Von á rúmlega þrjú hundruð gestum við embættistöku Höllu Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 31. júlí 2024 12:31 Halla Tómasdóttir tekur við embætti forseta íslands á morgun. Vísir/Vilhelm Von er á rúmlega þrjú hundruð gestum við embættistöku forseta Íslands þegar Halla Tómasdóttir verður sett í embætti á morgun. Athöfnin verður með nokkuð hefðbundnu sniði, en þó með nokkrum undantekningum. Vegna öryggiskrafna Alþingis komast færri fyrir í þinghúsinu, og því munu sérstakir gestir Höllu fylgjast með úr nýbyggingu þinghússins, Smiðju. Ríkisráð kemur saman klukkan tvö í dag á síðasta fundi ráðsins í embættistíð Guðna Th. Jóhannessonar, forseta Íslands. Embættistíð Guðna lýkur á miðnætti í kvöld, en þá handhafar forsetavalds, forseti Alþingis, forseti Hæstaréttar og forsætisráðherra, með forsetavald þar til Halla Tómasdóttir verður sett í embætti síðdegis á morgun. Athöfnin verður að mestu með hefðbundnu sniði að sögn Sigurðar Arnar Guðleifssonar, lögfræðings á skrifstofu stjórnskipunar- og stjórnsýslu hjá forsætisráðuneytinu. „Athöfnin er með hefðbundnum hætti og svipar mjög til þess sem var 2016 en þó með þeirri breytingu að kosningalögum var breytt 2021 þannig að kjörbréf Hæstaréttar er ekki lengur og þess í stað mun formaður landskjörstjórnar, í samræmi við þessa breytingu á kosningalögunum, lýsa kjöri forseta,“ segir Sigurður Örn. Athöfnin hefst með helgihaldi í Dómkirkjunni klukkan 15:30, sem í fyrsta sinn verður sjónvarpað bæði á Austurvelli og í Ríkisútvarpinu. Þaðan verður gengið yfir í þinghúsið þar sem formaður landskjörstjórnar lýsir kjöri forseta og nýkjörin forseti undirritar drengskaparheit að stjórnarskránni. „Þar með hefur hún tekið við sem forseti. Þá minnist hún fósturjarðarinnar á svölum Alþingishússins eins og venja er fyrir og heldur ræðu í framhaldi af því í þingsal, og þá þessari formlegu athöfn lokið,“ segir Sigurður. Von er á rúmlega þrjú hundruð gestum við athöfnina, bæði sem verða viðstaddir athöfn í Dómkirkjunni og Alþingishúsinu, og þá fylgjast sérstakir gestir Höllu með úr Smiðju. „Það helgast af því að nú komast færri fyrir í þinghúsinu og í þingsal vegna öryggiskrafna Alþingis, af því við urðum að fækka þar og miðla þá út í önnur rými í þinghúsinu, að þá var gripið til þess ráðs að færa þá sérstaka gesti Höllu meira út í Smiðja og gefa henni þá tækifæri til að bjóða fleirum,“ segir Sigurður Örn. Forseti Íslands Alþingi Forsetakosningar 2024 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Innlent Þessi mættu best og verst í þinginu Innlent Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Innlent Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Innlent Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Innlent Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent Fleiri fréttir „Við setjum ekki líf og limi fólks í hættu til að flytja kjörgögn“ Tveir teknir með falin fíkniefni á leið til Ísafjarðar Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Engin kæra borist vegna upptakanna Svifryksmengun í borginni í dag og næstu daga Bein útsending: Fundur fólksins í Hörpu Óbreytt skólahald í Sunnulækjarskóla eftir helgi Ekkert D-vítamín í kæstum hákarli Fleiri gular viðvaranir á kjördag Slæm spá fjölgar þeim sem greitt hafa atkvæði Áframhaldandi gasmengun í Grindavík Margir greiða atkvæði utan kjörfundar fyrir austan Heilskimun Intuens enn til skoðunar hjá landlæknisembættinu Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Þessi mættu best og verst í þinginu Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Stefnir enn í hríðarveður á Austfjörðum á kjördag Erfiðara að manna í frístund í austurhluta borgarinnar „Talandi um að skila ekki til samfélagsins“ Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ „Er ekki hægt að hafa sér þátt fyrir hann?“ Fjölmenn lögregluaðgerð á Ísafirði „Leikurinn er ekki búinn fyrr en hann er búinn“ Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Óvenjumikil aðsókn vegna veðurs Rýnt í fylgið á lokasprettinum og mögnuð heimsókn í íslenska gullnámu Sjá meira
