„Veit ekki af hverju IBA hatar mig“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 10. ágúst 2024 10:31 Imane Khelif kyssir gullmedalíuna sína. getty/Aytac Unal Imane Khelif var í skýjunum eftir að hafa unnið til gullverðlauna í 66 kg flokki í hnefaleikakeppni kvenna á Ólympíuleikunum í París. Hún segir að allar árásirnar sem hún hefur orðið fyrir geri sigurinn sætari. Khelif vann kínverska heimsmeistarann Yang Liu í úrslitabardaganum í gær. Allir dómararnir dæmdu Khelif sigur. Khelif er einn umtalaðasti íþróttamaður Ólympíuleikanna en mikið hefur verið rætt og ritað um þátttöku hennar. Sem kunnugt er meinaði Alþjóðahnefaleikasambandið (IBA) henni að keppa á heimsmeistaramótinu í fyrra og sagði að hún hefði ekki staðist kynjapróf. IBA kemur hins vegar ekki lengur að hnefaleikakeppninni á Ólympíuleikunum og þar mátti Khelif keppa. Alþjóðaólympíunefndin (IOC) hefur gagnrýnt ákvörðun IBA að banna Khelif og hinni taívönsku Lin Yu-ting að taka þátt á HM harðlega. „Ég er kona eins og hver önnur. Ég fæddist sem kona, hef lifað sem kona og keppt sem kona, á því liggur enginn vafi,“ sagði Khelif eftir bardagann í gær. „Óvinir fylgja velgengni og þeir geta ekki unað mér því að ná árangri. Það gerir sigurinn líka sætari. Allt sem hefur verið sagt um mig á samfélagsmiðlum er siðlaust. Ég vil breyta skoðun fólks.“ Khelif sendi svo IBA tóninn. „Frá 2018 hef ég keppt undir merkjum IBA og þeir vita allt um mig. Ég kannast ekki við þetta IBA. Þeir hata mig og ég veit ekki af hverju. Ég sendi þeim skilaboð í dag að heiður minn er ofar öllu.“ Khelif er fyrsta alsírska konan sem vinnur Ólympíugull í hnefaleikum og fyrsti alsírski boxarinn sem afrekar það síðan Hocine Soltani á Ólympíuleikunum í Atlanta 1996. Box Ólympíuleikar 2024 í París Mest lesið Uppgjörið: Holland - Ísland 27-25 | Hetjuleg frammistaða gegn einu besta liði heims Handbolti Þórir fær ekki keppnisleyfi fyrir tvo af leikmönnum sínum á EM Handbolti Ákall á forsíðu stórblaðsins: Bjargið leikmanninum Fótbolti Uppgjörið: Höttur - KR 85-88 | Lipur sókn skilaði KR sigri á Hetti Körfubolti Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 109-99 | Tveir reknir úr húsi í hörkuleik Körfubolti Jenas missir annað starf Fótbolti Kærður fyrir ofbeldi gegn syni sínum Sport Elín vinsælasta stelpan á ballinu: „Get talað öll tungumálin sem ég kann“ Handbolti Uppgjörið: ÍR - Valur 84-83 | Dramatískur sigur nýliðanna Körfubolti Heimaleikur Íslands fer fram á Spáni Fótbolti Fleiri fréttir Liverpool fékk slæmar fréttir fyrir risaleikinn Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 109-99 | Tveir reknir úr húsi í hörkuleik Fimm mínútna VAR-dómur en fyrsta útistig Southampton Skýrsla Vals: Herslumunur og hetjudáð „Við vorum bara klaufar“ Þær norsku geta nánast fagnað eins og Ísland gerði „Við viljum að þetta verði ævintýri“ Uppgjörið: Keflavík - Grindavík 96-104 | Mortensen kláraði Keflvíkinga Ótrúlegur átta marka einleikur tryggði HK stig „Þetta var stórt og allir sigrar í þessari deild eru mikilvægir“ Rassskelltar fyrir leikinn við Ísland Uppgjörið: Fram - FH 29-30 | Dramatík í Úlfarsárdal Arnar og Elvar á toppnum Uppgjörið: Höttur - KR 85-88 | Lipur sókn skilaði KR sigri á Hetti Ísland nær sigri í slagnum við Kanada Elín vinsælasta stelpan á ballinu: „Get talað öll tungumálin sem ég kann“ „Í seinni hálfleik voru aðeins of margir tapaðir boltar“ „Maður er hálf meyr“ „Kannski svolítið galið þegar maður bakkar aðeins aftur í tímann“ Færeysku stelpurnar svöruðu frábærlega fyrir sig Uppgjörið: ÍR - Valur 84-83 | Dramatískur sigur nýliðanna Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 74-93 | Haukar enn í leit að fyrsta sigrinum Uppgjörið: Holland - Ísland 27-25 | Hetjuleg frammistaða gegn einu besta liði heims Sterkt lið Íslands gegn Kanada í kvöld „Þær eru bara hetjur“ Finnskur landsliðsmaður til Keflavíkur Jenas missir annað starf Leicester-menn skammaðir fyrir jólapartíið Segir að Verstappen ætti að byrja með uppistand „Maður finnur aðeins fyrir fiðrildunum“ Sjá meira
