Ekki hægt að sitja bara á Bessastöðum og bíða Vésteinn Örn Pétursson skrifar 26. júní 2024 23:13 Guðni gróðursetti tré með börnunum. Vísir/Vésteinn Fráfarandi forseti lýðveldisins segir heimsóknir á leikskóla og hjúkrunarheimili mikilvægan hluta af verkefnum forseta, ekki síður en fundi með mikilsmetnum þjóðhöfðingjum. Guðni Th. Jóhannesson forseti lýðveldisins er 56 ára í dag og leit af því tilefni við á leikskólanum Brekkuborg til að heilsa upp á krakkana og gróðursetja svokallað lýðveldistré. Guðni segir að sér hafi þótt viðeigandi, á síðasta afmælisdeginum í embætti, að heilsa upp á ungu kynslóðina. Síðar í dag muni hann heimsækja annað afmælisbarn, sem fagnar 100 ára afmæli. „Þannig að þegar þetta kom til tals, að ég gæti heimsótt leikskóla og líka 100 ára öldung, þá fannst mér gott að ramma inn íslenskt samfélag á þennan hátt,” segir forsetinn fráfarandi. Hann segir verkefni sem þessi mikilvæg, þó ekki í stjórnskipulegum skilningi. „Ef maður fer að setja einhverja mælistiku á það, að það sé ekkert voðalega flott að heilsa upp á einhverja krakka þegar maður ætti að vera að heilsa upp á einhverja þjóðhöfðingja, þá er maður á villigötum.” Í aðdraganda forsetakosninga fór lítið fyrir umræðum um þessi verkefni forseta, en meira var rætt um völd forseta, rödd hans út á við og hlutverk hans í erfiðum málum, sem Guðni segir vissulega geta komið upp. „Maður getur ekki bara setið á Bessastöðum og beðið í angist eftir því að þurfa að takast á við það, eða eftirvæntingu, eftir því hvernig á það er litið. Þess á milli getur maður notið þess að finna takt samfélagsins, vera á meðal fólks.” Forseti Íslands Tímamót Leikskólar Guðni Th. Jóhannesson Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent Kennaraverkfalli frestað Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Innlent Þessi mættu best og verst í þinginu Innlent Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Innlent Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Innlent Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Innlent Fleiri fréttir Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Svona verður kosningavaka Stöðvar 2 Næststærsta gosið hingað til Kennaraverkfalli frestað „Við setjum ekki líf og limi fólks í hættu til að flytja kjörgögn“ Tveir teknir með falin fíkniefni á leið til Ísafjarðar Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Engin kæra borist vegna upptakanna Svifryksmengun í borginni í dag og næstu daga Bein útsending: Fundur fólksins í Hörpu Óbreytt skólahald í Sunnulækjarskóla eftir helgi Ekkert D-vítamín í kæstum hákarli Fleiri gular viðvaranir á kjördag Slæm spá fjölgar þeim sem greitt hafa atkvæði Áframhaldandi gasmengun í Grindavík Margir greiða atkvæði utan kjörfundar fyrir austan Heilskimun Intuens enn til skoðunar hjá landlæknisembættinu Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Þessi mættu best og verst í þinginu Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Stefnir enn í hríðarveður á Austfjörðum á kjördag Erfiðara að manna í frístund í austurhluta borgarinnar „Talandi um að skila ekki til samfélagsins“ Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ „Er ekki hægt að hafa sér þátt fyrir hann?“ Fjölmenn lögregluaðgerð á Ísafirði Sjá meira
Guðni Th. Jóhannesson forseti lýðveldisins er 56 ára í dag og leit af því tilefni við á leikskólanum Brekkuborg til að heilsa upp á krakkana og gróðursetja svokallað lýðveldistré. Guðni segir að sér hafi þótt viðeigandi, á síðasta afmælisdeginum í embætti, að heilsa upp á ungu kynslóðina. Síðar í dag muni hann heimsækja annað afmælisbarn, sem fagnar 100 ára afmæli. „Þannig að þegar þetta kom til tals, að ég gæti heimsótt leikskóla og líka 100 ára öldung, þá fannst mér gott að ramma inn íslenskt samfélag á þennan hátt,” segir forsetinn fráfarandi. Hann segir verkefni sem þessi mikilvæg, þó ekki í stjórnskipulegum skilningi. „Ef maður fer að setja einhverja mælistiku á það, að það sé ekkert voðalega flott að heilsa upp á einhverja krakka þegar maður ætti að vera að heilsa upp á einhverja þjóðhöfðingja, þá er maður á villigötum.” Í aðdraganda forsetakosninga fór lítið fyrir umræðum um þessi verkefni forseta, en meira var rætt um völd forseta, rödd hans út á við og hlutverk hans í erfiðum málum, sem Guðni segir vissulega geta komið upp. „Maður getur ekki bara setið á Bessastöðum og beðið í angist eftir því að þurfa að takast á við það, eða eftirvæntingu, eftir því hvernig á það er litið. Þess á milli getur maður notið þess að finna takt samfélagsins, vera á meðal fólks.”
Forseti Íslands Tímamót Leikskólar Guðni Th. Jóhannesson Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent Kennaraverkfalli frestað Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Innlent Þessi mættu best og verst í þinginu Innlent Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Innlent Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Innlent Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Innlent Fleiri fréttir Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Svona verður kosningavaka Stöðvar 2 Næststærsta gosið hingað til Kennaraverkfalli frestað „Við setjum ekki líf og limi fólks í hættu til að flytja kjörgögn“ Tveir teknir með falin fíkniefni á leið til Ísafjarðar Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Engin kæra borist vegna upptakanna Svifryksmengun í borginni í dag og næstu daga Bein útsending: Fundur fólksins í Hörpu Óbreytt skólahald í Sunnulækjarskóla eftir helgi Ekkert D-vítamín í kæstum hákarli Fleiri gular viðvaranir á kjördag Slæm spá fjölgar þeim sem greitt hafa atkvæði Áframhaldandi gasmengun í Grindavík Margir greiða atkvæði utan kjörfundar fyrir austan Heilskimun Intuens enn til skoðunar hjá landlæknisembættinu Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Þessi mættu best og verst í þinginu Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Stefnir enn í hríðarveður á Austfjörðum á kjördag Erfiðara að manna í frístund í austurhluta borgarinnar „Talandi um að skila ekki til samfélagsins“ Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ „Er ekki hægt að hafa sér þátt fyrir hann?“ Fjölmenn lögregluaðgerð á Ísafirði Sjá meira