Apabóla geti komið til landsins en muni ekki verða útbreidd Jón Ísak Ragnarsson skrifar 15. ágúst 2024 22:04 Guðrún segir enga ástæðu til að bólusetja almenning fyrir MPX-veirunni. Vísir/Arnar Guðrún Aspelund Sóttvarnarlæknir segir að nýtt afbrigði MPX-veirunnar, apabólu, sem greinst hefur í Svíþjóð gæti borist hingað til lands. Hún óttast ekki faraldur og heldur að veiran yrði ekki útbreidd hér á landi. Nýtt afbrigði apabólu, sem Guðrún segir réttara að kalla MPX-veiruna, hefur náð mikilli útbreiðslu í Afríku og hefur Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin lýst yfir neyðarástandi vegna þessa. Afbrigðið hefur nú greinst í Svíþjóð. Flestir jafni sig Guðrún segir að flestir sem smitist af veirunni jafni sig, en fái ýmiss konar einkenni. Veiran geti lagst þungt á ónæmisbælda, en einnig börn og barnshafandi konur. „Börn og ónæmisbældir hafa farið illa út úr þessu, svo eru þessir mismunandi stofnar og annar er skæðari en hinn,“ segir Guðrún, en hún var til viðtals í Reykjavík síðdegis í dag. Smitast með mikilli nánd „Þetta er veirusýking sem smitast við náin samskipti, þannig hún er ekki bráðsmitandi,“ segir Guðrún. Helst þurfi snertingu til að smitast, en einnig geti vessað úr bólum. Einnig geti veiran verið á hlutum eða efni eins og handklæðum, rúmfötum og slíku frá fólki sem hefur verið með apabólu. „En þetta þarf svolítið mikla nánd og snertingu í tíma til að smitast.“ Hún segir að einkenni apabólunnar séu útbrotin sem hún er kennd við. „Þetta byrjar á þessum útbrotum sem eru eins og bólur, sem verða svo vessafylltar blöðrur og sár, sem þorna upp og mynda hreistur sem dettur af. Svo eru önnur einkenni, svolítið eins og flensulík einkenni, vöðvaverkir, höfuðverkur, eitlabólgur og hiti,“ segir hún. Fólk smitist aðallega frá þessum útbrotum, en þegar sárin séu svo orðin þurr sé þetta ekki eins smitandi. Mælir ekki með bólusetningu fyrir almenning Guðrún segir að til sé bóluefni en ekki sé mælt með því fyrir almenning. „Það er ekki hætta á að þetta dreifist út til allra, þetta er bundið við náin samskipti.“ Áhættuhópar hafi verið bólusettir árið 2022 þegar hinn stofninn barst til landsins. „Ég hef ekki áhyggjur eins og er að þetta verði mjög útbreitt hjá okkur, þetta er bara að fara í gang og við fylgjumst grannt með því og hvaða ráðleggingar verða í nágrannalöndunum,“ segir hún. Apabóla Heilbrigðismál Reykjavík síðdegis Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent Kennaraverkfalli frestað Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent Þessi mættu best og verst í þinginu Innlent Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Innlent Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Innlent Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Innlent Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Innlent Fleiri fréttir Tæplega helmingi líst vel á Samfylkingu og Viðreisn í ríkisstjórn Kennaraverkföllum frestað og áhrif veðursins á kosningar Dynjandisheiði boðin út „á allra næstu dögum“ Miklar gleðifréttir og gott að fá nemendur og starfsfólk aftur í hús Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Svona verður kosningavaka Stöðvar 2 Næststærsta gosið hingað til Kennaraverkfalli frestað „Við setjum ekki líf og limi fólks í hættu til að flytja kjörgögn“ Tveir teknir með falin fíkniefni á leið til Ísafjarðar Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Engin kæra borist vegna upptakanna Svifryksmengun í borginni í dag og næstu daga Bein útsending: Fundur fólksins í Hörpu Óbreytt skólahald í Sunnulækjarskóla eftir helgi Ekkert D-vítamín í kæstum hákarli Fleiri gular viðvaranir á kjördag Slæm spá fjölgar þeim sem greitt hafa atkvæði Áframhaldandi gasmengun í Grindavík Margir greiða atkvæði utan kjörfundar fyrir austan Heilskimun Intuens enn til skoðunar hjá landlæknisembættinu Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Þessi mættu best og verst í þinginu Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Stefnir enn í hríðarveður á Austfjörðum á kjördag Erfiðara að manna í frístund í austurhluta borgarinnar „Talandi um að skila ekki til samfélagsins“ Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Sjá meira
