Skjálfandafljót verði ekki virkjað á næstunni Jón Ísak Ragnarsson skrifar 4. júlí 2024 12:59 Frá Laugum í Reykjadal í Þingeyjarsveit. Mynd úr safni. Vísir/Vilhelm Meirihlutasamstarfi í Þingeyjarsveit var slitið í síðustu viku vegna þess sem kallaður hefur verið trúnaðarbrestur af þeim fulltrúum sem hafa sagt sig úr meirihlutanum. Þar fara hæst deilur um virkjunarframkvæmdir í Skjálfandafljóti. Tillaga K-listans um að Skjálfandafljót verði ekki virkjað var samþykkt á bæjarstjórnarfundi í síðustu viku. E-listi var með hreinan meirihluta í Þingeyjarsveit, en þrír fulltrúar listans sem greiddu atkvæði með virkjunarframkvæmdinni, hafa nú sagt sig úr meirihlutasamstarfinu, þau Eyþór Kári, Halldór Þorlákur og Sigfús Haraldur. Hinir fulltrúar E-listans hafa þegar myndað nýjan meirihluta með fulltrúum K-listans. „Þetta er gamalt mál, sem hefur verið svolítið deilumál. Það er þessi litla virkjun sem hefur verið í bígerð í sex ár eða svo. Hún var sett á dagskrá í tíð síðustu sveitarstjórnar,“ segir Gerður Sigtryggsdóttir, oddviti bæjarstjórnar og fulltrúi E-lista. Um er að ræða 9,8 megawatta aðrennslisvirkjun í Skjálfandafljóti í Bárðardal. Gerður segir valda of miklu raski fyrir of lítinn ávinning. Enginn orkuskortur á Norðurlandi Samkvæmt aðalskipulagi Þingeyjarsveitar eigi ekki að virkja Skjálfandafljót. Þrír fulltrúar E-listans hafi hins vegar kosið gegn þessu, og viljað ráðast í framkvæmdir á virkjunarframkvæmdir. „En ég held að það sé ekki brýn þörf á því núna. Í Þingeyjarsveit er verið að framleiða gríðarlega mikla orku. Hér er Laxárvirkjun, Kröfluvirkjun og Þeistareykjarvirkjun, sem verið er að stækka,“ segir Gerður. Gríðarlegt rask á náttúrunni myndi fylgja virkjun í Skjálfandafljóti, sem enginn ávinningur væri af eins og sakir standa. Komandi kynslóðir taki ákvörðun um Skjálfandafljót „Það er mjög líklegt að það komi upp sú staða einhvern tímann að einhverjir vilji virkja Skjálfandafljót. Það er ekkert ólíklegt ef það verður orkuskortur á svæðinu, sem er ekki núna. Við skulum þá bara leyfa komandi kynslóðum að taka ákvörðun um það þegar að því kemur,“ segir Gerður. Þingeyjarsveit Orkumál Vatnsaflsvirkjanir Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent Kennaraverkfalli frestað Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Innlent Þessi mættu best og verst í þinginu Innlent Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Innlent Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Innlent Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Innlent Fleiri fréttir Kennaraverkföllum frestað og áhrif veðursins á kosningar Dynjandisheiði boðin út „á allra næstu dögum“ Miklar gleðifréttir og gott að fá nemendur og starfsfólk aftur í hús Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Svona verður kosningavaka Stöðvar 2 Næststærsta gosið hingað til Kennaraverkfalli frestað „Við setjum ekki líf og limi fólks í hættu til að flytja kjörgögn“ Tveir teknir með falin fíkniefni á leið til Ísafjarðar Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Engin kæra borist vegna upptakanna Svifryksmengun í borginni í dag og næstu daga Bein útsending: Fundur fólksins í Hörpu Óbreytt skólahald í Sunnulækjarskóla eftir helgi Ekkert D-vítamín í kæstum hákarli Fleiri gular viðvaranir á kjördag Slæm spá fjölgar þeim sem greitt hafa atkvæði Áframhaldandi gasmengun í Grindavík Margir greiða atkvæði utan kjörfundar fyrir austan Heilskimun Intuens enn til skoðunar hjá landlæknisembættinu Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Þessi mættu best og verst í þinginu Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Stefnir enn í hríðarveður á Austfjörðum á kjördag Erfiðara að manna í frístund í austurhluta borgarinnar „Talandi um að skila ekki til samfélagsins“ Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Sjá meira
