Birgir Þórarinsson er enn að Hjálmtýr Heiðdal skrifar 15. júní 2024 10:31 Morgunblaðið birti þ. 6.6. s.l. viðtal við Birgi Þórarinsson þingmann með fyrirsögninni: „Gyðingar á Íslandi óttaslegnir“. Birgir hefur helst unnið það sér til frægðar að halda á lofti sögum um atburði 7. október 2023 þar sem hann kryddar frásögn sína með lýsingum á hryllilegum atburðum um „börn í bakarofnum“ og sögum um „höfuðlaus barnalík“. Þessar sögurhafa verið afsannaðar í ísraelskum fjölmiðlum og víðar. Sögur Birgis ofl. hafa þann eina tilgang að auka hatur gegn Palestínumönnum og réttlæta morðherferð Ísraelshers á Gaza og á Vesturbakkanum. Í viðtalinu í Morgunblaðinu nefnir Birgir engin dæmi til að skýra mál sitt um ótta gyðinga á Íslandi og enginn af þeim „óttaslegnu“ er reiðubúinn til að segja frá atvikum sem valda ótta þeirra. Það sem virðist helst vekja ótta þeirra um 400 gyðinga sem hér búa er umfjöllun fjölmiðla. Segja þeir (eða Birgir) „rödd Ísraels varðandi stríðið ekki heyrast í íslenskum fjölmiðlum“ og „rangar fullyrðingar endurómaðar frá Hamas-hryðjuverksamatökunum“. Ekki tilfærir Birgir eða hinir óttaslegnu nein dæmi um þetta „raddleysi Ísraels“ eða „rangar fullyrðinga frá Hamas.“ Venjulegur íslenskur fréttaneytandi hefur ekki liðið fyrir skort á herskáum yfirlýsingum frá Netanyahu forsætisráðherra Ísraels og tilkynningum um að nú skuli „gjöreyða Hamas“. Ef Netanyahu og ráðherrar hans eru ekki „rödd Ísraels“ hver er það þá? Varðandi „rangar fullyrðingar frá Hamas“ þá eru það helst tölur um fjölda Gazabúa sem Ísraelsher hefur drepið sem dregnar eru í efa af fréttaveitum bæði hér heima og erlendis. Breska læknaritið Lancet hefur birt rannsóknir sem sýna að tölur frá Hamas standast skoðun. Norski læknirinn Mads Gilbert, sem hefur starfað á Gaza í fjölda ára, heimsótti Ísland fyrir skömmu og útskýrði þau nákvæmu vinnubrögð sem eru að baki tölunum frá heilbrigðisyfirvöldum á Gaza. Undirliggjandi tón í málflutningi Birgis og fylgjenda Ísraels er meint gyðingahatur þeirra sem gagnrýna Ísrael vegna hernáms og landrán í Palestínu. Það er algengt svar þeirra sem styðja síonismann og Ísrael að gagnrýnisraddir séu litaðar af gyðingahatri. Stuðningsaðilar Ísraels hafa myndað samtökin IHRA* til að skilgreina gyðingahatur og nota þessar skilgreiningar til þess að freista þess að segja alla gagnrýni á framferði Ísraels sem gyðingahatur og þar með kæfa þær. 35 ríki í Evrópu, Ameríku auk Ástralíu hafa samþykkt þessar skilgreiningar IHRA sem viðmið í umfjöllun um gagnrýni á Ísrael og síonismann. Meðal þessara ríkja eru öll Norðurlöndin nema Ísland. En þessi tilraun til að kæfa gagnrýni fellur á eigin bragði. Með því að stöðugt segja gagnrýnina á Ísrael og síonismann vera gyðingahatur þá hafa fylgjendur IHRA-reglanna brotið sjálfir gegn eigin skilgreiningum og í raun ástundað gyðingahatur skv. eigin afstöðu. Það gerist þannig að ein af meginreglum IHRA er að það sé gyðingahatur að „ segja gyðinga bera sameiginlega ábyrgð á gjörðum Ísraelsríkis.“ (e. Holding Jews collectively responsible for actions of the state of Israel.). Það að segja gagnrýnendur Ísraels vera gyðingahatara, en ekki and-síonista, tengja Ísraelsvinir gyðinga við hernað og glæpi Ísraels. Flestir gagnrýnendur eru að gagnrýna ríkið og stefnu þess - en ekki gyðinga. Það eru „Ísraelsvinirnir“ sem gera tenginguna og brjóta þar með eigin reglur og gerast gyðingahatarar. Önnur regla IHRA um birtingu gyðingahaturs hljóðar svo: „Að beita tvöföldu siðferði með því að krefja Ísrael um hegðun sem ekki er ætlast til eða krafist af nokkurri annarri lýðræðisþjóð.“(e. Applying double standards by requiring of it a behavior not expected or demanded of any other democratic nation.) Kröfur gagnrýnenda gagnvart Ísrael eru auðvitað þær að ríkið hætti hernámi, landráni og beitingu ofbeldis. Hvaða lýðræðissinni gerir ekki þessar sömu kröfur til allra landa? En það ástunda ekki öll lönd landrán og hernám, en gerðu þau slíkt þá kæmi hávær kór og krefðist þess að ríki láta af slíku hátterni - að sjálfsögðu. Það er því ekki tvöfalt siðferði að krefjast þess að Ísrael hætti árásum á Palestínumenn. Þvert á móti - það er alvöru siðferði. *International Holocaust Remeberance Alliance Höfundur er formaður Félagsins Ísland - Palestína og höfundur bókarinnar Íslandsstræti í Jerúsalem. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hjálmtýr Heiðdal Mest lesið Tryggjum Svandísi á þing Hópur stuðningsfólks Svandísar Svavarsdóttur Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun Skilur Kristrún ekki, að stærð kökunnar er mál nr. 1? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Hvar ertu Auddi Blö: Opið bréf til Bjarna Ben frá sérfræðingi Ásta Kristín Pjetursdóttir Skoðun Greinin sem þú verður að lesa áður en þú ferð á kjörstað Bessí Þóra Jónsdóttir Skoðun Ekki láta Sjálfstæðisflokkinn ljúga að þér Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Flokkur í felulitum Björn Gíslason Skoðun Nýtt húsnæðislánakerfi að danskri fyrirmynd? Jónas Már Torfason Skoðun Höldum okkur á dagskrá Hópur fólks innan íþróttahreyfingarinnar Skoðun Er einhver að hlusta? Hópur 143 Seyðfirðinga Skoðun Skoðun Skoðun Ísland sé frjálst meðan sól gyllir haf Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Að refsa eða treysta VG? Finnur Ricart Andrason skrifar Skoðun Innflytjendur eru blórabögglar Achola Otieno skrifar Skoðun Bað- og búningsklefar okkar kvenna Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Stórkostleg tímaskekkja Sigrún Perla Gísladóttir skrifar Skoðun Vinstri græn - þrátt fyrir þverpólitíska ríkisstjórn Aðalbjörg Ísafold Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir skrifar Skoðun Kosningalimran 2024 Arnar Ingi Ingason,Freyr Snorrason skrifar Skoðun Viðreisn ætlar að forgangsraða – nýta skattfé miklu betur Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Sigrar vinnast – spár bregðast Þorvaldur Örn Árnason skrifar Skoðun Af hverju Viðreisn? Eva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pólitískar ofsóknir í aðdraganda Alþingiskosninga Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Talk about timing – degi fyrir kjördag Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Hjarta og sál Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun ESB andstæðingar blekkja Íslendinga Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn: Fyrir budduna þína og framtíðina Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson skrifar Skoðun Að mynda ríkisstjórn - skipulagt val til vinstri Hlynur Már Ragnheiðarson skrifar Skoðun Viðreisn: öfgalaus nálgun fyrir öfgalaust samfélag Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Kleppur er víða Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir skrifar Skoðun Að geta lesið sér mennsku til gagns Diljá Ámundadóttir Zoëga skrifar Skoðun Börðust afar okkar til einskis í Þorskastríðinu? Hugleiðing um ESB Haukur Ingi S. Jónsson skrifar Skoðun Á ferð um Norðvesturkjördæmi Arna Lára Jónsdóttir,Hannes Sigurbjörn Jónsson,Jóhanna Ösp Einarsdóttir,Magnús Eðvaldsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um íslenska fjölmiðla Óli Valur Pétursson skrifar Skoðun Lögfestum félagsmiðstöðvar Guðmundur Ari Sigurjónsson,Friðmey Jónsdóttir skrifar Skoðun Flokkar sem vara við sjálfum sér Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hver bjó til ehf-gat? Sigríður Á. Andersen skrifar Skoðun Lausnir eða kyrrstaða í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Aðventan – njóta eða þjóta? Hrund Þrándardóttir skrifar Skoðun Við kjósum blokkir Kjartan Valgarðsson skrifar Sjá meira
