að við sem þjóð séum betur undirbúin þegar kemur að krísum, hvort sem þær stafa af náttúruhamförum eða netárásum. Já ég veit, algjör stríðsæsingamaður. -Þetta er einmitt grunnstefið í Rannsóknarsetri smáríkja - sem Baldur stofnaði, hver annar? -Hann lærði á Íslandi og Englandi. -Hann er eini frambjóðandinn sem setur mannréttindi ALLRA í algjöran fókus. -Hann er eini frambjóðandinn sem talar um geðheilbrigði og aukna vanlíðan barna og unglinga. Hann og þeir Felix þekkja líka sáran missi og hafa hjartað á réttum stað. -Þegar Þjóðkirkjan var komin í öngstræti varðandi málefni hinsegin fólks hringdi kirkjan í Baldur til að fá hann til að miðla málum. Ef trúin er þér kær geturðu fylgt fordæmi kirkjunnar og kosið Baldur. -Hann stofnaði menningartengt ferðaþjónustufyrirtæki með fjölskyldu sinni. Hellan á Hellu, The Caves of Hella. Hann þekkir aðalatvinnuveg landsins út og inn. -Hann er hvorki meðvirkur né hræddur við erfiðar ákvarðanir. -Hann hefur svo góðan málefnagrundvöll að aðrir frambjóðendur hafa sumir hverjir apað eftir honum. -Í honum býr eldur. Hann hefur hæfileikann til að hrífa fólk með sér. Spyrjið bara þá sem hann hefur kennt. Og nú aðeins um Felix Við teljum okkur flest þekkja Felix. En vissuð þið þetta? -Felix er sérstaklega umhugað um velferð barna og hefur heimsótt velflesta skóla landsins og talað um mannréttindi, fordóma, einelti og annað sem getur haf áhrif á vellíðan, já eða vanlíðan barna. -Hann hefur í yfir 30 ár framleitt barnaefni sem hefur eitt leiðarstef: skemmtimenntun. Hlustið bara á Freyju og Frikka á Storytel. -Hann er fáránlega skemmtilegur. Það er staðreynd en ekki skoðun. Ef þið hafið tækifæri til að sitja í bíl með honum í nokkra klukkutíma mæli ég sterklega með því. -Hann veiddi einu sinni 6 punda bleikju á gárutúbu í Bakkaá í Bakkafirði. Ógleymanlegt. Gallarnir Hér er stiklað á stóru. Ef þú vilt vita meira hvet ég þig til að fara inn á https://baldurogfelix.is og kynna þér manninn betur. Þá er komið að göllum frambjóðandans Baldurs eins og fyrirsögnin lofaði: -Hann er ekki nógu góður í að tala um sjálfan sig. Hann er alltof lítillátur. (Ég er ekki viss um að það sama megi segja um suma aðra frambjóðendur.) -Hann er ekki góður stangveiðimaður – sem mér finnst stór galli, hafandi alist upp við besta veiðistað landsins. Þrátt fyrir þessa galla tel ég Baldur vera besta kostinn. Hann er með fæturnar í fjárhúsinu og höfuðið í heiminum. Hans kosning yrði heimsfrétt. Aftur yrði Ísland í fararfbroddi, sem ljósið í mannréttindamálum, með kyndilinn á lofti. Ljósið í norðri. Hlustaðu á Baldur. Horfðu á Baldur. Og svo ... kjóstu Baldur. Ég er algjörlega viss um að þú munt ekki sjá eftir því. Höfundur er rithöfundur og leikari.
Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson skrifar
Skoðun Börðust afar okkar til einskis í Þorskastríðinu? Hugleiðing um ESB Haukur Ingi S. Jónsson skrifar
Skoðun Á ferð um Norðvesturkjördæmi Arna Lára Jónsdóttir,Hannes Sigurbjörn Jónsson,Jóhanna Ösp Einarsdóttir,Magnús Eðvaldsson skrifar