Skutu viðvörunarskotum að norðurkóreskum hermönnum Kjartan Kjartansson skrifar 11. júní 2024 09:01 Norðurkóresk (í fjarska) og suðurkóresk landamærastöð við landamæri ríkjanna við Paju í Suður-Kóreu. AP/Ahn Young-joon Suðurkóreskir hermenn skutu viðvörunarskotum að norðurkóreskum hermönnum sem fóru óvart yfir landamærin á sunnudag. Norðanmennirnir hörfuðu strax en sunnanmenn segja að þeir hafi farið yfir landaærin með tæki og tól. Uppákoman átti sér stað upp úr hádegi á sunnudag, að sögn suðurkóreska hersins. Lítill hópur norðurkóreskra hermanna hafi þá farið yfir landamærin inn á suðurkóreskt yfirráðasvæði. Suðurkóreski herinn segir að norðanmennirnir hafi farið yfir landamærin fyrir mistök, að því er kemur fram í frétt breska ríkisútvarpsins BBC. „Fyrir innan er gróðurinn úr sér vaxinn og landamærastikur sjást ekki. Það eru engir slóðar og þeir óðu í gegnum lággróðurinn,“ segir suðurkóreski herinn. Aukin spenna hefur verið í samskiptum norðurs og suðurs upp á síðkastið. Kim Jong-un, einræðisherra Norður-Kóreu, sleit öllum viðræðum um friðsamlega sameiningu suðurs og norðurs og sakaði sunnanmenn um andúð á norðanmönnum í desember. Undanfarið hafa norðanmenn sent hundruð loftbelgja með rusli yfir landamærabæi í suðrinu. Stjórnvöld í Seúl hafa svarað með því að básúna áróðri og popptónlist yfir landamærin með hátölurum. Þá hafa einstaklingar sent loftbelgi með áróðri yfir landamærin. Systir Kim Jong-un hótaði því að stjórnvöld í Pjongjang gripu til frekari aðgerða linnti áróðursherferð sunnanmanna ekki í gær. Suður-Kórea Norður-Kórea Hernaður Mest lesið Kosningavaktin: Sögulegar kosningar að baki Innlent Úrslit á landsvísu: Þessi sitja á þingi næsta kjörtímabil Innlent „Ég er sá fyrsti sem hafnaði þessari ríkisstjórn“ Innlent Kanónurnar sem eru að hverfa Innlent „Afhroð vinstrisins er rosalegt“ Innlent „En þá snappar Bjarni sem ég tel vin minn“ Innlent Tárin streymdu þegar María Rut mældist inni Innlent Lokatölur í Reykjavík suður: Fyrrverandi borgarstjóri og ritstjóri á þing Innlent Lokatölur úr Reykjavík norður: Stórsigur Samfylkingarinnar Innlent Embætti og stöður sem losna eftir kosningar Innlent Fleiri fréttir Kynlífsverkafólk í Belgíu á nú rétt á fæðingarorlofi og lífeyri Ungur maður særði tvennt í skotárás á Grænlandi Hafa náð tökum á hálfri Aleppo og fjölda þorpa Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Reyna að flytja óstöðugt andefni með vörubílum Njósnarar Rússa ræddu morð eða rán á blaðamanni Yfirvöld í Laos banna sölu Tiger vodka og viskís Vilja aðkomu Kínverja að rannsókn á skemmdum sæstrengjum Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sjá meira
Uppákoman átti sér stað upp úr hádegi á sunnudag, að sögn suðurkóreska hersins. Lítill hópur norðurkóreskra hermanna hafi þá farið yfir landamærin inn á suðurkóreskt yfirráðasvæði. Suðurkóreski herinn segir að norðanmennirnir hafi farið yfir landamærin fyrir mistök, að því er kemur fram í frétt breska ríkisútvarpsins BBC. „Fyrir innan er gróðurinn úr sér vaxinn og landamærastikur sjást ekki. Það eru engir slóðar og þeir óðu í gegnum lággróðurinn,“ segir suðurkóreski herinn. Aukin spenna hefur verið í samskiptum norðurs og suðurs upp á síðkastið. Kim Jong-un, einræðisherra Norður-Kóreu, sleit öllum viðræðum um friðsamlega sameiningu suðurs og norðurs og sakaði sunnanmenn um andúð á norðanmönnum í desember. Undanfarið hafa norðanmenn sent hundruð loftbelgja með rusli yfir landamærabæi í suðrinu. Stjórnvöld í Seúl hafa svarað með því að básúna áróðri og popptónlist yfir landamærin með hátölurum. Þá hafa einstaklingar sent loftbelgi með áróðri yfir landamærin. Systir Kim Jong-un hótaði því að stjórnvöld í Pjongjang gripu til frekari aðgerða linnti áróðursherferð sunnanmanna ekki í gær.
Suður-Kórea Norður-Kórea Hernaður Mest lesið Kosningavaktin: Sögulegar kosningar að baki Innlent Úrslit á landsvísu: Þessi sitja á þingi næsta kjörtímabil Innlent „Ég er sá fyrsti sem hafnaði þessari ríkisstjórn“ Innlent Kanónurnar sem eru að hverfa Innlent „Afhroð vinstrisins er rosalegt“ Innlent „En þá snappar Bjarni sem ég tel vin minn“ Innlent Tárin streymdu þegar María Rut mældist inni Innlent Lokatölur í Reykjavík suður: Fyrrverandi borgarstjóri og ritstjóri á þing Innlent Lokatölur úr Reykjavík norður: Stórsigur Samfylkingarinnar Innlent Embætti og stöður sem losna eftir kosningar Innlent Fleiri fréttir Kynlífsverkafólk í Belgíu á nú rétt á fæðingarorlofi og lífeyri Ungur maður særði tvennt í skotárás á Grænlandi Hafa náð tökum á hálfri Aleppo og fjölda þorpa Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Reyna að flytja óstöðugt andefni með vörubílum Njósnarar Rússa ræddu morð eða rán á blaðamanni Yfirvöld í Laos banna sölu Tiger vodka og viskís Vilja aðkomu Kínverja að rannsókn á skemmdum sæstrengjum Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sjá meira