Opið bréf til stjórnarformanns Haga Björn Sævar Einarsson skrifar 15. ágúst 2024 12:30 Ágæti Eiríkur. Bakkar þú upp þá frétt sem fór í loftið á visir.is í fyrradag, um að Hagkaup ætli að hefja sölu áfengis á næstu dögum? Ætla Hagar að horfa upp á að áfengissalan hefjist óháð því að ríkissaksóknari er farinn að reka á eftir lögreglustjóra höfuðborgarsvæðisins með að klára kæru ÁTVR á hendur slíkri sölu? Á að hefja söluna óháð því að stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis sé nú að skoða hvort slík sala standist lög? Við hlýddum ráðleggingum Gildis Ágæti Eiríkur. Þann 8 júlí sl. barst þér bréf þar sem beðið var um fund með Högum í takt við ráðleggingar lífeyrissjóðsins Gildis sem á mestan hlut allra í Högum eða nú um 18%. Bréfið var svohljóðandi: Til stjórnarformanns Haga, Eiríks S. Jóhannssonar. Fram hefur komið í fjölmiðlum að Hagar hyggist hefja áfengissölu í júní 2024. Nú tilheyri ég hópi forsvarsmanna forvarnarsamtaka og lýðheilsuþenkjandi fólks sem er algerlega ósammála því að netsalan sem nú fer fram á Íslandi, og Hagar áforma, geti talist lögleg. Það getur hún ekki óháð því hvort um innlent, eða erlent fyrirtæki (skúffufyrirtæki) sé að ræða. Það er vegna þess að því í báðum tilvikum er áfengið, sem selt er og afhent í smásölu til neytenda, afgreitt af lager sem er staðsettur innanlands, en ekki erlendis. Sala þessi fer á svig við lög sem gilda um ÁTVR. Um þetta hefur einmitt verið fjallað í hæstaréttardómi sem féll í Svíþjóð 7. júlí 2023, en þar eins og hér er viðhöfð einkasala ríkis á áfengi samkvæmt lögum. Höfum við kynnt okkur sænska hæstaréttardóminn. Hópurinn sem ég tilheyri hefur óskað eftir fundi með stjórnarformanni og framkvæmdastjóra lífeyrissjóðsins Gildi, sem er stærsti hluthafinn í Högum með tæp 20% hlutafjár, til að ræða ofangreinda áfengissölu. Teljum við hana vera á svig við starfs- og siðareglur Gildis sem og 4. gr. stefnu sjóðsins um ábyrgar fjárfestingar. Gildi hafnar því að hitta okkur á grundvelli þess að á aðalfundi Haga 30. maí sl. hafi komið fram að ekki komi annað til greina en að Hagar og dótturfélög fari í einu og öllu að lögum og reglum og að áform þeirra væru vel undirbúin. Í svari Gildis segir: „Eins og fram kom í svörum forsvarsmanna Haga á aðalfundi félagsins þá hefur félagið aflað sér lögfræðiálits vegna málsins. Gildi hefur ekki óskað eftir því áliti og hyggst ekki gera það sem hluthafi í félaginu, enda eru slík mál ekki á forræði hluthafa og um að ræða gögn stjórnar og stjórnenda Haga er varðar rekstrarleg og samkeppnisleg áform félagsins.“ Þá bendir Gildi á að við getum haft samband við félagið sjálft, þ.e. ykkur varðandi þessi mál. Hér með fer ég að ábendingu Gildis og óska eftir tvennu, a) Að fá fund með stjórnarformanni og forstjóra Haga núna í annarri eða þriðju viku júlí ásamt öðrum þeim sem þið teljið rétt að sæki slíkan fund fyrir ykkar hönd b) Að fá sent lögfræðiálit það sem Hagar byggja á um lögmæti fyrirhugaðrar áfengissölu. Ekki er óskað eftir þeim hluta sem gæti varðað samkeppnisupplýsingar, einungis lögfræðihlutann þar sem fram kemur að áformin standist lög. Af okkar hálfu sæki ég fundinn og aðrir þeir aðilar í okkar hópi sem eru lausir á þessum tíma. Við verðum sirka 3-4 býst ég við. Með ósk um svar hið fyrsta. Kveðja, Björn Sævar Einarsson, formaður IOGT á Íslandi Við viljum svör Ágæti Eiríkur. Þar sem ekki hafa borist svör við bréfi þessu fer ég fram á að þú svarir mér hið fyrsta og áður en Hagkaup hefja áfengissöluna, helst hér á þessum sama vettvangi, visir.is. Höfundur er formaður IOGT á Íslandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Netsala á áfengi Hagar Áfengi og tóbak Tengdar fréttir Hefja sölu áfengis á næstu tveimur vikum Undirbúningur Hagkaupa á netsölu áfengis er á lokametrunum og er búist við að hún hefjist á næstu tveimur vikum. Meiri tíma hefur tekið að hefja söluna en búist var við í upphafi að sögn framkvæmdastjóra. Ósætti ráðherra vegna málsins hafði ekki áhrif þar á. 13. ágúst 2024 07:01 Mest lesið Tryggjum Svandísi á þing Hópur stuðningsfólks Svandísar Svavarsdóttur Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun Skilur Kristrún ekki, að stærð kökunnar er mál nr. 1? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Hvar ertu Auddi Blö: Opið bréf til Bjarna Ben frá sérfræðingi Ásta Kristín Pjetursdóttir Skoðun Greinin sem þú verður að lesa áður en þú ferð á kjörstað Bessí Þóra Jónsdóttir Skoðun Er einhver að hlusta? Hópur 143 Seyðfirðinga Skoðun Ekki láta Sjálfstæðisflokkinn ljúga að þér Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Nýtt húsnæðislánakerfi að danskri fyrirmynd? Jónas Már Torfason Skoðun Flokkur í felulitum Björn Gíslason Skoðun Höldum okkur á dagskrá Hópur fólks innan íþróttahreyfingarinnar Skoðun Skoðun Skoðun Ísland sé frjálst meðan sól gyllir haf Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Að refsa eða treysta VG? Finnur Ricart Andrason skrifar Skoðun Innflytjendur eru blórabögglar Achola Otieno skrifar Skoðun Bað- og búningsklefar okkar kvenna Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Stórkostleg tímaskekkja Sigrún Perla Gísladóttir skrifar Skoðun Vinstri græn - þrátt fyrir þverpólitíska ríkisstjórn Aðalbjörg Ísafold Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir skrifar Skoðun Kosningalimran 2024 Arnar Ingi Ingason,Freyr Snorrason skrifar Skoðun Viðreisn ætlar að forgangsraða – nýta skattfé miklu betur Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Sigrar vinnast – spár bregðast Þorvaldur Örn Árnason skrifar Skoðun Af hverju Viðreisn? Eva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pólitískar ofsóknir í aðdraganda Alþingiskosninga Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Talk about timing – degi fyrir kjördag Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Hjarta og sál Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun ESB andstæðingar blekkja Íslendinga Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn: Fyrir budduna þína og framtíðina Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson skrifar Skoðun Að mynda ríkisstjórn - skipulagt val til vinstri Hlynur Már Ragnheiðarson skrifar Skoðun Viðreisn: öfgalaus nálgun fyrir öfgalaust samfélag Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Kleppur er víða Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir skrifar Skoðun Að geta lesið sér mennsku til gagns Diljá Ámundadóttir Zoëga skrifar Skoðun Börðust afar okkar til einskis í Þorskastríðinu? Hugleiðing um ESB Haukur Ingi S. Jónsson skrifar Skoðun Á ferð um Norðvesturkjördæmi Arna Lára Jónsdóttir,Hannes Sigurbjörn Jónsson,Jóhanna Ösp Einarsdóttir,Magnús Eðvaldsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um íslenska fjölmiðla Óli Valur Pétursson skrifar Skoðun Lögfestum félagsmiðstöðvar Guðmundur Ari Sigurjónsson,Friðmey Jónsdóttir skrifar Skoðun Flokkar sem vara við sjálfum sér Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hver bjó til ehf-gat? Sigríður Á. Andersen skrifar Skoðun Lausnir eða kyrrstaða í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Aðventan – njóta eða þjóta? Hrund Þrándardóttir skrifar Skoðun Við kjósum blokkir Kjartan Valgarðsson skrifar Sjá meira
