Launaþróun æðstu embættismanna eigi að fylgja öðrum launum Lovísa Arnardóttir skrifar 19. júní 2024 22:23 Bjarni Benediktsson forsætisráðherra. Vísir/Vilhelm Forsætisráðherra, Bjarni Benediktsson, segir það forgangsmál ríkisstjórnarinnar að vinna bug á verðbólgu og skapa Seðlabankanum skilyrði til að lækka vexti. Til að það gangi eftir verði forsendur nýgerðra kjarasamninga að standast og forðast þurfi launaskrið „sem endar í höfrungahlaupi á vinnumarkaði með þekktum afleiðingum.“ Þetta segir Bjarni í Facebook-færslu í kvöld en Bjarni mælti fyrir frumvarpi um lækkun launa æðstu embættismanna á þingi í dag og gekk málið eftir það til efnahags- og viðskiptanefndar. „Þjóðkjörnir fulltrúar og æðstu embættismenn eiga að ganga á undan með góðu fordæmi. Í dag mælti ég fyrir frumvarpi um að laun þessa hóps hækki um 66.000 krónur, eða 3,5% að meðaltali yfir hópinn. Að óbreyttu hefðu launin hins vegar hækkað um 8%, eða sem nemur hækkun launavísitölu ríkisstarfsmanna á síðasta ári. Lögin byggja á launum síðasta almanaksárs og því er skynsamlegt að miða við 66.000 króna hámark almennra hækkana í stefnumarkandi kjarasamningum 2022 og 2023,“ segir Bjarni í færslu sinni á Facebook. Hann segir að laun langflestra hópa hafi hækkað mikið á síðustu ári. Það eigi sérstaklega við um lægri tekjuhópa og að það skýri að miklu leyti hækkun launavísitölunnar. „Þær hækkanir geta í mínum huga ekki orðið ástæða þess að ríkið hækki laun æðstu embættismanna og þjóðkjörinna fulltrúa með svo ríflegum hætti. Heildarhagsmunirnir eru einfaldlega of miklir til að við getum látið það gerast,“ segir Bjarni. Hann segir aðstæður nú sérstakar en að almenningur eigi ekki að þurfa að venjast því að löggjafinn grípi inn í launaþróun með þessum hætti. „Von er á tillögum frá hópi fjármála- og efnahagsráðherra um breytingar á gildandi fyrirkomulagi. Markmiðið er að launaþróun þessa hóps fylgi í auknum mæli öðrum launum með eðlilegum hætti. Það sem mestu máli skiptir nú er að ná stjórn á verðbólgunni og stuðla að því að kaupmáttur geti haldið áfram að vaxa, líkt og hann hefur gert af miklum krafti undanfarin ár. Eitt er víst, að sama hvernig kerfi við hönnum þá mun það alltaf virka betur ef hér ríkir verðstöðugleiki.“ Alþingi Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Efnahagsmál Rekstur hins opinbera Kjaraviðræður 2023-24 Kjaramál Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent Kennaraverkfalli frestað Innlent Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent Þessi mættu best og verst í þinginu Innlent Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Innlent Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Innlent Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Innlent Fleiri fréttir „Allt það sem mannlegur máttur ræður við er undir góðri stjórn“ „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Önnin kláruð með eðlilegum hætti í MR Tæplega helmingi líst vel á Samfylkingu og Viðreisn í ríkisstjórn Kennaraverkföllum frestað og áhrif veðursins á kosningar Dynjandisheiði boðin út „á allra næstu dögum“ Miklar gleðifréttir og gott að fá nemendur og starfsfólk aftur í hús Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Svona verður kosningavaka Stöðvar 2 Næststærsta gosið hingað til Kennaraverkfalli frestað „Við setjum ekki líf og limi fólks í hættu til að flytja kjörgögn“ Tveir teknir með falin fíkniefni á leið til Ísafjarðar Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Engin kæra borist vegna upptakanna Svifryksmengun í borginni í dag og næstu daga Bein útsending: Fundur fólksins í Hörpu Óbreytt skólahald í Sunnulækjarskóla eftir helgi Ekkert D-vítamín í kæstum hákarli Fleiri gular viðvaranir á kjördag Slæm spá fjölgar þeim sem greitt hafa atkvæði Áframhaldandi gasmengun í Grindavík Margir greiða atkvæði utan kjörfundar fyrir austan Heilskimun Intuens enn til skoðunar hjá landlæknisembættinu Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Þessi mættu best og verst í þinginu Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Sjá meira
Þetta segir Bjarni í Facebook-færslu í kvöld en Bjarni mælti fyrir frumvarpi um lækkun launa æðstu embættismanna á þingi í dag og gekk málið eftir það til efnahags- og viðskiptanefndar. „Þjóðkjörnir fulltrúar og æðstu embættismenn eiga að ganga á undan með góðu fordæmi. Í dag mælti ég fyrir frumvarpi um að laun þessa hóps hækki um 66.000 krónur, eða 3,5% að meðaltali yfir hópinn. Að óbreyttu hefðu launin hins vegar hækkað um 8%, eða sem nemur hækkun launavísitölu ríkisstarfsmanna á síðasta ári. Lögin byggja á launum síðasta almanaksárs og því er skynsamlegt að miða við 66.000 króna hámark almennra hækkana í stefnumarkandi kjarasamningum 2022 og 2023,“ segir Bjarni í færslu sinni á Facebook. Hann segir að laun langflestra hópa hafi hækkað mikið á síðustu ári. Það eigi sérstaklega við um lægri tekjuhópa og að það skýri að miklu leyti hækkun launavísitölunnar. „Þær hækkanir geta í mínum huga ekki orðið ástæða þess að ríkið hækki laun æðstu embættismanna og þjóðkjörinna fulltrúa með svo ríflegum hætti. Heildarhagsmunirnir eru einfaldlega of miklir til að við getum látið það gerast,“ segir Bjarni. Hann segir aðstæður nú sérstakar en að almenningur eigi ekki að þurfa að venjast því að löggjafinn grípi inn í launaþróun með þessum hætti. „Von er á tillögum frá hópi fjármála- og efnahagsráðherra um breytingar á gildandi fyrirkomulagi. Markmiðið er að launaþróun þessa hóps fylgi í auknum mæli öðrum launum með eðlilegum hætti. Það sem mestu máli skiptir nú er að ná stjórn á verðbólgunni og stuðla að því að kaupmáttur geti haldið áfram að vaxa, líkt og hann hefur gert af miklum krafti undanfarin ár. Eitt er víst, að sama hvernig kerfi við hönnum þá mun það alltaf virka betur ef hér ríkir verðstöðugleiki.“
Alþingi Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Efnahagsmál Rekstur hins opinbera Kjaraviðræður 2023-24 Kjaramál Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent Kennaraverkfalli frestað Innlent Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent Þessi mættu best og verst í þinginu Innlent Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Innlent Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Innlent Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Innlent Fleiri fréttir „Allt það sem mannlegur máttur ræður við er undir góðri stjórn“ „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Önnin kláruð með eðlilegum hætti í MR Tæplega helmingi líst vel á Samfylkingu og Viðreisn í ríkisstjórn Kennaraverkföllum frestað og áhrif veðursins á kosningar Dynjandisheiði boðin út „á allra næstu dögum“ Miklar gleðifréttir og gott að fá nemendur og starfsfólk aftur í hús Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Svona verður kosningavaka Stöðvar 2 Næststærsta gosið hingað til Kennaraverkfalli frestað „Við setjum ekki líf og limi fólks í hættu til að flytja kjörgögn“ Tveir teknir með falin fíkniefni á leið til Ísafjarðar Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Engin kæra borist vegna upptakanna Svifryksmengun í borginni í dag og næstu daga Bein útsending: Fundur fólksins í Hörpu Óbreytt skólahald í Sunnulækjarskóla eftir helgi Ekkert D-vítamín í kæstum hákarli Fleiri gular viðvaranir á kjördag Slæm spá fjölgar þeim sem greitt hafa atkvæði Áframhaldandi gasmengun í Grindavík Margir greiða atkvæði utan kjörfundar fyrir austan Heilskimun Intuens enn til skoðunar hjá landlæknisembættinu Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Þessi mættu best og verst í þinginu Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Sjá meira