Åberg með eins höggs forskot Siggeir Ævarsson skrifar 15. júní 2024 10:10 Ludvig Åberg lék á 69 höggum í gær og leiðir mótið á fimm höggum undir pari vísir/Getty Hinn sænski Ludvig Åberg leiðir US Open mótið þegar tveimur umferðum er lokið. Hann lék hring gærdagsins á 69 höggum líkt og heimamaðurinn Bryson DeChambeau en er alls á 135 höggum, höggi minna en næstu þrír kylfingar. Þetta er í fyrsta sinn sem hinn 24 ára Åberg tekur þátt í mótinu en hann veit vel að mótið er ekki auðvelt: „US Open mótið á að vera erfitt. Það á að vera snúið og það á að láta þig reyna á allar hliðar leiksins og mér líður eins og það sé að gerast. En hlutirnir hafa fallið með mér í byrjun og ég vona að ég nái að halda áfram á sömu braut.“ Mótið er líkt og svo oft áður stútfullt af stjörnum sem hafa augastað á að landa sigri og er staðan þétt á toppnum eftir fyrstu tvo hringi. Scottie Scheffler, sem er efstur á heimslistanum um þessar mundir, rétt komst í gegnum niðurskurðinn og er í 57. sæti á 145 höggum alls. Augu margra eru á Tiger Woods eins og oft áður. Hann lauk keppni í gær, spilaði á 73 höggum sem dugði honum ekki til að komast í gegnum niðurskurðinn. Ótrúlegasta högg gærdagsins átti Francesco Molinari, sem þurfti að fara holu í höggi til að komast í gegnum niðurskurðinn á sinni síðustu holu og gerði sér lítið fyrir og sökkti tæplega 180 metra höggi á par þrír holu beinustu leið ofan í. Francesco Molinari needed a hole-in-one on 18 to make the cut at the US Open. Bang. pic.twitter.com/Y2QCaFqeiI— Barstool Sports (@barstoolsports) June 14, 2024 Bein útsending frá mótinu heldur áfram í dag á Vodafone Sport og hefst útsending kl. 14:00 Golf Opna bandaríska Mest lesið Uppgjörið: Holland - Ísland 27-25 | Hetjuleg frammistaða gegn einu besta liði heims Handbolti Þórir fær ekki keppnisleyfi fyrir tvo af leikmönnum sínum á EM Handbolti Ákall á forsíðu stórblaðsins: Bjargið leikmanninum Fótbolti Uppgjörið: Höttur - KR 85-88 | Lipur sókn skilaði KR sigri á Hetti Körfubolti Kærður fyrir ofbeldi gegn syni sínum Sport Jenas missir annað starf Fótbolti Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 109-99 | Tveir reknir úr húsi í hörkuleik Körfubolti Elín vinsælasta stelpan á ballinu: „Get talað öll tungumálin sem ég kann“ Handbolti Heimaleikur Íslands fer fram á Spáni Fótbolti Leik lokið: ÍR - Valur 84-83 | Dramatískur sigur nýliðanna Körfubolti Fleiri fréttir Fór holu í höggi yfir húsið sitt Vann hæsta verðlaunafé sem golfkona hefur fengið McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira
Þetta er í fyrsta sinn sem hinn 24 ára Åberg tekur þátt í mótinu en hann veit vel að mótið er ekki auðvelt: „US Open mótið á að vera erfitt. Það á að vera snúið og það á að láta þig reyna á allar hliðar leiksins og mér líður eins og það sé að gerast. En hlutirnir hafa fallið með mér í byrjun og ég vona að ég nái að halda áfram á sömu braut.“ Mótið er líkt og svo oft áður stútfullt af stjörnum sem hafa augastað á að landa sigri og er staðan þétt á toppnum eftir fyrstu tvo hringi. Scottie Scheffler, sem er efstur á heimslistanum um þessar mundir, rétt komst í gegnum niðurskurðinn og er í 57. sæti á 145 höggum alls. Augu margra eru á Tiger Woods eins og oft áður. Hann lauk keppni í gær, spilaði á 73 höggum sem dugði honum ekki til að komast í gegnum niðurskurðinn. Ótrúlegasta högg gærdagsins átti Francesco Molinari, sem þurfti að fara holu í höggi til að komast í gegnum niðurskurðinn á sinni síðustu holu og gerði sér lítið fyrir og sökkti tæplega 180 metra höggi á par þrír holu beinustu leið ofan í. Francesco Molinari needed a hole-in-one on 18 to make the cut at the US Open. Bang. pic.twitter.com/Y2QCaFqeiI— Barstool Sports (@barstoolsports) June 14, 2024 Bein útsending frá mótinu heldur áfram í dag á Vodafone Sport og hefst útsending kl. 14:00
Golf Opna bandaríska Mest lesið Uppgjörið: Holland - Ísland 27-25 | Hetjuleg frammistaða gegn einu besta liði heims Handbolti Þórir fær ekki keppnisleyfi fyrir tvo af leikmönnum sínum á EM Handbolti Ákall á forsíðu stórblaðsins: Bjargið leikmanninum Fótbolti Uppgjörið: Höttur - KR 85-88 | Lipur sókn skilaði KR sigri á Hetti Körfubolti Kærður fyrir ofbeldi gegn syni sínum Sport Jenas missir annað starf Fótbolti Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 109-99 | Tveir reknir úr húsi í hörkuleik Körfubolti Elín vinsælasta stelpan á ballinu: „Get talað öll tungumálin sem ég kann“ Handbolti Heimaleikur Íslands fer fram á Spáni Fótbolti Leik lokið: ÍR - Valur 84-83 | Dramatískur sigur nýliðanna Körfubolti Fleiri fréttir Fór holu í höggi yfir húsið sitt Vann hæsta verðlaunafé sem golfkona hefur fengið McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira