Leggja kílómetragjald á bensín- og olíubíla Jón Ísak Ragnarsson skrifar 11. júlí 2024 18:50 Frá og með næstu áramótum þurfa eigendur bensín- og olíubíla að greiða sérstakt kílómetragjald, eins og eigendur rafbíla, vetnisbíla og tengiltvinnbíla hafa gert á þessu ári. Til stendur að fella brott bensín og olíugjöld. Vísir/Vilhelm Fjármála- og efnahagsráðuneytið hefur kynnt til samráðs mál um að kílómetragjald verði tekið upp fyrir bensín- og olíubíla. Gjaldið var lagt á rafmagns, tengiltvinnbíla, og vetnisbíla um síðustu áramót. Kílómetragjaldið á að koma í stað olíu- og bensíngjalda, sem nú eru greidd við kaup á jarðefnaeldsneyti. Áformað er að olíu- og bensíngjöld verði felld brott. Þessi áform hafa legið fyrir frá því í fyrra. Þegar frumvarpið um kílómetragjald á rafbíla, vetnisbíla og tengiltvinnbíla var lagt fram síðasta haust, kom fram að áform væru uppi um að leggja gjaldið einnig á bensín- og olíubíla að ári liðnu. Gjaldið taki mið af þyngd ökutækis Áformin eru nú til umsagnar í samráðsgátt stjórnvalda, en til stendur að leggja fram frumvarp um málið á haustþingi. Fram kemur að kílómetragjaldið verði föst krónutala fyrir hvern ekinn kílómetra af ökutækjum með leyfða heildarþyng 3.500 kg eða minna. Fyrir liggi að þau ökutæki valdi almennt áþekku vegsliti. Fari leyfð heildarþyngd ökutækisins umfram 3.500 kg, mun fjárhæð kílómetragjaldsins taka mið af heildarþyngd út frá útreikningi á tilteknum þyngdarstuðli. Gjaldið muni þannig fara stighækkandi með aukinni þyngd ökutækisins, en niðurbrotsáhrif þungra bifreiða á vegum landsins séu mun meiri heldur en léttari bifreiða. Ekki kemur fram hverjar upphæðirnar koma til með að verða, en í ár hefur gjaldið verið fastar sex krónur á hvern ekinn kílómetra á rafmagns og vetnisbílum, og tvær krónur á hvern kílómeter á tengiltvinnbílum. Vilja tryggja jafnræði og sanngirni í gjaldtöku vegna notkunar á vegakerfinu Þá segir að kílómetragjaldið komi í stað olíu- og bensíngjalda, sem nú eru greidd við kaup á jarðefnaeldsneyti. Þau verði samhliða felld brott. „Nýtt kerfi tryggir að fjárhagslegur hvati verði áfram til orkuskipta. Í kerfisbreytingunni felst hækkun á kolefnisgjaldi sem einnig styður við þennan hvata,“ segir í samráðsgáttinni. Einnig stendur að orkukostnaður og viðhaldskostnaður rafmagnsbíla verði áfram umtalsvert lægri en bíla sem ganga fyrir jarðefnaeldsneyti. Fram kemur að markmiðin sem stefnt sé að með frumvarpinu séu eftirfarandi: Tryggja ríkissjóði sjálfbæra tekjuöflun af ökutækjum til framtíðar í því skyni að treysta forsendur fyrir fjármögnun á uppbyggingu og rekstri vegakerfisins. Auka gagnsæi í gjaldtöku í samræmi við notkun ökutækja á vegum landsins. Byggja upp einfalt og notendavænt gjaldtökukerfi ökutækja. Samræma gjaldtöku með innleiðingu á einu kerfi fyrir alla gjaldtöku. Aðlögun að orkuskiptum og að framtíðarþróun, m.a. með álagningu kolefnisgjalds á mengandi ökutæki. Engar umsagnir hafa borist enn sem komið er. Bílar Skattar og tollar Vistvænir bílar Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Orkuskipti Orkumál Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Innlent Þessi mættu best og verst í þinginu Innlent Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Innlent Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Innlent Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Innlent Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Innlent Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Innlent Fleiri fréttir Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Engin kæra borist vegna upptakanna Svifryksmengun í borginni í dag og næstu daga Bein útsending: Fundur fólksins í Hörpu Óbreytt skólahald í Sunnulækjarskóla eftir helgi Ekkert D-vítamín í kæstum hákarli Fleiri gular viðvaranir á kjördag Slæm spá fjölgar þeim sem greitt hafa atkvæði Áframhaldandi gasmengun í Grindavík Margir greiða atkvæði utan kjörfundar fyrir austan Heilskimun Intuens enn til skoðunar hjá landlæknisembættinu Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Þessi mættu best og verst í þinginu Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Stefnir enn í hríðarveður á Austfjörðum á kjördag Erfiðara að manna í frístund í austurhluta borgarinnar „Talandi um að skila ekki til samfélagsins“ Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ „Er ekki hægt að hafa sér þátt fyrir hann?“ Fjölmenn lögregluaðgerð á Ísafirði „Leikurinn er ekki búinn fyrr en hann er búinn“ Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Óvenjumikil aðsókn vegna veðurs Rýnt í fylgið á lokasprettinum og mögnuð heimsókn í íslenska gullnámu Ósennilegar skýringar á því hvernig DNA endaði á kynfærum „Ég mun deyja á þessari hæð“ Sjá meira
