Fjórar brýnar ástæður til að hætta viðskiptum við Rapyd Björn B. Björnsson skrifar 12. júní 2024 12:00 Ísraelska greiðslumiðlunarfyrirtækið Rapyd er örugglega óvinsælasta fyrirtæki á Íslandi því samkvæmt könnun vilja um 60% Íslendinga ekki skipta við þau fyrirtæki og stofnanir sem nota Rapyd. Ástæðurnar eru ummæli forstjóra fyrirtækisins um að Rapyd standi með Ísrael í stríðinu á Gaza og að mannfall óbreyttra borgara þar skipti engu svo framarlega sem herinn nái markmiðum sínum. Þessi sami maður er stjórnarformaður útibúsins á Íslandi. Við þetta bætist að Rapyd hefur sett á stofn sérstakt „war room“ til að vinna með ísraelska hernum að því að finna peningasendingar til andstæðinga Ísraels eins og Hamas samtakanna. Rapyd styður þannig ekki bara hernaðinn á Gaza - heldur tekur beinan þátt í honum. Vegna þessa viljum við mörg alls ekki eiga í neinum viðskiptum við Rapyd. Enn eru þó fjölmörg sveitarfélög, stofnanir og fyrirtæki sem ennþá skipta við fyrirtækið. Hér eru fjórar brýnar ástæður til að hætta þeim viðskiptum strax í dag: 1. Rapyd stundar viðskipti í ólöglegum landtökubyggðum Ísraels í Palestínu og við eigum alls ekki að skipta við fyrirtæki sem það gera. Utanríkisráðherra Noregs sendi nýlega viðvörun til þarlendra fyrirtækja um að eiga ekki í viðskiptum við ísraelsk fyrirtæki sem starfa á landtökubyggðum vegna þess að með því að skipta við þessi fyrirtæki stuðli þau að brotum á alþjóðalögum þar á meðal alþjóðlegum mannréttindalögum. Sams konar viðvaranir hafa Evrópusambandið og mörg einstök ríki gefið út. Þessar viðvaranir gildia líka um sveitafélög, stofnanir og fyrirtæki á Íslandi sem eiga í viðskiptum við Rapyd. Er það raunverulega vilji og ásetningur þessara aðila að stuðla að brotum á alþjóðalögum? 2. Bein þáttaka Rapyd í stríðinu á Gaza gerir fyrirtækið beinlínis samsekt í þjóðarmorðinu sem þar er verið að fremja. Alþjóðadómstóllinn í Haag sagð í byrjun árs að líklega séu Ísraelsmenn að fremja þjóðarmorð en endanlegur úrskurður dómstólsins er ekki kominn. Vilja sveitafélög, stofnanir og fyrirtæki á Íslandi virkilega eiga í viðskiptum við fyrirtæki sem tekur beinan þátt í þjóðarmorði? Þessari spurningu þurfa þau að svara. Svarið skiptir okkur öll máli, okkur sem búum í þessum sveitafélögum og eigum í viðskiptum við þessar stofnanir og fyrirtæki. Við getum sniðgengið fyrirtæki sem nota Rapyd og það gerum við nú þegar í stórum stíl (sjá hirdir.is). Við eigum efiðara með að sniðganga sveitafélög og stofnanir en við gerum hins vegar sterkari siðferðilegar kröfur til þeirra. Þau starfa á samfélagslegum grunni og eiga að virða og fylgja siðferðilegum viðmiðum. Viðskipti við fyrirtæki sem taka þátt í þjóðarmorði er ekki innan þeirra viðmiða. 3. Könnun Maskínu frá því í mars sýnir að tæplega 60% landsmanna vilja ekki skipta við fyrirtæki og stofnanir sem nota Rapyd sem færsluhirði. Reikna má með að þessi tala hafi hækkað á þeim mánuðum sem síðan hafa liðið og við höfum þurft að horfa upp á fleiri morð á konum og börnum og hungursneyðina sem þar ríkir núna. Það er eðlilegt að sveitafélög, stofnanir og fyrirtæki taki tillit til þessa einlæga vilja meirihluta landsmanna. Fögur orð um samfélagslega ábyrgð eru innantóm ef þeim fylgja engar gjörðir. 4. Á Íslandi býr núna töluvert af fólki frá Palestínu og þetta fólk er hluti af samfélagi okkar. Það er ekki verjandi að sveitafélög, stofnanir og fyrirtæki bjóði þessu fólki upp á að skipta við Rapyd sem styður með beinum hætti dráp á vinum þeirra og ættingjum. Ábyrgð þeirra sem eru í forsvari fyrir sveitarfélög, stofnanir og fyrirtæki er mikil - og undan henni verður ekki vikist. Fyrir flesta er mjög einfalt að skipta. Eitt símtal við samkeppnisaðila Rapyd er allt sem þarf. Ef reksturinn er flókinn getur þetta verið meira mál en mörg slík fyrirtæki hafa engu að síður tekið skrefið og uppskorið ánægju almennings. Nýjasta dæmið um það eru Hagar sem eiga Hagkaup og Bónus sem nýlega hættu viðskiptum við Rapyd. Hagar eiga líka Olís en þar munu skiptin taka eitthvað lengri tíma. Það er engin afsökun fyrir því að skipta ekki um færsluhirði - og ekki eftir neinu að bíða. Hættum öllum viðskiptum við Rapyd - strax í dag. Höfundur er áhugamaður um mannréttindi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Björn B. Björnsson Átök í Ísrael og Palestínu Greiðslumiðlun Mest lesið Tryggjum Svandísi á þing Hópur stuðningsfólks Svandísar Svavarsdóttur Skoðun Skilur Kristrún ekki, að stærð kökunnar er mál nr. 1? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun Hvar ertu Auddi Blö: Opið bréf til Bjarna Ben frá sérfræðingi Ásta Kristín Pjetursdóttir Skoðun Flokkur í felulitum Björn Gíslason Skoðun Ekki láta Sjálfstæðisflokkinn ljúga að þér Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Greinin sem þú verður að lesa áður en þú ferð á kjörstað Bessí Þóra Jónsdóttir Skoðun Nýtt húsnæðislánakerfi að danskri fyrirmynd? Jónas Már Torfason Skoðun Braggablús Ölmu Eyþór Kristleifsson Skoðun Höldum okkur á dagskrá Hópur fólks innan íþróttahreyfingarinnar Skoðun Skoðun Skoðun Kosningalimran 2024 Arnar Ingi Ingason,Freyr Snorrason skrifar Skoðun Viðreisn ætlar að forgangsraða – nýta skattfé miklu betur Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Sigrar vinnast – spár bregðast Þorvaldur Örn Árnason skrifar Skoðun Af hverju Viðreisn? Eva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pólitískar ofsóknir í aðdraganda Alþingiskosninga Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Talk about timing – degi fyrir kjördag Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Hjarta og sál Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun ESB andstæðingar blekkja Íslendinga Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn: Fyrir budduna þína og framtíðina Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson skrifar Skoðun Að mynda ríkisstjórn - skipulagt val til vinstri Hlynur Már Ragnheiðarson skrifar Skoðun Viðreisn: öfgalaus nálgun fyrir öfgalaust samfélag Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Kleppur er víða Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir skrifar Skoðun Að geta lesið sér mennsku til gagns Diljá Ámundadóttir Zoëga skrifar Skoðun Börðust afar okkar til einskis í Þorskastríðinu? Hugleiðing um ESB Haukur Ingi S. Jónsson skrifar Skoðun Á ferð um Norðvesturkjördæmi Arna Lára Jónsdóttir,Hannes Sigurbjörn Jónsson,Jóhanna Ösp Einarsdóttir,Magnús Eðvaldsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um íslenska fjölmiðla Óli Valur Pétursson skrifar Skoðun Lögfestum félagsmiðstöðvar Guðmundur Ari Sigurjónsson,Friðmey Jónsdóttir skrifar Skoðun Flokkar sem vara við sjálfum sér Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hver bjó til ehf-gat? Sigríður Á. Andersen skrifar Skoðun Lausnir eða kyrrstaða í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Aðventan – njóta eða þjóta? Hrund Þrándardóttir skrifar Skoðun Við kjósum blokkir Kjartan Valgarðsson skrifar Skoðun Er einhver að hlusta? Hópur 143 Seyðfirðinga skrifar Skoðun Tryggjum öruggt ævikvöld Brynjar Níelsson skrifar Skoðun Hverjir verja almannahagsmuni? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Stúlka frá Gaza sem að missti allt Asil Jihad Al-Masri skrifar Skoðun Kjósum með mannréttindum á laugardaginn Bjarndís Helga Tómasdóttir,Kári Garðarsson skrifar Skoðun Greinin sem þú verður að lesa áður en þú ferð á kjörstað Bessí Þóra Jónsdóttir skrifar Skoðun Pólitík í pípum sem leka Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Sjá meira