Ágæti Eiríkur. Bakkar þú upp þá frétt sem fór í loftið á visir.is í fyrradag, um að Hagkaup ætli að hefja sölu áfengis á næstu dögum? Ætla Hagar að horfa upp á að áfengissalan hefjist óháð því að ríkissaksóknari er farinn að reka á eftir lögreglustjóra höfuðborgarsvæðisins með að klára kæru ÁTVR á hendur slíkri sölu? Á að hefja söluna óháð því að stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis sé nú að skoða hvort slík sala standist lög? Við hlýddum ráðleggingum Gildis Ágæti Eiríkur. Þann 8 júlí sl. barst þér bréf þar sem beðið var um fund með Högum í takt við ráðleggingar lífeyrissjóðsins Gildis sem á mestan hlut allra í Högum eða nú um 18%. Bréfið var svohljóðandi: Til stjórnarformanns Haga, Eiríks S. Jóhannssonar. Fram hefur komið í fjölmiðlum að Hagar hyggist hefja áfengissölu í júní 2024. Nú tilheyri ég hópi forsvarsmanna forvarnarsamtaka og lýðheilsuþenkjandi fólks sem er algerlega ósammála því að netsalan sem nú fer fram á Íslandi, og Hagar áforma, geti talist lögleg. Það getur hún ekki óháð því hvort um innlent, eða erlent fyrirtæki (skúffufyrirtæki) sé að ræða. Það er vegna þess að því í báðum tilvikum er áfengið, sem selt er og afhent í smásölu til neytenda, afgreitt af lager sem er staðsettur innanlands, en ekki erlendis. Sala þessi fer á svig við lög sem gilda um ÁTVR. Um þetta hefur einmitt verið fjallað í hæstaréttardómi sem féll í Svíþjóð 7. júlí 2023, en þar eins og hér er viðhöfð einkasala ríkis á áfengi samkvæmt lögum. Höfum við kynnt okkur sænska hæstaréttardóminn. Hópurinn sem ég tilheyri hefur óskað eftir fundi með stjórnarformanni og framkvæmdastjóra lífeyrissjóðsins Gildi, sem er stærsti hluthafinn í Högum með tæp 20% hlutafjár, til að ræða ofangreinda áfengissölu. Teljum við hana vera á svig við starfs- og siðareglur Gildis sem og 4. gr. stefnu sjóðsins um ábyrgar fjárfestingar. Gildi hafnar því að hitta okkur á grundvelli þess að á aðalfundi Haga 30. maí sl. hafi komið fram að ekki komi annað til greina en að Hagar og dótturfélög fari í einu og öllu að lögum og reglum og að áform þeirra væru vel undirbúin. Í svari Gildis segir: „Eins og fram kom í svörum forsvarsmanna Haga á aðalfundi félagsins þá hefur félagið aflað sér lögfræðiálits vegna málsins. Gildi hefur ekki óskað eftir því áliti og hyggst ekki gera það sem hluthafi í félaginu, enda eru slík mál ekki á forræði hluthafa og um að ræða gögn stjórnar og stjórnenda Haga er varðar rekstrarleg og samkeppnisleg áform félagsins.“ Þá bendir Gildi á að við getum haft samband við félagið sjálft, þ.e. ykkur varðandi þessi mál. Hér með fer ég að ábendingu Gildis og óska eftir tvennu, a) Að fá fund með stjórnarformanni og forstjóra Haga núna í annarri eða þriðju viku júlí ásamt öðrum þeim sem þið teljið rétt að sæki slíkan fund fyrir ykkar hönd b) Að fá sent lögfræðiálit það sem Hagar byggja á um lögmæti fyrirhugaðrar áfengissölu. Ekki er óskað eftir þeim hluta sem gæti varðað samkeppnisupplýsingar, einungis lögfræðihlutann þar sem fram kemur að áformin standist lög. Af okkar hálfu sæki ég fundinn og aðrir þeir aðilar í okkar hópi sem eru lausir á þessum tíma. Við verðum sirka 3-4 býst ég við. Með ósk um svar hið fyrsta. Kveðja, Björn Sævar Einarsson, formaður IOGT á Íslandi Við viljum svör Ágæti Eiríkur. Þar sem ekki hafa borist svör við bréfi þessu fer ég fram á að þú svarir mér hið fyrsta og áður en Hagkaup hefja áfengissöluna, helst hér á þessum sama vettvangi, visir.is. Höfundur er formaður IOGT á Íslandi.
Hefja sölu áfengis á næstu tveimur vikum Undirbúningur Hagkaupa á netsölu áfengis er á lokametrunum og er búist við að hún hefjist á næstu tveimur vikum. Meiri tíma hefur tekið að hefja söluna en búist var við í upphafi að sögn framkvæmdastjóra. Ósætti ráðherra vegna málsins hafði ekki áhrif þar á. 13. ágúst 2024 07:01
Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson skrifar
Skoðun Börðust afar okkar til einskis í Þorskastríðinu? Hugleiðing um ESB Haukur Ingi S. Jónsson skrifar
Skoðun Á ferð um Norðvesturkjördæmi Arna Lára Jónsdóttir,Hannes Sigurbjörn Jónsson,Jóhanna Ösp Einarsdóttir,Magnús Eðvaldsson skrifar