Meira en nóg að gera á Herjólfi í sumar Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 27. júlí 2024 20:05 Herjólfur að koma inn I Landeyjahöfn. Magnús Hlynur Hreiðarsson Starfsfólk Herjólfs hefur ekki þurft að kvarta undan verkefnaleysi í sumar því það er nóg að gera alla daga við að flytja fólk á milli lands og eyja, ekki síst ferðamenn. Skipið fer átta ferðir á dag og er meira og minna alltaf fullt af fólki og bílum. Herjólfur er hér að koma inn í Landeyjahöfn en skipið er meira og minna á siglingu alla daga ársins enda mikil aðsókn í það. Siglt er á rafmagni. Það fer vel um skipstjórann og hans fólk í brúnni en á hverri vakt eru 14 starfsmenn í áhöfn, sem sinna hinum ýmsu störfum. 540 farþegar geta verið mest í skipinu og um 70 bílar ef það eru engir vagnar. „Það gengur bara mjög vel hjá okkur, það er allt tipp topp hérna,” segir Jóhann Benónýsson, skipstjóri á Herjólfi. Og er alltaf vinsælt að fara með skipinu? „Já mjög, það er það, þetta er góður og ódýr ferðamáti. Þetta er mjög gott sjóskip finnst okkur því það er til dæmis mjög auðvelt að lesta það miðað við til dæmis gamla skipið og bara gott skip,” bætir Jóhann við. Jóhann Benónýsson, skipstjóri á Herjólfi, brosandi og hress en hann segir alltaf meira en nóg að gera. Farnar eru 8 ferðir í dag en yfir þjóðhátíð verða þær 10.Magnús Hlynur Hreiðarsson „Við erum að reyna að halda svona rúmum 12 mílum, 12 til 13 mílum. Það er svona ákjósanlegur hraði til að eyða ekki of miklu rafmagni,” segir Snorri Þór Guðmundsson, yfirstýrimaður á Herjólfi aðspurður um hraðann, sem skipið siglir á En hvernig er að sigla á milli lands og eyja alla daga margar ferðir á dag, er engin leiði í mannskapnum ? „Þú verður aldrei leiður á þessu útsýni, það er kannski aðeins leiðinlegra að sigla upp á land en alltaf yndislegt og skemmtilegt að sigla til eyja,” segir Snorri skælbrosandi og bætir við. „Hér eru alltaf allir kátir, við erum með mjög góðan móral á milli allra starfsmanna”. Snorri Þór Guðmundsson, yfirstýrimaður á Herjólfi, segir móralinn í áhöfn skipsins alltaf mjög góðan og hressandi.Magnús Hlynur Hreiðarsson Og skipstjórinn, sem er Eyjamaður í húð og hár segir dásamlegt að búa í Vestmannaeyjum. „Já, já, það er ekki þessi skarkali eins og í Reykjavík, alltaf fastur á rauðu ljósi og fljótur að fara yfir, það finnst mér nú aðalkosturinn við að vera í Vestmannaeyjum,” segir Jóhann. 14 starfsmenn eru í áhöfn á Herjólfi en 540 farþegar geta verið mest í skipinu og um 70 bílar ef það eru engir vagnar.Magnús Hlynur Hreiðarsson Vestmannaeyjar Ferðamennska á Íslandi Herjólfur Landeyjahöfn Samgöngur Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent Kennaraverkfalli frestað Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent Þessi mættu best og verst í þinginu Innlent Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Innlent Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Innlent Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Innlent Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Innlent Fleiri fréttir Tæplega helmingi líst vel á Samfylkingu og Viðreisn í ríkisstjórn Kennaraverkföllum frestað og áhrif veðursins á kosningar Dynjandisheiði boðin út „á allra næstu dögum“ Miklar gleðifréttir og gott að fá nemendur og starfsfólk aftur í hús Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Svona verður kosningavaka Stöðvar 2 Næststærsta gosið hingað til Kennaraverkfalli frestað „Við setjum ekki líf og limi fólks í hættu til að flytja kjörgögn“ Tveir teknir með falin fíkniefni á leið til Ísafjarðar Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Engin kæra borist vegna upptakanna Svifryksmengun í borginni í dag og næstu daga Bein útsending: Fundur fólksins í Hörpu Óbreytt skólahald í Sunnulækjarskóla eftir helgi Ekkert D-vítamín í kæstum hákarli Fleiri gular viðvaranir á kjördag Slæm spá fjölgar þeim sem greitt hafa atkvæði Áframhaldandi gasmengun í Grindavík Margir greiða atkvæði utan kjörfundar fyrir austan Heilskimun Intuens enn til skoðunar hjá landlæknisembættinu Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Þessi mættu best og verst í þinginu Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Stefnir enn í hríðarveður á Austfjörðum á kjördag Erfiðara að manna í frístund í austurhluta borgarinnar „Talandi um að skila ekki til samfélagsins“ Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Sjá meira
Herjólfur er hér að koma inn í Landeyjahöfn en skipið er meira og minna á siglingu alla daga ársins enda mikil aðsókn í það. Siglt er á rafmagni. Það fer vel um skipstjórann og hans fólk í brúnni en á hverri vakt eru 14 starfsmenn í áhöfn, sem sinna hinum ýmsu störfum. 540 farþegar geta verið mest í skipinu og um 70 bílar ef það eru engir vagnar. „Það gengur bara mjög vel hjá okkur, það er allt tipp topp hérna,” segir Jóhann Benónýsson, skipstjóri á Herjólfi. Og er alltaf vinsælt að fara með skipinu? „Já mjög, það er það, þetta er góður og ódýr ferðamáti. Þetta er mjög gott sjóskip finnst okkur því það er til dæmis mjög auðvelt að lesta það miðað við til dæmis gamla skipið og bara gott skip,” bætir Jóhann við. Jóhann Benónýsson, skipstjóri á Herjólfi, brosandi og hress en hann segir alltaf meira en nóg að gera. Farnar eru 8 ferðir í dag en yfir þjóðhátíð verða þær 10.Magnús Hlynur Hreiðarsson „Við erum að reyna að halda svona rúmum 12 mílum, 12 til 13 mílum. Það er svona ákjósanlegur hraði til að eyða ekki of miklu rafmagni,” segir Snorri Þór Guðmundsson, yfirstýrimaður á Herjólfi aðspurður um hraðann, sem skipið siglir á En hvernig er að sigla á milli lands og eyja alla daga margar ferðir á dag, er engin leiði í mannskapnum ? „Þú verður aldrei leiður á þessu útsýni, það er kannski aðeins leiðinlegra að sigla upp á land en alltaf yndislegt og skemmtilegt að sigla til eyja,” segir Snorri skælbrosandi og bætir við. „Hér eru alltaf allir kátir, við erum með mjög góðan móral á milli allra starfsmanna”. Snorri Þór Guðmundsson, yfirstýrimaður á Herjólfi, segir móralinn í áhöfn skipsins alltaf mjög góðan og hressandi.Magnús Hlynur Hreiðarsson Og skipstjórinn, sem er Eyjamaður í húð og hár segir dásamlegt að búa í Vestmannaeyjum. „Já, já, það er ekki þessi skarkali eins og í Reykjavík, alltaf fastur á rauðu ljósi og fljótur að fara yfir, það finnst mér nú aðalkosturinn við að vera í Vestmannaeyjum,” segir Jóhann. 14 starfsmenn eru í áhöfn á Herjólfi en 540 farþegar geta verið mest í skipinu og um 70 bílar ef það eru engir vagnar.Magnús Hlynur Hreiðarsson
Vestmannaeyjar Ferðamennska á Íslandi Herjólfur Landeyjahöfn Samgöngur Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent Kennaraverkfalli frestað Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent Þessi mættu best og verst í þinginu Innlent Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Innlent Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Innlent Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Innlent Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Innlent Fleiri fréttir Tæplega helmingi líst vel á Samfylkingu og Viðreisn í ríkisstjórn Kennaraverkföllum frestað og áhrif veðursins á kosningar Dynjandisheiði boðin út „á allra næstu dögum“ Miklar gleðifréttir og gott að fá nemendur og starfsfólk aftur í hús Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Svona verður kosningavaka Stöðvar 2 Næststærsta gosið hingað til Kennaraverkfalli frestað „Við setjum ekki líf og limi fólks í hættu til að flytja kjörgögn“ Tveir teknir með falin fíkniefni á leið til Ísafjarðar Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Engin kæra borist vegna upptakanna Svifryksmengun í borginni í dag og næstu daga Bein útsending: Fundur fólksins í Hörpu Óbreytt skólahald í Sunnulækjarskóla eftir helgi Ekkert D-vítamín í kæstum hákarli Fleiri gular viðvaranir á kjördag Slæm spá fjölgar þeim sem greitt hafa atkvæði Áframhaldandi gasmengun í Grindavík Margir greiða atkvæði utan kjörfundar fyrir austan Heilskimun Intuens enn til skoðunar hjá landlæknisembættinu Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Þessi mættu best og verst í þinginu Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Stefnir enn í hríðarveður á Austfjörðum á kjördag Erfiðara að manna í frístund í austurhluta borgarinnar „Talandi um að skila ekki til samfélagsins“ Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Sjá meira