Landsvirkjun skrefi nær því að reisa fyrsta vindorkuverið Eiður Þór Árnason skrifar 12. ágúst 2024 17:32 Tölvuteikning af fyrirhuguðum virkjanakosti. Landsvirkjun Orkustofnun veitti í dag virkjunarleyfi fyrir vindorkuverið Búrfellslund við Vaðöldu í Rangárþingi ytra. Landsvirkjun hyggst þar byggja upp fyrsta vindorkuver landsins. Gert er ráð fyrir að 28 til 30 vindmyllur rísi sunnan Sultartangastíflu á 17 ferkílómetra svæði og uppsett afl verði um 120 megavött. Í framhaldi af afgreiðslu virkjanaleyfisins hyggst Landsvirkjun sækja um framkvæmdaleyfi til sveitarstjórnar Rangárþings ytra. Í júlí gengu Landsnet og Landsvirkjun frá samningi um að tengja fyrirhugað vindorkuver inn á raforkuflutningskerfið. Var sá samningur forsenda fyrir afgreiðslu Orkustofunar á virkjunarleyfi. Kort af leyfissvæðinu.Orkustofnun Nú er svo unnið að því að klára samning um lands- og vindorkuréttindi við ríkið, að því er fram kemur í tilkynningu frá Landsvirkjun. Vindorkuvinnslan við Búrfellslund var sett í nýtingarflokk rammaáætlunar árið 2022 og gera áætlanir Landsvirkjunar fyrir því að vindmyllurnar verði farnar að skila rafmagni inn á raforkukerfið fyrir lok árs 2026. Landsvirkjun auglýsti útboð fyrir vindmyllurnar sem þar á að reisa snemma á þessu ári. „Jarðtæknirannsóknir sem hófust í vor hafa gengið vel og er gert ráð fyrir að þeim ljúki í haust. Allur undirbúningur hefur því gengið að óskum,“ segir í tilkynningu Landsvirkjunar. Skeiða- og Gnúpverjahreppur mótmælti umsókninni Fram kemur í gögnum Orkustofnunar að umsögn hafi borist um virkjanaleyfisumsóknina frá Skeiða- og Gnúpverjahreppi þar sem fyrirætlununum var mótmælt. Í umsögn Skeiða- og Gnúpverjahrepps var því haldið fram að stjórnvöldum væri óheimilt að veita leyfi fyrir virkjunarkostinum, þar sem sveitarfélagið hafði tilkynnt Skipulagsstofnun um frestun ákvörðunar um landnotkun á grundvelli laga um verndar- og orkunýtingaráætlun. Var það mat sveitarfélagsins að fara bæri með virkjunarkostinn sem hann væri í biðflokki samkvæmt ákvæði laganna, en ekki nýtingaflokki. Landsvirkjun og Orkustofnun voru ósammála þessari túlkun og var leyfið því afgreitt. Að sögn Orkustofnunar eru ekki neinar áætlanir um landnýtingu í Skeiða- og Gnúpverjahreppi fyrir umræddan virkjunarkost og þar af leiðandi engar skipulagsáætlanir á vegum sveitarfélagsins vegna virkjunarinnar nauðsynlegar. Tilhögun Búrfellslundar hafi verið breytt með þingsályktun og umsókn Landsvirkjunar um virkjunarkostinn byggi á tilhögun sem sé að öllu leyti innan Rangárþings ytra. Landsvirkjun Orkumál Rangárþing ytra Skeiða- og Gnúpverjahreppur Vindorkuver í Búrfellslundi Tengdar fréttir Segir áætlaðan vindmyllugarð alfarið innan marka Rangárþings ytra Landsvirkjun segir greinilega einhvern misskilning á ferð hjá sveitarstjórn Skeiða- og Gnúpverjahrepps um staðsetningu áætlaðrar uppbyggingar vindmyllugarðs. Fyrirhugaður Búrfellslundur sé alfarið innan marka nágrannasveitarfélagsins Rangárþings ytra. 19. janúar 2024 06:42 Hella sér yfir Landsvirkjun vegna útboðs á vindmyllum Sveitarstjórn Skeiða- og Gnúpverjahrepps mótmælir harðlega vinnubrögðum Landsvirkjunar við undirbúning útboðs á vindmyllum við Vaðöldu. Sveitarstjórnin segir að uppbyggingu vindmyllugarðs myndi vinna gegn hagsmunum nærsamfélagsins og valda óbætanlegu tjóni til framtíðar. 18. janúar 2024 10:32 Útboð á vindmyllum í Búrfellslundi án þess að leyfi liggi fyrir Landsvirkjun hefur auglýst útboð á vindmyllum fyrir vindorkuver við Vaðöldu sem ber vinnuheitið Búrfellslundur. Verkefnið er boðið út með fyrirvara um leyfis- og skipulagsmál en sú óhefðbundna leið er farin til að flýta fyrir verkefninu. 