Mengum meira Heiðar Guðjónsson skrifar 6. júlí 2024 07:00 Nú blasir við orkuskortur á Íslandi. Í raun eru öfug orkuskipti að fara fram þar sem rafmagnstengdar fiskiverksmiðjur eru látnar brenna olíu. Þetta gerist á meðan næga græna orku er að finna hér á landi. Í dag búum við skammtanir á heitu vatni og öruggt aðgengi að húshitun hefur snarminnkað á síðustu árum. Stærsti hluti orku heimsins fer til húsnæðis. Að halda jöfnu hitastigi á húsum útheimtir meira en helming allrar orkunotkunar jarðarinnar, meira en samgöngur og rafmagnsframleiðsla til samans. Ísland er fremst í flokki í þessum efnum en hefur einhverra hluta vegna ekki fengið það metið í samningum um að minnka losun kolefna í andrúmsloftið, heldur tekið á sig skuldbindingar í þeim efnum. Þar hefur hagsmunagæsla íslenskra stjórnvalda og embættismanna beðið algert skipbrot. En það er líka hægt að horfa til Orkuveitu Reykjavíkur til að reyna skilja hvers vegna Ísland er komið í ógöngur. Þar hafa hagsmunir almennings mátt víkja fyrir gæluverkefnum borgarstjórnar og embættismanna. Hengilssvæðið er í raun stærsta orkulind Íslands, stærri en Kárahnjúkar í heildarafli. Á Nesjavöllum hefur verið stöðug framleiðsla og í kringum Hveradali hefur verið reynt að auka framleiðslu með mismunandi árangri. Þar við hliðina í Hverahlíð er framtíðarsvæði Reykjavíkur fyrir jarðvarma, sérstaklega til húshitunar en einnig til framleiðslu rafmagns. Af óskiljanlegum ástæðum hefur aukin nýting svæðanna ekki verið efst á blaði hjá Orkuveitu Reykjavíkur heldur eitthvað allt annað. Carbfix Húshitun á flestum stöðum heimsins fer fram með bruna jarðefna, oftast kola. Þar sem húshitun er langstærsti notandi orku jarðarinnar er ljóst að hún stendur fyrir mestum útblæstri kolefna. Misheppnuð orkustefna ESB hefur valdið því að nú er verið að opna nýjar kolanámur í Þýskalandi, í fyrsta skipti í meira en hálfa öld, til að mæta orkuþörfinni. Orkuöryggi í Evrópu hefur einnig snarminnkað og verð hafa hækkað en á sama tíma eru álögur lagðar á kolefnisspor stofnana og fyrirtækja. Carbfix segist vera með lausn á þessum margþætta vanda. Setja evrópskan útblástur í olíuknúin skip sem sigla til Straumsvíkur þar sem menguninni er dælt ofaní borholur í þeirri von um að hún steingerist í jarðlögum Íslands. Það eru engar holur við Straumsvík og í raun ekki höfn fyrir verkefnið heldur. Þar undir hrauninu rennur hins vegar ein stærsta ferskvatnsá landsins Það þarf að byggja og bora fyrir tugi milljarða með gríðarlegu umhverfisraski, til að Evrópa geti haldið áfram að brenna kolum og þetta þarf að gera á Íslandi því bergið er svo ungt og tekur svo vel við. Og þá er ekki minnst á mengun ferskvatnsins. Mér finnst fáránleikinn í þessu alger. ESB hefur sett íþyngjandi gjöld og reglur um mengun á Íslandi, eins sjálfbærasta orkunotanda heims, sem við greiðum til þeirra. ESB sendir okkur svo styrki til Carbfix verkefnisins svo að við tökum við menguninni frá þeim og setjum hana í jörð á græna Íslandi. Ber enginn ábyrgð? Orkuveitu Reykjavikur hefur brugðist viðskiptavinum sínum. Í stað þess að tryggja þeim húshitun og rafmagn á hagstæðu verði hefur fyrirtækið farið í pólitísk gæluverkefni. Á meðan hefur nauðsynleg orkuöflun ekki átt sér stað, viðhald setið á hakanum með tilheyrandi sprungnum hitavatnsleiðslum, og gríðarlegum fjármunum verið sólundað. Það er ljóst að aukin framleiðsla grænnar orku eru hagsmunir Íslands og hagsmunir heimsins. Hver ákvað að betri leið væri að auka ekki græna orkuframleiðslu hér heldur reyna, með tilheyrandi orkusóun, að reyna að grænka mengandi evrópska orkuframleiðslu með því að flytja mengunina hingað? Hver samþykkti stefnuna „mengum meira“? Höfundur er hagfræðingur og fjárfestir. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Heiðar Guðjónsson Orkumál Mest lesið Tryggjum Svandísi á þing Hópur stuðningsfólks Svandísar Svavarsdóttur Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun Skilur Kristrún ekki, að stærð kökunnar er mál nr. 1? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Hvar ertu Auddi Blö: Opið bréf til Bjarna Ben frá sérfræðingi Ásta Kristín Pjetursdóttir Skoðun Greinin sem þú verður að lesa áður en þú ferð á kjörstað Bessí Þóra Jónsdóttir Skoðun Er einhver að hlusta? Hópur 143 Seyðfirðinga Skoðun Ekki láta Sjálfstæðisflokkinn ljúga að þér Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Nýtt húsnæðislánakerfi að danskri fyrirmynd? Jónas Már Torfason Skoðun Flokkur í felulitum Björn Gíslason Skoðun Höldum okkur á dagskrá Hópur fólks innan íþróttahreyfingarinnar Skoðun Skoðun Skoðun Ísland sé frjálst meðan sól gyllir haf Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Að refsa eða treysta VG? Finnur Ricart Andrason skrifar Skoðun Innflytjendur eru blórabögglar Achola Otieno skrifar Skoðun Bað- og búningsklefar okkar kvenna Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Stórkostleg tímaskekkja Sigrún Perla Gísladóttir skrifar Skoðun Vinstri græn - þrátt fyrir þverpólitíska ríkisstjórn Aðalbjörg Ísafold Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir skrifar Skoðun Kosningalimran 2024 Arnar Ingi Ingason,Freyr Snorrason skrifar Skoðun Viðreisn ætlar að forgangsraða – nýta skattfé miklu betur Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Sigrar vinnast – spár bregðast Þorvaldur Örn Árnason skrifar Skoðun Af hverju Viðreisn? Eva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pólitískar ofsóknir í aðdraganda Alþingiskosninga Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Talk about timing – degi fyrir kjördag Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Hjarta og sál Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun ESB andstæðingar blekkja Íslendinga Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn: Fyrir budduna þína og framtíðina Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson skrifar Skoðun Að mynda ríkisstjórn - skipulagt val til vinstri Hlynur Már Ragnheiðarson skrifar Skoðun Viðreisn: öfgalaus nálgun fyrir öfgalaust samfélag Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Kleppur er víða Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir skrifar Skoðun Að geta lesið sér mennsku til gagns Diljá Ámundadóttir Zoëga skrifar Skoðun Börðust afar okkar til einskis í Þorskastríðinu? Hugleiðing um ESB Haukur Ingi S. Jónsson skrifar Skoðun Á ferð um Norðvesturkjördæmi Arna Lára Jónsdóttir,Hannes Sigurbjörn Jónsson,Jóhanna Ösp Einarsdóttir,Magnús Eðvaldsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um íslenska fjölmiðla Óli Valur Pétursson skrifar Skoðun Lögfestum félagsmiðstöðvar Guðmundur Ari Sigurjónsson,Friðmey Jónsdóttir skrifar Skoðun Flokkar sem vara við sjálfum sér Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hver bjó til ehf-gat? Sigríður Á. Andersen skrifar Skoðun Lausnir eða kyrrstaða í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Aðventan – njóta eða þjóta? Hrund Þrándardóttir skrifar Skoðun Við kjósum blokkir Kjartan Valgarðsson skrifar Sjá meira
