Óréttlæti sem verði að leiðrétta Ólafur Björn Sverrisson skrifar 10. júlí 2024 09:03 Sigþór kallar eftir úbótum hjá Ríkisútvarpinu. vísir „Þetta er óréttlæti sem þarf að leiðrétta,“ segir formaður Blindrafélagsins um aðgengi blindra og sjónskertra að efni Ríkisútvarpsins. Hann segir lítið verða úr verki í Efstaleitinu þrátt fyrir fjölda fyrirspurna, bréfa og nýrra lausna. Í aðsendri grein á Vísi fjallar Sigþór U. Hallfreðsson formaður félagsins um aðgengi að efni Ríkisútvarpsins. Kveikjan að skrifum hans er umræða um útsendingar RÚV um gervihnött, sem var hætt 1. júlí og kom flatt upp á sjómenn sem höfðu treyst á útsendinguna á sjó. Menningarmálaráðherra óskaði eftir því í kjölfarið við útvarpsstjóra að útsendingum verði haldið áfram til áramóta. „Við hjá Blindrafélaginu gleðjumst yfir því að tekið hafi verið tillit til stöðu sjómanna. Í þessu samhengi langar okkur þó að benda á að Blindrafélagið hefur sent fjölda fyrirspurna og bréfa til RÚV vegna síðunnar og appsins á þeirra vegum og lengi beðið eftir sjónlýsingum á innlendu efni, og hefur átt marga jákvæða fundi með útvarpsstjóra og öðrum stjórnendum RÚV en lítið verður þó úr verki þrátt fyrir að fjöldi nýrra lausna hafi orðið til á undanförnum árum,“ segir Sigþór. Bent hafi verið á að aðgangur að vefsíðu RÚV virki illa fyrir vefvart. Aðrar fréttaveitur séu með aðgengilegar fréttir fyrir vefvarp og því hægur leikur að bæta úr aðgenginu. „Á sama tíma hefur Blindrafélagið bent á að vefur RÚV og öpp þeirra séu ekki nægilega aðgengileg fyrir skjálesara, sem gerir það erfitt fyrir blinda og sjónskerta að nota þau.“ Sigþór segir frá sérstakri Sjónlýsingarviku sem haldin hafi verið í október, þar sem Stefán Eiríksson útvarpsstjóri, var knúinn til að svara um hvenær væri von á sjónlýsingum. „Okkur hafa enn ekki borist svör en viljum vera bjartsýn á að geta fengið að fylgjast með næstu þáttaröð Aftureldingar og annars íslensks gæðaefnis RÚV og fá að taka virkan þátt í samfélagslegri umræðu um menningar- og dægurmál. Brýnt sé að RÚV taki aðgengismál alvarlega og geri raunverulegar úrbætur. „Þetta er ekki aðeins lagaleg skylda, heldur einnig spurning um réttlæti og samfélagslega ábyrgð. Við vonumst til að sjá raunverulegar úrbætur á þessu sviði og hlökkum til þess dags þegar allir, óháð staðsetningu eða fötlun, geta notið þess sem RÚV hefur upp á að bjóða. Við hjá Blindrafélaginu erum tilbúin til samstarfs.“ Ríkisútvarpið Málefni fatlaðs fólks Fjölmiðlar Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent Kennaraverkfalli frestað Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Innlent Þessi mættu best og verst í þinginu Innlent Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Innlent Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Innlent Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Innlent Fleiri fréttir Kennaraverkföllum frestað og áhrif veðursins á kosningar Dynjandisheiði boðin út „á allra næstu dögum“ Miklar gleðifréttir og gott að fá nemendur og starfsfólk aftur í hús Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Svona verður kosningavaka Stöðvar 2 Næststærsta gosið hingað til Kennaraverkfalli frestað „Við setjum ekki líf og limi fólks í hættu til að flytja kjörgögn“ Tveir teknir með falin fíkniefni á leið til Ísafjarðar Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Engin kæra borist vegna upptakanna Svifryksmengun í borginni í dag og næstu daga Bein útsending: Fundur fólksins í Hörpu Óbreytt skólahald í Sunnulækjarskóla eftir helgi Ekkert D-vítamín í kæstum hákarli Fleiri gular viðvaranir á kjördag Slæm spá fjölgar þeim sem greitt hafa atkvæði Áframhaldandi gasmengun í Grindavík Margir greiða atkvæði utan kjörfundar fyrir austan Heilskimun Intuens enn til skoðunar hjá landlæknisembættinu Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Þessi mættu best og verst í þinginu Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Stefnir enn í hríðarveður á Austfjörðum á kjördag Erfiðara að manna í frístund í austurhluta borgarinnar „Talandi um að skila ekki til samfélagsins“ Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Sjá meira
