Tjaldstæðadólgur hótar að sverta staðinn á netinu Jakob Bjarnar skrifar 5. júlí 2024 11:55 Ásta Halla hafði engan áhuga á því að láta tjaldstæðadólginn vaða yfir sig. En hann neitaði að borga eftir ræðu hennar og hótaði því að sverta staðinn á netinu. Ásta Halla segir að það verði þá svo að vera og birti mynd af farartæki dólgsins. Ásta Halla Ólafsdóttir sér um tjaldstæðið á Hvolsvelli og þar getur gengið á ýmsu. Þannig lenti hún í einum í gær sem ekki er hægt að kalla annað en tjaldstæðadólg. Hann neitar að borga eftir skammir fyrir að kveikja í einnota grilli á túni og hótaði að bera út kjaftasögur um tjaldstæðið á netinu. Ásta Halla sagði af raunum sínum í Facebook-hópnum „Tjaldsvæði – umræðuvettvangur“, sagði að það væri ekki alltaf gott að vera vondi kallinn á tjaldsvæðinu en verandi rekstraraðili beri hún ábyrgð. Hún bætir því við í samtali við Vísi að hún viti ekki hvers lenskur dólgurinn sé, hún geri ráð fyrir því að hann hafi verið breskur en hann var með íslenska konu sér við hlið sem kom því rækilega á framfæri við Ástu Höllu hvað þeim þætti um hana. Stórhættulegur opinn eldur „Á lífi ykkar og eignum,“ segir Ásta Halla en henni varð það á að setja ofan í við erlendan gest sem hafði ákveðið að grilla úti á túni með einnota grilli. Ekkert undirlag, jörðin brann og eftir situr sárið svart. „Eftir nýliðin bruna í Húsafelli þá erum við extra vel á vaktinni og frekar viðkvæm fyrir svona háttalagi,“ segir Ásta Halla. Hún segir talsverða umræðu um opinn eld á tjaldsvæðinu hafi sprottið fram og gesturinn hreint ekki verið sáttur við tjaldvörðinn. „Hann neitaði svo að borga fyrir gistinguna eftir þau orð sem ég lét um hann falla,“ segir Halla. En þau orð voru um hversu heimskulegt það megi heita að kveikja opinn eld á miðju túni á tjaldssvæði. Og láta sig þá hverfa einn í hjólhýsi og ekkert eftirlit haft með eldinum. Farin án þess að borga Ásta Halla segist hafa breitt bak og hún sé ýmsu vön en þetta sé ekki liðið á tjaldsvæðinu. „Hann hótaði mér að sverta okkur á netinu og á ég ekki von á öðru. En þetta er okkar hlið á málinu en þeir eru nokkrir sem urðu vitni að þessum leiðinda atburði og geta vitnað til um atburðinn. Ég sagði honum bara að gera það en hann skyldi þá segja alla söguna.“ Nú er tími hjólhýsa og húsbíla. Ásta Halla segir mikið að gera núna og þau á Hvolsvelli eru nafli alheimsins og bjóða uppá betri aðstöðu en gerist og gengur. Myndin tengist fréttinni ekki beint.vísir/vilhelm Þau skötuhjú eru nú farin af vettvangi. Þau fóru í morgun. „Ég gerði tilraun til að rukka hann. Ég var á minni daglegu eftirlitsferð og bauð honum góðan daginn. Og rukkaði hann. Þá spurði hann hvort ég héldi virkilega að hann ætla að borga miðað við hvernig ég talaði við hann í gær? Ég sagði að hann þyrfti að borga fyrir aðstöðuna og rafmagnið sem hann notaði.“ En skömmu síðar voru þau farin, pökkuðu á klukkutíma og létu sig hverfa frá ógreiddum reikningi. Ásta Halla gerir fastlega ráð fyrir því að bíllinn sem þau voru á hafi verið bílaleigubíll og hún segist þá bara senda leigunni reikninginn. „Við erum ekki í þessu uppá krónur og aura heldur viljum við hafa gesti okkar ánægða,“ segir Ásta Halla. En hún vill hafa skikk á málunum. Umsagnir á netinu skipta miklu máli og þá er eins gott að girða fyrir ónákvæmar frásagnir, þegar svo ber undir. Ferðamennska á Íslandi Tjaldsvæði Samfélagsmiðlar Rangárþing eystra Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent Kennaraverkfalli frestað Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent Þessi mættu best og verst í þinginu Innlent Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Innlent Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Innlent Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Innlent Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Innlent Fleiri fréttir Tæplega helmingi líst vel á Samfylkingu og Viðreisn í ríkisstjórn Kennaraverkföllum frestað og áhrif veðursins á kosningar Dynjandisheiði boðin út „á allra næstu dögum“ Miklar gleðifréttir og gott að fá nemendur og starfsfólk aftur í hús Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Svona verður kosningavaka Stöðvar 2 Næststærsta gosið hingað til Kennaraverkfalli frestað „Við setjum ekki líf og limi fólks í hættu til að flytja kjörgögn“ Tveir teknir með falin fíkniefni á leið til Ísafjarðar Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Engin kæra borist vegna upptakanna Svifryksmengun í borginni í dag og næstu daga Bein útsending: Fundur fólksins í Hörpu Óbreytt skólahald í Sunnulækjarskóla eftir helgi Ekkert D-vítamín í kæstum hákarli Fleiri gular viðvaranir á kjördag Slæm spá fjölgar þeim sem greitt hafa atkvæði Áframhaldandi gasmengun í Grindavík Margir greiða atkvæði utan kjörfundar fyrir austan Heilskimun Intuens enn til skoðunar hjá landlæknisembættinu Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Þessi mættu best og verst í þinginu Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Stefnir enn í hríðarveður á Austfjörðum á kjördag Erfiðara að manna í frístund í austurhluta borgarinnar „Talandi um að skila ekki til samfélagsins“ Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Sjá meira