Þessi áform hafa legið fyrir frá því í fyrra. Þegar frumvarpið um kílómetragjald á rafbíla, vetnisbíla og tengiltvinnbíla var lagt fram síðasta haust, kom fram að áform væru uppi um að leggja gjaldið einnig á bensín- og olíubíla að ári liðnu. Gjaldið taki mið af þyngd ökutækis Áformin eru nú til umsagnar í samráðsgátt stjórnvalda, en til stendur að leggja fram frumvarp um málið á haustþingi. Fram kemur að kílómetragjaldið verði föst krónutala fyrir hvern ekinn kílómetra af ökutækjum með leyfða heildarþyng 3.500 kg eða minna. Fyrir liggi að þau ökutæki valdi almennt áþekku vegsliti. Fari leyfð heildarþyngd ökutækisins umfram 3.500 kg, mun fjárhæð kílómetragjaldsins taka mið af heildarþyngd út frá útreikningi á tilteknum þyngdarstuðli. Gjaldið muni þannig fara stighækkandi með aukinni þyngd ökutækisins, en niðurbrotsáhrif þungra bifreiða á vegum landsins séu mun meiri heldur en léttari bifreiða. Ekki kemur fram hverjar upphæðirnar koma til með að verða, en í ár hefur gjaldið verið fastar sex krónur á hvern ekinn kílómetra á rafmagns og vetnisbílum, og tvær krónur á hvern kílómeter á tengiltvinnbílum. Vilja tryggja jafnræði og sanngirni í gjaldtöku vegna notkunar á vegakerfinu Þá segir að kílómetragjaldið komi í stað olíu- og bensíngjalda, sem nú eru greidd við kaup á jarðefnaeldsneyti. Þau verði samhliða felld brott. „Nýtt kerfi tryggir að fjárhagslegur hvati verði áfram til orkuskipta. Í kerfisbreytingunni felst hækkun á kolefnisgjaldi sem einnig styður við þennan hvata,“ segir í samráðsgáttinni. Einnig stendur að orkukostnaður og viðhaldskostnaður rafmagnsbíla verði áfram umtalsvert lægri en bíla sem ganga fyrir jarðefnaeldsneyti. Fram kemur að markmiðin sem stefnt sé að með frumvarpinu séu eftirfarandi: Tryggja ríkissjóði sjálfbæra tekjuöflun af ökutækjum til framtíðar í því skyni að treysta forsendur fyrir fjármögnun á uppbyggingu og rekstri vegakerfisins. Auka gagnsæi í gjaldtöku í samræmi við notkun ökutækja á vegum landsins. Byggja upp einfalt og notendavænt gjaldtökukerfi ökutækja. Samræma gjaldtöku með innleiðingu á einu kerfi fyrir alla gjaldtöku. Aðlögun að orkuskiptum og að framtíðarþróun, m.a. með álagningu kolefnisgjalds á mengandi ökutæki. Engar umsagnir hafa borist enn sem komið er.
Bílar Skattar og tollar Vistvænir bílar Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Orkuskipti Orkumál Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Innlent Þessi mættu best og verst í þinginu Innlent Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Innlent Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Innlent Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Innlent Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Innlent Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Innlent Fleiri fréttir Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Engin kæra borist vegna upptakanna Svifryksmengun í borginni í dag og næstu daga Bein útsending: Fundur fólksins í Hörpu Óbreytt skólahald í Sunnulækjarskóla eftir helgi Ekkert D-vítamín í kæstum hákarli Fleiri gular viðvaranir á kjördag Slæm spá fjölgar þeim sem greitt hafa atkvæði Áframhaldandi gasmengun í Grindavík Margir greiða atkvæði utan kjörfundar fyrir austan Heilskimun Intuens enn til skoðunar hjá landlæknisembættinu Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Þessi mættu best og verst í þinginu Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Stefnir enn í hríðarveður á Austfjörðum á kjördag Erfiðara að manna í frístund í austurhluta borgarinnar „Talandi um að skila ekki til samfélagsins“ Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ „Er ekki hægt að hafa sér þátt fyrir hann?“ Fjölmenn lögregluaðgerð á Ísafirði „Leikurinn er ekki búinn fyrr en hann er búinn“ Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Óvenjumikil aðsókn vegna veðurs Rýnt í fylgið á lokasprettinum og mögnuð heimsókn í íslenska gullnámu Ósennilegar skýringar á því hvernig DNA endaði á kynfærum „Ég mun deyja á þessari hæð“ Sjá meira