Í aðsendri grein á Vísi fjallar Sigþór U. Hallfreðsson formaður félagsins um aðgengi að efni Ríkisútvarpsins. Kveikjan að skrifum hans er umræða um útsendingar RÚV um gervihnött, sem var hætt 1. júlí og kom flatt upp á sjómenn sem höfðu treyst á útsendinguna á sjó. Menningarmálaráðherra óskaði eftir því í kjölfarið við útvarpsstjóra að útsendingum verði haldið áfram til áramóta. „Við hjá Blindrafélaginu gleðjumst yfir því að tekið hafi verið tillit til stöðu sjómanna. Í þessu samhengi langar okkur þó að benda á að Blindrafélagið hefur sent fjölda fyrirspurna og bréfa til RÚV vegna síðunnar og appsins á þeirra vegum og lengi beðið eftir sjónlýsingum á innlendu efni, og hefur átt marga jákvæða fundi með útvarpsstjóra og öðrum stjórnendum RÚV en lítið verður þó úr verki þrátt fyrir að fjöldi nýrra lausna hafi orðið til á undanförnum árum,“ segir Sigþór. Bent hafi verið á að aðgangur að vefsíðu RÚV virki illa fyrir vefvart. Aðrar fréttaveitur séu með aðgengilegar fréttir fyrir vefvarp og því hægur leikur að bæta úr aðgenginu. „Á sama tíma hefur Blindrafélagið bent á að vefur RÚV og öpp þeirra séu ekki nægilega aðgengileg fyrir skjálesara, sem gerir það erfitt fyrir blinda og sjónskerta að nota þau.“ Sigþór segir frá sérstakri Sjónlýsingarviku sem haldin hafi verið í október, þar sem Stefán Eiríksson útvarpsstjóri, var knúinn til að svara um hvenær væri von á sjónlýsingum. „Okkur hafa enn ekki borist svör en viljum vera bjartsýn á að geta fengið að fylgjast með næstu þáttaröð Aftureldingar og annars íslensks gæðaefnis RÚV og fá að taka virkan þátt í samfélagslegri umræðu um menningar- og dægurmál. Brýnt sé að RÚV taki aðgengismál alvarlega og geri raunverulegar úrbætur. „Þetta er ekki aðeins lagaleg skylda, heldur einnig spurning um réttlæti og samfélagslega ábyrgð. Við vonumst til að sjá raunverulegar úrbætur á þessu sviði og hlökkum til þess dags þegar allir, óháð staðsetningu eða fötlun, geta notið þess sem RÚV hefur upp á að bjóða. Við hjá Blindrafélaginu erum tilbúin til samstarfs.“
Ríkisútvarpið Málefni fatlaðs fólks Fjölmiðlar Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent Kennaraverkfalli frestað Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Innlent Þessi mættu best og verst í þinginu Innlent Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Innlent Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Innlent Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Innlent Fleiri fréttir Kennaraverkföllum frestað og áhrif veðursins á kosningar Dynjandisheiði boðin út „á allra næstu dögum“ Miklar gleðifréttir og gott að fá nemendur og starfsfólk aftur í hús Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Svona verður kosningavaka Stöðvar 2 Næststærsta gosið hingað til Kennaraverkfalli frestað „Við setjum ekki líf og limi fólks í hættu til að flytja kjörgögn“ Tveir teknir með falin fíkniefni á leið til Ísafjarðar Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Engin kæra borist vegna upptakanna Svifryksmengun í borginni í dag og næstu daga Bein útsending: Fundur fólksins í Hörpu Óbreytt skólahald í Sunnulækjarskóla eftir helgi Ekkert D-vítamín í kæstum hákarli Fleiri gular viðvaranir á kjördag Slæm spá fjölgar þeim sem greitt hafa atkvæði Áframhaldandi gasmengun í Grindavík Margir greiða atkvæði utan kjörfundar fyrir austan Heilskimun Intuens enn til skoðunar hjá landlæknisembættinu Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Þessi mættu best og verst í þinginu Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Stefnir enn í hríðarveður á Austfjörðum á kjördag Erfiðara að manna í frístund í austurhluta borgarinnar „Talandi um að skila ekki til samfélagsins“ Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Sjá meira