Hún var kölluð drusla Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar 24. júlí 2024 16:00 Ég var að vinna í Bæjarútgerð Reykjavíkur (BÚR) árin í kringum 1983 til 85, við vorum ung og við áttum heimin, rigningin var góð, fjólublátt ljós við barinn, Pamela í Dallas þurfti ekki að vaska upp en Sísí fríkaði út...... Lífið var núna og allt að gerast, við unnum eins og þrælar og djömmuðum allar helgar, en vorum oftast góð. Það var í sumarbyrjun að hún byrjaði hjá okkur, það var alltaf glatt í kringum hana, hún hafði þessa útgeislun sem hreif alla með. Hún var lágvaxin og grönn, rautt sítt hár og svo ótal margar glettnar freknur, fallega djúpblá augu full af gleði og gáska, snögg í hreyfingum og snögg og hnitin í svörum, alltaf stutt í grínið, ein af þessum fallegu sálum sem sum okkar erum svo heppin að fá að kynnast og eiga samleið með, þó hún hafi aðeins stoppað stutt hjá okkur hef ég aldrei gleymt hanni. Einn mánudaginn þurfti ég ekki inn í vinnslusal strax og sat því ein í ganginum að reykja þegar hún sest hjá mér, ég sá strax að það var eitthvað breytt, glampinn í augunum hennar var ekki eins „hreinn“ og áður, það hafði eitthvað hent. Hún segir: Gumma má ég segja þér svolítið?Ég náttúrulega svara já en svolítið hissa því hún hafði aldrei talað beint við mig þó við höfðum oft spjallað áður og fíflast. Hún var ekkert að málalengja þetta neitt en sagði beint: „Mér var nauðgað um helgina.“ Orðin lágu þarna í loftinu, þung, óyfirstíganleg. Guð minn góður sagði ég, tók utan um hana og við grétum saman þarna tvær í langaganginum í Bæjarútgerð Reykjavíkur. Allt í einu ranka ég við mér, kærðirðu ekki? Jú, fór á slysó í skoðun og myndatöku og talaði svo við lögguna. OG sagði ég eftir smá þögn, þeir sögðu að ég gæti sjálfri mér um kennt að klæða mig svona og þeir tóku ekki skýrslu eða neitt. Það þýddi ekkert fyrir svona druslu að kæra. Reiðin kraumaði í mér, enda með sterka réttlætiskennd, en hún alveg róleg sagði þetta er allt í lagi, ég vill ekkert vesen, lofaðu að segja engum, ég þurfti bara að segja einhverjum þetta. Svo var hún farin að vinna, ég sá hana lítið, það fór minna fyrir henni en áður, svo einn daginn var hún hætt. Mér verður oft hugsað til hennar, og oft fellt tár hennar vegna, mér til skammar man ég ekki hvað hún heitir, en ég hef aldrei gleymt henni. Hún var 18 ára þá, hún var í hálfsíðu svörtu leðurpilsi, hvítri skyrtu, leðurjakka og háum leðurstígvélum, þetta kvöld sem henni var nauðgað. Þeir kölluðu hana druslu og hún fékk ekki að kæra. Ég hef aldrei sagt neinum þetta áður, vona að mér sé fyrirgefið að koma upp um leyndarmálið þitt, leyndarmál sem þú áttir aldrei að þurfa að burðast með. Vonandi hefur það hjálpað að ég hlustaði þennan dag. Ég hef aldrei gleymt þér. Höfundur er DRUSLA. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kynferðisofbeldi Druslugangan Guðmunda G. Guðmundsdóttir Mest lesið Tryggjum Svandísi á þing Hópur stuðningsfólks Svandísar Svavarsdóttur Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun Skilur Kristrún ekki, að stærð kökunnar er mál nr. 1? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Hvar ertu Auddi Blö: Opið bréf til Bjarna Ben frá sérfræðingi Ásta Kristín Pjetursdóttir Skoðun Greinin sem þú verður að lesa áður en þú ferð á kjörstað Bessí Þóra Jónsdóttir Skoðun Ekki láta Sjálfstæðisflokkinn ljúga að þér Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Flokkur í felulitum Björn Gíslason Skoðun Nýtt húsnæðislánakerfi að danskri fyrirmynd? Jónas Már Torfason Skoðun Höldum okkur á dagskrá Hópur fólks innan íþróttahreyfingarinnar Skoðun Er einhver að hlusta? Hópur 143 Seyðfirðinga Skoðun Skoðun Skoðun Ísland sé frjálst meðan sól gyllir haf Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Að refsa eða treysta VG? Finnur Ricart Andrason skrifar Skoðun Innflytjendur eru blórabögglar Achola Otieno skrifar Skoðun Bað- og búningsklefar okkar kvenna Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Stórkostleg tímaskekkja Sigrún Perla Gísladóttir skrifar Skoðun Vinstri græn - þrátt fyrir þverpólitíska ríkisstjórn Aðalbjörg Ísafold Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir skrifar Skoðun Kosningalimran 2024 Arnar Ingi Ingason,Freyr Snorrason skrifar Skoðun Viðreisn ætlar að forgangsraða – nýta skattfé miklu betur Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Sigrar vinnast – spár bregðast Þorvaldur Örn Árnason skrifar Skoðun Af hverju Viðreisn? Eva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pólitískar ofsóknir í aðdraganda