Meistaradeild Evrópu áfram á Stöð 2 Sport næstu árin Henry Birgir Gunnarsson skrifar 29. maí 2024 06:31 Meistaradeildarbikarinn eftirsótti. vísir/getty Sýn hf. og Knattspyrnusamband Evrópu, UEFA, hafa undirritað samning um sýningarrétt á leikjum Meistaradeildar Evrópu, Evrópudeildar og Sambandsdeildar á Íslandi til næstu þriggja keppnistímabila. Samningurinn tekur gildi fyrir keppnistímabilið sem hefst í lok sumars 2024 og gildir það til loka keppnistímabilsins vorið 2027. Samningurinn er um helming allra leikja í ofangreindum keppnum, líkt og síðastliðin þrjú ár. Viaplay hefur verið með sýningarréttinn á hinum helming leikjanna og verður sama fyrirkomulag áfram næstu þrjú keppnistímabilin. Stærstu viðburðir Viaplay, þar á meðal leikir í Meistaradeild Evrópu, verða áfram sýndir á Vodafone Sport sem er í eigu Sýnar hf. Meistaradeild Evrópu hefur verið kjölfesta í dagskrárgerð Stöðvar 2 Sports í þau tæp 30 ár sem stöðin hefur verið starfrækt og verður áfram næstu þrjú árin hið minnsta. Stöð 2 Sport hefur verið leiðandi í íslensku íþróttasjónvarpi á þeim tíma en meðal þess efnis sem er á stöðinni er Meistaradeild Evrópu, Evrópudeildin, Sambandsdeildin, Besta deild karla og kvenna, Subway deildir karla og kvenna, Lengjubikar karla og kvenna, FA Cup, Serie A, NBA, NFL, ACB, Masters, The Open, PGA Championship og LPGA. Úrslitaleikur Meistaradeildarinnar fer fram á laugardag.vísir/getty Meistaradeild Evrópu er sterkasta deildarkeppni heims í fótbolta og tekur breytingum í upphafi næsta keppnistímabils. Liðum verður fjölgað í 36 og keppt samkvæmt nýju deildarfyrirkomulagi. Sterkustu lið Evrópu munu nú mætast fyrr á tímabilinu en áður var mögulegt auk þess sem að bæði leikjum og leikvikum fjölgar. Nýtt fyrirkomulag tryggir einnig mikla spennu á öllum stigum keppninnar, frá fyrsta leikdegi að hausti til úrslitaleiksins að vori. Mikið ánægjuefni „Það er okkur mikið ánægjuefni að hafa náð samningum við Knattspyrnusamband Evrópu, UEFA, um áframhaldandi sýningarrétt frá bestu knattspyrnudeildum Evrópu. Stöð 2 Sport hefur lagt mikla áherslu á að vera leiðandi aðili í íþróttaútsendingum á Íslandi og útsendingar frá Meistaradeildinni, Evrópudeildinni og Sambandsdeildinni hafa skipað þar meginhlutverk,“ segir Herdís Dröfn Fjeldsted, forstjóri Sýnar hf. „Stöð 2 og tengdir miðlar hafa boðið upp á hágæðaefni um langt skeið og samningar um úrvalsíþróttaefni, líkt og Meistaradeildina, sjá til þess að áskrifendur okkar njóta þess áfram um ókomin ár.“ Boðið upp á hágæðaútsendingar Eiríkur Stefán Ásgeirsson, forstöðumaður íþróttadeildar Sýnar hf., segir einnig að nýr samningur sé gleðiefni og sem fyrr verði blásið til mikillar veislu. „Stöð 2 Sport hefur átt afar gott samband við UEFA til fjölda ára og hlökkum við til áframhaldandi samstarfs. Stöð 2 Sport mun eftir sem áður kappkosta við að bjóða upp á hágæðaútsendingar, bæði frá leikjum og umfjöllunarþáttum í öllum þremur keppnum. Umgjörðin í dagskrárgerð Meistaradeildar Evrópu hefur stækkað með hverju árinu og mun gera áfram. Kappkostað verður að bjóða áskrifendum Stöðvar 2 Sports upp á besta íþróttaefni sem völ er á, bæði af innlendum og erlendum vettvangi, og skipar þar Meistaradeild Evrópu veigamikinn sess.“ Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Evrópudeild UEFA Sambandsdeild Evrópu Mest lesið Þórir fær ekki keppnisleyfi fyrir tvo af leikmönnum sínum á EM Handbolti Ákall á forsíðu stórblaðsins: Bjargið leikmanninum Fótbolti Kærður fyrir ofbeldi gegn syni sínum Sport Heimaleikur Íslands fer fram á Spáni Fótbolti Jenas missir annað starf Fótbolti Segja Íslendinginn tilbúinn í það að verða næsta stjarna Bandaríkjamanna Fótbolti Amorim djúpt snortinn: „Mun ekki gleyma þessu“ Fótbolti Leicester-menn skammaðir fyrir jólapartíið Enski boltinn Hnefahögg liðsfélaga gæti tekið frá honum HM Handbolti Í beinni: Holland - Ísland | Fyrsti leikur stelpnanna á EM Handbolti Fleiri fréttir Sterkt lið Íslands gegn Kanada í kvöld Jenas missir annað starf Leicester-menn skammaðir fyrir jólapartíið Heimaleikur Íslands fer fram á Spáni Keflvíkingar keyptu leikmann frá Njarðvík Ákall á forsíðu stórblaðsins: Bjargið leikmanninum Segja Íslendinginn tilbúinn í það að verða næsta stjarna Bandaríkjamanna Amorim djúpt snortinn: „Mun ekki gleyma þessu“ Erfitt kvöld hjá Íslendingunum Hummels kom Rómverjum til bjargar Højlund með tvö mörk í fyrsta sigri Amorims „Taktískt flott frammistaða í erfiðum leik“ „Fannst hann fara í gegnum lappirnar á mér“ „Fagmannleg og heilsteypt frammistaða hjá okkur“ Sverrir og félagar lokuðu vörninni og Panathinaikos vann loksins Nkunku áfram sjóðheitur og Chelsea með fullt hús stiga Uppgjörið: Noah - Víkingur 0-0 | Víkingur sótti sterkt stig til Jerevan Ísland áfram neðst Norðurlanda og næsti mótherji í 99. sæti Kostað Manchester United marga milljarða að skipt um stjóra Hundrað milljónir og leiktíð lengri en ár í húfi hjá Víkingum Mbappé fékk tvo í einkunn Hafa unnið alla heimaleiki sína í Evrópu og taka á móti Víkingum í kvöld Sjáðu fáránlegt sjálfsmark Celtic og endurkomur PSV og Benfica Ráða njósnara á Íslandi Sjáðu mörkin þegar Liverpool vann Evrópumeistara Real Madrid Réttarhöldin yfir Manchester City klárast fyrir jól Landsliðskonurnar okkar hrifnar af IceGuys Van Nistelrooy mættur aftur í ensku úrvalsdeildina Fann ástina í örmum skilnaðarlögfræðingsins „Sem betur fer fór ég enn á ný í rétt horn“ Sjá meira
Samningurinn tekur gildi fyrir keppnistímabilið sem hefst í lok sumars 2024 og gildir það til loka keppnistímabilsins vorið 2027. Samningurinn er um helming allra leikja í ofangreindum keppnum, líkt og síðastliðin þrjú ár. Viaplay hefur verið með sýningarréttinn á hinum helming leikjanna og verður sama fyrirkomulag áfram næstu þrjú keppnistímabilin. Stærstu viðburðir Viaplay, þar á meðal leikir í Meistaradeild Evrópu, verða áfram sýndir á Vodafone Sport sem er í eigu Sýnar hf. Meistaradeild Evrópu hefur verið kjölfesta í dagskrárgerð Stöðvar 2 Sports í þau tæp 30 ár sem stöðin hefur verið starfrækt og verður áfram næstu þrjú árin hið minnsta. Stöð 2 Sport hefur verið leiðandi í íslensku íþróttasjónvarpi á þeim tíma en meðal þess efnis sem er á stöðinni er Meistaradeild Evrópu, Evrópudeildin, Sambandsdeildin, Besta deild karla og kvenna, Subway deildir karla og kvenna, Lengjubikar karla og kvenna, FA Cup, Serie A, NBA, NFL, ACB, Masters, The Open, PGA Championship og LPGA. Úrslitaleikur Meistaradeildarinnar fer fram á laugardag.vísir/getty Meistaradeild Evrópu er sterkasta deildarkeppni heims í fótbolta og tekur breytingum í upphafi næsta keppnistímabils. Liðum verður fjölgað í 36 og keppt samkvæmt nýju deildarfyrirkomulagi. Sterkustu lið Evrópu munu nú mætast fyrr á tímabilinu en áður var mögulegt auk þess sem að bæði leikjum og leikvikum fjölgar. Nýtt fyrirkomulag tryggir einnig mikla spennu á öllum stigum keppninnar, frá fyrsta leikdegi að hausti til úrslitaleiksins að vori. Mikið ánægjuefni „Það er okkur mikið ánægjuefni að