Nú blasir við orkuskortur á Íslandi. Í raun eru öfug orkuskipti að fara fram þar sem rafmagnstengdar fiskiverksmiðjur eru látnar brenna olíu. Þetta gerist á meðan næga græna orku er að finna hér á landi. Í dag búum við skammtanir á heitu vatni og öruggt aðgengi að húshitun hefur snarminnkað á síðustu árum. Stærsti hluti orku heimsins fer til húsnæðis. Að halda jöfnu hitastigi á húsum útheimtir meira en helming allrar orkunotkunar jarðarinnar, meira en samgöngur og rafmagnsframleiðsla til samans. Ísland er fremst í flokki í þessum efnum en hefur einhverra hluta vegna ekki fengið það metið í samningum um að minnka losun kolefna í andrúmsloftið, heldur tekið á sig skuldbindingar í þeim efnum. Þar hefur hagsmunagæsla íslenskra stjórnvalda og embættismanna beðið algert skipbrot. En það er líka hægt að horfa til Orkuveitu Reykjavíkur til að reyna skilja hvers vegna Ísland er komið í ógöngur. Þar hafa hagsmunir almennings mátt víkja fyrir gæluverkefnum borgarstjórnar og embættismanna. Hengilssvæðið er í raun stærsta orkulind Íslands, stærri en Kárahnjúkar í heildarafli. Á Nesjavöllum hefur verið stöðug framleiðsla og í kringum Hveradali hefur verið reynt að auka framleiðslu með mismunandi árangri. Þar við hliðina í Hverahlíð er framtíðarsvæði Reykjavíkur fyrir jarðvarma, sérstaklega til húshitunar en einnig til framleiðslu rafmagns. Af óskiljanlegum ástæðum hefur aukin nýting svæðanna ekki verið efst á blaði hjá Orkuveitu Reykjavíkur heldur eitthvað allt annað. Carbfix Húshitun á flestum stöðum heimsins fer fram með bruna jarðefna, oftast kola. Þar sem húshitun er langstærsti notandi orku jarðarinnar er ljóst að hún stendur fyrir mestum útblæstri kolefna. Misheppnuð orkustefna ESB hefur valdið því að nú er verið að opna nýjar kolanámur í Þýskalandi, í fyrsta skipti í meira en hálfa öld, til að mæta orkuþörfinni. Orkuöryggi í Evrópu hefur einnig snarminnkað og verð hafa hækkað en á sama tíma eru álögur lagðar á kolefnisspor stofnana og fyrirtækja. Carbfix segist vera með lausn á þessum margþætta vanda. Setja evrópskan útblástur í olíuknúin skip sem sigla til Straumsvíkur þar sem menguninni er dælt ofaní borholur í þeirri von um að hún steingerist í jarðlögum Íslands. Það eru engar holur við Straumsvík og í raun ekki höfn fyrir verkefnið heldur. Þar undir hrauninu rennur hins vegar ein stærsta ferskvatnsá landsins Það þarf að byggja og bora fyrir tugi milljarða með gríðarlegu umhverfisraski, til að Evrópa geti haldið áfram að brenna kolum og þetta þarf að gera á Íslandi því bergið er svo ungt og tekur svo vel við. Og þá er ekki minnst á mengun ferskvatnsins. Mér finnst fáránleikinn í þessu alger. ESB hefur sett íþyngjandi gjöld og reglur um mengun á Íslandi, eins sjálfbærasta orkunotanda heims, sem við greiðum til þeirra. ESB sendir okkur svo styrki til Carbfix verkefnisins svo að við tökum við menguninni frá þeim og setjum hana í jörð á græna Íslandi. Ber enginn ábyrgð? Orkuveitu Reykjavikur hefur brugðist viðskiptavinum sínum. Í stað þess að tryggja þeim húshitun og rafmagn á hagstæðu verði hefur fyrirtækið farið í pólitísk gæluverkefni. Á meðan hefur nauðsynleg orkuöflun ekki átt sér stað, viðhald setið á hakanum með tilheyrandi sprungnum hitavatnsleiðslum, og gríðarlegum fjármunum verið sólundað. Það er ljóst að aukin framleiðsla grænnar orku eru hagsmunir Íslands og hagsmunir heimsins. Hver ákvað að betri leið væri að auka ekki græna orkuframleiðslu hér heldur reyna, með tilheyrandi orkusóun, að reyna að grænka mengandi evrópska orkuframleiðslu með því að flytja mengunina hingað? Hver samþykkti stefnuna „mengum meira“? Höfundur er hagfræðingur og fjárfestir.
Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson skrifar
Skoðun Börðust afar okkar til einskis í Þorskastríðinu? Hugleiðing um ESB Haukur Ingi S. Jónsson skrifar
Skoðun Á ferð um Norðvesturkjördæmi Arna Lára Jónsdóttir,Hannes Sigurbjörn Jónsson,Jóhanna Ösp Einarsdóttir,Magnús Eðvaldsson skrifar