Þess vegna er Halla Hrund efst Gunnhildur Fríða Hallgrímsdóttir skrifar 28. maí 2024 12:01 Þegar Halla Hrund tilkynnti framboð sitt, skaust hún upp í skoðanakönnunum og situr enn hæst. Hún er því besti kostur okkar til að fá forseta sem kemur úr röðum almennings. Hún er góður kostur fyrir margar sakir og framboð hennar á sér svipaða upprunarsögu og framboð tveggja frábærra forseta, Vigdísar og Guðna. Forsetaferill Vigdísar og Guðna Vigdís ætlaði aldrei að verða forseti. Það var ekki fyrr en fólk fór að skrifa greinar í dagblöðin til að hvetja hana til framboðs að hún tók málið alvarlega. Sama gerðist með Guðna; hann ætlaði aldrei að verða forseti en mætti í Kastljóssviðtal til að ræða sögulegt gildi forsetaembættisins, og fólk tók eftir því að hann var tilvalinn forseti. Það sama gerðist með Höllu Hrund. Þegar orkumálastjórinn mætti í þáttinn hjá Gísla Marteini og spilaði þar á harmonikku, varð hún svo forsetaleg að stofnaður var Facebook-hópur af fólki sem vildi Höllu Hrund sem forseta. Forsetaembættið er í sjálfu sér mjög valddreifandi, og því þykir mér hughreystandi að hafa þar einstakling sem sækist ekki eftir völdum, heldur svarar ákalli landsmanna um að þjóna þjóðinni. Skilningur á orku- og auðlindamálum Halla Hrund hefur góðan skilning og hugsjón í orku- og auðlindamálum, sem ég tel muni verða eitt af stærstu úrlausnarmálum næstu ára. Íslenska þjóðin þarf að ákveða hversu mikið og hverjir fá að nýta auðlindir okkar. Þess vegna tel ég mikilvægt að forsetinn skilji mikilvægi náttúruauðlinda bæði sem stóran hluta af framþróun Íslands og mikilvægi verndunar þeirra. Samstaða í loftslagsmálum Of oft skiptumst við í hópa, og ein stærsta hindrun okkar í loftslagsmálum er að við getum ekki komið okkur saman um hvernig við ætlum að nýta auðlindir okkar. Forsetinn þarf að geta talað til beggja hópa, og það getur Halla Hrund svo sannarlega, komið með framtíðarsýn sem tekur mið af báðum markmiðum: framþróun og verndun. Þessi eiginleiki, að geta skilið báðar hliðar samfélagsins og talað til allra, er einn mikilvægasti eiginleiki forseta, og eiginleiki sem ég hef séð skýrt hjá Höllu Hrund. Traust og heiðarleiki Halla hefur sýnt í starfi sínu sem Orkumálastjóri að hún leyfir ekki sérhagsmunaöflum að fá hvað sem þau vilja, heldur heiðrar hún ávallt að almenningur er eigandi auðlinda Íslands. Þannig manneskju vil ég í forsetaembættið, því auðvitað liggur þar neyðarhemillinn ef myndast hefur gjá milli þjóðar og þings. Ég treysti Höllu Hrund til þess að taka ákvörðun sem byggir á því að auðlindir Íslands séu í eigu þjóðarinnar. Listinn af ástæðum til þess að kjósa Höllu er langur, og því kemur ekki á óvart að hún mælist hæst. Höfundur er nemandi við hagfræðideild Harvard-háskóla Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Forsetakosningar 2024 Skoðun: Forsetakosningar 2024 Orkumál Loftslagsmál Mest lesið Tryggjum Svandísi á þing Hópur stuðningsfólks Svandísar Svavarsdóttur Skoðun Skilur Kristrún ekki, að stærð kökunnar er mál nr. 1? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun Hvar ertu Auddi Blö: Opið bréf til Bjarna Ben frá sérfræðingi Ásta Kristín Pjetursdóttir Skoðun Ekki láta Sjálfstæðisflokkinn ljúga að þér Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Flokkur í felulitum Björn Gíslason Skoðun Greinin sem þú verður að lesa áður en þú ferð á kjörstað Bessí Þóra Jónsdóttir Skoðun Nýtt húsnæðislánakerfi að danskri fyrirmynd? Jónas Már Torfason Skoðun Höldum okkur á dagskrá Hópur fólks innan íþróttahreyfingarinnar Skoðun Er einhver að hlusta? Hópur 143 Seyðfirðinga Skoðun Skoðun Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir skrifar Skoðun Kosningalimran 2024 Arnar Ingi Ingason,Freyr Snorrason skrifar Skoðun Viðreisn ætlar að forgangsraða – nýta skattfé miklu betur Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Sigrar vinnast – spár bregðast Þorvaldur Örn Árnason skrifar Skoðun Af hverju Viðreisn? Eva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pólitískar ofsóknir í aðdraganda Alþingiskosninga Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Talk about timing – degi fyrir kjördag Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Hjarta og sál Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun ESB andstæðingar blekkja Íslendinga Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn: Fyrir budduna þína og framtíðina Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson skrifar Skoðun Að mynda ríkisstjórn - skipulagt val til vinstri