Það er ákvörðun að beita mannvonsku Gísli Rafn Ólafsson skrifar 1. júlí 2024 08:00 11 ára drengur með Duchenne-hrörnunarsjúkdóminn liggur á Barnaspítalanum og bíður brottvísunar sinnar af landinu. Sérfræðingar innan heilbrigðiskerfisins, hagsmunasamtök og almenningur hafa fordæmt brottvísun drengsins bæði vegna heilbrigðis- eða mannúðarsjónarmiða. Það fylgir því mikil mannvonska að brottvísa drengnum og fjölskyldu hans. Því fylgir enn meiri mannvonska að hunsa álit sérfræðinga sem ítrekað hafa bent á að brottvísunin muni hafa alvarleg og langvarandi áhrif á líf og heilsu drengsins. Brottvísunin verður framkvæmd um leið og hann losnar af Barnaspítalanum í Reykjavík. Drengurinn heitir Yazan Tamimi og er af palestínskum uppruna. Foreldrar Yazans lögðu af stað í þá miklu hættuför að flýja frá Gaza-svæðinu með fatlaðan dreng sinn meðferðis. Þau komust til Íslands heil á húfi og hafa fundið öryggi og stuðning hér. Yazan á heima á Íslandi. Hér fær hann vandaða heilbrigðisþjónustu sem er honum lífsnauðsynleg. Fólk með Duchenne-sjúkdóminn lifir almennt ekki löngu lífi, og hafa sérfræðingar bent á að verði hið minnsta rof á þjónustu Yazans muni það minnka lífslíkur hans og stytta líf hans. Aðstæður Yazans og fjölskyldu bjóða því ekki upp á brottflutning af landinu - það beinlínis stofnar lífi drengsins í hættu. Samt sem áður verður brottvísun drengsins sett í framkvæmd hjá stoðdeild Ríkislögreglustjóra um leið og hann losnar af spítalanum. Brottvísað til lands sem þau ekki þekkja Brottvísa á Yazan og fjölskyldu hans til Spánar, lands sem þau ekki þekkja nema í mýflugumynd. Vegna verkfalla á flugvellinum við komuna til Spánar neyddist fjölskyldan til að dvelja lengur á Spáni en þau gerðu ráð fyrir. Vegabréf þeirra var af þeim sökum stimplað á flugvellinum á Spáni sem í stuttu máli veldur því að Spánn beri ábyrgð á hælisumsókn fjölskyldunnar samkvæmt Dyflinnar-reglugerðinni. Það er þó fátt sem ekkert sem hamlar íslenskum stjórnvöldum að ákveða að Ísland haldi ábyrgðinni á umsóknum fjölskyldunnar. Íslandi er heimilt að afgreiða umsóknirnar hér og veita fjölskyldunni vernd. Þetta er því ákvörðun um að beita þeirri mannvonsku að brottvísa Yazan og fjölskyldu hans. Ákvörðun um að líta fram hjá mannúðarástæðum. Ákvörðun um að taka ekki tillit til sérstakra aðstæðna. Ákvörðun um að beita mannvonsku. Kerfi án mannúðar Með nýlegum breytingum á lögum um útlendinga nr. 80/2016 er búið að taka alla mannúð úr kerfinu. Búið er að þrengja að rétti flóttafólks til fjölskyldusameiningar, fella á brott ákvæði sem tekur til sérstakra tengsla við Ísland og sérstakra ástæðna, og torvelda aðgengi kvenna og barna að löglegum og öruggum leiðum úr lífshættu í skjól. Kerfið er án mannúðar. Píratar hafa markvisst barist fyrir því á þinginu að mannúð sé höfð að leiðarljósi við hvers kyns lagasetningu og að lögin innihaldi svigrúm fyrir stjórnvöld til að taka tillit til sérstakra aðstæðna mismunandi einstaklinga. Píratar hafa varað við afleiðingunum en þær eru að raungerast beint fyrir framan okkur og birtast í því að brottvísa eigi ungum dreng í hjólastól gegn læknisráði. Ætlum við í alvöru að láta bjóða okkur kerfi sem er án mannúðar? Kerfi sem brottvísar fólki sama hvað? Kerfi sem brýtur á mannréttindum fullorðinna og barna? Kerfi sem beitir flóttafólk mannvonsku? Yazan á heima á Íslandi. Við viljum