Sér ekki fyrir sér hvalveiðar í sumar Jón Þór Stefánsson skrifar 12. júní 2024 06:28 Kristján Loftsson er framkvæmdastjóri og stærsti eigandi Hvals hf. Vísir/Vilhelm Kristján Loftsson, framkvæmdastjóri og stærsti eigandi Hvals hf. segist ekki búast við því að geta veitt hval í sumar þrátt fyrir leyfi sem Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir matvælaráðherra gaf út í gær. „Ég sé ekki fyrir mér að orðið geti af hvalveiðum í sumar, enda er tíminn á milli vertíða notaður til undirbúnings veiða næsta árs. Flest fólk skilur þetta, en ekki þessir ráðherrar Vinstri grænna,“ segir Kristján í samtali við Morgunblaðið. Fréttastofa reyndi að ná í Kristján í gær en án árangurs. Í gær var tilkynnt að matvælaráðherra hefði veitt leyfi til veiða á langreyðum á þessu ári. Leyfilegt veiðimagn er 99 dýr á svæðinu Grænland/Vestur-Ísland og 29 dýr á svæðinu Austur-Ísland/Færeyjar eða samtals 128 dýr. Kristján segir að fyrir hvalveiðar þurfi að ráða vant fólk til vinnu og útvega alls kyns rekstrarvörur „Ef fyrirsjáanleikinn er ekki til staðar er þetta vonlaust.“ „Þetta leyfi er gefið út í 204 daga. Ef ráðherrann vill drepa atvinnurekstur er þetta leiðin til þess. Fyrirsjáanleikinn er enginn og að halda að það sé hægt að setja í gang svona rekstur með engum fyrirvara er með ólíkindum.“ Kristján vill meina að það hafi verið áætlun Vinstri grænna að gera hvalveiðimönnum erfitt fyrir. „Það er augljóst að þarna hefur fólk verið að leika sér, það þykist hafa legið undir einhverjum feldi og er nú allt í einu komið undan honum. Þetta er fyrirframskrifað plan hjá þessu fólki, Bjarkeyju, Katrínu Jakobsdóttur og Svandísi Svavarsdóttur,“ segir hann. „Þær hafa allar komið að málinu síðan umsóknin var send inn. Þetta hefur verið lögleg atvinnustarfsemi allan tímann, allt frá árinu 1948.“ Hvalveiðar Hvalir Sjávarútvegur Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent Kennaraverkfalli frestað Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Innlent Þessi mættu best og verst í þinginu Innlent Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Innlent Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Innlent Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Innlent Fleiri fréttir Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Svona verður kosningavaka Stöðvar 2 Næststærsta gosið hingað til Kennaraverkfalli frestað „Við setjum ekki líf og limi fólks í hættu til að flytja kjörgögn“ Tveir teknir með falin fíkniefni á leið til Ísafjarðar Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Engin kæra borist vegna upptakanna Svifryksmengun í borginni í dag og næstu daga Bein útsending: Fundur fólksins í Hörpu Óbreytt skólahald í Sunnulækjarskóla eftir helgi Ekkert D-vítamín í kæstum hákarli Fleiri gular viðvaranir á kjördag Slæm spá fjölgar þeim sem greitt hafa atkvæði Áframhaldandi gasmengun í Grindavík Margir greiða atkvæði utan kjörfundar fyrir austan Heilskimun Intuens enn til skoðunar hjá landlæknisembættinu Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Þessi mættu best og verst í þinginu Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Stefnir enn í hríðarveður á Austfjörðum á kjördag Erfiðara að manna í frístund í austurhluta borgarinnar „Talandi um að skila ekki til samfélagsins“ Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ „Er ekki hægt að hafa sér þátt fyrir hann?“ Fjölmenn lögregluaðgerð á Ísafirði Sjá meira
„Ég sé ekki fyrir mér að orðið geti af hvalveiðum í sumar, enda er tíminn á milli vertíða notaður til undirbúnings veiða næsta árs. Flest fólk skilur þetta, en ekki þessir ráðherrar Vinstri grænna,“ segir Kristján í samtali við Morgunblaðið. Fréttastofa reyndi að ná í Kristján í gær en án árangurs. Í gær var tilkynnt að matvælaráðherra hefði veitt leyfi til veiða á langreyðum á þessu ári. Leyfilegt veiðimagn er 99 dýr á svæðinu Grænland/Vestur-Ísland og 29 dýr á svæðinu Austur-Ísland/Færeyjar eða samtals 128 dýr. Kristján segir að fyrir hvalveiðar þurfi að ráða vant fólk til vinnu og útvega alls kyns rekstrarvörur „Ef fyrirsjáanleikinn er ekki til staðar er þetta vonlaust.“ „Þetta leyfi er gefið út í 204 daga. Ef ráðherrann vill drepa atvinnurekstur er þetta leiðin til þess. Fyrirsjáanleikinn er enginn og að halda að það sé hægt að setja í gang svona rekstur með engum fyrirvara er með ólíkindum.“ Kristján vill meina að það hafi verið áætlun Vinstri grænna að gera hvalveiðimönnum erfitt fyrir. „Það er augljóst að þarna hefur fólk verið að leika sér, það þykist hafa legið undir einhverjum feldi og er nú allt í einu komið undan honum. Þetta er fyrirframskrifað plan hjá þessu fólki, Bjarkeyju, Katrínu Jakobsdóttur og Svandísi Svavarsdóttur,“ segir hann. „Þær hafa allar komið að málinu síðan umsóknin var send inn. Þetta hefur verið lögleg atvinnustarfsemi allan tímann, allt frá árinu 1948.“
Hvalveiðar Hvalir Sjávarútvegur Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent Kennaraverkfalli frestað Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Innlent Þessi mættu best og verst í þinginu Innlent Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Innlent Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Innlent Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Innlent Fleiri fréttir Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Svona verður kosningavaka Stöðvar 2 Næststærsta gosið hingað til Kennaraverkfalli frestað „Við setjum ekki líf og limi fólks í hættu til að flytja kjörgögn“ Tveir teknir með falin fíkniefni á leið til Ísafjarðar Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Engin kæra borist vegna upptakanna Svifryksmengun í borginni í dag og næstu daga Bein útsending: Fundur fólksins í Hörpu Óbreytt skólahald í Sunnulækjarskóla eftir helgi Ekkert D-vítamín í kæstum hákarli Fleiri gular viðvaranir á kjördag Slæm spá fjölgar þeim sem greitt hafa atkvæði Áframhaldandi gasmengun í Grindavík Margir greiða atkvæði utan kjörfundar fyrir austan Heilskimun Intuens enn til skoðunar hjá landlæknisembættinu Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Þessi mættu best og verst í þinginu Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Stefnir enn í hríðarveður á Austfjörðum á kjördag Erfiðara að manna í frístund í austurhluta borgarinnar „Talandi um að skila ekki til samfélagsins“ Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ „Er ekki hægt að hafa sér þátt fyrir hann?“ Fjölmenn lögregluaðgerð á Ísafirði Sjá meira