Ásta Halla sagði af raunum sínum í Facebook-hópnum „Tjaldsvæði – umræðuvettvangur“, sagði að það væri ekki alltaf gott að vera vondi kallinn á tjaldsvæðinu en verandi rekstraraðili beri hún ábyrgð. Hún bætir því við í samtali við Vísi að hún viti ekki hvers lenskur dólgurinn sé, hún geri ráð fyrir því að hann hafi verið breskur en hann var með íslenska konu sér við hlið sem kom því rækilega á framfæri við Ástu Höllu hvað þeim þætti um hana. Stórhættulegur opinn eldur „Á lífi ykkar og eignum,“ segir Ásta Halla en henni varð það á að setja ofan í við erlendan gest sem hafði ákveðið að grilla úti á túni með einnota grilli. Ekkert undirlag, jörðin brann og eftir situr sárið svart. „Eftir nýliðin bruna í Húsafelli þá erum við extra vel á vaktinni og frekar viðkvæm fyrir svona háttalagi,“ segir Ásta Halla. Hún segir talsverða umræðu um opinn eld á tjaldsvæðinu hafi sprottið fram og gesturinn hreint ekki verið sáttur við tjaldvörðinn. „Hann neitaði svo að borga fyrir gistinguna eftir þau orð sem ég lét um hann falla,“ segir Halla. En þau orð voru um hversu heimskulegt það megi heita að kveikja opinn eld á miðju túni á tjaldssvæði. Og láta sig þá hverfa einn í hjólhýsi og ekkert eftirlit haft með eldinum. Farin án þess að borga Ásta Halla segist hafa breitt bak og hún sé ýmsu vön en þetta sé ekki liðið á tjaldsvæðinu. „Hann hótaði mér að sverta okkur á netinu og á ég ekki von á öðru. En þetta er okkar hlið á málinu en þeir eru nokkrir sem urðu vitni að þessum leiðinda atburði og geta vitnað til um atburðinn. Ég sagði honum bara að gera það en hann skyldi þá segja alla söguna.“ Nú er tími hjólhýsa og húsbíla. Ásta Halla segir mikið að gera núna og þau á Hvolsvelli eru nafli alheimsins og bjóða uppá betri aðstöðu en gerist og gengur. Myndin tengist fréttinni ekki beint.vísir/vilhelm Þau skötuhjú eru nú farin af vettvangi. Þau fóru í morgun. „Ég gerði tilraun til að rukka hann. Ég var á minni daglegu eftirlitsferð og bauð honum góðan daginn. Og rukkaði hann. Þá spurði hann hvort ég héldi virkilega að hann ætla að borga miðað við hvernig ég talaði við hann í gær? Ég sagði að hann þyrfti að borga fyrir aðstöðuna og rafmagnið sem hann notaði.“ En skömmu síðar voru þau farin, pökkuðu á klukkutíma og létu sig hverfa frá ógreiddum reikningi. Ásta Halla gerir fastlega ráð fyrir því að bíllinn sem þau voru á hafi verið bílaleigubíll og hún segist þá bara senda leigunni reikninginn. „Við erum ekki í þessu uppá krónur og aura heldur viljum við hafa gesti okkar ánægða,“ segir Ásta Halla. En hún vill hafa skikk á málunum. Umsagnir á netinu skipta miklu máli og þá er eins gott að girða fyrir ónákvæmar frásagnir, þegar svo ber undir.
Ferðamennska á Íslandi Tjaldsvæði Samfélagsmiðlar Rangárþing eystra Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent Kennaraverkfalli frestað Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent Þessi mættu best og verst í þinginu Innlent Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Innlent Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Innlent Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Innlent Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Innlent Fleiri fréttir Tæplega helmingi líst vel á Samfylkingu og Viðreisn í ríkisstjórn Kennaraverkföllum frestað og áhrif veðursins á kosningar Dynjandisheiði boðin út „á allra næstu dögum“ Miklar gleðifréttir og gott að fá nemendur og starfsfólk aftur í hús Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Svona verður kosningavaka Stöðvar 2 Næststærsta gosið hingað til Kennaraverkfalli frestað „Við setjum ekki líf og limi fólks í hættu til að flytja kjörgögn“ Tveir teknir með falin fíkniefni á leið til Ísafjarðar Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Engin kæra borist vegna upptakanna Svifryksmengun í borginni í dag og næstu daga Bein útsending: Fundur fólksins í Hörpu Óbreytt skólahald í Sunnulækjarskóla eftir helgi Ekkert D-vítamín í kæstum hákarli Fleiri gular viðvaranir á kjördag Slæm spá fjölgar þeim sem greitt hafa atkvæði Áframhaldandi gasmengun í Grindavík Margir greiða atkvæði utan kjörfundar fyrir austan Heilskimun Intuens enn til skoðunar hjá landlæknisembættinu Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Þessi mættu best og verst í þinginu Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Stefnir enn í hríðarveður á Austfjörðum á kjördag Erfiðara að manna í frístund í austurhluta borgarinnar „Talandi um að skila ekki til samfélagsins“ Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Sjá meira