hafa Yazan og fjölskyldu hans hér. Höfundur er þingmaður Pírata í Suðvesturkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Gísli Rafn Ólafsson Palestína Flóttafólk á Íslandi Hælisleitendur Málefni fatlaðs fólks Mest lesið Hálft líf heimilislausra kvenna Kristín I. Pálsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Kosningasigur fyrir dýravernd Árni Stefán Árnason Skoðun Í morgun vöknuðum við á merkilegum tíma Silja Rún Friðriksdóttir Skoðun Langþreyttir kjósendur hafa tækifæri til breytinga Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir Skoðun Er „woke-ismi“ genginn of langt? Tanja Mjöll Ísfjörð Magnúsdóttir Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun Halldór 30.11.2024 Halldór Skoðun Skoðun Kosningasigur fyrir dýravernd Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Í morgun vöknuðum við á merkilegum tíma Silja Rún Friðriksdóttir skrifar Skoðun Hálft líf heimilislausra kvenna Kristín I. Pálsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Snúum samfélagi af rangri leið Finnbjörn A. Hermansson skrifar Skoðun Heiðarleiki er ófrávíkjanleg krafa Unnar Þór Sæmundsson skrifar Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kjósum breytingar og jákvæðni í þágu almennings og samfélags Valdimar Breiðfjörð Birgisson skrifar Skoðun Samvinna er leiðin til hagsældar Lilja Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Skrópað á Alþingi Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Um sáttameðferð sýslumanns Elísabet Lorange,Jenný Kristín Valberg skrifar Skoðun Það er komið að þér Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Langþreyttir kjósendur hafa tækifæri til breytinga Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Í dag kýs ég Sjálfstæðisflokkinn Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Við þurfum Grím á þing Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Heimssýn úr músarholu – Gengur það? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ísland sé frjálst meðan sól gyllir haf Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Að refsa eða treysta VG? Finnur Ricart Andrason skrifar Skoðun Innflytjendur eru blórabögglar Achola Otieno skrifar Skoðun Bað- og búningsklefar okkar kvenna Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Stórkostleg tímaskekkja Sigrún Perla Gísladóttir skrifar Skoðun Vinstri græn - þrátt fyrir þverpólitíska ríkisstjórn Aðalbjörg Ísafold Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir skrifar Skoðun Kosningalimran 2024 Arnar Ingi Ingason,Freyr Snorrason skrifar Skoðun Viðreisn ætlar að forgangsraða – nýta skattfé miklu betur Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Sigrar vinnast – spár bregðast Þorvaldur Örn Árnason skrifar Skoðun Af hverju Viðreisn? Eva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pólitískar ofsóknir í aðdraganda Alþingiskosninga Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Talk about timing – degi fyrir kjördag Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Hjarta og sál Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun ESB andstæðingar blekkja Íslendinga Jón Frímann Jónsson skrifar Sjá meira
