Kemur inn í umhverfi þar sem fólk hefur séð spillingu Valur Páll Eiríksson skrifar 14. júlí 2024 08:02 Heimir ásamt yfirmönnum sínum David Courell og Marc Canham. Getty Írskur blaðamaður segir skiptar skoðanir um ráðningu Heimis Hallgrímssonar. Heimir kemur inn í sérstakt umhverfi hjá írska knattspyrnusambandinu, og mikið gustað það síðustu ár. Gavin Cummiskey, blaðamaður hjá Irish Times.Irish Times Heimir var kynntur sem nýr þjálfari Írlands í fyrradag og sat fyrir svörum á blaðamannafundi í gær. En hvernig tekur írska þjóðin í ráðninguna? „Menn þurftu satt að segja að fletta honum upp. Þangað til maður lítur til baka á frábæran árangur Íslands. Allir vita að Ísland sigraði England á EM 2016. Fólk vissi bara ekki hver hann var en þegar það áttaði sig á að hann hefði gert þetta og þeim árangri sem hann hefur náð á síðustu árum,“ segir Gavin Cummiskey, blaðamaður á Irish Times, í Sportpakkanum á Stöð 2. „Viðbrögðin hafa verið í lagi. Dálitlar efasemdir, menn eru ekki alveg vissir en ég held að menn muni styðja hann.“ Ólgusjór hjá sambandinu Gengið hefur á ýmsu hjá knattspyrnusambandinu síðustu ár þar sem meint spillingarmál koma fyrir. Þá þurfti írska ríkið að bjarga sambandinu frá gjaldþroti. Aðeins örfáir dagar síðan knattspyrnusambandið þurfti að biðjast afsökunar á kynferðisofbeldi af hálfu þjálfara á vegum þess á 10. Áratugnum og Damien Duff fyrrum aðstoðarþjálfari Írlands gagnrýndi sambandið harðlega í víkunni. Það er því vert að spyrja hvernig umhverfi bíður Heimis. „Hann kemur inn í mjög áhugavert umhverfi þar sem fólk hefur séð spillingu og séð menn gefa loforð sem þeir hafa ekki staðið við,“ segir Cummiskey. „Það mikilvægasta sem hann hefur gert síðustu daga er að vera ekki með neitt kjaftæði, hann var hreinskilinn.“ „Hann sagðist vita hvað hann þyrfti að gera, í hverju hann yrði að vinna. Hann reyndi ekki að sykurhúða það. Hann virðist tala hreint út og það er svo mikilvægt fyrir það sem hann þarf að gera,“ segir Cummiskey. HM-sæti veiti ríkisborgararétt Heimir hefur því verk að vinna. „Hann stendur frammi fyrir mörgum áskorunum en ef hann nær óvæntum úrslitum eins og hjá Jamaíka og Íslandi og náð góðum úrslitum gegn þeim liðum sem við væntum þess að vinna þá hverfa svo mörg vandamál,“ „Ef hann kemur þeim á HM fær hann strax írskan ríkisborgararétt,“ segir Cummiskey. Fréttina má sjá í spilaranum að ofan. Heimir Hallgrímsson þjálfar landslið Írlands Mest lesið Uppgjörið: Holland - Ísland 27-25 | Hetjuleg frammistaða gegn einu besta liði heims Handbolti Þórir fær ekki keppnisleyfi fyrir tvo af leikmönnum sínum á EM Handbolti Ákall á forsíðu stórblaðsins: Bjargið leikmanninum Fótbolti Kærður fyrir ofbeldi gegn syni sínum Sport Jenas missir annað starf Fótbolti Heimaleikur Íslands fer fram á Spáni Fótbolti Segja Íslendinginn tilbúinn í það að verða næsta stjarna Bandaríkjamanna Fótbolti Bein útsending: Höttur - KR | Höttur frumsýnir tvo nýja leikmenn Körfubolti Amorim djúpt snortinn: „Mun ekki gleyma þessu“ Fótbolti Leicester-menn skammaðir fyrir jólapartíið Enski boltinn Fleiri fréttir Sterkt lið Íslands gegn Kanada í kvöld Jenas missir annað starf Leicester-menn skammaðir fyrir jólapartíið Heimaleikur Íslands fer fram á Spáni Keflvíkingar keyptu leikmann frá Njarðvík Ákall á forsíðu stórblaðsins: