Franska hetjan með miklu fleiri gull en allir þeir bandarísku til samans Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 3. ágúst 2024 09:30 Leon Marchand kominn með fjórða gullið um hálsinn og hlustar á gríðarlegan fögnuð landa sinna í stúkunni. Getty/Quinn Rooney/ Franski sundmaðurinn Leon Marchand er langsigursælasti íþróttamaður Ólympíuleikanna í París til þessa en hann vann sín fjórðu gullverðlaun í gær. Marchand vann í gær 200 metra fjórsund en hann fékk frábæran stuðning frá frönskum áhorfendum allt mótið og stemningin hefur verið rosaleg í sundlauginni þegar hann keppir. Fjögur sund, fjögur gull, fjögur met Marchand kom í mark á 1.54.06 mín. sem er næsthraðasti tími sögunnar í þessari grein. Það er aðeins sex hundruðum úr sekúndu frá þrettán ára heimsmeti Ryan Lochte. Þetta var aftur á móti nýtt Ólympíumet en Marchand hefur slegið það met í öllum fjórum gullsundum sínum. Hann vann einnig 400 metra fjórsund, 200 metra flugsund og 200 metra bringusund. Tvö síðustu gullverðlaunin vann hann á sama kvöldið. View this post on Instagram A post shared by The Olympic Games (@olympics) Í hóp með Phelps og Spitz Hinn 22 ára gamli Marchand hefur unnið hug og hjörtu frönsku þjóðarinnar á þessum leikum og hefur nú komið sér í hóp með þeim Michael Phelps og Mark Spitz. Þessir þrír eru þeir sem hafa náð að vinna fjögur einstaklingsgull á einum Ólympíuleikum. „Það er klikkað. Þessir gæjar eru goðsagnir. Goðsagnir í sinni íþrótt. Það er bara klikkað að vera borinn saman við þessa stráka. Ég átti mig ekki alveg á þessu núna. Kannski geri ég það eftir nokkra daga,“ sagði Leon Marchand. Þetta hefur verið fullkomið „Ég vaknaði í morgun fullur af orku. Ég held bara ekki eitt einasta atriði hafi klikkað í þessari viku. Þetta hefur verið fullkomið. Ég hélt aldrei að ég gæti unnið fjögur gullverðlaun. Ég ætlaði að byrja að vinna ein og fékk fjögur tækifæri til þess,“ sagði Marchand. Fjögur gull hjá Marchand á meðan allir sundmenn Bandaríkjanna í karlaflokki hafa bara unnið eitt gull á þessum leikum til þessa og það gull kom í boðsundi. Marchand hefur í raun unnið fleiri einstaklingsgullverðlaun í lauginni heldur en allt bandaríska liðið til samans en bandarísku sundkonurnar hafa unnið þrenn einstaklingsgullverðlaun til samans. Frakkar fögnuðu fjórða gullinu hans í sundhölllinni, heima í stofu en líka út á torgum eins og sjá má hér fyrir neðan. View this post on Instagram A post shared by L'Équipe (@lequipe) Sund Ólympíuleikar 2024 í París Mest lesið Uppgjörið: Holland - Ísland 27-25 | Hetjuleg frammistaða gegn einu besta liði heims Handbolti Þórir fær ekki keppnisleyfi fyrir tvo af leikmönnum sínum á EM Handbolti Ákall á forsíðu stórblaðsins: Bjargið leikmanninum Fótbolti Uppgjörið: Höttur - KR 85-88 | Lipur sókn skilaði KR sigri á Hetti Körfubolti Kærður fyrir ofbeldi gegn syni sínum Sport Jenas missir annað starf Fótbolti Heimaleikur Íslands fer fram á Spáni Fótbolti Í beinni: Tindastóll - Álftanes | Tvö heitustu