Málsvari minksins Lárus Karl Arnbjarnarson skrifar 14. júní 2024 12:01 Nýverið ákvað matvælaráðherra að leyfa veiðar á langreyðum til eins árs, dýraverndunarsinnum til mikillar gremju enda eru langreyðar eru taldar fallegar og skaðlausar skepnur. Þökk sé þessum eiginleikum flykkjast dýraverndunarsinnar að langreyðum og öðrum hvalategundum, ólmir í að verja þær frá vondu hvalveiðimönnunum. Því miður eru fæstar dýrategundir svo heppnar. Hugmyndir um dýravelferð virðast helst byggjast á hversu krúttlegt, tignarlegt eða saklaust dýrið sé. Auðvelt er að fá fólk til að tárast yfir myndum af illa förnum kúm í verksmiðjufjósi eða reiðast yfir myndum af skælbrosandi veiðimönnum í Afríku, standandi yfir nýfelldri bráð. Hvað þá með þær dýrategundir sem ekki teljast krúttlegar, tignarlegar eða saklausar? Til er spendýrategund hér á landi, sem mögulega væri hægt að kalla krúttlega… þegar hún er ekki með hálfdauða andarunga í kjaftinum. Hún er þó hvorki tignarleg né saklaus og er veidd með grimmilegri aðferðum en nokkurt annað villt spendýr í íslenskri náttúru. Það er minkurinn. Minkurinn er vissulega aðflutt tegund sem getur valdið umhverfi sínu skaða. Jafnframt eru þær aðferðir sem notaðar eru við minkaveiðar nauðsynlegar til að halda stofninum niðri, þó grimmlegar séu. Slík rök virðast þó almennt ekki skipta dýraverndunarsinna mái enda er alltaf ljótt þegar krúttleg, tignarleg eða sakleysisleg dýr eru drepin. Í tilfelli minksins eru dýraverndunarsinnar þó þöglir sem gröfin. Myndir af dauðum langreyðum vekja óhug og sorg, myndböndum af hundum að rífa minka á hol er mætt af kæruleysi. Minkurinn, eins óþolandi og hann er, ætti að eiga sér málsvara. Í millitíðinni munu orð Georges Orwell úr bókinni Dýrabær (1945): ,,Öll dýr eru jöfn en sum dýr eru jafnari en önnur,” eiga vel við um baráttu dýraverndunarsinna. Höfundur er stjórnmálafræðinemi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Dýr Hvalveiðar Loðdýrarækt Mest lesið Tryggjum Svandísi á þing Hópur stuðningsfólks Svandísar Svavarsdóttur Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun Skilur Kristrún ekki, að stærð kökunnar er mál nr. 1? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Hvar ertu Auddi Blö: Opið bréf til Bjarna Ben frá sérfræðingi Ásta Kristín Pjetursdóttir Skoðun Greinin sem þú verður að lesa áður en þú ferð á kjörstað Bessí Þóra Jónsdóttir Skoðun Er einhver að hlusta? Hópur 143 Seyðfirðinga Skoðun Ekki láta Sjálfstæðisflokkinn ljúga að þér Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Nýtt húsnæðislánakerfi að danskri fyrirmynd? Jónas Már Torfason Skoðun Flokkur í felulitum Björn Gíslason Skoðun Höldum okkur á dagskrá Hópur fólks innan íþróttahreyfingarinnar Skoðun Skoðun Skoðun Ísland sé frjálst meðan sól gyllir haf Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Að refsa eða treysta VG? Finnur Ricart Andrason skrifar Skoðun Innflytjendur eru blórabögglar Achola Otieno skrifar Skoðun Bað- og búningsklefar okkar kvenna Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Stórkostleg tímaskekkja Sigrún Perla Gísladóttir skrifar Skoðun Vinstri græn - þrátt fyrir þverpólitíska ríkisstjórn Aðalbjörg Ísafold Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir skrifar Skoðun Kosningalimran 2024 Arnar Ingi Ingason,Freyr Snorrason skrifar Skoðun Viðreisn ætlar að forgangsraða – nýta skattfé miklu betur Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Sigrar vinnast – spár bregðast Þorvaldur Örn Árnason skrifar Skoðun Af hverju Viðreisn? Eva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pólitískar ofsóknir í aðdraganda