Ríkisráð kemur saman klukkan tvö í dag á síðasta fundi ráðsins í embættistíð Guðna Th. Jóhannessonar, forseta Íslands. Embættistíð Guðna lýkur á miðnætti í kvöld, en þá handhafar forsetavalds, forseti Alþingis, forseti Hæstaréttar og forsætisráðherra, með forsetavald þar til Halla Tómasdóttir verður sett í embætti síðdegis á morgun. Athöfnin verður að mestu með hefðbundnu sniði að sögn Sigurðar Arnar Guðleifssonar, lögfræðings á skrifstofu stjórnskipunar- og stjórnsýslu hjá forsætisráðuneytinu. „Athöfnin er með hefðbundnum hætti og svipar mjög til þess sem var 2016 en þó með þeirri breytingu að kosningalögum var breytt 2021 þannig að kjörbréf Hæstaréttar er ekki lengur og þess í stað mun formaður landskjörstjórnar, í samræmi við þessa breytingu á kosningalögunum, lýsa kjöri forseta,“ segir Sigurður Örn. Athöfnin hefst með helgihaldi í Dómkirkjunni klukkan 15:30, sem í fyrsta sinn verður sjónvarpað bæði á Austurvelli og í Ríkisútvarpinu. Þaðan verður gengið yfir í þinghúsið þar sem formaður landskjörstjórnar lýsir kjöri forseta og nýkjörin forseti undirritar drengskaparheit að stjórnarskránni. „Þar með hefur hún tekið við sem forseti. Þá minnist hún fósturjarðarinnar á svölum Alþingishússins eins og venja er fyrir og heldur ræðu í framhaldi af því í þingsal, og þá þessari formlegu athöfn lokið,“ segir Sigurður. Von er á rúmlega þrjú hundruð gestum við athöfnina, bæði sem verða viðstaddir athöfn í Dómkirkjunni og Alþingishúsinu, og þá fylgjast sérstakir gestir Höllu með úr Smiðju. „Það helgast af því að nú komast færri fyrir í þinghúsinu og í þingsal vegna öryggiskrafna Alþingis, af því við urðum að fækka þar og miðla þá út í önnur rými í þinghúsinu, að þá var gripið til þess ráðs að færa þá sérstaka gesti Höllu meira út í Smiðja og gefa henni þá tækifæri til að bjóða fleirum,“ segir Sigurður Örn.
Forseti Íslands Alþingi Forsetakosningar 2024 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Innlent Þessi mættu best og verst í þinginu Innlent Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Innlent Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Innlent Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Innlent Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent Fleiri fréttir „Við setjum ekki líf og limi fólks í hættu til að flytja kjörgögn“ Tveir teknir með falin fíkniefni á leið til Ísafjarðar Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Engin kæra borist vegna upptakanna Svifryksmengun í borginni í dag og næstu daga Bein útsending: Fundur fólksins í Hörpu Óbreytt skólahald í Sunnulækjarskóla eftir helgi Ekkert D-vítamín í kæstum hákarli Fleiri gular viðvaranir á kjördag Slæm spá fjölgar þeim sem greitt hafa atkvæði Áframhaldandi gasmengun í Grindavík Margir greiða atkvæði utan kjörfundar fyrir austan Heilskimun Intuens enn til skoðunar hjá landlæknisembættinu Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Þessi mættu best og verst í þinginu Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Stefnir enn í hríðarveður á Austfjörðum á kjördag Erfiðara að manna í frístund í austurhluta borgarinnar „Talandi um að skila ekki til samfélagsins“ Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ „Er ekki hægt að hafa sér þátt fyrir hann?“ Fjölmenn lögregluaðgerð á Ísafirði „Leikurinn er ekki búinn fyrr en hann er búinn“ Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Óvenjumikil aðsókn vegna veðurs Rýnt í fylgið á lokasprettinum og mögnuð heimsókn í íslenska gullnámu Sjá meira