Á hlaupum yfir hraunið með hræ í kjaftinum Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 14. ágúst 2024 12:09 Refurinn tignarlegi á sprettinum yfir hraunið. Hann var glæsilegur fagurbrúni refurinn sem sást á hlaupum yfir nýlegt hraun við Sundhnúkagígaröðina í gær. Hann var með nýveidda bráð í kjaftinum. Viðar Arason, sem starfar við öryggismál hjá HS Orku, keyrir svo til daglega Suðurstrandarveginn frá Selfossi til vinnu í Svartsengi. „Ég hef séð mjög marga refi og þeir eru yfirleitt hvítir eða gráir. Ég hef aldrei séð svona lit á ref,“ segir Viðar. Brjálæðislega flottur er lýsingin sem hann gefur á þeim stutta. Í þessu tilfelli var hann að keyra malarslóðann sem gengur undir nafninu nýi Grindavíkurvegurinn, sem er í raun sá gamli. Líklega fýll „Þá sé ég kvikyndið koma hlaupandi frá fjallinu Þorbirni,“ segir Viðar sem tók eftir því að refurinn var með hvítt hræ í kjaftinum. „Ég hélt fyrst að hann væri með kanínu. Því við vitum að það eru kanínur í skóglendingu við Þorbjörn,“ segir Viðar. Við nánari athugun telur hann líklegast að um fugl sé að ræða, líklega fýl. Reyndar virðist sem refurinn missi bráð sína á tímapunkti þegar honum bregður. Hann snýr sér og virðist virða Viðar fyrir sér, sem þó er í töluverðri fjarlægð. Því er ekki víst að refurinn hafi náð að gæða sér á fuglskjötinu. Líklega með greni í Hagafellinu „Það er svo magnað að dýrið sé að hlaupa í áttina að Sundhnúkaröðinni, að Hagafelli. Hann er að ferðast inn í mitt hraunið. Hann er ekki að fara frá hrauninu,“ segir Viðar. Refurinn sé líkast til með greni í Hagafellinu. Viðar hefur sem sérfræðingur í öryggismálum hjá HS Orku fylgst vel með aðstæðum á svæðinu í eldgosatíðinni undanfarin ár. Hann segir ótrúlegt að fylgjast með náttúrunni og breytingunni þar á þeim tíma. Spurður um dæmi nefnir hann til dæmis grjóthrun í fjallinu Þorbirni sem hafi vafalítið haft áhrif á fuglalífið þar. Dýr Grindavík Mest lesið Kosningavaktin: Landsmenn kjósa sér nýtt þing Innlent Sjálfstæðisflokkur stekkur fram úr Viðreisn og Samfylking áfram efst Innlent Hafa náð tökum á hálfri Aleppo og fjölda þorpa Erlent Á sér langa sögu eldfimra ummæla Innlent Viðvaranir komnar í gildi og orðið ófært sums staðar Veður „Ég get ekki hugsað mér að fleiri börn lendi í honum“ Innlent Mestu flokkaflakkararnir Innlent „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Innlent Gekk berserksgang í verslunarmiðstöð í Hafnarfirði Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent Fleiri fréttir Sigurður beðinn um að fjarlægja Framsóknarnælu Kjörsókn betri fyrir austan en menn þorðu að vona Tekist að opna alla kjörstaði í Norðausturkjördæmi „Ég get ekki hugsað mér að fleiri börn lendi í honum“ Heyrir fleiri segja þörf á VG á þingi Heldur aftur af sér svo hún gangi ekki um syngjandi Ölfusá orðin bakkafull af ís Á sér langa sögu eldfimra ummæla Auðvelt val þótt hann geti ekki kosið sjálfan sig „Við verðum að fá öflugan vinstri flokk“ Gekk berserksgang í verslunarmiðstöð í Hafnarfirði Kosningavaktin: Landsmenn kjósa sér nýtt þing Mestu flokkaflakkararnir Sjálfstæðisflokkur stekkur fram úr Viðreisn og Samfylking áfram efst „Allt það sem mannlegur máttur ræður við er undir góðri stjórn“ „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Önnin kláruð með eðlilegum hætti í MR Tæplega helmingi líst vel á Samfylkingu og Viðreisn í ríkisstjórn Kennaraverkföllum frestað og áhrif veðursins á kosningar Dynjandisheiði boðin út „á allra næstu dögum“ Miklar gleðifréttir og gott að fá nemendur og starfsfólk aftur í hús Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Svona verður kosningavaka Stöðvar 2 Næststærsta gosið hingað til Kennaraverkfalli frestað „Við setjum ekki líf og limi fólks í hættu til að flytja kjörgögn“ Tveir teknir með falin fíkniefni á leið til Ísafjarðar Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Engin kæra borist vegna upptakanna Sjá meira