Alþingiskosninga Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Talk about timing – degi fyrir kjördag Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Hjarta og sál Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun ESB andstæðingar blekkja Íslendinga Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn: Fyrir budduna þína og framtíðina Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson skrifar Skoðun Að mynda ríkisstjórn - skipulagt val til vinstri Hlynur Már Ragnheiðarson skrifar Skoðun Viðreisn: öfgalaus nálgun fyrir öfgalaust samfélag Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Kleppur er víða Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir skrifar Skoðun Að geta lesið sér mennsku til gagns Diljá Ámundadóttir Zoëga skrifar Skoðun Börðust afar okkar til einskis í Þorskastríðinu? Hugleiðing um ESB Haukur Ingi S. Jónsson skrifar Skoðun Á ferð um Norðvesturkjördæmi Arna Lára Jónsdóttir,Hannes Sigurbjörn Jónsson,Jóhanna Ösp Einarsdóttir,Magnús Eðvaldsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um íslenska fjölmiðla Óli Valur Pétursson skrifar Skoðun Lögfestum félagsmiðstöðvar Guðmundur Ari Sigurjónsson,Friðmey Jónsdóttir skrifar Skoðun Flokkar sem vara við sjálfum sér Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hver bjó til ehf-gat? Sigríður Á. Andersen skrifar Skoðun Lausnir eða kyrrstaða í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Aðventan – njóta eða þjóta? Hrund Þrándardóttir skrifar Skoðun Við kjósum blokkir Kjartan Valgarðsson skrifar Sjá meira
Nýverið ákvað matvælaráðherra að leyfa veiðar á langreyðum til eins árs, dýraverndunarsinnum til mikillar gremju enda eru langreyðar eru taldar fallegar og skaðlausar skepnur. Þökk sé þessum eiginleikum flykkjast dýraverndunarsinnar að langreyðum og öðrum hvalategundum, ólmir í að verja þær frá vondu hvalveiðimönnunum. Því miður eru fæstar dýrategundir svo heppnar. Hugmyndir um dýravelferð virðast helst byggjast á hversu krúttlegt, tignarlegt eða saklaust dýrið sé. Auðvelt er að fá fólk til að tárast yfir myndum af illa förnum kúm í verksmiðjufjósi eða reiðast yfir myndum af skælbrosandi veiðimönnum í Afríku, standandi yfir nýfelldri bráð. Hvað þá með þær dýrategundir sem ekki teljast krúttlegar, tignarlegar eða saklausar? Til er spendýrategund hér á landi, sem mögulega væri hægt að kalla krúttlega… þegar hún er ekki með hálfdauða andarunga í kjaftinum. Hún er þó hvorki tignarleg né saklaus og er veidd með grimmilegri aðferðum en nokkurt annað villt spendýr í íslenskri náttúru. Það er minkurinn. Minkurinn er vissulega aðflutt tegund sem getur valdið umhverfi sínu skaða. Jafnframt eru þær aðferðir sem notaðar eru við minkaveiðar nauðsynlegar til að halda stofninum niðri, þó grimmlegar séu. Slík rök virðast þó almennt ekki skipta dýraverndunarsinna mái enda er alltaf ljótt þegar krúttleg, tignarleg eða sakleysisleg dýr eru drepin. Í tilfelli minksins eru dýraverndunarsinnar þó þöglir sem gröfin. Myndir af dauðum langreyðum vekja óhug og sorg, myndböndum af hundum að rífa minka á hol er mætt af kæruleysi. Minkurinn, eins óþolandi og hann er, ætti að eiga sér málsvara. Í millitíðinni munu orð Georges Orwell úr bókinni Dýrabær (1945): ,,Öll dýr eru jöfn en sum dýr eru jafnari en önnur,” eiga vel við um baráttu dýraverndunarsinna. Höfundur er stjórnmálafræðinemi.
Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson skrifar
Skoðun Börðust afar okkar til einskis í Þorskastríðinu? Hugleiðing um ESB Haukur Ingi S. Jónsson skrifar
Skoðun Á ferð um Norðvesturkjördæmi Arna Lára Jónsdóttir,Hannes Sigurbjörn Jónsson,Jóhanna Ösp Einarsdóttir,Magnús Eðvaldsson skrifar