Gerum það mögulegt fyrir íslenskar barnafjölskyldur að flytja heim! Dóra Sóldís Ásmundardóttir skrifar 20. júní 2024 21:45 Ég fagna umræðunni um stöðu ungra barnafjölskyldna á Íslandi í dag, enda löngu orðið ljóst að staðan er grafalvarleg. Ég og maðurinn minn eigum tvö börn, strák sem 2,5 árs og 3 mánaða stelpu. Þrátt fyrir þessa staðreynd þá byrjaði strákurinn minn í leikskóla 12 mánaða og stelpan mín fær pláss á leikskóla 15 mánaða (í seinasta lagi). Við erum einnig svo lánsöm að þurfa ekki að taka á okkur tekjumissi á meðan við erum í fæðingarorlofi. Einnig er vert að minnast á það að fæðingarorlofið mitt byrjarði á 37 viku meðgöngu og ég var því bara nokkuð tilbúin að takast á við það stóra verkefni að fæða barn og hugsa um ungbarn. Hvernig í ósköpunum má það vera? Jú, ég bý nefnilega í Noregi. Áður en ég eignaðist barn sjálf fékk ég oft að heyra að lífssýn manns breytist við það að eignast barn. Það gerðist svo sannarlega hjá mér þegar strákurinn okkar kom í heiminn í Noregi, haustið 2021. Skyndilega kom löngunin til þess að flytja aftur til Íslands og vera nær ömmum, öfum og vinum. Það væri voðaloga notalegt að geta skroppið í mat til mömmu og pappa á sunnudegi og fengið pössun eftir vinnu á þriðjudegi. Við fórum að velta fyrir okkur möguleikanum að flytja aftur heim. Atvinna? Spennandi tækifæri Húsnæði? Sársaukafullt, en myndi líklega reddast Leikskólamál? Þar stoppar reikningsdæmið einfaldlega Án dagvistunar getum við ekki bæði unnið. Við áttum ekki efni á taka langt launalaust orlof. Við áttum í rauninni ekki efni á að flytja heim til Íslands. Matur hjá mömmu og pabba á sunnudögum og ömmudekur eftir leikskóla á þriðjudögum bíður því betri tíma. Í dag, tæpum þremur árum seinna eru bæði ég og maðurinn minn búin að fá spennandi tækifæri í Noregi og göngum að því vísu að fá leikskólapláss fyrir börnin okkar. Hvort og hvenær við komum heim er enn óráðið. Því miður horfum við til Íslands og erum fegin að þurfa ekki að standa í því púsluspili sem það er að eiga ungt barn á Íslandi í dag. Við erum bara ein af þeim mörg þúsund íslensku barnafjölskyldum sem búa erlendis. Nokkrar staðreyndir - Fæðingarorlof byrjar á 37. viku meðgöngu í Noregi og konur komast því hjá því að höggva á veikindaleyfi. - Tekjuþak í fæðingarorlofi er u.þ.b 820 þúsund krónur íslenskar á mánuði í Noregi. Hinsvegar er það orðið algent að vinnuveitandi borgi mismun milli launa einstaklings fyrir fæðingarorlof og fæðingarorlofsgreiðslna. - Ef barnið er 12 mánaða og ekki á leikskóla veitir norska ríkið 7500 NOK styrk á mánuði (u.þ.b. 100 þúsund kr) til 2 ára aldurs - Skv vinnuverndarlögum í Noregi er atvinnurekandi skuldbundinn til þess að veita mæðrum með barn á brjósti leyfi í a.m.k. 1 klukkustund á dag til gefa barninu brjóst þar til barnið nær 2 ára aldri (Hjá hinu opinbera eru þetta 2 klst á dag) - Réttur til leikskólapláss í Noregi - Börn fædd í janúar til ágúst fá (a.m.k.)leikskólapláss í ágúst sama ár og þau verða 12 mánaða. - Börn fædd í september-nóvember fá (a.m.k) leikskólaplássi þann mánuð sem þau verða 12 mánaða. - Börn fædd í desember fá (a.m.k) leikskólaplássi í ágúst árið eftir að þau verða 12 mánaða (Það er vissulega mjög óheppilegt að eignast desemberbarn í Noregi) Ég skora á íslensk stjórnvöld til þess að gera Ísland að aðlaðandi kosti fyrir ungar barnafjölskyldur! Höfundur er foreldri í Noregi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Íslendingar erlendis Leikskólar Noregur Mest lesið Tryggjum Svandísi á þing Hópur stuðningsfólks Svandísar Svavarsdóttur Skoðun Skilur Kristrún ekki, að stærð kökunnar er mál nr. 1? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun Hvar ertu Auddi Blö: Opið bréf til Bjarna Ben frá sérfræðingi Ásta Kristín Pjetursdóttir Skoðun Flokkur í felulitum Björn Gíslason Skoðun Ekki láta Sjálfstæðisflokkinn ljúga að þér Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Greinin sem þú verður að lesa áður en þú ferð á kjörstað Bessí Þóra Jónsdóttir Skoðun Nýtt húsnæðislánakerfi að danskri fyrirmynd? Jónas Már Torfason Skoðun Braggablús Ölmu Eyþór Kristleifsson Skoðun Höldum okkur á dagskrá Hópur fólks innan íþróttahreyfingarinnar Skoðun Skoðun Skoðun Kosningalimran 2024 Arnar Ingi Ingason,Freyr Snorrason skrifar Skoðun Viðreisn ætlar að forgangsraða – nýta skattfé miklu betur Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Sigrar vinnast – spár bregðast Þorvaldur Örn Árnason skrifar Skoðun Af hverju Viðreisn? Eva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pólitískar ofsóknir í aðdraganda Alþingiskosninga Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Talk about timing – degi fyrir kjördag Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Hjarta og sál Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun ESB andstæðingar blekkja Íslendinga Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn: Fyrir budduna þína og framtíðina Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson skrifar Skoðun Að mynda ríkisstjórn - skipulagt val til vinstri Hlynur Már Ragnheiðarson skrifar Skoðun Viðreisn: öfgalaus nálgun fyrir öfgalaust samfélag Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Kleppur er víða Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir skrifar Skoðun Að geta lesið sér mennsku til gagns Diljá Ámundadóttir Zoëga skrifar Skoðun Börðust afar okkar til einskis í Þorskastríðinu? Hugleiðing um ESB Haukur Ingi S. Jónsson skrifar Skoðun Á ferð um Norðvesturkjördæmi Arna Lára Jónsdóttir,Hannes Sigurbjörn Jónsson,Jóhanna Ösp Einarsdóttir,Magnús Eðvaldsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um íslenska fjölmiðla Óli Valur Pétursson skrifar Skoðun Lögfestum félagsmiðstöðvar Guðmundur Ari Sigurjónsson,Friðmey Jónsdóttir skrifar Skoðun Flokkar sem vara við sjálfum sér Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hver bjó til ehf-gat? Sigríður Á. Andersen skrifar Skoðun Lausnir eða kyrrstaða í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Aðventan – njóta eða þjóta? Hrund Þrándardóttir skrifar Skoðun Við kjósum blokkir Kjartan Valgarðsson skrifar Skoðun Er einhver að hlusta? Hópur 143 Seyðfirðinga skrifar Skoðun Tryggjum öruggt ævikvöld Brynjar Níelsson skrifar Skoðun Hverjir verja almannahagsmuni? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Stúlka frá Gaza sem að missti allt Asil Jihad Al-Masri skrifar Skoðun Kjósum með mannréttindum á laugardaginn Bjarndís Helga Tómasdóttir,Kári Garðarsson skrifar Skoðun Greinin sem þú verður að lesa áður en þú ferð á kjörstað Bessí Þóra Jónsdóttir skrifar Skoðun Pólitík í pípum sem leka Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Sjá meira