Alþingiskosninga Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Talk about timing – degi fyrir kjördag Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Hjarta og sál Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun ESB andstæðingar blekkja Íslendinga Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn: Fyrir budduna þína og framtíðina Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson skrifar Skoðun Að mynda ríkisstjórn - skipulagt val til vinstri Hlynur Már Ragnheiðarson skrifar Skoðun Viðreisn: öfgalaus nálgun fyrir öfgalaust samfélag Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Kleppur er víða Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir skrifar Skoðun Að geta lesið sér mennsku til gagns Diljá Ámundadóttir Zoëga skrifar Skoðun Börðust afar okkar til einskis í Þorskastríðinu? Hugleiðing um ESB Haukur Ingi S. Jónsson skrifar Skoðun Á ferð um Norðvesturkjördæmi Arna Lára Jónsdóttir,Hannes Sigurbjörn Jónsson,Jóhanna Ösp Einarsdóttir,Magnús Eðvaldsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um íslenska fjölmiðla Óli Valur Pétursson skrifar Skoðun Lögfestum félagsmiðstöðvar Guðmundur Ari Sigurjónsson,Friðmey Jónsdóttir skrifar Skoðun Flokkar sem vara við sjálfum sér Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hver bjó til ehf-gat? Sigríður Á. Andersen skrifar Skoðun Lausnir eða kyrrstaða í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Aðventan – njóta eða þjóta? Hrund Þrándardóttir skrifar Skoðun Við kjósum blokkir Kjartan Valgarðsson skrifar Sjá meira
Ég var að vinna í Bæjarútgerð Reykjavíkur (BÚR) árin í kringum 1983 til 85, við vorum ung og við áttum heimin, rigningin var góð, fjólublátt ljós við barinn, Pamela í Dallas þurfti ekki að vaska upp en Sísí fríkaði út...... Lífið var núna og allt að gerast, við unnum eins og þrælar og djömmuðum allar helgar, en vorum oftast góð. Það var í sumarbyrjun að hún byrjaði hjá okkur, það var alltaf glatt í kringum hana, hún hafði þessa útgeislun sem hreif alla með. Hún var lágvaxin og grönn, rautt sítt hár og svo ótal margar glettnar freknur, fallega djúpblá augu full af gleði og gáska, snögg í hreyfingum og snögg og hnitin í svörum, alltaf stutt í grínið, ein af þessum fallegu sálum sem sum okkar erum svo heppin að fá að kynnast og eiga samleið með, þó hún hafi aðeins stoppað stutt hjá okkur hef ég aldrei gleymt hanni. Einn mánudaginn þurfti ég ekki inn í vinnslusal strax og sat því ein í ganginum að reykja þegar hún sest hjá mér, ég sá strax að það var eitthvað breytt, glampinn í augunum hennar var ekki eins „hreinn“ og áður, það hafði eitthvað hent. Hún segir: Gumma má ég segja þér svolítið?Ég náttúrulega svara já en svolítið hissa því hún hafði aldrei talað beint við mig þó við höfðum oft spjallað áður og fíflast. Hún var ekkert að málalengja þetta neitt en sagði beint: „Mér var nauðgað um helgina.“ Orðin lágu þarna í loftinu, þung, óyfirstíganleg. Guð minn góður sagði ég, tók utan um hana og við grétum saman þarna tvær í langaganginum í Bæjarútgerð Reykjavíkur. Allt í einu ranka ég við mér, kærðirðu ekki? Jú, fór á slysó í skoðun og myndatöku og talaði svo við lögguna. OG sagði ég eftir smá þögn, þeir sögðu að ég gæti sjálfri mér um kennt að klæða mig svona og þeir tóku ekki skýrslu eða neitt. Það þýddi ekkert fyrir svona druslu að kæra. Reiðin kraumaði í mér, enda með sterka réttlætiskennd, en hún alveg róleg sagði þetta er allt í lagi, ég vill ekkert vesen, lofaðu að segja engum, ég þurfti bara að segja einhverjum þetta. Svo var hún farin að vinna, ég sá hana lítið, það fór minna fyrir henni en áður, svo einn daginn var hún hætt. Mér verður oft hugsað til hennar, og oft fellt tár hennar vegna, mér til skammar man ég ekki hvað hún heitir, en ég hef aldrei gleymt henni. Hún var 18 ára þá, hún var í hálfsíðu svörtu leðurpilsi, hvítri skyrtu, leðurjakka og háum leðurstígvélum, þetta kvöld sem henni var nauðgað. Þeir kölluðu hana druslu og hún fékk ekki að kæra. Ég hef aldrei sagt neinum þetta áður, vona að mér sé fyrirgefið að koma upp um leyndarmálið þitt, leyndarmál sem þú áttir aldrei að þurfa að burðast með. Vonandi hefur það hjálpað að ég hlustaði þennan dag. Ég hef aldrei gleymt þér. Höfundur er DRUSLA.
Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson skrifar
Skoðun Börðust afar okkar til einskis í Þorskastríðinu? Hugleiðing um ESB Haukur Ingi S. Jónsson skrifar
Skoðun Á ferð um Norðvesturkjördæmi Arna Lára Jónsdóttir,Hannes Sigurbjörn Jónsson,Jóhanna Ösp Einarsdóttir,Magnús Eðvaldsson skrifar