Ísraelska greiðslumiðlunarfyrirtækið Rapyd er örugglega óvinsælasta fyrirtæki á Íslandi því samkvæmt könnun vilja um 60% Íslendinga ekki skipta við þau fyrirtæki og stofnanir sem nota Rapyd. Ástæðurnar eru ummæli forstjóra fyrirtækisins um að Rapyd standi með Ísrael í stríðinu á Gaza og að mannfall óbreyttra borgara þar skipti engu svo framarlega sem herinn nái markmiðum sínum. Þessi sami maður er stjórnarformaður útibúsins á Íslandi. Við þetta bætist að Rapyd hefur sett á stofn sérstakt „war room“ til að vinna með ísraelska hernum að því að finna peningasendingar til andstæðinga Ísraels eins og Hamas samtakanna. Rapyd styður þannig ekki bara hernaðinn á Gaza - heldur tekur beinan þátt í honum. Vegna þessa viljum við mörg alls ekki eiga í neinum viðskiptum við Rapyd. Enn eru þó fjölmörg sveitarfélög, stofnanir og fyrirtæki sem ennþá skipta við fyrirtækið. Hér eru fjórar brýnar ástæður til að hætta þeim viðskiptum strax í dag: 1. Rapyd stundar viðskipti í ólöglegum landtökubyggðum Ísraels í Palestínu og við eigum alls ekki að skipta við fyrirtæki sem það gera. Utanríkisráðherra Noregs sendi nýlega viðvörun til þarlendra fyrirtækja um að eiga ekki í viðskiptum við ísraelsk fyrirtæki sem starfa á landtökubyggðum vegna þess að með því að skipta við þessi fyrirtæki stuðli þau að brotum á alþjóðalögum þar á meðal alþjóðlegum mannréttindalögum. Sams konar viðvaranir hafa Evrópusambandið og mörg einstök ríki gefið út. Þessar viðvaranir gildia líka um sveitafélög, stofnanir og fyrirtæki á Íslandi sem eiga í viðskiptum við Rapyd. Er það raunverulega vilji og ásetningur þessara aðila að stuðla að brotum á alþjóðalögum? 2. Bein þáttaka Rapyd í stríðinu á Gaza gerir fyrirtækið beinlínis samsekt í þjóðarmorðinu sem þar er verið að fremja. Alþjóðadómstóllinn í Haag sagð í byrjun árs að líklega séu Ísraelsmenn að fremja þjóðarmorð en endanlegur úrskurður dómstólsins er ekki kominn. Vilja sveitafélög, stofnanir og fyrirtæki á Íslandi virkilega eiga í viðskiptum við fyrirtæki sem tekur beinan þátt í þjóðarmorði? Þessari spurningu þurfa þau að svara. Svarið skiptir okkur öll máli, okkur sem búum í þessum sveitafélögum og eigum í viðskiptum við þessar stofnanir og fyrirtæki. Við getum sniðgengið fyrirtæki sem nota Rapyd og það gerum við nú þegar í stórum stíl (sjá hirdir.is). Við eigum efiðara með að sniðganga sveitafélög og stofnanir en við gerum hins vegar sterkari siðferðilegar kröfur til þeirra. Þau starfa á samfélagslegum grunni og eiga að virða og fylgja siðferðilegum viðmiðum. Viðskipti við fyrirtæki sem taka þátt í þjóðarmorði er ekki innan þeirra viðmiða. 3. Könnun Maskínu frá því í mars sýnir að tæplega 60% landsmanna vilja ekki skipta við fyrirtæki og stofnanir sem nota Rapyd sem færsluhirði. Reikna má með að þessi tala hafi hækkað á þeim mánuðum sem síðan hafa liðið og við höfum þurft að horfa upp á fleiri morð á konum og börnum og hungursneyðina sem þar ríkir núna. Það er eðlilegt að sveitafélög, stofnanir og fyrirtæki taki tillit til þessa einlæga vilja meirihluta landsmanna. Fögur orð um samfélagslega ábyrgð eru innantóm ef þeim fylgja engar gjörðir. 4. Á Íslandi býr núna töluvert af fólki frá Palestínu og þetta fólk er hluti af samfélagi okkar. Það er ekki verjandi að sveitafélög, stofnanir og fyrirtæki bjóði þessu fólki upp á að skipta við Rapyd sem styður með beinum hætti dráp á vinum þeirra og ættingjum. Ábyrgð þeirra sem eru í forsvari fyrir sveitarfélög, stofnanir og fyrirtæki er mikil - og undan henni verður ekki vikist. Fyrir flesta er mjög einfalt að skipta. Eitt símtal við samkeppnisaðila Rapyd er allt sem þarf. Ef reksturinn er flókinn getur þetta verið meira mál en mörg slík fyrirtæki hafa engu að síður tekið skrefið og uppskorið ánægju almennings. Nýjasta dæmið um það eru Hagar sem eiga Hagkaup og Bónus sem nýlega hættu viðskiptum við Rapyd. Hagar eiga líka Olís en þar munu skiptin taka eitthvað lengri tíma. Það er engin afsökun fyrir því að skipta ekki um færsluhirði - og ekki eftir neinu að bíða. Hættum öllum viðskiptum við Rapyd - strax í dag. Höfundur er áhugamaður um mannréttindi.
Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson skrifar
Skoðun Börðust afar okkar til einskis í Þorskastríðinu? Hugleiðing um ESB Haukur Ingi S. Jónsson skrifar
Skoðun Á ferð um Norðvesturkjördæmi Arna Lára Jónsdóttir,Hannes Sigurbjörn Jónsson,Jóhanna Ösp Einarsdóttir,Magnús Eðvaldsson skrifar