lið landsins Körfubolti Elín vinsælasta stelpan á ballinu: „Get talað öll tungumálin sem ég kann“ Handbolti Leik lokið: ÍR - Valur 84-83 | Dramatískur sigur nýliðanna Körfubolti Fleiri fréttir Arnar og Elvar á toppnum Uppgjörið: Höttur - KR 85-88 | Lipur sókn skilaði KR sigri á Hetti Ísland nær sigri í slagnum við Kanada Elín vinsælasta stelpan á ballinu: „Get talað öll tungumálin sem ég kann“ Í beinni: Keflavík - Grindavík | Stórleikur á Sunnubrautinni „Í seinni hálfleik voru aðeins of margir tapaðir boltar“ „Maður er hálf meyr“ „Kannski svolítið galið þegar maður bakkar aðeins aftur í tímann“ Færeysku stelpurnar svöruðu frábærlega fyrir sig Í beinni: Fram - FH | Sjóðheitir Framarar mæta meisturunum Leik lokið: ÍR - Valur 84-83 | Dramatískur sigur nýliðanna Leik lokið: Haukar - Njarðvík 74-93 | Haukar enn í leit að fyrsta sigrinum Í beinni: Tindastóll - Álftanes | Tvö heitustu lið landsins Uppgjörið: Holland - Ísland 27-25 | Hetjuleg frammistaða gegn einu besta liði heims Sterkt lið Íslands gegn Kanada í kvöld „Þær eru bara hetjur“ Finnskur landsliðsmaður til Keflavíkur Jenas missir annað starf Leicester-menn skammaðir fyrir jólapartíið Segir að Verstappen ætti að byrja með uppistand „Maður finnur aðeins fyrir fiðrildunum“ Monsi með eitt besta mark vikunnar í Evrópudeildinni Heimaleikur Íslands fer fram á Spáni Hjólreiðamaður lést á nítján ára afmælisdaginn sinn Keflvíkingar keyptu leikmann frá Njarðvík Leikdagur í Innsbruck: Hvernig gekk að læra? Hnefahögg liðsfélaga gæti tekið frá honum HM Allt íþróttafólkið sem vill atkvæði á morgun Martin: Ætlaði alltaf að verða ungur faðir eins og pabbi sinn Ákall á forsíðu stórblaðsins: Bjargið leikmanninum Sjá meira
Marchand vann í gær 200 metra fjórsund en hann fékk frábæran stuðning frá frönskum áhorfendum allt mótið og stemningin hefur verið rosaleg í sundlauginni þegar hann keppir. Fjögur sund, fjögur gull, fjögur met Marchand kom í mark á 1.54.06 mín. sem er næsthraðasti tími sögunnar í þessari grein. Það er aðeins sex hundruðum úr sekúndu frá þrettán ára heimsmeti Ryan Lochte. Þetta var aftur á móti nýtt Ólympíumet en Marchand hefur slegið það met í öllum fjórum gullsundum sínum. Hann vann einnig 400 metra fjórsund, 200 metra flugsund og 200 metra bringusund. Tvö síðustu gullverðlaunin vann hann á sama kvöldið. View this post on Instagram A post shared by The Olympic Games (@olympics) Í hóp með Phelps og Spitz Hinn 22 ára gamli Marchand hefur unnið hug og hjörtu frönsku þjóðarinnar á þessum leikum og hefur nú komið sér í hóp með þeim Michael Phelps og Mark Spitz. Þessir þrír eru þeir sem hafa náð að vinna fjögur einstaklingsgull á einum Ólympíuleikum. „Það er klikkað. Þessir gæjar eru goðsagnir. Goðsagnir í sinni íþrótt. Það er bara klikkað að vera borinn saman við þessa stráka. Ég átti mig ekki alveg á þessu núna. Kannski geri ég það eftir nokkra daga,“ sagði Leon Marchand. Þetta hefur verið fullkomið „Ég vaknaði í morgun fullur af orku. Ég held bara ekki eitt einasta atriði hafi klikkað í þessari viku. Þetta hefur verið fullkomið. Ég hélt aldrei að ég gæti unnið fjögur gullverðlaun. Ég ætlaði að byrja að vinna ein og fékk fjögur tækifæri til þess,“ sagði Marchand. Fjögur gull hjá Marchand á meðan allir sundmenn Bandaríkjanna í karlaflokki hafa bara unnið eitt gull á þessum leikum til þessa og það gull kom í boðsundi. Marchand hefur í raun unnið fleiri einstaklingsgullverðlaun í lauginni heldur en allt bandaríska liðið til samans en bandarísku sundkonurnar hafa unnið þrenn einstaklingsgullverðlaun til samans. Frakkar fögnuðu fjórða gullinu hans í sundhölllinni, heima í stofu en líka út á torgum eins og sjá má hér fyrir neðan. View this post on Instagram A post shared by L'Équipe (@lequipe)
Sund Ólympíuleikar 2024 í París Mest lesið Uppgjörið: Holland - Ísland 27-25 | Hetjuleg frammistaða gegn einu besta liði heims Handbolti Þórir fær ekki keppnisleyfi fyrir tvo af leikmönnum sínum á EM Handbolti Ákall á forsíðu stórblaðsins: Bjargið leikmanninum Fótbolti Uppgjörið: Höttur - KR 85-88 | Lipur sókn skilaði KR sigri á Hetti Körfubolti Kærður fyrir ofbeldi gegn syni sínum Sport Jenas missir annað starf Fótbolti Heimaleikur Íslands fer fram á Spáni Fótbolti Í beinni: Tindastóll - Álftanes | Tvö heitustu lið landsins Körfubolti Elín vinsælasta stelpan á ballinu: „Get talað öll tungumálin sem ég kann“ Handbolti Leik lokið: ÍR - Valur 84-83 | Dramatískur sigur nýliðanna Körfubolti Fleiri fréttir Arnar og Elvar á toppnum Uppgjörið: Höttur - KR 85-88 | Lipur sókn skilaði KR sigri á Hetti Ísland nær sigri í slagnum við Kanada Elín vinsælasta stelpan á ballinu: „Get talað öll tungumálin sem ég kann“ Í beinni: Keflavík - Grindavík | Stórleikur á Sunnubrautinni „Í seinni hálfleik voru aðeins of margir tapaðir boltar“ „Maður er hálf meyr“ „Kannski svolítið galið þegar maður bakkar aðeins aftur í tímann“ Færeysku stelpurnar svöruðu frábærlega fyrir sig Í beinni: Fram - FH | Sjóðheitir Framarar mæta meisturunum Leik lokið: ÍR - Valur 84-83 | Dramatískur sigur nýliðanna Leik lokið: Haukar - Njarðvík 74-93 | Haukar enn í leit að fyrsta sigrinum Í beinni: Tindastóll - Álftanes | Tvö heitustu lið landsins Uppgjörið: Holland - Ísland 27-25 | Hetjuleg frammistaða gegn einu besta liði heims Sterkt lið Íslands gegn Kanada í kvöld „Þær eru bara hetjur“ Finnskur landsliðsmaður til Keflavíkur Jenas missir annað starf Leicester-menn skammaðir fyrir jólapartíið Segir að Verstappen ætti að byrja með uppistand „Maður finnur aðeins fyrir fiðrildunum“ Monsi með eitt besta mark vikunnar í Evrópudeildinni Heimaleikur Íslands fer fram á Spáni Hjólreiðamaður lést á nítján ára afmælisdaginn sinn Keflvíkingar keyptu leikmann frá Njarðvík Leikdagur í Innsbruck: Hvernig gekk að læra? Hnefahögg liðsfélaga gæti tekið frá honum HM Allt íþróttafólkið sem vill atkvæði á morgun Martin: Ætlaði alltaf að verða ungur faðir eins og pabbi sinn Ákall á forsíðu stórblaðsins: Bjargið leikmanninum Sjá meira