„Verið að ráðast á lýðræðið og boðar aldrei gott“ Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 8. júní 2024 14:16 Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir, utanríkisráðherra. Vísir/Einar Maðurinn sem réðist á Mette Frederiksen, forsætisráðherra Danmerkur í miðborg Kaupmannahafnar í gær hefur verið úrskurðaður í gæsluvarðhald til 20. júní. Utanríkisráðherra Íslands segir uppákomuna alvarlega. Árás á lýðræðislega kjörna fulltrúa sé árás á lýðræðið. Maðurinn var leiddur fyrir dómara upp úr klukkan eitt í dag að staðartíma í Kaupmannahöfn, þar sem dómari úrskurðaði hann í tólf daga gæsluvarðhald. Fram kom fyrir héraðsdómi í Frederiksberg að maðurinn hafi kýlt forsætisráðherrann með krepptum hnefa í hægri upphandlegg meðþeim afleiðingum að hún missti jafnvægi. Dómari sagði ákvörðun sína byggja áþví aðætla mætti að maðurinn hafi vitað vel hver Mette Frederiksen er, og hafi vís vitandi ráðist að henni. Þá taldi dómari hættu á að maðurinn myndi flýja land, þar sem hann hafi ekki tengsl við Danmörku, en notast var við aðstoð túlks fyrir dómi, að því er fram kemur í frétt Danska ríkisútvarpsins. Meðal þeirra þjóðarleiðtoga sem sent hafa forsætisráðherranum danska kveðju er Bjarni Benediktsson forsætisráðherra Íslands, og það gerði Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir utanríkisráðherra einnig. „Þetta er auðvitað alvarlegur atburður og aðalmálið er ekki stig ofbeldisins heldur eðli ofbeldisins og ég held að það sé alveg ljóst að það er aldrei góður fyrirboði þegar það eykst árásir og ofbeldi á lýðræðislega kjörna fulltrúa af því það er í eðli sínu verið að ráðast á lýðræðið og boðar aldrei gott,“ segir Þórdís í samtali við fréttastofu. Heldur þú að öryggi ráðamanna hér á landi sé nægilega vel tryggt? „Það er auðvitað lögreglunnar að meta hverju sinni og ég veit að hún gerir það í sífellu og það fer þá eftir aðstæðum. Við höfum auðvitað notið þess að geta verið hér tiltölulega frjáls, en það er ákveðin breyting þar á. En ég vona svo sannarlega að við sjáum ekki mál hér þróast í þá áttina. En það er lögreglunnar að meta og ég treysti henni til þess,“ segir Þórdís. Danmörk Öryggis- og varnarmál Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent Kennaraverkfalli frestað Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Innlent Þessi mættu best og verst í þinginu Innlent Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Innlent Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Innlent Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Innlent Fleiri fréttir Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Svona verður kosningavaka Stöðvar 2 Næststærsta gosið hingað til Kennaraverkfalli frestað „Við setjum ekki líf og limi fólks í hættu til að flytja kjörgögn“ Tveir teknir með falin fíkniefni á leið til Ísafjarðar Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Engin kæra borist vegna upptakanna Svifryksmengun í borginni í dag og næstu daga Bein útsending: Fundur fólksins í Hörpu Óbreytt skólahald í Sunnulækjarskóla eftir helgi Ekkert D-vítamín í kæstum hákarli Fleiri gular viðvaranir á kjördag Slæm spá fjölgar þeim sem greitt hafa atkvæði Áframhaldandi gasmengun í Grindavík Margir greiða atkvæði utan kjörfundar fyrir austan Heilskimun Intuens enn til skoðunar hjá landlæknisembættinu Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Þessi mættu best og verst í þinginu Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Stefnir enn í hríðarveður á Austfjörðum á kjördag Erfiðara að manna í frístund í austurhluta borgarinnar „Talandi um að skila ekki til samfélagsins“ Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ „Er ekki hægt að hafa sér þátt fyrir hann?“ Fjölmenn lögregluaðgerð á Ísafirði Sjá meira
Maðurinn var leiddur fyrir dómara upp úr klukkan eitt í dag að staðartíma í Kaupmannahöfn, þar sem dómari úrskurðaði hann í tólf daga gæsluvarðhald. Fram kom fyrir héraðsdómi í Frederiksberg að maðurinn hafi kýlt forsætisráðherrann með krepptum hnefa í hægri upphandlegg meðþeim afleiðingum að hún missti jafnvægi. Dómari sagði ákvörðun sína byggja áþví aðætla mætti að maðurinn hafi vitað vel hver Mette Frederiksen er, og hafi vís vitandi ráðist að henni. Þá taldi dómari hættu á að maðurinn myndi flýja land, þar sem hann hafi ekki tengsl við Danmörku, en notast var við aðstoð túlks fyrir dómi, að því er fram kemur í frétt Danska ríkisútvarpsins. Meðal þeirra þjóðarleiðtoga sem sent hafa forsætisráðherranum danska kveðju er Bjarni Benediktsson forsætisráðherra Íslands, og það gerði Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir utanríkisráðherra einnig. „Þetta er auðvitað alvarlegur atburður og aðalmálið er ekki stig ofbeldisins heldur eðli ofbeldisins og ég held að það sé alveg ljóst að það er aldrei góður fyrirboði þegar það eykst árásir og ofbeldi á lýðræðislega kjörna fulltrúa af því það er í eðli sínu verið að ráðast á lýðræðið og boðar aldrei gott,“ segir Þórdís í samtali við fréttastofu. Heldur þú að öryggi ráðamanna hér á landi sé nægilega vel tryggt? „Það er auðvitað lögreglunnar að meta hverju sinni og ég veit að hún gerir það í sífellu og það fer þá eftir aðstæðum. Við höfum auðvitað notið þess að geta verið hér tiltölulega frjáls, en það er ákveðin breyting þar á. En ég vona svo sannarlega að við sjáum ekki mál hér þróast í þá áttina. En það er lögreglunnar að meta og ég treysti henni til þess,“ segir Þórdís.
Danmörk Öryggis- og varnarmál Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent Kennaraverkfalli frestað Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Innlent Þessi mættu best og verst í þinginu Innlent Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Innlent Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Innlent Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Innlent Fleiri fréttir Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Svona verður kosningavaka Stöðvar 2 Næststærsta gosið hingað til Kennaraverkfalli frestað „Við setjum ekki líf og limi fólks í hættu til að flytja kjörgögn“ Tveir teknir með falin fíkniefni á leið til Ísafjarðar Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Engin kæra borist vegna upptakanna Svifryksmengun í borginni í dag og næstu daga Bein útsending: Fundur fólksins í Hörpu Óbreytt skólahald í Sunnulækjarskóla eftir helgi Ekkert D-vítamín í kæstum hákarli Fleiri gular viðvaranir á kjördag Slæm spá fjölgar þeim sem greitt hafa atkvæði Áframhaldandi gasmengun í Grindavík Margir greiða atkvæði utan kjörfundar fyrir austan Heilskimun Intuens enn til skoðunar hjá landlæknisembættinu Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Þessi mættu best og verst í þinginu Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Stefnir enn í hríðarveður á Austfjörðum á kjördag Erfiðara að manna í frístund í austurhluta borgarinnar „Talandi um að skila ekki til samfélagsins“ Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ „Er ekki hægt að hafa sér þátt fyrir hann?“ Fjölmenn lögregluaðgerð á Ísafirði Sjá meira