Hlynur Már Ragnheiðarson skrifar Skoðun Viðreisn: öfgalaus nálgun fyrir öfgalaust samfélag Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Kleppur er víða Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir skrifar Skoðun Að geta lesið sér mennsku til gagns Diljá Ámundadóttir Zoëga skrifar Skoðun Börðust afar okkar til einskis í Þorskastríðinu? Hugleiðing um ESB Haukur Ingi S. Jónsson skrifar Skoðun Á ferð um Norðvesturkjördæmi Arna Lára Jónsdóttir,Hannes Sigurbjörn Jónsson,Jóhanna Ösp Einarsdóttir,Magnús Eðvaldsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um íslenska fjölmiðla Óli Valur Pétursson skrifar Skoðun Lögfestum félagsmiðstöðvar Guðmundur Ari Sigurjónsson,Friðmey Jónsdóttir skrifar Skoðun Flokkar sem vara við sjálfum sér Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hver bjó til ehf-gat? Sigríður Á. Andersen skrifar Skoðun Lausnir eða kyrrstaða í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Aðventan – njóta eða þjóta? Hrund Þrándardóttir skrifar Skoðun Við kjósum blokkir Kjartan Valgarðsson skrifar Skoðun Er einhver að hlusta? Hópur 143 Seyðfirðinga skrifar Skoðun Tryggjum öruggt ævikvöld Brynjar Níelsson skrifar Skoðun Hverjir verja almannahagsmuni? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Stúlka frá Gaza sem að missti allt Asil Jihad Al-Masri skrifar Skoðun Kjósum með mannréttindum á laugardaginn Bjarndís Helga Tómasdóttir,Kári Garðarsson skrifar Skoðun Greinin sem þú verður að lesa áður en þú ferð á kjörstað Bessí Þóra Jónsdóttir skrifar Sjá meira
Þegar Halla Hrund tilkynnti framboð sitt, skaust hún upp í skoðanakönnunum og situr enn hæst. Hún er því besti kostur okkar til að fá forseta sem kemur úr röðum almennings. Hún er góður kostur fyrir margar sakir og framboð hennar á sér svipaða upprunarsögu og framboð tveggja frábærra forseta, Vigdísar og Guðna. Forsetaferill Vigdísar og Guðna Vigdís ætlaði aldrei að verða forseti. Það var ekki fyrr en fólk fór að skrifa greinar í dagblöðin til að hvetja hana til framboðs að hún tók málið alvarlega. Sama gerðist með Guðna; hann ætlaði aldrei að verða forseti en mætti í Kastljóssviðtal til að ræða sögulegt gildi forsetaembættisins, og fólk tók eftir því að hann var tilvalinn forseti. Það sama gerðist með Höllu Hrund. Þegar orkumálastjórinn mætti í þáttinn hjá Gísla Marteini og spilaði þar á harmonikku, varð hún svo forsetaleg að stofnaður var Facebook-hópur af fólki sem vildi Höllu Hrund sem forseta. Forsetaembættið er í sjálfu sér mjög valddreifandi, og því þykir mér hughreystandi að hafa þar einstakling sem sækist ekki eftir völdum, heldur svarar ákalli landsmanna um að þjóna þjóðinni. Skilningur á orku- og auðlindamálum Halla Hrund hefur góðan skilning og hugsjón í orku- og auðlindamálum, sem ég tel muni verða eitt af stærstu úrlausnarmálum næstu ára. Íslenska þjóðin þarf að ákveða hversu mikið og hverjir fá að nýta auðlindir okkar. Þess vegna tel ég mikilvægt að forsetinn skilji mikilvægi náttúruauðlinda bæði sem stóran hluta af framþróun Íslands og mikilvægi verndunar þeirra. Samstaða í loftslagsmálum Of oft skiptumst við í hópa, og ein stærsta hindrun okkar í loftslagsmálum er að við getum ekki komið okkur saman um hvernig við ætlum að nýta auðlindir okkar. Forsetinn þarf að geta talað til beggja hópa, og það getur Halla Hrund svo sannarlega, komið með framtíðarsýn sem tekur mið af báðum markmiðum: framþróun og verndun. Þessi eiginleiki, að geta skilið báðar hliðar samfélagsins og talað til allra, er einn mikilvægasti eiginleiki forseta, og eiginleiki sem ég hef séð skýrt hjá Höllu Hrund. Traust og heiðarleiki Halla hefur sýnt í starfi sínu sem Orkumálastjóri að hún leyfir ekki sérhagsmunaöflum að fá hvað sem þau vilja, heldur heiðrar hún ávallt að almenningur er eigandi auðlinda Íslands. Þannig manneskju vil ég í forsetaembættið, því auðvitað liggur þar neyðarhemillinn ef myndast hefur gjá milli þjóðar og þings. Ég treysti Höllu Hrund til þess að taka ákvörðun sem byggir á því að auðlindir Íslands séu í eigu þjóðarinnar. Listinn af ástæðum til þess að kjósa Höllu er langur, og því kemur ekki á óvart að hún mælist hæst. Höfundur er nemandi við hagfræðideild Harvard-háskóla
Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson skrifar
Skoðun Börðust afar okkar til einskis í Þorskastríðinu? Hugleiðing um ESB Haukur Ingi S. Jónsson skrifar
Skoðun Á ferð um Norðvesturkjördæmi Arna Lára Jónsdóttir,Hannes Sigurbjörn Jónsson,Jóhanna Ösp Einarsdóttir,Magnús Eðvaldsson skrifar