Uppselt á leik Englands og Íslands á Wembley Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 6. júní 2024 07:30 Tómur Wembley er töluvert öðruvísi en uppseldur Wembley. EPA-EFE/ANDY RAIN England mætir Íslandi í síðasta vináttulandsleik sínum fyrir Evrópumót karla í knattspyrnu sem fram fer í Þýskalandi í sumar. Leikurinn fer fram á hinum fornfræga Wembley-leikvangi og er uppselt á leikinn sem verður sýndur beint á Stöð 2 Sport. England lagði Bosníu-Hersegóvínu 3-0 á dögunum en sá leikur fór fram á St. James‘ Park í Newcastle. Þar má segja að Gareth Southgate, þjálfari Englands, hafi stillt upp hálfgerðu B-liði en talið er að nær allar stjörnur liðsins verði með gegn Íslandi. Á sama tíma er talsvert um forföll í íslenska liðinu. Ásamt því að mæta Kyle Walker, Declan Rice, Jude Bellingham, Phil Foden, Bukayo Saka, Harry Kane og öllum hinum þá þurfa strákarnir okkar að glíma við troðfullan Wembley en uppselt er á leikinn sem fram fer á morgun, föstudag. Um er að ræða einn frægasta leikvang sögunnar en gríðarlegar endurbætur voru gerðar á honum fyrr á þessari öld og tekur hann nú 90 þúsund manns í sæti. Úrslitaleikur Meistaradeildar Evrópu fór nýverið fram á vellinum en þar vann Real Madríd 2-0 sigur á Borussia Dortmund. Fótbolt.net greindi frá því að alls verði 600 Íslendingar á leiknum og vonandi sitja þau öll saman svo þau geti reynt að láta í sér heyra gegn þeim 89.400 Englendingum sem verða á vellinum. Friday's pre-#EURO2024 fixture against Iceland at @wembleystadium has now sold out.Thank you for your excellent support! 👏 pic.twitter.com/7ZiqFl15LS— England (@England) June 2, 2024 England mætir Íslandi á föstudag, 7. júní, í opinni dagskrá á Stöð 2 Sport. Upphitun hefst klukkan 18.15 og leikurinn hálftíma síðar kl. 18.45. Fótbolti EM 2024 í Þýskalandi Landslið karla í fótbolta Mest lesið Uppgjörið: Holland - Ísland 27-25 | Hetjuleg frammistaða gegn einu besta liði heims Handbolti Þórir fær ekki keppnisleyfi fyrir tvo af leikmönnum sínum á EM Handbolti Ákall á forsíðu stórblaðsins: Bjargið leikmanninum Fótbolti Uppgjörið: Höttur - KR 85-88 | Lipur sókn skilaði KR sigri á Hetti Körfubolti Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 109-99 | Tveir reknir úr húsi í hörkuleik Körfubolti Jenas missir annað starf Fótbolti Kærður fyrir ofbeldi gegn syni sínum Sport Elín vinsælasta stelpan á ballinu: „Get talað öll tungumálin sem ég kann“ Handbolti Uppgjörið: ÍR - Valur 84-83 | Dramatískur sigur nýliðanna Körfubolti Heimaleikur Íslands fer fram á Spáni Fótbolti Fleiri fréttir Liverpool fékk slæmar fréttir fyrir risaleikinn Fimm mínútna VAR-dómur en fyrsta útistig Southampton Þær norsku geta nánast fagnað eins og Ísland gerði Ísland nær sigri í slagnum við Kanada Sterkt lið Íslands gegn Kanada í kvöld Jenas missir annað starf Leicester-menn skammaðir fyrir jólapartíið Heimaleikur Íslands fer fram á Spáni Keflvíkingar keyptu leikmann frá Njarðvík Ákall á forsíðu stórblaðsins: Bjargið leikmanninum Segja Íslendinginn tilbúinn í það að verða næsta stjarna Bandaríkjamanna Amorim djúpt snortinn: „Mun ekki gleyma þessu“ Erfitt kvöld hjá Íslendingunum Hummels kom Rómverjum til bjargar Højlund með tvö mörk í fyrsta sigri Amorims „Taktískt flott frammistaða í erfiðum leik“ „Fannst hann fara í gegnum lappirnar á mér“ „Fagmannleg og heilsteypt frammistaða hjá okkur“ Sverrir og félagar lokuðu vörninni og Panathinaikos vann loksins Nkunku áfram sjóðheitur og Chelsea með fullt hús stiga Uppgjörið: Noah - Víkingur 0-0 | Víkingur sótti sterkt stig til Jerevan Ísland áfram neðst Norðurlanda og næsti mótherji í 99. sæti Kostað Manchester United marga milljarða að skipt um stjóra Hundrað milljónir og leiktíð lengri en ár í húfi hjá Víkingum Mbappé fékk tvo í einkunn Hafa unnið alla heimaleiki sína í Evrópu og taka á móti Víkingum í kvöld Sjáðu fáránlegt sjálfsmark Celtic og endurkomur PSV og Benfica Ráða njósnara á Íslandi Sjáðu mörkin þegar Liverpool vann Evrópumeistara Real Madrid Réttarhöldin yfir Manchester City klárast fyrir jól Sjá meira
