Eyddu sprengju úr seinni heimsstyrjöldinni í Hlíðarfjalli Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 14. ágúst 2024 13:31 Sprengjan var af gerðinni mortar sem skotið var úr sprengjuvörpum í seinni heimsstyrjöldinni. Grenndargralið Sprengjusveit Landhelgisgæslunnar eyddi breskri sprengju úr seinni heimsstyrjöldinni í Hlíðarfjalli fyrir viku síðan. Brynjar Karl Óttarsson, grunnskólakennari á Akureyri og umsjónarmaður síðunnar Grenndargralsins, var viðstaddur eyðinguna og segir allt hafa gengið vel. Þeir sem gengu fram á sprengjuna tilkynntu þegar í stað um fundinn. Eftir að hafa ráðfært sig við Landhelgisgæsluna og sent myndir suður, var það staðfest að um svokallaða mortar-sprengju væri að ræða sem skotið var úr þartilgerðum sprengjuvörpum en breskt herlið var með æfingasvæði í Hlíðarfjalli á hernámsárunum. Sprengjan var um 13 sentimetra löng.Grenndargralið Í síðustu viku kom svo teymi sprengjusérfræðinga frá Reykjavík til Akureyrar og gekk upp á fjallið daginn eftir. Eftir rannsókn á gripnum var það staðfest að virk sprengja væri á ferðinni sem hætta stafaði af. Ákveðið var að henni skyldi eytt. Jónas Þorvaldsson, sviðsstjóri séraðgerða- og sprengjueyðingarsviðs Landhelgisgæslunnar, segir að sprengjusveitin hafi sett hraðvirkt og öflugt sprengiefni á mortar-sprengjuna sem kom henni af stað. Þetta er í þriðja skipti á síðustu fjórum árum sem sprengjudeild Landhelgisgæslunnar fer í útkall í Hlíðarfjall. Brynjar segir að í hittifyrra hafi heljarinnar hvellur heyrst um allan bæ þegar önnur slík mortar-sprengja var sprengd. Sprengjan var sprengd með sérstökum búnaði svo engin hætta stafaði af.Grenndargralið Brynjar tekur fram að svæðið þar sem sprengjan fannst sé utan skíðasvæðisins og úr alfaraleið en að alltaf beri að hafa varann á þegar um virkar sprengjur ræðir. Hættan sé alltaf til staðar og rétt sé að fara að öllu með gát. Akureyri Landhelgisgæslan Seinni heimsstyrjöldin Tengdar fréttir Fann skotfæri úr fórum nasista á Hlíðarfjalli Brynjar Karl Óttarsson, grunnskólakennari á Akureyri og sagnfræðiáhugamaður, hefur verið að kemba gamalt æfingasvæði Bandamanna frá tímum hernámsins og rakst á nokkuð alveg einstakt nýverið. Hann fann heilt riffilsskot úr fórum nasista. Hann hefur ýmsar kenningar um hvernig gæti mögulega staðið á því að það hafni á Akureyri. 7. ágúst 2024 14:24 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent Kennaraverkfalli frestað Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Innlent Þessi mættu best og verst í þinginu Innlent Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Innlent Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Innlent Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Innlent Fleiri fréttir Kennaraverkföllum frestað og áhrif veðursins á kosningar Dynjandisheiði boðin út „á allra næstu dögum“ Miklar gleðifréttir og gott að fá nemendur og starfsfólk aftur í hús Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Svona verður kosningavaka Stöðvar 2 Næststærsta gosið hingað til Kennaraverkfalli frestað „Við setjum ekki líf og limi fólks í hættu til að flytja kjörgögn“ Tveir teknir með falin fíkniefni á leið til Ísafjarðar Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Engin kæra borist vegna upptakanna Svifryksmengun í borginni í dag og næstu daga Bein útsending: Fundur fólksins í Hörpu Óbreytt skólahald í Sunnulækjarskóla eftir helgi Ekkert D-vítamín í kæstum hákarli Fleiri gular viðvaranir á kjördag Slæm spá fjölgar þeim sem greitt hafa atkvæði Áframhaldandi gasmengun í Grindavík Margir greiða atkvæði utan kjörfundar fyrir austan Heilskimun Intuens enn til skoðunar hjá landlæknisembættinu Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Þessi mættu best og verst í þinginu Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Stefnir enn í hríðarveður á Austfjörðum á kjördag Erfiðara að manna í frístund í austurhluta borgarinnar „Talandi um að skila ekki til samfélagsins“ Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Sjá meira