17. janúar 2024 15:22 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent Kennaraverkfalli frestað Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Innlent Þessi mættu best og verst í þinginu Innlent Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Innlent Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Innlent Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Innlent Fleiri fréttir Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Svona verður kosningavaka Stöðvar 2 Næststærsta gosið hingað til Kennaraverkfalli frestað „Við setjum ekki líf og limi fólks í hættu til að flytja kjörgögn“ Tveir teknir með falin fíkniefni á leið til Ísafjarðar Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Engin kæra borist vegna upptakanna Svifryksmengun í borginni í dag og næstu daga Bein útsending: Fundur fólksins í Hörpu Óbreytt skólahald í Sunnulækjarskóla eftir helgi Ekkert D-vítamín í kæstum hákarli Fleiri gular viðvaranir á kjördag Slæm spá fjölgar þeim sem greitt hafa atkvæði Áframhaldandi gasmengun í Grindavík Margir greiða atkvæði utan kjörfundar fyrir austan Heilskimun Intuens enn til skoðunar hjá landlæknisembættinu Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Þessi mættu best og verst í þinginu Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Stefnir enn í hríðarveður á Austfjörðum á kjördag Erfiðara að manna í frístund í austurhluta borgarinnar „Talandi um að skila ekki til samfélagsins“ Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ „Er ekki hægt að hafa sér þátt fyrir hann?“ Fjölmenn lögregluaðgerð á Ísafirði Sjá meira
Í framhaldi af afgreiðslu virkjanaleyfisins hyggst Landsvirkjun sækja um framkvæmdaleyfi til sveitarstjórnar Rangárþings ytra. Í júlí gengu Landsnet og Landsvirkjun frá samningi um að tengja fyrirhugað vindorkuver inn á raforkuflutningskerfið. Var sá samningur forsenda fyrir afgreiðslu Orkustofunar á virkjunarleyfi. Kort af leyfissvæðinu.Orkustofnun Nú er svo unnið að því að klára samning um lands- og vindorkuréttindi við ríkið, að því er fram kemur í tilkynningu frá Landsvirkjun. Vindorkuvinnslan við Búrfellslund var sett í nýtingarflokk rammaáætlunar árið 2022 og gera áætlanir Landsvirkjunar fyrir því að vindmyllurnar verði farnar að skila rafmagni inn á raforkukerfið fyrir lok árs 2026. Landsvirkjun auglýsti útboð fyrir vindmyllurnar sem þar á að reisa snemma á þessu ári. „Jarðtæknirannsóknir sem hófust í vor hafa gengið vel og er gert ráð fyrir að þeim ljúki í haust. Allur undirbúningur hefur því gengið að óskum,“ segir í tilkynningu Landsvirkjunar. Skeiða- og Gnúpverjahreppur mótmælti umsókninni Fram kemur í gögnum Orkustofnunar að umsögn hafi borist um virkjanaleyfisumsóknina frá Skeiða- og Gnúpverjahreppi þar sem fyrirætlununum var mótmælt. Í umsögn Skeiða- og Gnúpverjahrepps var því haldið fram að stjórnvöldum væri óheimilt að veita leyfi fyrir virkjunarkostinum, þar sem sveitarfélagið hafði tilkynnt Skipulagsstofnun um frestun ákvörðunar um landnotkun á grundvelli laga um verndar- og orkunýtingaráætlun. Var það mat sveitarfélagsins að fara bæri með virkjunarkostinn sem hann væri í biðflokki samkvæmt ákvæði laganna, en ekki nýtingaflokki. Landsvirkjun og Orkustofnun voru ósammála þessari túlkun og var leyfið því afgreitt. Að sögn Orkustofnunar eru ekki neinar áætlanir um landnýtingu í Skeiða- og Gnúpverjahreppi fyrir umræddan virkjunarkost og þar af leiðandi engar skipulagsáætlanir á vegum sveitarfélagsins vegna virkjunarinnar nauðsynlegar. Tilhögun Búrfellslundar hafi verið breytt með þingsályktun og umsókn Landsvirkjunar um virkjunarkostinn byggi á tilhögun sem sé að öllu leyti innan Rangárþings ytra.