Morgunblaðið birti þ. 6.6. s.l. viðtal við Birgi Þórarinsson þingmann með fyrirsögninni: „Gyðingar á Íslandi óttaslegnir“. Birgir hefur helst unnið það sér til frægðar að halda á lofti sögum um atburði 7. október 2023 þar sem hann kryddar frásögn sína með lýsingum á hryllilegum atburðum um „börn í bakarofnum“ og sögum um „höfuðlaus barnalík“. Þessar sögurhafa verið afsannaðar í ísraelskum fjölmiðlum og víðar. Sögur Birgis ofl. hafa þann eina tilgang að auka hatur gegn Palestínumönnum og réttlæta morðherferð Ísraelshers á Gaza og á Vesturbakkanum. Í viðtalinu í Morgunblaðinu nefnir Birgir engin dæmi til að skýra mál sitt um ótta gyðinga á Íslandi og enginn af þeim „óttaslegnu“ er reiðubúinn til að segja frá atvikum sem valda ótta þeirra. Það sem virðist helst vekja ótta þeirra um 400 gyðinga sem hér búa er umfjöllun fjölmiðla. Segja þeir (eða Birgir) „rödd Ísraels varðandi stríðið ekki heyrast í íslenskum fjölmiðlum“ og „rangar fullyrðingar endurómaðar frá Hamas-hryðjuverksamatökunum“. Ekki tilfærir Birgir eða hinir óttaslegnu nein dæmi um þetta „raddleysi Ísraels“ eða „rangar fullyrðinga frá Hamas.“ Venjulegur íslenskur fréttaneytandi hefur ekki liðið fyrir skort á herskáum yfirlýsingum frá Netanyahu forsætisráðherra Ísraels og tilkynningum um að nú skuli „gjöreyða Hamas“. Ef Netanyahu og ráðherrar hans eru ekki „rödd Ísraels“ hver er það þá? Varðandi „rangar fullyrðingar frá Hamas“ þá eru það helst tölur um fjölda Gazabúa sem Ísraelsher hefur drepið sem dregnar eru í efa af fréttaveitum bæði hér heima og erlendis. Breska læknaritið Lancet hefur birt rannsóknir sem sýna að tölur frá Hamas standast skoðun. Norski læknirinn Mads Gilbert, sem hefur starfað á Gaza í fjölda ára, heimsótti Ísland fyrir skömmu og útskýrði þau nákvæmu vinnubrögð sem eru að baki tölunum frá heilbrigðisyfirvöldum á Gaza. Undirliggjandi tón í málflutningi Birgis og fylgjenda Ísraels er meint gyðingahatur þeirra sem gagnrýna Ísrael vegna hernáms og landrán í Palestínu. Það er algengt svar þeirra sem styðja síonismann og Ísrael að gagnrýnisraddir séu litaðar af gyðingahatri. Stuðningsaðilar Ísraels hafa myndað samtökin IHRA* til að skilgreina gyðingahatur og nota þessar skilgreiningar til þess að freista þess að segja alla gagnrýni á framferði Ísraels sem gyðingahatur og þar með kæfa þær. 35 ríki í Evrópu, Ameríku auk Ástralíu hafa samþykkt þessar skilgreiningar IHRA sem viðmið í umfjöllun um gagnrýni á Ísrael og síonismann. Meðal þessara ríkja eru öll Norðurlöndin nema Ísland. En þessi tilraun til að kæfa gagnrýni fellur á eigin bragði. Með því að stöðugt segja gagnrýnina á Ísrael og síonismann vera gyðingahatur þá hafa fylgjendur IHRA-reglanna brotið sjálfir gegn eigin skilgreiningum og í raun ástundað gyðingahatur skv. eigin afstöðu. Það gerist þannig að ein af meginreglum IHRA er að það sé gyðingahatur að „ segja gyðinga bera sameiginlega ábyrgð á gjörðum Ísraelsríkis.“ (e. Holding Jews collectively responsible for actions of the state of Israel.). Það að segja gagnrýnendur Ísraels vera gyðingahatara, en ekki and-síonista, tengja Ísraelsvinir gyðinga við hernað og glæpi Ísraels. Flestir gagnrýnendur eru að gagnrýna ríkið og stefnu þess - en ekki gyðinga. Það eru „Ísraelsvinirnir“ sem gera tenginguna og brjóta þar með eigin reglur og gerast gyðingahatarar. Önnur regla IHRA um birtingu gyðingahaturs hljóðar svo: „Að beita tvöföldu siðferði með því að krefja Ísrael um hegðun sem ekki er ætlast til eða krafist af nokkurri annarri lýðræðisþjóð.“(e. Applying double standards by requiring of it a behavior not expected or demanded of any other democratic nation.) Kröfur gagnrýnenda gagnvart Ísrael eru auðvitað þær að ríkið hætti hernámi, landráni og beitingu ofbeldis. Hvaða lýðræðissinni gerir ekki þessar sömu kröfur til allra landa? En það ástunda ekki öll lönd landrán og hernám, en gerðu þau slíkt þá kæmi hávær kór og krefðist þess að ríki láta af slíku hátterni - að sjálfsögðu. Það er því ekki tvöfalt siðferði að krefjast þess að Ísrael hætti árásum á Palestínumenn. Þvert á móti - það er alvöru siðferði. *International Holocaust Remeberance Alliance Höfundur er formaður Félagsins Ísland - Palestína og höfundur bókarinnar Íslandsstræti í Jerúsalem.
Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson skrifar
Skoðun Börðust afar okkar til einskis í Þorskastríðinu? Hugleiðing um ESB Haukur Ingi S. Jónsson skrifar
Skoðun Á ferð um Norðvesturkjördæmi Arna Lára Jónsdóttir,Hannes Sigurbjörn Jónsson,Jóhanna Ösp Einarsdóttir,Magnús Eðvaldsson skrifar