11 ára drengur með Duchenne-hrörnunarsjúkdóminn liggur á Barnaspítalanum og bíður brottvísunar sinnar af landinu. Sérfræðingar innan heilbrigðiskerfisins, hagsmunasamtök og almenningur hafa fordæmt brottvísun drengsins bæði vegna heilbrigðis- eða mannúðarsjónarmiða. Það fylgir því mikil mannvonska að brottvísa drengnum og fjölskyldu hans. Því fylgir enn meiri mannvonska að hunsa álit sérfræðinga sem ítrekað hafa bent á að brottvísunin muni hafa alvarleg og langvarandi áhrif á líf og heilsu drengsins. Brottvísunin verður framkvæmd um leið og hann losnar af Barnaspítalanum í Reykjavík. Drengurinn heitir Yazan Tamimi og er af palestínskum uppruna. Foreldrar Yazans lögðu af stað í þá miklu hættuför að flýja frá Gaza-svæðinu með fatlaðan dreng sinn meðferðis. Þau komust til Íslands heil á húfi og hafa fundið öryggi og stuðning hér. Yazan á heima á Íslandi. Hér fær hann vandaða heilbrigðisþjónustu sem er honum lífsnauðsynleg. Fólk með Duchenne-sjúkdóminn lifir almennt ekki löngu lífi, og hafa sérfræðingar bent á að verði hið minnsta rof á þjónustu Yazans muni það minnka lífslíkur hans og stytta líf hans. Aðstæður Yazans og fjölskyldu bjóða því ekki upp á brottflutning af landinu - það beinlínis stofnar lífi drengsins í hættu. Samt sem áður verður brottvísun drengsins sett í framkvæmd hjá stoðdeild Ríkislögreglustjóra um leið og hann losnar af spítalanum. Brottvísað til lands sem þau ekki þekkja Brottvísa á Yazan og fjölskyldu hans til Spánar, lands sem þau ekki þekkja nema í mýflugumynd. Vegna verkfalla á flugvellinum við komuna til Spánar neyddist fjölskyldan til að dvelja lengur á Spáni en þau gerðu ráð fyrir. Vegabréf þeirra var af þeim sökum stimplað á flugvellinum á Spáni sem í stuttu máli veldur því að Spánn beri ábyrgð á hælisumsókn fjölskyldunnar samkvæmt Dyflinnar-reglugerðinni. Það er þó fátt sem ekkert sem hamlar íslenskum stjórnvöldum að ákveða að Ísland haldi ábyrgðinni á umsóknum fjölskyldunnar. Íslandi er heimilt að afgreiða umsóknirnar hér og veita fjölskyldunni vernd. Þetta er því ákvörðun um að beita þeirri mannvonsku að brottvísa Yazan og fjölskyldu hans. Ákvörðun um að líta fram hjá mannúðarástæðum. Ákvörðun um að taka ekki tillit til sérstakra aðstæðna. Ákvörðun um að beita mannvonsku. Kerfi án mannúðar Með nýlegum breytingum á lögum um útlendinga nr. 80/2016 er búið að taka alla mannúð úr kerfinu. Búið er að þrengja að rétti flóttafólks til fjölskyldusameiningar, fella á brott ákvæði sem tekur til sérstakra tengsla við Ísland og sérstakra ástæðna, og torvelda aðgengi kvenna og barna að löglegum og öruggum leiðum úr lífshættu í skjól. Kerfið er án mannúðar. Píratar hafa markvisst barist fyrir því á þinginu að mannúð sé höfð að leiðarljósi við hvers kyns lagasetningu og að lögin innihaldi svigrúm fyrir stjórnvöld til að taka tillit til sérstakra aðstæðna mismunandi einstaklinga. Píratar hafa varað við afleiðingunum en þær eru að raungerast beint fyrir framan okkur og birtast í því að brottvísa eigi ungum dreng í hjólastól gegn læknisráði. Ætlum við í alvöru að láta bjóða okkur kerfi sem er án mannúðar? Kerfi sem brottvísar fólki sama hvað? Kerfi sem brýtur á mannréttindum fullorðinna og barna? Kerfi sem beitir flóttafólk mannvonsku? Yazan á heima á Íslandi. Við viljum hafa Yazan og fjölskyldu hans hér. Höfundur er þingmaður Pírata í Suðvesturkjördæmi.
Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Kjósum breytingar og jákvæðni í þágu almennings og samfélags Valdimar Breiðfjörð Birgisson skrifar
Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun