Um afrekskonuna Katrínu Tómas Ísleifsson skrifar 31. maí 2024 18:01 Steinunn Jóhannesdóttir skrifar stuttan pistil um afrek Katrínar Jakobsdóttur. Steinunn var í eina tíð leikkona og hún byrjar á að setja upp Pótemkíntjöld/skrauttjöld til að villa um fyrir áhorfendum. Hvers konar stúlkur séu kvenhetjur: „Hún er afrekskona á sínu sviði og sambærileg við þær konur sem lengst hafa náð í íþróttum, listum, félags- viðskipta- og menningarlífi.“ Það eru dekurstelpur tuttugustu aldar, sem fengu að fara í menntó, háskólann og höfðu efni á að nota tíma sinn til að stunda íþróttir. Ekki stelpur eins og Bjarnheiður Leósdóttir á Skaganum - móðir Steinunnar, sem vann hörðum höndum verkamannavinnu. Katrín Jakobsdóttir hefur sennilega aldrei unnið ærlegt handtak erfiðiskonu. Það er ekki Katrínu að þakka að hún var krúttleg klár stelpa, það fékk hún í vöggugjöf. Augljóst er að hún var næm og stundaði sitt nám. Foreldrar hennar og íslenskt þjóðfélag gerðu henni það kleift. Ég hef hvergi séð þess merki að Katrín sé einlæg á framabrautinni, en hún er einbeitt í að grípa vegtyllur. Á 14 ára ráðherradómi Katrínar tók Stjórnarráðið ýmsar ákvarðanir. Til þess eru ráðherrar settir þar yfir. Steinunn skrifar eins og engar ákvarðanir hefðu verið teknar í menntamálaráðuneytinu og forsætisráðuneytinu ef afrekskonan Katrín hefði ekki verið þar. Nærtækt í tíma eru varnargarðar til að verja Grindavík. Steinunn er ekki svo heimsk að halda að engir garðar hefðu verið reistir ef Katrín hefði ekki verið í forsætisráðuneytinu, en Steinunn eru nógu óheiðarleg til að gera sitt besta til að slá ryki í augu kjósenda. Það er ekki boðlegur málflutningur að halda því fram að Íslendingar séu höfuðlaus her, sem hefðu hvorki haft hugsun eða döngun til að reisa varnargarða ef forystu afrekskonunnar hefði ekki notið við. Í málflutningi Steinunnar er tvennt rétt: Enginn getur tekið ákvörðun, sem allir eru ánægðir með. Forsæti í samstjórn þriggja flokka er vandasamt verkefni. Hér fordæmi ég Katrínu fyrir að leiða sinn þingflokk út í þá ófæru að brjóta Stjórnarskrána þ. 2. september 2019 og skerða með því fullveldi þjóðarinnar. Ég ætla að láta öðrum eftir að lofa verkstjórn Katrínar eða að gagnrýna hana, hvort heldur fyrir að vera of leiðitöm eða of einbeitt, í samstarfi við hina stjórnarflokkana. Allar aðrar upptalningar Steinunnar á einstökum afrekum Katrínar eru markleysa, sem dæma sig sjálfar. Göngum á röðina, í upptalningu Steinunnar: Eftir Hrunið árið 2008 ákvað íslenska ríkið og Reykjavíkurborg að halda áfram að byggja Hörpuna. Árið 2010 voru sett ný hjúskaparlög, eins lög fyrir alla landsmenn. Hvers konar, ýmis mannréttindamál. Að Katrín sé glæsilegur fulltrúi Íslands erlendis – að útlendingar falli í stafi. Væri Harpan enn draugabygging, gömlu hjúskaparlögin í gildi og ekkert nýtt í mannréttindamálum, án Katrínar? Og Steinunn heldur áfram með velluna um Katrínu á fundum með höfðingjum erlendis: „Á því stóra sviði hefur hún glansað. Þar skín af henni látleysi og sjálfstraust í senn, heillandi viðmót og hæfileikinn til að eiga í samskiptum við háa sem lága á jafnréttisgrundvelli.“ Margir Íslendingar kunna aðra sögu af Katrínu og hvers vegna nefnir Steinunn ekki fífldirfsku Katrínar í eftirfarandi málum? Katrín vildi setja lög um „hatursorðræðu“. Í því felst að fólk sem er henni ekki sammála skuli sektað og skyldað í endurhæfingu, samanber: https://www.ogmundur.is/is/frjalsir-pennar/til-varnar-tjaningarfrelsinu-ad-stimpla-rangar-skodanir-sem-hatur Katrín sagði í þingsal Alþingis að hún hugleiddi að lögleiða dráp á fullburða börnum í móðurkviði. Katrín tók þátt í að banna kristni fræðslu í grunnskólum landsins. Ég hef illan grun um að Katrín hafi ekki þá hugsjón að verja frelsi og hamingju Íslendinga. Höfundur fyrrum framhaldsskólakennari í raungreinum og stærðfræði, félagi í Vinstri-grænum Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Forsetakosningar 2024 Forsetakosningar 2024 Mest lesið Tryggjum Svandísi á þing Hópur stuðningsfólks Svandísar Svavarsdóttur Skoðun Skilur Kristrún ekki, að stærð kökunnar er mál nr. 1? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun Hvar ertu Auddi Blö: Opið bréf til Bjarna Ben frá sérfræðingi Ásta Kristín Pjetursdóttir Skoðun Ekki láta Sjálfstæðisflokkinn ljúga að þér Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Flokkur í felulitum Björn Gíslason Skoðun Greinin sem þú verður að lesa áður en þú ferð á kjörstað Bessí Þóra Jónsdóttir Skoðun Nýtt húsnæðislánakerfi að danskri fyrirmynd? Jónas Már Torfason Skoðun Braggablús Ölmu Eyþór Kristleifsson Skoðun Er einhver að hlusta? Hópur 143 Seyðfirðinga Skoðun Skoðun Skoðun Kosningalimran 2024 Arnar Ingi Ingason,Freyr Snorrason skrifar Skoðun Viðreisn ætlar að forgangsraða – nýta skattfé miklu betur Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Sigrar vinnast – spár bregðast Þorvaldur Örn Árnason skrifar Skoðun Af hverju Viðreisn? Eva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pólitískar ofsóknir í aðdraganda Alþingiskosninga Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Talk about timing – degi fyrir kjördag Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Hjarta og sál Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun ESB andstæðingar blekkja Íslendinga Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn: Fyrir budduna þína og framtíðina Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson skrifar Skoðun Að mynda ríkisstjórn - skipulagt val til vinstri Hlynur Már Ragnheiðarson skrifar Skoðun Viðreisn: öfgalaus nálgun fyrir öfgalaust samfélag Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Kleppur er víða Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir skrifar Skoðun Að geta lesið sér mennsku til gagns Diljá Ámundadóttir Zoëga skrifar Skoðun Börðust afar okkar til einskis í Þorskastríðinu? Hugleiðing um ESB Haukur Ingi S. Jónsson skrifar Skoðun Á ferð um Norðvesturkjördæmi Arna Lára Jónsdóttir,Hannes Sigurbjörn Jónsson,Jóhanna Ösp Einarsdóttir,Magnús Eðvaldsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um íslenska fjölmiðla Óli Valur Pétursson skrifar Skoðun Lögfestum félagsmiðstöðvar Guðmundur Ari Sigurjónsson,Friðmey Jónsdóttir skrifar Skoðun Flokkar sem vara við sjálfum sér Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hver bjó til ehf-gat? Sigríður Á. Andersen skrifar Skoðun Lausnir eða kyrrstaða í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Aðventan – njóta eða þjóta? Hrund Þrándardóttir skrifar Skoðun Við kjósum blokkir Kjartan Valgarðsson skrifar Skoðun Er einhver að hlusta? Hópur 143 Seyðfirðinga skrifar Skoðun Tryggjum öruggt ævikvöld Brynjar Níelsson skrifar Skoðun Hverjir verja almannahagsmuni? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Stúlka frá Gaza sem að missti allt Asil Jihad Al-Masri skrifar Skoðun Kjósum með mannréttindum á laugardaginn Bjarndís Helga Tómasdóttir,Kári Garðarsson skrifar Skoðun Greinin sem þú verður að lesa áður en þú ferð á kjörstað Bessí Þóra Jónsdóttir skrifar Skoðun Pólitík í pípum sem leka Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Sjá meira
Steinunn Jóhannesdóttir skrifar stuttan pistil um afrek Katrínar Jakobsdóttur. Steinunn var í eina tíð leikkona og hún byrjar á að setja upp Pótemkíntjöld/skrauttjöld til að villa um fyrir áhorfendum. Hvers konar stúlkur séu kvenhetjur: „Hún er afrekskona á sínu sviði og sambærileg við þær konur sem lengst hafa náð í íþróttum, listum, félags- viðskipta- og menningarlífi.“ Það eru dekurstelpur tuttugustu aldar, sem fengu að fara í menntó, háskólann og höfðu efni á að nota tíma sinn til að stunda íþróttir. Ekki stelpur eins og Bjarnheiður Leósdóttir á Skaganum - móðir Steinunnar, sem vann hörðum höndum verkamannavinnu. Katrín Jakobsdóttir hefur sennilega aldrei unnið ærlegt handtak erfiðiskonu. Það er ekki Katrínu að þakka að hún var krúttleg klár stelpa, það fékk hún í vöggugjöf. Augljóst er að hún var næm og stundaði sitt nám. Foreldrar hennar og íslenskt þjóðfélag gerðu henni það kleift. Ég hef hvergi séð þess merki að Katrín sé einlæg á framabrautinni, en hún er einbeitt í að grípa vegtyllur. Á 14 ára ráðherradómi Katrínar tók Stjórnarráðið ýmsar ákvarðanir. Til þess eru ráðherrar settir þar yfir. Steinunn skrifar eins og engar ákvarðanir hefðu verið teknar í menntamálaráðuneytinu og forsætisráðuneytinu ef afrekskonan Katrín hefði ekki verið þar. Nærtækt í tíma eru varnargarðar til að verja Grindavík. Steinunn er ekki svo heimsk að halda að engir garðar hefðu verið reistir ef Katrín hefði ekki verið í forsætisráðuneytinu, en Steinunn eru nógu óheiðarleg til að gera sitt besta til að slá ryki í augu kjósenda. Það er ekki boðlegur málflutningur að halda því fram að Íslendingar séu höfuðlaus her, sem hefðu hvorki haft hugsun eða döngun til að reisa varnargarða ef forystu afrekskonunnar hefði ekki notið við. Í málflutningi Steinunnar er tvennt rétt: Enginn getur tekið ákvörðun, sem allir eru ánægðir með. Forsæti í samstjórn þriggja flokka er vandasamt verkefni. Hér fordæmi ég Katrínu fyrir að leiða sinn þingflokk út í þá ófæru að brjóta Stjórnarskrána þ. 2. september 2019 og skerða með því fullveldi þjóðarinnar. Ég ætla að láta öðrum eftir að lofa verkstjórn Katrínar eða að gagnrýna hana, hvort heldur fyrir að vera of leiðitöm eða of einbeitt, í samstarfi við hina stjórnarflokkana. Allar aðrar upptalningar Steinunnar á einstökum afrekum Katrínar eru markleysa, sem dæma sig sjálfar. Göngum á röðina, í upptalningu Steinunnar: Eftir Hrunið árið 2008 ákvað íslenska ríkið og Reykjavíkurborg að halda áfram að byggja Hörpuna. Árið 2010 voru sett ný hjúskaparlög, eins lög fyrir alla landsmenn. Hvers konar, ýmis mannréttindamál. Að Katrín sé glæsilegur fulltrúi Íslands erlendis – að útlendingar falli í stafi. Væri Harpan enn draugabygging, gömlu hjúskaparlögin í gildi og ekkert nýtt í mannréttindamálum, án Katrínar? Og Steinunn heldur áfram með velluna um Katrínu á fundum með höfðingjum erlendis: „Á því stóra sviði hefur hún glansað. Þar skín af henni látleysi og sjálfstraust í senn, heillandi viðmót og hæfileikinn til að eiga í samskiptum við háa sem lága á jafnréttisgrundvelli.“ Margir Íslendingar kunna aðra sögu af Katrínu og hvers vegna nefnir Steinunn ekki fífldirfsku Katrínar í eftirfarandi málum? Katrín vildi setja lög um „hatursorðræðu“. Í því felst að fólk sem er henni ekki sammála skuli sektað og skyldað í endurhæfingu, samanber: https://www.ogmundur.is/is/frjalsir-pennar/til-varnar-tjaningarfrelsinu-ad-stimpla-rangar-skodanir-sem-hatur Katrín sagði í þingsal Alþingis að hún hugleiddi að lögleiða dráp á fullburða börnum í móðurkviði. Katrín tók þátt í að banna kristni fræðslu í grunnskólum landsins. Ég hef illan grun um að Katrín hafi ekki þá hugsjón að verja frelsi og hamingju Íslendinga. Höfundur fyrrum framhaldsskólakennari í raungreinum og stærðfræði, félagi í Vinstri-grænum
Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson skrifar
Skoðun Börðust afar okkar til einskis í Þorskastríðinu? Hugleiðing um ESB Haukur Ingi S. Jónsson skrifar
Skoðun Á ferð um Norðvesturkjördæmi Arna Lára Jónsdóttir,Hannes Sigurbjörn Jónsson,Jóhanna Ösp Einarsdóttir,Magnús Eðvaldsson skrifar