Pönnukökumeistari með kaffi í pönnukökunum Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 9. júní 2024 20:04 Eygló Alexandersdóttir úr Reykjanesbæ og pönnukökumeistari landsmótsins en keppendur voru meðal annars leystir út með fullt af eggjum frá Nesbú á Vatnsleysuströnd til að geta bakað meira af pönnukökum. Magnús Hlynur Hreiðarsson Pönnukökumeistari Íslands var krýndur um helgina á landsmóti 50 plús en pönnukökur, sem meistarinn bakaði eru eftir uppskrift frá mömmu viðkomandi. Þá er leyndarmál í pönnukökunum því meistarinn notar kaffi út í þær, sem þykir mjög sérstakt. Landsmót 50 plús fór fram í Sveitarfélaginu Vogum á Suðurnesjum um helgina þar sem keppt var í fjölmörgum greinum þar sem gleðin var í fyrirrúmi. Mótið var samvinnuverkefni Ungmennafélags Íslands og Ungmennafélagsins Þróttar í Vogum. Það, sem vakti hvað mesta athygli og spennu á mótinu var pönnukökubaksturskeppni. Landsmótið tókst mjög vel og var mikil ánægja með framkvæmd þess.Magnús Hlynur Hreiðarsson Keppnin fór fram í slökkviliðsstöðinni af einhverjum ástæðum en nokkrar konur, engin karl, tók þátt og sýndu snilldartilþrif. Presturinn á staðnum, séra Arnór Bjarki Blómsterberg var einn af dómurunum en keppendur þurftu að fara eftir fyrirfram ákveðnum reglum svo allt væri löglegt og ekkert svindl í gangi. „Þetta er geggjað, svaka spenna, þetta er öðruvísi, ég er mikil pönnukökukona,” segir Oktavía Ragnarsdóttir keppandi, Oktavía Ragnarsdóttir, sem varð í öðru sæti í pönnukökukeppninni einbeitt á svip.Magnús Hlynur Hreiðarsson Og svo var komið að því að veita verðlaunin og samdómaálit dómnefndar var að Eygló Alexandersdóttir í Reykjanesbæ væri pönnukökumeistari landsmótsins og Íslands í leiðinni. Hún fékk að sjálfsögðu koss frá eiginmanninum áður en hún kom í viðtal. „Heyrðu, þetta var bara skemmtilegt já, virkilega. Það eru bara nokkur ár síðan tengdamamma mín lést og systir hennar, sem voru pönnukökumeistarar fjölskyldunnar, þá fór ég að taka þetta upp. Það eru kannski svona tíu til fimmtán ár síðan, þá fór ég að prófa mig áfram og hef svo gaman af þessu,” segir Eygló Alexandersdóttir, pönnukökumeistari með meiru. En hvað er það við pönnukökubakstur, sem þarf að hafa helst í huga? „Ég er nú með gömlu uppskriftina hennar mömmu minnar og það er kaffi í mínum pönnukökum, það er leyndarmálið. Og svo bara kannski að hafa þær svolítið þunnar. Ég er töluvert í því að baka, já og pönnukökur og margt annað, vandræði og allt,” segir Eygló skellihlæjandi. Landsmót 50 plús í Vogunum tókst mjög vel en það hófst á fimmtudaginn og lauk í dag, sunnudag. Hér er Petra Ruth Rúnarsdóttir, formaður Ungmennafélagsins Þróttar í Vogum og Marteinn Ægisson, framkvæmdastjóri félagsins, sem eru mjög sátt og sæl með mótið.Magnús Hlynur Hreiðarsson Eygló, sem notar meðal annars kaffi í pönnukökuuppskrift sinni.Magnús Hlynur Hreiðarsson Vogar Pönnukökur Mest lesið Ilmaðu eins og frambjóðendur: Snorri Másson með sama ilm og Svandís Svavars Lífið „Ég hef ekki verið svona hot síðan ég var unghommi“ Lífið „Ekki gera mér þetta“ Lífið