Bjargið leikmanninum Segja Íslendinginn tilbúinn í það að verða næsta stjarna Bandaríkjamanna Amorim djúpt snortinn: „Mun ekki gleyma þessu“ Erfitt kvöld hjá Íslendingunum Hummels kom Rómverjum til bjargar Højlund með tvö mörk í fyrsta sigri Amorims „Taktískt flott frammistaða í erfiðum leik“ „Fannst hann fara í gegnum lappirnar á mér“ „Fagmannleg og heilsteypt frammistaða hjá okkur“ Sverrir og félagar lokuðu vörninni og Panathinaikos vann loksins Nkunku áfram sjóðheitur og Chelsea með fullt hús stiga Uppgjörið: Noah - Víkingur 0-0 | Víkingur sótti sterkt stig til Jerevan Ísland áfram neðst Norðurlanda og næsti mótherji í 99. sæti Kostað Manchester United marga milljarða að skipt um stjóra Hundrað milljónir og leiktíð lengri en ár í húfi hjá Víkingum Mbappé fékk tvo í einkunn Hafa unnið alla heimaleiki sína í Evrópu og taka á móti Víkingum í kvöld Sjáðu fáránlegt sjálfsmark Celtic og endurkomur PSV og Benfica Ráða njósnara á Íslandi Sjáðu mörkin þegar Liverpool vann Evrópumeistara Real Madrid Réttarhöldin yfir Manchester City klárast fyrir jól Landsliðskonurnar okkar hrifnar af IceGuys Van Nistelrooy mættur aftur í ensku úrvalsdeildina Fann ástina í örmum skilnaðarlögfræðingsins „Sem betur fer fór ég enn á ný í rétt horn“ Sjá meira
Gavin Cummiskey, blaðamaður hjá Irish Times.Irish Times Heimir var kynntur sem nýr þjálfari Írlands í fyrradag og sat fyrir svörum á blaðamannafundi í gær. En hvernig tekur írska þjóðin í ráðninguna? „Menn þurftu satt að segja að fletta honum upp. Þangað til maður lítur til baka á frábæran árangur Íslands. Allir vita að Ísland sigraði England á EM 2016. Fólk vissi bara ekki hver hann var en þegar það áttaði sig á að hann hefði gert þetta og þeim árangri sem hann hefur náð á síðustu árum,“ segir Gavin Cummiskey, blaðamaður á Irish Times, í Sportpakkanum á Stöð 2. „Viðbrögðin hafa verið í lagi. Dálitlar efasemdir, menn eru ekki alveg vissir en ég held að menn muni styðja hann.“ Ólgusjór hjá sambandinu Gengið hefur á ýmsu hjá knattspyrnusambandinu síðustu ár þar sem meint spillingarmál koma fyrir. Þá þurfti írska ríkið að bjarga sambandinu frá gjaldþroti. Aðeins örfáir dagar síðan knattspyrnusambandið þurfti að biðjast afsökunar á kynferðisofbeldi af hálfu þjálfara á vegum þess á 10. Áratugnum og Damien Duff fyrrum aðstoðarþjálfari Írlands gagnrýndi sambandið harðlega í víkunni. Það er því vert að spyrja hvernig umhverfi bíður Heimis. „Hann kemur inn í mjög áhugavert umhverfi þar sem fólk hefur séð spillingu og séð menn gefa loforð sem þeir hafa ekki staðið við,“ segir Cummiskey. „Það mikilvægasta sem hann hefur gert síðustu daga er að vera ekki með neitt kjaftæði, hann var hreinskilinn.“ „Hann sagðist vita hvað hann þyrfti að gera, í hverju hann yrði að vinna. Hann reyndi ekki að sykurhúða það. Hann virðist tala hreint út og það er svo mikilvægt fyrir það sem hann þarf að gera,“ segir Cummiskey. HM-sæti veiti ríkisborgararétt Heimir hefur því verk að vinna. „Hann stendur frammi fyrir mörgum áskorunum en ef hann nær óvæntum úrslitum eins og hjá Jamaíka og Íslandi og náð góðum úrslitum gegn þeim liðum sem við væntum þess að vinna þá hverfa svo mörg vandamál,“ „Ef hann kemur þeim á HM fær hann strax írskan ríkisborgararétt,“ segir Cummiskey. Fréttina má sjá í spilaranum að ofan.