Ég fagna umræðunni um stöðu ungra barnafjölskyldna á Íslandi í dag, enda löngu orðið ljóst að staðan er grafalvarleg. Ég og maðurinn minn eigum tvö börn, strák sem 2,5 árs og 3 mánaða stelpu. Þrátt fyrir þessa staðreynd þá byrjaði strákurinn minn í leikskóla 12 mánaða og stelpan mín fær pláss á leikskóla 15 mánaða (í seinasta lagi). Við erum einnig svo lánsöm að þurfa ekki að taka á okkur tekjumissi á meðan við erum í fæðingarorlofi. Einnig er vert að minnast á það að fæðingarorlofið mitt byrjarði á 37 viku meðgöngu og ég var því bara nokkuð tilbúin að takast á við það stóra verkefni að fæða barn og hugsa um ungbarn. Hvernig í ósköpunum má það vera? Jú, ég bý nefnilega í Noregi. Áður en ég eignaðist barn sjálf fékk ég oft að heyra að lífssýn manns breytist við það að eignast barn. Það gerðist svo sannarlega hjá mér þegar strákurinn okkar kom í heiminn í Noregi, haustið 2021. Skyndilega kom löngunin til þess að flytja aftur til Íslands og vera nær ömmum, öfum og vinum. Það væri voðaloga notalegt að geta skroppið í mat til mömmu og pappa á sunnudegi og fengið pössun eftir vinnu á þriðjudegi. Við fórum að velta fyrir okkur möguleikanum að flytja aftur heim. Atvinna? Spennandi tækifæri Húsnæði? Sársaukafullt, en myndi líklega reddast Leikskólamál? Þar stoppar reikningsdæmið einfaldlega Án dagvistunar getum við ekki bæði unnið. Við áttum ekki efni á taka langt launalaust orlof. Við áttum í rauninni ekki efni á að flytja heim til Íslands. Matur hjá mömmu og pabba á sunnudögum og ömmudekur eftir leikskóla á þriðjudögum bíður því betri tíma. Í dag, tæpum þremur árum seinna eru bæði ég og maðurinn minn búin að fá spennandi tækifæri í Noregi og göngum að því vísu að fá leikskólapláss fyrir börnin okkar. Hvort og hvenær við komum heim er enn óráðið. Því miður horfum við til Íslands og erum fegin að þurfa ekki að standa í því púsluspili sem það er að eiga ungt barn á Íslandi í dag. Við erum bara ein af þeim mörg þúsund íslensku barnafjölskyldum sem búa erlendis. Nokkrar staðreyndir - Fæðingarorlof byrjar á 37. viku meðgöngu í Noregi og konur komast því hjá því að höggva á veikindaleyfi. - Tekjuþak í fæðingarorlofi er u.þ.b 820 þúsund krónur íslenskar á mánuði í Noregi. Hinsvegar er það orðið algent að vinnuveitandi borgi mismun milli launa einstaklings fyrir fæðingarorlof og fæðingarorlofsgreiðslna. - Ef barnið er 12 mánaða og ekki á leikskóla veitir norska ríkið 7500 NOK styrk á mánuði (u.þ.b. 100 þúsund kr) til 2 ára aldurs - Skv vinnuverndarlögum í Noregi er atvinnurekandi skuldbundinn til þess að veita mæðrum með barn á brjósti leyfi í a.m.k. 1 klukkustund á dag til gefa barninu brjóst þar til barnið nær 2 ára aldri (Hjá hinu opinbera eru þetta 2 klst á dag) - Réttur til leikskólapláss í Noregi - Börn fædd í janúar til ágúst fá (a.m.k.)leikskólapláss í ágúst sama ár og þau verða 12 mánaða. - Börn fædd í september-nóvember fá (a.m.k) leikskólaplássi þann mánuð sem þau verða 12 mánaða. - Börn fædd í desember fá (a.m.k) leikskólaplássi í ágúst árið eftir að þau verða 12 mánaða (Það er vissulega mjög óheppilegt að eignast desemberbarn í Noregi) Ég skora á íslensk stjórnvöld til þess að gera Ísland að aðlaðandi kosti fyrir ungar barnafjölskyldur! Höfundur er foreldri í Noregi.
Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson skrifar
Skoðun Börðust afar okkar til einskis í Þorskastríðinu? Hugleiðing um ESB Haukur Ingi S. Jónsson skrifar
Skoðun Á ferð um Norðvesturkjördæmi Arna Lára Jónsdóttir,Hannes Sigurbjörn Jónsson,Jóhanna Ösp Einarsdóttir,Magnús Eðvaldsson skrifar