Landsvirkjun Orkumál Rangárþing ytra Skeiða- og Gnúpverjahreppur Vindorkuver í Búrfellslundi Tengdar fréttir Segir áætlaðan vindmyllugarð alfarið innan marka Rangárþings ytra Landsvirkjun segir greinilega einhvern misskilning á ferð hjá sveitarstjórn Skeiða- og Gnúpverjahrepps um staðsetningu áætlaðrar uppbyggingar vindmyllugarðs. Fyrirhugaður Búrfellslundur sé alfarið innan marka nágrannasveitarfélagsins Rangárþings ytra. 19. janúar 2024 06:42 Hella sér yfir Landsvirkjun vegna útboðs á vindmyllum Sveitarstjórn Skeiða- og Gnúpverjahrepps mótmælir harðlega vinnubrögðum Landsvirkjunar við undirbúning útboðs á vindmyllum við Vaðöldu. Sveitarstjórnin segir að uppbyggingu vindmyllugarðs myndi vinna gegn hagsmunum nærsamfélagsins og valda óbætanlegu tjóni til framtíðar. 18. janúar 2024 10:32 Útboð á vindmyllum í Búrfellslundi án þess að leyfi liggi fyrir Landsvirkjun hefur auglýst útboð á vindmyllum fyrir vindorkuver við Vaðöldu sem ber vinnuheitið Búrfellslundur. Verkefnið er boðið út með fyrirvara um leyfis- og skipulagsmál en sú óhefðbundna leið er farin til að flýta fyrir verkefninu. 17. janúar 2024 15:22 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent Kennaraverkfalli frestað Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Innlent Þessi mættu best og verst í þinginu Innlent Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Innlent Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Innlent Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Innlent Fleiri fréttir Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Svona verður kosningavaka Stöðvar 2 Næststærsta gosið hingað til Kennaraverkfalli frestað „Við setjum ekki líf og limi fólks í hættu til að flytja kjörgögn“ Tveir teknir með falin fíkniefni á leið til Ísafjarðar Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Engin kæra borist vegna upptakanna Svifryksmengun í borginni í dag og næstu daga Bein útsending: Fundur fólksins í Hörpu Óbreytt skólahald í Sunnulækjarskóla eftir helgi Ekkert D-vítamín í kæstum hákarli Fleiri gular viðvaranir á kjördag Slæm spá fjölgar þeim sem greitt hafa atkvæði Áframhaldandi gasmengun í Grindavík Margir greiða atkvæði utan kjörfundar fyrir austan Heilskimun Intuens enn til skoðunar hjá landlæknisembættinu Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Þessi mættu best og verst í þinginu Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Stefnir enn í hríðarveður á Austfjörðum á kjördag Erfiðara að manna í frístund í austurhluta borgarinnar „Talandi um að skila ekki til samfélagsins“ Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ „Er ekki hægt að hafa sér þátt fyrir hann?“ Fjölmenn lögregluaðgerð á Ísafirði Sjá meira
Segir áætlaðan vindmyllugarð alfarið innan marka Rangárþings ytra Landsvirkjun segir greinilega einhvern misskilning á ferð hjá sveitarstjórn Skeiða- og Gnúpverjahrepps um staðsetningu áætlaðrar uppbyggingar vindmyllugarðs. Fyrirhugaður Búrfellslundur sé alfarið innan marka nágrannasveitarfélagsins Rangárþings ytra. 19. janúar 2024 06:42
Hella sér yfir Landsvirkjun vegna útboðs á vindmyllum Sveitarstjórn Skeiða- og Gnúpverjahrepps mótmælir harðlega vinnubrögðum Landsvirkjunar við undirbúning útboðs á vindmyllum við Vaðöldu. Sveitarstjórnin segir að uppbyggingu vindmyllugarðs myndi vinna gegn hagsmunum nærsamfélagsins og valda óbætanlegu tjóni til framtíðar. 18. janúar 2024 10:32
Útboð á vindmyllum í Búrfellslundi án þess að leyfi liggi fyrir Landsvirkjun hefur auglýst útboð á vindmyllum fyrir vindorkuver við Vaðöldu sem ber vinnuheitið Búrfellslundur. Verkefnið er boðið út með fyrirvara um leyfis- og skipulagsmál en sú óhefðbundna leið er farin til að flýta fyrir verkefninu. 17. janúar 2024 15:22