Myndir: Svona var baksviðs á kappræðum leiðtoganna Lífið Kosningavökur flokkanna: Pílustaðir, hótel og kirkjur Lífið Minnist föður síns: „Til hamingju með daginn hvar sem þú ert“ Lífið Jón og Hafdís ástfangin í 22 ár Lífið Gellur tóku yfir Gamla bíó Lífið Hópkaup hefur sparað þjóðinni 4,5 milljarða Lífið samstarf Kláraðu allar jólagjafirnar á einu bretti Lífið samstarf Fleiri fréttir Ilmaðu eins og frambjóðendur: Snorri Másson með sama ilm og Svandís Svavars Kosningavökur flokkanna: Pílustaðir, hótel og kirkjur Minnist föður síns: „Til hamingju með daginn hvar sem þú ert“ Myndir: Svona var baksviðs á kappræðum leiðtoganna Jón og Hafdís ástfangin í 22 ár „Ekki gera mér þetta“ „Ég hef ekki verið svona hot síðan ég var unghommi“ Gellur tóku yfir Gamla bíó Hélt að hann væri George Clooney Kappleikar 2024: Bara tveir héldu með Donald Trump Einstakur garður í Mosfellsbænum Leggja undir sig spinningshjólin og upphífingarstangirnar á tónleikunum Sterkustu hjón landsins selja íbúðina Húðrútína Birtu Abiba Óhrædd við að fara sínar eigin leiðir Söngelskir nemendur í Menntaskólanum að Laugarvatni Inga Sæland vill komast í fjármálaráðuneytið Kappleikar: Skörp orðaskipti og skeytasendingar Svar Bents við hatursorðræðu gegn útlendingum Arnaldur tilnefndur til Íslensku bókmenntaverðlaunanna Hefndi sín með því að missa meydóminn Spurt var um fyrirbæri sem Tommi á Búllunni framkvæmdi fyrst hér á landi Kappleikar: „Ég er í alvörunni að reyna mitt besta“ Pantaði viskí og kókaín skömmu fyrir andlátið Vissu hvorki verðið á strætómiða né bjór Umbreyttist í Guðna Ágústsson og Ólaf Ragnar „Mig langar að prófa nýja villtari hluti en konan ekki“ Draumaherbergi hjá fimmtugri og fabjúlöss Kynbomba og reynsluboltar í Melodifestivalen Söfnunarþáttur UNICEF í beinni útsendingu á þremur stöðvum í einu Sjá meira
Landsmót 50 plús fór fram í Sveitarfélaginu Vogum á Suðurnesjum um helgina þar sem keppt var í fjölmörgum greinum þar sem gleðin var í fyrirrúmi. Mótið var samvinnuverkefni Ungmennafélags Íslands og Ungmennafélagsins Þróttar í Vogum. Það, sem vakti hvað mesta athygli og spennu á mótinu var pönnukökubaksturskeppni. Landsmótið tókst mjög vel og var mikil ánægja með framkvæmd þess.Magnús Hlynur Hreiðarsson Keppnin fór fram í slökkviliðsstöðinni af einhverjum ástæðum en nokkrar konur, engin karl, tók þátt og sýndu snilldartilþrif. Presturinn á staðnum, séra Arnór Bjarki Blómsterberg var einn af dómurunum en keppendur þurftu að fara eftir fyrirfram ákveðnum reglum svo allt væri löglegt og ekkert svindl í gangi. „Þetta er geggjað, svaka spenna, þetta er öðruvísi, ég er mikil pönnukökukona,” segir Oktavía Ragnarsdóttir keppandi, Oktavía Ragnarsdóttir, sem varð í öðru sæti í pönnukökukeppninni einbeitt á svip.Magnús Hlynur Hreiðarsson Og svo var komið að því að veita verðlaunin og samdómaálit dómnefndar var að Eygló Alexandersdóttir í Reykjanesbæ væri pönnukökumeistari landsmótsins og Íslands í leiðinni. Hún fékk að sjálfsögðu koss frá eiginmanninum áður en hún kom í viðtal. „Heyrðu, þetta var bara skemmtilegt já, virkilega. Það eru bara nokkur ár síðan tengdamamma mín lést og systir hennar, sem voru pönnukökumeistarar fjölskyldunnar, þá fór ég að taka þetta upp. Það eru kannski svona tíu til fimmtán ár síðan, þá fór ég að prófa mig áfram og hef svo gaman af þessu,” segir Eygló Alexandersdóttir, pönnukökumeistari með meiru. En hvað er það við pönnukökubakstur, sem þarf að hafa helst í huga? „Ég er nú með gömlu uppskriftina hennar mömmu minnar og það er kaffi í mínum pönnukökum, það er leyndarmálið. Og svo bara kannski að hafa þær svolítið þunnar. Ég er töluvert í því að baka, já og pönnukökur og margt annað, vandræði og allt,” segir Eygló skellihlæjandi. Landsmót 50 plús í Vogunum tókst mjög vel en það hófst á fimmtudaginn og lauk í dag, sunnudag. Hér er Petra Ruth Rúnarsdóttir, formaður Ungmennafélagsins Þróttar í Vogum og Marteinn Ægisson, framkvæmdastjóri félagsins, sem eru mjög sátt og sæl með mótið.Magnús Hlynur Hreiðarsson Eygló, sem notar meðal annars kaffi í pönnukökuuppskrift sinni.Magnús Hlynur Hreiðarsson
Vogar Pönnukökur Mest lesið Ilmaðu eins og frambjóðendur: Snorri Másson með sama ilm og Svandís Svavars Lífið „Ég hef ekki verið svona hot síðan ég var unghommi“ Lífið „Ekki gera mér þetta“ Lífið Myndir: Svona var baksviðs á kappræðum leiðtoganna Lífið Kosningavökur flokkanna: Pílustaðir, hótel og kirkjur Lífið Minnist föður síns: „Til hamingju með daginn hvar sem þú ert“ Lífið Jón og Hafdís ástfangin í 22 ár Lífið Gellur tóku yfir Gamla bíó Lífið Hópkaup hefur sparað þjóðinni 4,5 milljarða Lífið samstarf Kláraðu allar jólagjafirnar á einu bretti Lífið samstarf Fleiri fréttir Ilmaðu eins og frambjóðendur: Snorri Másson með sama ilm og Svandís Svavars Kosningavökur flokkanna: Pílustaðir, hótel og kirkjur Minnist föður síns: „Til hamingju með daginn hvar sem þú ert“ Myndir: Svona var baksviðs á kappræðum leiðtoganna Jón og Hafdís ástfangin í 22 ár „Ekki gera mér þetta“ „Ég hef ekki verið svona hot síðan ég var unghommi“ Gellur tóku yfir Gamla bíó Hélt að hann væri George Clooney Kappleikar 2024: Bara tveir héldu með Donald Trump Einstakur garður í Mosfellsbænum Leggja undir sig spinningshjólin og upphífingarstangirnar á tónleikunum Sterkustu hjón landsins selja íbúðina Húðrútína Birtu Abiba Óhrædd við að fara sínar eigin leiðir Söngelskir nemendur í Menntaskólanum að Laugarvatni Inga Sæland vill komast í fjármálaráðuneytið Kappleikar: Skörp orðaskipti og skeytasendingar Svar Bents við hatursorðræðu gegn útlendingum Arnaldur tilnefndur til Íslensku bókmenntaverðlaunanna Hefndi sín með því að missa meydóminn Spurt var um fyrirbæri sem Tommi á Búllunni framkvæmdi fyrst hér á landi Kappleikar: „Ég er í alvörunni að reyna mitt besta“ Pantaði viskí og kókaín skömmu fyrir andlátið Vissu hvorki verðið á strætómiða né bjór Umbreyttist í Guðna Ágústsson og Ólaf Ragnar „Mig langar að prófa nýja villtari hluti en konan ekki“ Draumaherbergi hjá fimmtugri og fabjúlöss Kynbomba og reynsluboltar í Melodifestivalen Söfnunarþáttur UNICEF í beinni útsendingu á þremur stöðvum í einu Sjá meira