Nýtt afbrigði apabólu, sem Guðrún segir réttara að kalla MPX-veiruna, hefur náð mikilli útbreiðslu í Afríku og hefur Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin lýst yfir neyðarástandi vegna þessa. Afbrigðið hefur nú greinst í Svíþjóð. Flestir jafni sig Guðrún segir að flestir sem smitist af veirunni jafni sig, en fái ýmiss konar einkenni. Veiran geti lagst þungt á ónæmisbælda, en einnig börn og barnshafandi konur. „Börn og ónæmisbældir hafa farið illa út úr þessu, svo eru þessir mismunandi stofnar og annar er skæðari en hinn,“ segir Guðrún, en hún var til viðtals í Reykjavík síðdegis í dag. Smitast með mikilli nánd „Þetta er veirusýking sem smitast við náin samskipti, þannig hún er ekki bráðsmitandi,“ segir Guðrún. Helst þurfi snertingu til að smitast, en einnig geti vessað úr bólum. Einnig geti veiran verið á hlutum eða efni eins og handklæðum, rúmfötum og slíku frá fólki sem hefur verið með apabólu. „En þetta þarf svolítið mikla nánd og snertingu í tíma til að smitast.“ Hún segir að einkenni apabólunnar séu útbrotin sem hún er kennd við. „Þetta byrjar á þessum útbrotum sem eru eins og bólur, sem verða svo vessafylltar blöðrur og sár, sem þorna upp og mynda hreistur sem dettur af. Svo eru önnur einkenni, svolítið eins og flensulík einkenni, vöðvaverkir, höfuðverkur, eitlabólgur og hiti,“ segir hún. Fólk smitist aðallega frá þessum útbrotum, en þegar sárin séu svo orðin þurr sé þetta ekki eins smitandi. Mælir ekki með bólusetningu fyrir almenning Guðrún segir að til sé bóluefni en ekki sé mælt með því fyrir almenning. „Það er ekki hætta á að þetta dreifist út til allra, þetta er bundið við náin samskipti.“ Áhættuhópar hafi verið bólusettir árið 2022 þegar hinn stofninn barst til landsins. „Ég hef ekki áhyggjur eins og er að þetta verði mjög útbreitt hjá okkur, þetta er bara að fara í gang og við fylgjumst grannt með því og hvaða ráðleggingar verða í nágrannalöndunum,“ segir hún.
Apabóla Heilbrigðismál Reykjavík síðdegis Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent Kennaraverkfalli frestað Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent Þessi mættu best og verst í þinginu Innlent Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Innlent Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Innlent Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Innlent Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Innlent Fleiri fréttir Tæplega helmingi líst vel á Samfylkingu og Viðreisn í ríkisstjórn Kennaraverkföllum frestað og áhrif veðursins á kosningar Dynjandisheiði boðin út „á allra næstu dögum“ Miklar gleðifréttir og gott að fá nemendur og starfsfólk aftur í hús Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Svona verður kosningavaka Stöðvar 2 Næststærsta gosið hingað til Kennaraverkfalli frestað „Við setjum ekki líf og limi fólks í hættu til að flytja kjörgögn“ Tveir teknir með falin fíkniefni á leið til Ísafjarðar Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Engin kæra borist vegna upptakanna Svifryksmengun í borginni í dag og næstu daga Bein útsending: Fundur fólksins í Hörpu Óbreytt skólahald í Sunnulækjarskóla eftir helgi Ekkert D-vítamín í kæstum hákarli Fleiri gular viðvaranir á kjördag Slæm spá fjölgar þeim sem greitt hafa atkvæði Áframhaldandi gasmengun í Grindavík Margir greiða atkvæði utan kjörfundar fyrir austan Heilskimun Intuens enn til skoðunar hjá landlæknisembættinu Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Þessi mættu best og verst í þinginu Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Stefnir enn í hríðarveður á Austfjörðum á kjördag Erfiðara að manna í frístund í austurhluta borgarinnar „Talandi um að skila ekki til samfélagsins“ Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Sjá meira