Ólympíufari sem á ekki fyrir leigu Ólafur Björn Sverrisson skrifar 2. ágúst 2024 15:48 Fraley fagnar bronsi í undankeppni fyrir ólympíuleikana í ár. getty Bandaríski kringlukastarinn Veronica Fraley keppir í kvöld í kringluvarpi á Ólympíuleikunum í París. Hún vakti hins vegar athygli á því á samfélagsmiðlum að þrátt fyrir að skara fram úr í sinni íþróttagrein hefur hún enn ekki efni á leigu heima fyrir. Farley vakti máls á þessari stöðu á X í gærkvöldi. „Ég keppi á Ólympíuleikunum Á MORGUN og get ekki einu sinni borgað leiguna mína. Skólinn sendi mér um 75 prósent af leigunni á meðan þeir borga ruðningsleikmönnum (sem hafa ekki unnið nokkurn skapaðan hlut) nóg til þess að kaupa nýja bíla og hús.“ I compete in the Olympic Games TOMORROW and can’t even pay my rent 😒 my school only sent about 75% of my rent while they pay football players (who haven’t won anything 😂) enough to buy new cars and houses 👎🏾👎🏾👎🏾— Veronica™⚓️ (@vmfraley) August 1, 2024 Það stóð ekki á viðbrögðunum við þessari færslu Fraley í gær. Skömmu síðar hafði bandaríski rapparinn Flavor Flav boðist til þess að borga leiguna. Þá bauðst Alexis Ohanian annar stofnenda samfélagsmiðilsins Reddit til þess að borga leigu hennar út árið. Fraley stundar nú framhaldsnám við Vanderbilt háskólann í Nashville í Tennessee. „Ég sé um þetta,“ skrifaði Flav við færslu Fraley. „Sendu mér skilaboð og ég sendi greiðslu í dag þannig þú þurfir ekki að hafa áhyggjur af þessu á morgun. Og held með þér á morgun, KOMA SVO!“ skrifaði Flav sömuleiðis. „Svona nú! Ég borga á móti Flavor,“ skrifaði Ohanian. Þeir birtu báðir skjáskot sem sýna millifærslur til Fraley. Síðar birti Fraley aðra færslu á X þar sem hún áréttir að kvörtunin hafi ekkert með háskóla sinn að gera. Hún sé aðeins að kvarta yfir reglum sem geri það að verkum að hún fái ekki jafn mikið greitt og hún sé virði. Fraley keppir í kringlukasti í kvöld klukkan 18:20. Úrslit í kringlukasti fara fram á mánudag. Ólympíuleikar Ólympíuleikar 2024 í París Frjálsar íþróttir Bandaríkin Mest lesið Þórir fær ekki keppnisleyfi fyrir tvo af leikmönnum sínum á EM Handbolti Ákall á forsíðu stórblaðsins: Bjargið leikmanninum Fótbolti Kærður fyrir ofbeldi gegn syni sínum Sport Heimaleikur Íslands fer fram á Spáni Fótbolti Segja Íslendinginn tilbúinn í það að verða næsta stjarna Bandaríkjamanna Fótbolti Amorim djúpt snortinn: „Mun ekki gleyma þessu“ Fótbolti Hnefahögg liðsfélaga gæti tekið frá honum HM Handbolti Leikdagur í Innsbruck: Hvernig gekk að læra? Handbolti Martin: Ætlaði alltaf að verða ungur faðir eins og pabbi sinn Körfubolti Leicester-menn skammaðir fyrir jólapartíið Enski boltinn Fleiri fréttir Finnskur landsliðsmaður til Keflavíkur Jenas missir annað starf Leicester-menn skammaðir fyrir jólapartíið Segir að Verstappen ætti að byrja með uppistand „Maður finnur aðeins fyrir fiðrildunum“ Monsi með eitt besta mark vikunnar í Evrópudeildinni Heimaleikur Íslands fer fram á Spáni Hjólreiðamaður lést á nítján ára afmælisdaginn sinn Keflvíkingar keyptu leikmann frá Njarðvík Leikdagur í Innsbruck: Hvernig gekk að læra? Hnefahögg liðsfélaga gæti tekið frá honum HM Allt íþróttafólkið sem vill atkvæði á morgun Martin: Ætlaði alltaf að verða ungur faðir eins og pabbi sinn Ákall á forsíðu stórblaðsins: Bjargið leikmanninum „Stolt af sjálfri mér“ Segja Íslendinginn tilbúinn í það að verða næsta stjarna Bandaríkjamanna Kærður fyrir ofbeldi gegn syni sínum Amorim djúpt snortinn: „Mun ekki gleyma þessu“ Þórir fær ekki keppnisleyfi fyrir tvo af leikmönnum sínum á EM Dagskráin í dag: Körfuboltaveisla „Þetta er mjög ljúft“ Erfitt kvöld hjá Íslendingunum Hummels kom Rómverjum til bjargar Højlund með tvö mörk í fyrsta sigri Amorims Orri og félagar óstöðvandi á heimavelli Hófu titilvörnina með öruggum sigri „Taktískt flott frammistaða í erfiðum leik“ Baldur og Hrannar með samtals 25 mörk í sigri ÍR „Fannst hann fara í gegnum lappirnar á mér“ „Fagmannleg og heilsteypt frammistaða hjá okkur“ Sjá meira