Khelif vann kínverska heimsmeistarann Yang Liu í úrslitabardaganum í gær. Allir dómararnir dæmdu Khelif sigur. Khelif er einn umtalaðasti íþróttamaður Ólympíuleikanna en mikið hefur verið rætt og ritað um þátttöku hennar. Sem kunnugt er meinaði Alþjóðahnefaleikasambandið (IBA) henni að keppa á heimsmeistaramótinu í fyrra og sagði að hún hefði ekki staðist kynjapróf. IBA kemur hins vegar ekki lengur að hnefaleikakeppninni á Ólympíuleikunum og þar mátti Khelif keppa. Alþjóðaólympíunefndin (IOC) hefur gagnrýnt ákvörðun IBA að banna Khelif og hinni taívönsku Lin Yu-ting að taka þátt á HM harðlega. „Ég er kona eins og hver önnur. Ég fæddist sem kona, hef lifað sem kona og keppt sem kona, á því liggur enginn vafi,“ sagði Khelif eftir bardagann í gær. „Óvinir fylgja velgengni og þeir geta ekki unað mér því að ná árangri. Það gerir sigurinn líka sætari. Allt sem hefur verið sagt um mig á samfélagsmiðlum er siðlaust. Ég vil breyta skoðun fólks.“ Khelif sendi svo IBA tóninn. „Frá 2018 hef ég keppt undir merkjum IBA og þeir vita allt um mig. Ég kannast ekki við þetta IBA. Þeir hata mig og ég veit ekki af hverju. Ég sendi þeim skilaboð í dag að heiður minn er ofar öllu.“ Khelif er fyrsta alsírska konan sem vinnur Ólympíugull í hnefaleikum og fyrsti alsírski boxarinn sem afrekar það síðan Hocine Soltani á Ólympíuleikunum í Atlanta 1996.
Box Ólympíuleikar 2024 í París Mest lesið Uppgjörið: Holland - Ísland 27-25 | Hetjuleg frammistaða gegn einu besta liði heims Handbolti Þórir fær ekki keppnisleyfi fyrir tvo af leikmönnum sínum á EM Handbolti Ákall á forsíðu stórblaðsins: Bjargið leikmanninum Fótbolti Uppgjörið: Höttur - KR 85-88 | Lipur sókn skilaði KR sigri á Hetti Körfubolti Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 109-99 | Tveir reknir úr húsi í hörkuleik Körfubolti Jenas missir annað starf Fótbolti Kærður fyrir ofbeldi gegn syni sínum Sport Elín vinsælasta stelpan á ballinu: „Get talað öll tungumálin sem ég kann“ Handbolti Uppgjörið: ÍR - Valur 84-83 | Dramatískur sigur nýliðanna Körfubolti Heimaleikur Íslands fer fram á Spáni Fótbolti Fleiri fréttir Liverpool fékk slæmar fréttir fyrir risaleikinn Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 109-99 | Tveir reknir úr húsi í hörkuleik Fimm mínútna VAR-dómur en fyrsta útistig Southampton Skýrsla Vals: Herslumunur og hetjudáð „Við vorum bara klaufar“ Þær norsku geta nánast fagnað eins og Ísland gerði „Við viljum að þetta verði ævintýri“ Uppgjörið: Keflavík - Grindavík 96-104 | Mortensen kláraði Keflvíkinga Ótrúlegur átta marka einleikur tryggði HK stig „Þetta var stórt og allir sigrar í þessari deild eru mikilvægir“ Rassskelltar fyrir leikinn við Ísland Uppgjörið: Fram - FH 29-30 | Dramatík í Úlfarsárdal Arnar og Elvar á toppnum Uppgjörið: Höttur - KR 85-88 | Lipur sókn skilaði KR sigri á Hetti Ísland nær sigri í slagnum við Kanada Elín vinsælasta stelpan á ballinu: „Get talað öll tungumálin sem ég kann“ „Í seinni hálfleik voru aðeins of margir tapaðir boltar“ „Maður er hálf meyr“ „Kannski svolítið galið þegar maður bakkar aðeins aftur í tímann“ Færeysku stelpurnar svöruðu frábærlega fyrir sig Uppgjörið: ÍR - Valur 84-83 | Dramatískur sigur nýliðanna Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 74-93 | Haukar enn í leit að fyrsta sigrinum Uppgjörið: Holland - Ísland 27-25 | Hetjuleg frammistaða gegn einu besta liði heims Sterkt lið Íslands gegn Kanada í kvöld „Þær eru bara hetjur“ Finnskur landsliðsmaður til Keflavíkur Jenas missir annað starf Leicester-menn skammaðir fyrir jólapartíið Segir að Verstappen ætti að byrja með uppistand „Maður finnur aðeins fyrir fiðrildunum“ Sjá meira