E-listi var með hreinan meirihluta í Þingeyjarsveit, en þrír fulltrúar listans sem greiddu atkvæði með virkjunarframkvæmdinni, hafa nú sagt sig úr meirihlutasamstarfinu, þau Eyþór Kári, Halldór Þorlákur og Sigfús Haraldur. Hinir fulltrúar E-listans hafa þegar myndað nýjan meirihluta með fulltrúum K-listans. „Þetta er gamalt mál, sem hefur verið svolítið deilumál. Það er þessi litla virkjun sem hefur verið í bígerð í sex ár eða svo. Hún var sett á dagskrá í tíð síðustu sveitarstjórnar,“ segir Gerður Sigtryggsdóttir, oddviti bæjarstjórnar og fulltrúi E-lista. Um er að ræða 9,8 megawatta aðrennslisvirkjun í Skjálfandafljóti í Bárðardal. Gerður segir valda of miklu raski fyrir of lítinn ávinning. Enginn orkuskortur á Norðurlandi Samkvæmt aðalskipulagi Þingeyjarsveitar eigi ekki að virkja Skjálfandafljót. Þrír fulltrúar E-listans hafi hins vegar kosið gegn þessu, og viljað ráðast í framkvæmdir á virkjunarframkvæmdir. „En ég held að það sé ekki brýn þörf á því núna. Í Þingeyjarsveit er verið að framleiða gríðarlega mikla orku. Hér er Laxárvirkjun, Kröfluvirkjun og Þeistareykjarvirkjun, sem verið er að stækka,“ segir Gerður. Gríðarlegt rask á náttúrunni myndi fylgja virkjun í Skjálfandafljóti, sem enginn ávinningur væri af eins og sakir standa. Komandi kynslóðir taki ákvörðun um Skjálfandafljót „Það er mjög líklegt að það komi upp sú staða einhvern tímann að einhverjir vilji virkja Skjálfandafljót. Það er ekkert ólíklegt ef það verður orkuskortur á svæðinu, sem er ekki núna. Við skulum þá bara leyfa komandi kynslóðum að taka ákvörðun um það þegar að því kemur,“ segir Gerður.
Þingeyjarsveit Orkumál Vatnsaflsvirkjanir Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent Kennaraverkfalli frestað Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Innlent Þessi mættu best og verst í þinginu Innlent Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Innlent Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Innlent Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Innlent Fleiri fréttir Kennaraverkföllum frestað og áhrif veðursins á kosningar Dynjandisheiði boðin út „á allra næstu dögum“ Miklar gleðifréttir og gott að fá nemendur og starfsfólk aftur í hús Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Svona verður kosningavaka Stöðvar 2 Næststærsta gosið hingað til Kennaraverkfalli frestað „Við setjum ekki líf og limi fólks í hættu til að flytja kjörgögn“ Tveir teknir með falin fíkniefni á leið til Ísafjarðar Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Engin kæra borist vegna upptakanna Svifryksmengun í borginni í dag og næstu daga Bein útsending: Fundur fólksins í Hörpu Óbreytt skólahald í Sunnulækjarskóla eftir helgi Ekkert D-vítamín í kæstum hákarli Fleiri gular viðvaranir á kjördag Slæm spá fjölgar þeim sem greitt hafa atkvæði Áframhaldandi gasmengun í Grindavík Margir greiða atkvæði utan kjörfundar fyrir austan Heilskimun Intuens enn til skoðunar hjá landlæknisembættinu Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Þessi mættu best og verst í þinginu Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Stefnir enn í hríðarveður á Austfjörðum á kjördag Erfiðara að manna í frístund í austurhluta borgarinnar „Talandi um að skila ekki til samfélagsins“ Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Sjá meira