Farley vakti máls á þessari stöðu á X í gærkvöldi. „Ég keppi á Ólympíuleikunum Á MORGUN og get ekki einu sinni borgað leiguna mína. Skólinn sendi mér um 75 prósent af leigunni á meðan þeir borga ruðningsleikmönnum (sem hafa ekki unnið nokkurn skapaðan hlut) nóg til þess að kaupa nýja bíla og hús.“ I compete in the Olympic Games TOMORROW and can’t even pay my rent 😒 my school only sent about 75% of my rent while they pay football players (who haven’t won anything 😂) enough to buy new cars and houses 👎🏾👎🏾👎🏾— Veronica™⚓️ (@vmfraley) August 1, 2024 Það stóð ekki á viðbrögðunum við þessari færslu Fraley í gær. Skömmu síðar hafði bandaríski rapparinn Flavor Flav boðist til þess að borga leiguna. Þá bauðst Alexis Ohanian annar stofnenda samfélagsmiðilsins Reddit til þess að borga leigu hennar út árið. Fraley stundar nú framhaldsnám við Vanderbilt háskólann í Nashville í Tennessee. „Ég sé um þetta,“ skrifaði Flav við færslu Fraley. „Sendu mér skilaboð og ég sendi greiðslu í dag þannig þú þurfir ekki að hafa áhyggjur af þessu á morgun. Og held með þér á morgun, KOMA SVO!“ skrifaði Flav sömuleiðis. „Svona nú! Ég borga á móti Flavor,“ skrifaði Ohanian. Þeir birtu báðir skjáskot sem sýna millifærslur til Fraley. Síðar birti Fraley aðra færslu á X þar sem hún áréttir að kvörtunin hafi ekkert með háskóla sinn að gera. Hún sé aðeins að kvarta yfir reglum sem geri það að verkum að hún fái ekki jafn mikið greitt og hún sé virði. Fraley keppir í kringlukasti í kvöld klukkan 18:20. Úrslit í kringlukasti fara fram á mánudag.
Ólympíuleikar Ólympíuleikar 2024 í París Frjálsar íþróttir Bandaríkin Mest lesið Þórir fær ekki keppnisleyfi fyrir tvo af leikmönnum sínum á EM Handbolti Ákall á forsíðu stórblaðsins: Bjargið leikmanninum Fótbolti Kærður fyrir ofbeldi gegn syni sínum Sport Heimaleikur Íslands fer fram á Spáni Fótbolti Segja Íslendinginn tilbúinn í það að verða næsta stjarna Bandaríkjamanna Fótbolti Amorim djúpt snortinn: „Mun ekki gleyma þessu“ Fótbolti Hnefahögg liðsfélaga gæti tekið frá honum HM Handbolti Leikdagur í Innsbruck: Hvernig gekk að læra? Handbolti Martin: Ætlaði alltaf að verða ungur faðir eins og pabbi sinn Körfubolti Leicester-menn skammaðir fyrir jólapartíið Enski boltinn Fleiri fréttir Finnskur landsliðsmaður til Keflavíkur Jenas missir annað starf Leicester-menn skammaðir fyrir jólapartíið Segir að Verstappen ætti að byrja með uppistand „Maður finnur aðeins fyrir fiðrildunum“ Monsi með eitt besta mark vikunnar í Evrópudeildinni Heimaleikur Íslands fer fram á Spáni Hjólreiðamaður lést á nítján ára afmælisdaginn sinn Keflvíkingar keyptu leikmann frá Njarðvík Leikdagur í Innsbruck: Hvernig gekk að læra? Hnefahögg liðsfélaga gæti tekið frá honum HM Allt íþróttafólkið sem vill atkvæði á morgun Martin: Ætlaði alltaf að verða ungur faðir eins og pabbi sinn Ákall á forsíðu stórblaðsins: Bjargið leikmanninum „Stolt af sjálfri mér“ Segja Íslendinginn tilbúinn í það að verða næsta stjarna Bandaríkjamanna Kærður fyrir ofbeldi gegn syni sínum Amorim djúpt snortinn: „Mun ekki gleyma þessu“ Þórir fær ekki keppnisleyfi fyrir tvo af leikmönnum sínum á EM Dagskráin í dag: Körfuboltaveisla „Þetta er mjög ljúft“ Erfitt kvöld hjá Íslendingunum Hummels kom Rómverjum til bjargar Højlund með tvö mörk í fyrsta sigri Amorims Orri og félagar óstöðvandi á heimavelli Hófu titilvörnina með öruggum sigri „Taktískt flott frammistaða í erfiðum leik“ Baldur og Hrannar með samtals 25 mörk í sigri ÍR „Fannst hann fara í gegnum lappirnar á mér“ „Fagmannleg og heilsteypt frammistaða hjá okkur“ Sjá meira