England lagði Bosníu-Hersegóvínu 3-0 á dögunum en sá leikur fór fram á St. James‘ Park í Newcastle. Þar má segja að Gareth Southgate, þjálfari Englands, hafi stillt upp hálfgerðu B-liði en talið er að nær allar stjörnur liðsins verði með gegn Íslandi. Á sama tíma er talsvert um forföll í íslenska liðinu. Ásamt því að mæta Kyle Walker, Declan Rice, Jude Bellingham, Phil Foden, Bukayo Saka, Harry Kane og öllum hinum þá þurfa strákarnir okkar að glíma við troðfullan Wembley en uppselt er á leikinn sem fram fer á morgun, föstudag. Um er að ræða einn frægasta leikvang sögunnar en gríðarlegar endurbætur voru gerðar á honum fyrr á þessari öld og tekur hann nú 90 þúsund manns í sæti. Úrslitaleikur Meistaradeildar Evrópu fór nýverið fram á vellinum en þar vann Real Madríd 2-0 sigur á Borussia Dortmund. Fótbolt.net greindi frá því að alls verði 600 Íslendingar á leiknum og vonandi sitja þau öll saman svo þau geti reynt að láta í sér heyra gegn þeim 89.400 Englendingum sem verða á vellinum. Friday's pre-#EURO2024 fixture against Iceland at @wembleystadium has now sold out.Thank you for your excellent support! 👏 pic.twitter.com/7ZiqFl15LS— England (@England) June 2, 2024 England mætir Íslandi á föstudag, 7. júní, í opinni dagskrá á Stöð 2 Sport. Upphitun hefst klukkan 18.15 og leikurinn hálftíma síðar kl. 18.45.
Fótbolti EM 2024 í Þýskalandi Landslið karla í fótbolta Mest lesið Uppgjörið: Holland - Ísland 27-25 | Hetjuleg frammistaða gegn einu besta liði heims Handbolti Þórir fær ekki keppnisleyfi fyrir tvo af leikmönnum sínum á EM Handbolti Ákall á forsíðu stórblaðsins: Bjargið leikmanninum Fótbolti Uppgjörið: Höttur - KR 85-88 | Lipur sókn skilaði KR sigri á Hetti Körfubolti Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 109-99 | Tveir reknir úr húsi í hörkuleik Körfubolti Jenas missir annað starf Fótbolti Kærður fyrir ofbeldi gegn syni sínum Sport Elín vinsælasta stelpan á ballinu: „Get talað öll tungumálin sem ég kann“ Handbolti Uppgjörið: ÍR - Valur 84-83 | Dramatískur sigur nýliðanna Körfubolti Heimaleikur Íslands fer fram á Spáni Fótbolti Fleiri fréttir Liverpool fékk slæmar fréttir fyrir risaleikinn Fimm mínútna VAR-dómur en fyrsta útistig Southampton Þær norsku geta nánast fagnað eins og Ísland gerði Ísland nær sigri í slagnum við Kanada Sterkt lið Íslands gegn Kanada í kvöld Jenas missir annað starf Leicester-menn skammaðir fyrir jólapartíið Heimaleikur Íslands fer fram á Spáni Keflvíkingar keyptu leikmann frá Njarðvík Ákall á forsíðu stórblaðsins: Bjargið leikmanninum Segja Íslendinginn tilbúinn í það að verða næsta stjarna Bandaríkjamanna Amorim djúpt snortinn: „Mun ekki gleyma þessu“ Erfitt kvöld hjá Íslendingunum Hummels kom Rómverjum til bjargar Højlund með tvö mörk í fyrsta sigri Amorims „Taktískt flott frammistaða í erfiðum leik“ „Fannst hann fara í gegnum lappirnar á mér“ „Fagmannleg og heilsteypt frammistaða hjá okkur“ Sverrir og félagar lokuðu vörninni og Panathinaikos vann loksins Nkunku áfram sjóðheitur og Chelsea með fullt hús stiga Uppgjörið: Noah - Víkingur 0-0 | Víkingur sótti sterkt stig til Jerevan Ísland áfram neðst Norðurlanda og næsti mótherji í 99. sæti Kostað Manchester United marga milljarða að skipt um stjóra Hundrað milljónir og leiktíð lengri en ár í húfi hjá Víkingum Mbappé fékk tvo í einkunn Hafa unnið alla heimaleiki sína í Evrópu og taka á móti Víkingum í kvöld Sjáðu fáránlegt sjálfsmark Celtic og endurkomur PSV og Benfica Ráða njósnara á Íslandi Sjáðu mörkin þegar Liverpool vann Evrópumeistara Real Madrid Réttarhöldin yfir Manchester City klárast fyrir jól Sjá meira