Grunaðir um kókaíninnflutning í gegnum kaffikönnu og útvarp Jón Þór Stefánsson skrifar 18. júlí 2024 10:42 Efnin fundust í kaffikönnu og útvarpi. Vísir/Getty Þrír karlmenn hafa verið ákærðir fyrir stórfelld fíkniefnalagabrot vegna innflutnings á kókaíni sem var falið annars vegar í kaffikönnu og hins vegar í útvarpstæki. Ákæruliðirnir í málinu eru tveir talsins. Sá fyrri varðar kaffikönnuna sem innihélt 887 grömm af kókaíni, en styrkleiki efnanna var um sjötíu prósent. Kannan var flutt frá Frakklandi en fannst við eftirlit tollvarða þann 20. mars 2024 og í kjölfarið lagði lögreglan hald á efnin og rannsakaði þau. Pakkanum var síðan komið fyrir í pósthúsinu á Dalvegi í Kópavogi. Tveir mannanna sem voru ákærðir í málinu eru sagðir hafa tekið á móti sendingunni og farið með hana ótilgreindan stað þar sem þriðji maðurinn, sem kom á bíl, tók við henni. Þriðji maðurinn fór með sendinguna að húsi í Furugrund þar sem lögreglan handtók hann. Fram kemur að skráður móttakandi sendingarinnar sé fjórði einstaklingurinn sem er ekki ákærður í málinu. Málið verður tekið fyrir í Héraðsdómi Reykjaness.Vísir/Vilhelm Seinna málið varðaði innflutning á 815 grömmum af kókaíni, með 72 til 75 prósenta styrkleika, sem var falið í útvarpstæki sem var flutt til landsins frá Sviss. Tollgæslan fann efnin sama dag og hin efnin fundust. Líkt og í hinu málinu lagði lögreglan hald á efnin og kom síðan pakkanum fyrir í pósthúsi. Einn mannanna þriggja var handtekinn á Háaleitisbraut í Reykjavík, en hann er sagður hafa verið á leið að sækja pakkann. Sendingin var skráð á nafn fimmta einstaklingsins sem er ekki ákærður í málinu. Ákæruvaldið áætlar að efnin hafi verið ætluð til söludreifingar hér á landi. Þess er krafist að mennirnir verði dæmdir til refsingar og greiðslu sakarkostnaðar, og þá er upptöku á rúmum 1,7 kílóum af kókaíni krafist. Fíkniefnabrot Lögreglumál Dómsmál Smygl Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent Kennaraverkfalli frestað Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Innlent Þessi mættu best og verst í þinginu Innlent Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Innlent Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Innlent Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Innlent Fleiri fréttir Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Önnin kláruð með eðlilegum hætti í MR Tæplega helmingi líst vel á Samfylkingu og Viðreisn í ríkisstjórn Kennaraverkföllum frestað og áhrif veðursins á kosningar Dynjandisheiði boðin út „á allra næstu dögum“ Miklar gleðifréttir og gott að fá nemendur og starfsfólk aftur í hús Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Svona verður kosningavaka Stöðvar 2 Næststærsta gosið hingað til Kennaraverkfalli frestað „Við setjum ekki líf og limi fólks í hættu til að flytja kjörgögn“ Tveir teknir með falin fíkniefni á leið til Ísafjarðar Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Engin kæra borist vegna upptakanna Svifryksmengun í borginni í dag og næstu daga Bein útsending: Fundur fólksins í Hörpu Óbreytt skólahald í Sunnulækjarskóla eftir helgi Ekkert D-vítamín í kæstum hákarli Fleiri gular viðvaranir á kjördag Slæm spá fjölgar þeim sem greitt hafa atkvæði Áframhaldandi gasmengun í Grindavík Margir greiða atkvæði utan kjörfundar fyrir austan Heilskimun Intuens enn til skoðunar hjá landlæknisembættinu Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Þessi mættu best og verst í þinginu Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Stefnir enn í hríðarveður á Austfjörðum á kjördag Erfiðara að manna í frístund í austurhluta borgarinnar Sjá meira
Ákæruliðirnir í málinu eru tveir talsins. Sá fyrri varðar kaffikönnuna sem innihélt 887 grömm af kókaíni, en styrkleiki efnanna var um sjötíu prósent. Kannan var flutt frá Frakklandi en fannst við eftirlit tollvarða þann 20. mars 2024 og í kjölfarið lagði lögreglan hald á efnin og rannsakaði þau. Pakkanum var síðan komið fyrir í pósthúsinu á Dalvegi í Kópavogi. Tveir mannanna sem voru ákærðir í málinu eru sagðir hafa tekið á móti sendingunni og farið með hana ótilgreindan stað þar sem þriðji maðurinn, sem kom á bíl, tók við henni. Þriðji maðurinn fór með sendinguna að húsi í Furugrund þar sem lögreglan handtók hann. Fram kemur að skráður móttakandi sendingarinnar sé fjórði einstaklingurinn sem er ekki ákærður í málinu. Málið verður tekið fyrir í Héraðsdómi Reykjaness.Vísir/Vilhelm Seinna málið varðaði innflutning á 815 grömmum af kókaíni, með 72 til 75 prósenta styrkleika, sem var falið í útvarpstæki sem var flutt til landsins frá Sviss. Tollgæslan fann efnin sama dag og hin efnin fundust. Líkt og í hinu málinu lagði lögreglan hald á efnin og kom síðan pakkanum fyrir í pósthúsi. Einn mannanna þriggja var handtekinn á Háaleitisbraut í Reykjavík, en hann er sagður hafa verið á leið að sækja pakkann. Sendingin var skráð á nafn fimmta einstaklingsins sem er ekki ákærður í málinu. Ákæruvaldið áætlar að efnin hafi verið ætluð til söludreifingar hér á landi. Þess er krafist að mennirnir verði dæmdir til refsingar og greiðslu sakarkostnaðar, og þá er upptöku á rúmum 1,7 kílóum af kókaíni krafist.
Fíkniefnabrot Lögreglumál Dómsmál Smygl Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent Kennaraverkfalli frestað Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Innlent Þessi mættu best og verst í þinginu Innlent Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Innlent Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Innlent Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Innlent Fleiri fréttir Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Önnin kláruð með eðlilegum hætti í MR Tæplega helmingi líst vel á Samfylkingu og Viðreisn í ríkisstjórn Kennaraverkföllum frestað og áhrif veðursins á kosningar Dynjandisheiði boðin út „á allra næstu dögum“ Miklar gleðifréttir og gott að fá nemendur og starfsfólk aftur í hús Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Svona verður kosningavaka Stöðvar 2 Næststærsta gosið hingað til Kennaraverkfalli frestað „Við setjum ekki líf og limi fólks í hættu til að flytja kjörgögn“ Tveir teknir með falin fíkniefni á leið til Ísafjarðar Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Engin kæra borist vegna upptakanna Svifryksmengun í borginni í dag og næstu daga Bein útsending: Fundur fólksins í Hörpu Óbreytt skólahald í Sunnulækjarskóla eftir helgi Ekkert D-vítamín í kæstum hákarli Fleiri gular viðvaranir á kjördag Slæm spá fjölgar þeim sem greitt hafa atkvæði Áframhaldandi gasmengun í Grindavík Margir greiða atkvæði utan kjörfundar fyrir austan Heilskimun Intuens enn til skoðunar hjá landlæknisembættinu Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Þessi mættu best og verst í þinginu Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Stefnir enn í hríðarveður á Austfjörðum á kjördag Erfiðara að manna í frístund í austurhluta borgarinnar Sjá meira