Heimir Hallgrímsson þjálfar landslið Írlands Mest lesið Uppgjörið: Holland - Ísland 27-25 | Hetjuleg frammistaða gegn einu besta liði heims Handbolti Þórir fær ekki keppnisleyfi fyrir tvo af leikmönnum sínum á EM Handbolti Ákall á forsíðu stórblaðsins: Bjargið leikmanninum Fótbolti Kærður fyrir ofbeldi gegn syni sínum Sport Jenas missir annað starf Fótbolti Heimaleikur Íslands fer fram á Spáni Fótbolti Segja Íslendinginn tilbúinn í það að verða næsta stjarna Bandaríkjamanna Fótbolti Bein útsending: Höttur - KR | Höttur frumsýnir tvo nýja leikmenn Körfubolti Amorim djúpt snortinn: „Mun ekki gleyma þessu“ Fótbolti Leicester-menn skammaðir fyrir jólapartíið Enski boltinn Fleiri fréttir Sterkt lið Íslands gegn Kanada í kvöld Jenas missir annað starf Leicester-menn skammaðir fyrir jólapartíið Heimaleikur Íslands fer fram á Spáni Keflvíkingar keyptu leikmann frá Njarðvík Ákall á forsíðu stórblaðsins: Bjargið leikmanninum Segja Íslendinginn tilbúinn í það að verða næsta stjarna Bandaríkjamanna Amorim djúpt snortinn: „Mun ekki gleyma þessu“ Erfitt kvöld hjá Íslendingunum Hummels kom Rómverjum til bjargar Højlund með tvö mörk í fyrsta sigri Amorims „Taktískt flott frammistaða í erfiðum leik“ „Fannst hann fara í gegnum lappirnar á mér“ „Fagmannleg og heilsteypt frammistaða hjá okkur“ Sverrir og félagar lokuðu vörninni og Panathinaikos vann loksins Nkunku áfram sjóðheitur og Chelsea með fullt hús stiga Uppgjörið: Noah - Víkingur 0-0 | Víkingur sótti sterkt stig til Jerevan Ísland áfram neðst Norðurlanda og næsti mótherji í 99. sæti Kostað Manchester United marga milljarða að skipt um stjóra Hundrað milljónir og leiktíð lengri en ár í húfi hjá Víkingum Mbappé fékk tvo í einkunn Hafa unnið alla heimaleiki sína í Evrópu og taka á móti Víkingum í kvöld Sjáðu fáránlegt sjálfsmark Celtic og endurkomur PSV og Benfica Ráða njósnara á Íslandi Sjáðu mörkin þegar Liverpool vann Evrópumeistara Real Madrid Réttarhöldin yfir Manchester City klárast fyrir jól Landsliðskonurnar okkar hrifnar af IceGuys Van Nistelrooy mættur aftur í ensku úrvalsdeildina Fann ástina í örmum skilnaðarlögfræðingsins „Sem betur fer fór ég enn á ný í rétt horn“ Sjá meira