hafa náð samningum við Knattspyrnusamband Evrópu, UEFA, um áframhaldandi sýningarrétt frá bestu knattspyrnudeildum Evrópu. Stöð 2 Sport hefur lagt mikla áherslu á að vera leiðandi aðili í íþróttaútsendingum á Íslandi og útsendingar frá Meistaradeildinni, Evrópudeildinni og Sambandsdeildinni hafa skipað þar meginhlutverk,“ segir Herdís Dröfn Fjeldsted, forstjóri Sýnar hf. „Stöð 2 og tengdir miðlar hafa boðið upp á hágæðaefni um langt skeið og samningar um úrvalsíþróttaefni, líkt og Meistaradeildina, sjá til þess að áskrifendur okkar njóta þess áfram um ókomin ár.“ Boðið upp á hágæðaútsendingar Eiríkur Stefán Ásgeirsson, forstöðumaður íþróttadeildar Sýnar hf., segir einnig að nýr samningur sé gleðiefni og sem fyrr verði blásið til mikillar veislu. „Stöð 2 Sport hefur átt afar gott samband við UEFA til fjölda ára og hlökkum við til áframhaldandi samstarfs. Stöð 2 Sport mun eftir sem áður kappkosta við að bjóða upp á hágæðaútsendingar, bæði frá leikjum og umfjöllunarþáttum í öllum þremur keppnum. Umgjörðin í dagskrárgerð Meistaradeildar Evrópu hefur stækkað með hverju árinu og mun gera áfram. Kappkostað verður að bjóða áskrifendum Stöðvar 2 Sports upp á besta íþróttaefni sem völ er á, bæði af innlendum og erlendum vettvangi, og skipar þar Meistaradeild Evrópu veigamikinn sess.“
Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Evrópudeild UEFA Sambandsdeild Evrópu Mest lesið Þórir fær ekki keppnisleyfi fyrir tvo af leikmönnum sínum á EM Handbolti Ákall á forsíðu stórblaðsins: Bjargið leikmanninum Fótbolti Kærður fyrir ofbeldi gegn syni sínum Sport Heimaleikur Íslands fer fram á Spáni Fótbolti Jenas missir annað starf Fótbolti Segja Íslendinginn tilbúinn í það að verða næsta stjarna Bandaríkjamanna Fótbolti Amorim djúpt snortinn: „Mun ekki gleyma þessu“ Fótbolti Leicester-menn skammaðir fyrir jólapartíið Enski boltinn Hnefahögg liðsfélaga gæti tekið frá honum HM Handbolti Í beinni: Holland - Ísland | Fyrsti leikur stelpnanna á EM Handbolti Fleiri fréttir Sterkt lið Íslands gegn Kanada í kvöld Jenas missir annað starf Leicester-menn skammaðir fyrir jólapartíið Heimaleikur Íslands fer fram á Spáni Keflvíkingar keyptu leikmann frá Njarðvík Ákall á forsíðu stórblaðsins: Bjargið leikmanninum Segja Íslendinginn tilbúinn í það að verða næsta stjarna Bandaríkjamanna Amorim djúpt snortinn: „Mun ekki gleyma þessu“ Erfitt kvöld hjá Íslendingunum Hummels kom Rómverjum til bjargar Højlund með tvö mörk í fyrsta sigri Amorims „Taktískt flott frammistaða í erfiðum leik“ „Fannst hann fara í gegnum lappirnar á mér“ „Fagmannleg og heilsteypt frammistaða hjá okkur“ Sverrir og félagar lokuðu vörninni og Panathinaikos vann loksins Nkunku áfram sjóðheitur og Chelsea með fullt hús stiga Uppgjörið: Noah - Víkingur 0-0 | Víkingur sótti sterkt stig til Jerevan Ísland áfram neðst Norðurlanda og næsti mótherji í 99. sæti Kostað Manchester United marga milljarða að skipt um stjóra Hundrað milljónir og leiktíð lengri en ár í húfi hjá Víkingum Mbappé fékk tvo í einkunn Hafa unnið alla heimaleiki sína í Evrópu og taka á móti Víkingum í kvöld Sjáðu fáránlegt sjálfsmark Celtic og endurkomur PSV og Benfica Ráða njósnara á Íslandi Sjáðu mörkin þegar Liverpool vann Evrópumeistara Real Madrid Réttarhöldin yfir Manchester City klárast fyrir jól Landsliðskonurnar okkar hrifnar af IceGuys Van Nistelrooy mættur aftur í ensku úrvalsdeildina Fann ástina í örmum skilnaðarlögfræðingsins „Sem betur fer fór ég enn á ný í rétt horn“ Sjá meira