Viðar Arason, sem starfar við öryggismál hjá HS Orku, keyrir svo til daglega Suðurstrandarveginn frá Selfossi til vinnu í Svartsengi. „Ég hef séð mjög marga refi og þeir eru yfirleitt hvítir eða gráir. Ég hef aldrei séð svona lit á ref,“ segir Viðar. Brjálæðislega flottur er lýsingin sem hann gefur á þeim stutta. Í þessu tilfelli var hann að keyra malarslóðann sem gengur undir nafninu nýi Grindavíkurvegurinn, sem er í raun sá gamli. Líklega fýll „Þá sé ég kvikyndið koma hlaupandi frá fjallinu Þorbirni,“ segir Viðar sem tók eftir því að refurinn var með hvítt hræ í kjaftinum. „Ég hélt fyrst að hann væri með kanínu. Því við vitum að það eru kanínur í skóglendingu við Þorbjörn,“ segir Viðar. Við nánari athugun telur hann líklegast að um fugl sé að ræða, líklega fýl. Reyndar virðist sem refurinn missi bráð sína á tímapunkti þegar honum bregður. Hann snýr sér og virðist virða Viðar fyrir sér, sem þó er í töluverðri fjarlægð. Því er ekki víst að refurinn hafi náð að gæða sér á fuglskjötinu. Líklega með greni í Hagafellinu „Það er svo magnað að dýrið sé að hlaupa í áttina að Sundhnúkaröðinni, að Hagafelli. Hann er að ferðast inn í mitt hraunið. Hann er ekki að fara frá hrauninu,“ segir Viðar. Refurinn sé líkast til með greni í Hagafellinu. Viðar hefur sem sérfræðingur í öryggismálum hjá HS Orku fylgst vel með aðstæðum á svæðinu í eldgosatíðinni undanfarin ár. Hann segir ótrúlegt að fylgjast með náttúrunni og breytingunni þar á þeim tíma. Spurður um dæmi nefnir hann til dæmis grjóthrun í fjallinu Þorbirni sem hafi vafalítið haft áhrif á fuglalífið þar.
Dýr Grindavík Mest lesið Kosningavaktin: Landsmenn kjósa sér nýtt þing Innlent Sjálfstæðisflokkur stekkur fram úr Viðreisn og Samfylking áfram efst Innlent Hafa náð tökum á hálfri Aleppo og fjölda þorpa Erlent Á sér langa sögu eldfimra ummæla Innlent Viðvaranir komnar í gildi og orðið ófært sums staðar Veður „Ég get ekki hugsað mér að fleiri börn lendi í honum“ Innlent Mestu flokkaflakkararnir Innlent „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Innlent Gekk berserksgang í verslunarmiðstöð í Hafnarfirði Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent Fleiri fréttir Sigurður beðinn um að fjarlægja Framsóknarnælu Kjörsókn betri fyrir austan en menn þorðu að vona Tekist að opna alla kjörstaði í Norðausturkjördæmi „Ég get ekki hugsað mér að fleiri börn lendi í honum“ Heyrir fleiri segja þörf á VG á þingi Heldur aftur af sér svo hún gangi ekki um syngjandi Ölfusá orðin bakkafull af ís Á sér langa sögu eldfimra ummæla Auðvelt val þótt hann geti ekki kosið sjálfan sig „Við verðum að fá öflugan vinstri flokk“ Gekk berserksgang í verslunarmiðstöð í Hafnarfirði Kosningavaktin: Landsmenn kjósa sér nýtt þing Mestu flokkaflakkararnir Sjálfstæðisflokkur stekkur fram úr Viðreisn og Samfylking áfram efst „Allt það sem mannlegur máttur ræður við er undir góðri stjórn“ „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Önnin kláruð með eðlilegum hætti í MR Tæplega helmingi líst vel á Samfylkingu og Viðreisn í ríkisstjórn Kennaraverkföllum frestað og áhrif veðursins á kosningar Dynjandisheiði boðin út „á allra næstu dögum“ Miklar gleðifréttir og gott að fá nemendur og starfsfólk aftur í hús Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Svona verður kosningavaka Stöðvar 2 Næststærsta gosið hingað til Kennaraverkfalli frestað „Við setjum ekki líf og limi fólks í hættu til að flytja kjörgögn“ Tveir teknir með falin fíkniefni á leið til Ísafjarðar Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Engin kæra borist vegna upptakanna Sjá meira