Þeir sem gengu fram á sprengjuna tilkynntu þegar í stað um fundinn. Eftir að hafa ráðfært sig við Landhelgisgæsluna og sent myndir suður, var það staðfest að um svokallaða mortar-sprengju væri að ræða sem skotið var úr þartilgerðum sprengjuvörpum en breskt herlið var með æfingasvæði í Hlíðarfjalli á hernámsárunum. Sprengjan var um 13 sentimetra löng.Grenndargralið Í síðustu viku kom svo teymi sprengjusérfræðinga frá Reykjavík til Akureyrar og gekk upp á fjallið daginn eftir. Eftir rannsókn á gripnum var það staðfest að virk sprengja væri á ferðinni sem hætta stafaði af. Ákveðið var að henni skyldi eytt. Jónas Þorvaldsson, sviðsstjóri séraðgerða- og sprengjueyðingarsviðs Landhelgisgæslunnar, segir að sprengjusveitin hafi sett hraðvirkt og öflugt sprengiefni á mortar-sprengjuna sem kom henni af stað. Þetta er í þriðja skipti á síðustu fjórum árum sem sprengjudeild Landhelgisgæslunnar fer í útkall í Hlíðarfjall. Brynjar segir að í hittifyrra hafi heljarinnar hvellur heyrst um allan bæ þegar önnur slík mortar-sprengja var sprengd. Sprengjan var sprengd með sérstökum búnaði svo engin hætta stafaði af.Grenndargralið Brynjar tekur fram að svæðið þar sem sprengjan fannst sé utan skíðasvæðisins og úr alfaraleið en að alltaf beri að hafa varann á þegar um virkar sprengjur ræðir. Hættan sé alltaf til staðar og rétt sé að fara að öllu með gát.
Akureyri Landhelgisgæslan Seinni heimsstyrjöldin Tengdar fréttir Fann skotfæri úr fórum nasista á Hlíðarfjalli Brynjar Karl Óttarsson, grunnskólakennari á Akureyri og sagnfræðiáhugamaður, hefur verið að kemba gamalt æfingasvæði Bandamanna frá tímum hernámsins og rakst á nokkuð alveg einstakt nýverið. Hann fann heilt riffilsskot úr fórum nasista. Hann hefur ýmsar kenningar um hvernig gæti mögulega staðið á því að það hafni á Akureyri. 7. ágúst 2024 14:24 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent Kennaraverkfalli frestað Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Innlent Þessi mættu best og verst í þinginu Innlent Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Innlent Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Innlent Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Innlent Fleiri fréttir Kennaraverkföllum frestað og áhrif veðursins á kosningar Dynjandisheiði boðin út „á allra næstu dögum“ Miklar gleðifréttir og gott að fá nemendur og starfsfólk aftur í hús Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Svona verður kosningavaka Stöðvar 2 Næststærsta gosið hingað til Kennaraverkfalli frestað „Við setjum ekki líf og limi fólks í hættu til að flytja kjörgögn“ Tveir teknir með falin fíkniefni á leið til Ísafjarðar Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Engin kæra borist vegna upptakanna Svifryksmengun í borginni í dag og næstu daga Bein útsending: Fundur fólksins í Hörpu Óbreytt skólahald í Sunnulækjarskóla eftir helgi Ekkert D-vítamín í kæstum hákarli Fleiri gular viðvaranir á kjördag Slæm spá fjölgar þeim sem greitt hafa atkvæði Áframhaldandi gasmengun í Grindavík Margir greiða atkvæði utan kjörfundar fyrir austan Heilskimun Intuens enn til skoðunar hjá landlæknisembættinu Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Þessi mættu best og verst í þinginu Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Stefnir enn í hríðarveður á Austfjörðum á kjördag Erfiðara að manna í frístund í austurhluta borgarinnar „Talandi um að skila ekki til samfélagsins“ Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Sjá meira
Fann skotfæri úr fórum nasista á Hlíðarfjalli Brynjar Karl Óttarsson, grunnskólakennari á Akureyri og sagnfræðiáhugamaður, hefur verið að kemba gamalt æfingasvæði Bandamanna frá tímum hernámsins og rakst á nokkuð alveg einstakt nýverið. Hann fann heilt riffilsskot úr fórum nasista. Hann hefur ýmsar kenningar um hvernig gæti mögulega staðið á því að það hafni á Akureyri. 7. ágúst 2024 14:24