Láglaunakonur heilsuveilli en konur með hærri laun Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 16. ágúst 2024 12:00 Hærra hlutfall kvenna með lág laun og meðallaun hefur þurft að neita sér um mat svo börn þeirra fái nóg að borða. Getty Líkamleg heilsa kvenna, sem hafa eingöngu lokið grunnskólaprófi, er verri en kvenna með meiri menntun. Þá eru konur með háskólamenntun í öllum tilfellum ólíklegri til að vera með klínísk einkenni þunglyndis, kvíða og streitu en konur með lægra menntunarstig. Hópur kvenna við Háskólann á Akureyri, Háskóla Íslands og Vörðu - Rannsóknarstofnun vinnumarkaðarins kynnti niðurstöður skýrslu um ójöfnuð meðal íslenskra kvenna á fundi fyrir hádegi. Helstu niðurstöður sýna að ójöfnuður eftir stétt og stöðu á sér margs konar birtingarmyndir. Konur á lágum launum telja til dæmis líklegra en aðrar konur að lífskjör þeirra muni versna nokkuð eða mikið næsta árið og hærra hlutfall kvenna með lág laun og meðallaun hefur þurft að neita sér um mat svo börn þeirra fái nóg að borða. „Láglaunakonur eru líklegri til að vera með minna bakland en aðrar konur. Þær hafa færri sem þær geta leitað til, til dæmis ef þeim vantar óvænt barnapössun eða ef þær vantar skyndilega lán eða einhverja peningaupphæð. Almennt hafa þær færri sem þær eru nákomnar,“ segir Berglind Hólm Ragnarsdóttir, lektor við Háskólann á Akureyri. Eins eigi láglaunakonur erfiðara með að samræma fjölskyldu- og atvinnulíf. „Áhyggjur af því sem tengist fjölskyldunni er að trufla þær í starfi,“ segir Berglind. „Við sjáum að þær eiga erfiðara með að kaupa barnapössun, þær hafa oft ekki efni á því að setja börnin sín í frístund eftir að skóla lýkur. Þær eiga erfiðara með að greiða fyrir tómstundir fyrir börnin sín.“ Þá séu láglaunakonur oft í störfum þar sem er minni sveigjanleiki. Eins telji láglaunakonur sig heilsuveilli, bæði andlega og líkamlega, en þær sem hafa hærri laun. „Þær eru líklegri til að upplifa kvíða, þunglyndis og streitueinkenni nánast daglega. Þær eru líka að mælast með mjög alvarleg kvíða, streitu og þunglyndiseinkenni. Þá sjáum við einnig mjög skýrt mynstur milli launaflokka og líkamlegrar heilsu.“ Kvenheilsa Vinnumarkaður Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent Kennaraverkfalli frestað Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent Þessi mættu best og verst í þinginu Innlent Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Innlent Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Innlent Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Innlent Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Innlent Fleiri fréttir Tæplega helmingi líst vel á Samfylkingu og Viðreisn í ríkisstjórn Kennaraverkföllum frestað og áhrif veðursins á kosningar Dynjandisheiði boðin út „á allra næstu dögum“ Miklar gleðifréttir og gott að fá nemendur og starfsfólk aftur í hús Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Svona verður kosningavaka Stöðvar 2 Næststærsta gosið hingað til Kennaraverkfalli frestað „Við setjum ekki líf og limi fólks í hættu til að flytja kjörgögn“ Tveir teknir með falin fíkniefni á leið til Ísafjarðar Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Engin kæra borist vegna upptakanna Svifryksmengun í borginni í dag og næstu daga Bein útsending: Fundur fólksins í Hörpu Óbreytt skólahald í Sunnulækjarskóla eftir helgi Ekkert D-vítamín í kæstum hákarli Fleiri gular viðvaranir á kjördag Slæm spá fjölgar þeim sem greitt hafa atkvæði Áframhaldandi gasmengun í Grindavík Margir greiða atkvæði utan kjörfundar fyrir austan Heilskimun Intuens enn til skoðunar hjá landlæknisembættinu Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Þessi mættu best og verst í þinginu Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Stefnir enn í hríðarveður á Austfjörðum á kjördag Erfiðara að manna í frístund í austurhluta borgarinnar „Talandi um að skila ekki til samfélagsins“ Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Sjá meira
Hópur kvenna við Háskólann á Akureyri, Háskóla Íslands og Vörðu - Rannsóknarstofnun vinnumarkaðarins kynnti niðurstöður skýrslu um ójöfnuð meðal íslenskra kvenna á fundi fyrir hádegi. Helstu niðurstöður sýna að ójöfnuður eftir stétt og stöðu á sér margs konar birtingarmyndir. Konur á lágum launum telja til dæmis líklegra en aðrar konur að lífskjör þeirra muni versna nokkuð eða mikið næsta árið og hærra hlutfall kvenna með lág laun og meðallaun hefur þurft að neita sér um mat svo börn þeirra fái nóg að borða. „Láglaunakonur eru líklegri til að vera með minna bakland en aðrar konur. Þær hafa færri sem þær geta leitað til, til dæmis ef þeim vantar óvænt barnapössun eða ef þær vantar skyndilega lán eða einhverja peningaupphæð. Almennt hafa þær færri sem þær eru nákomnar,“ segir Berglind Hólm Ragnarsdóttir, lektor við Háskólann á Akureyri. Eins eigi láglaunakonur erfiðara með að samræma fjölskyldu- og atvinnulíf. „Áhyggjur af því sem tengist fjölskyldunni er að trufla þær í starfi,“ segir Berglind. „Við sjáum að þær eiga erfiðara með að kaupa barnapössun, þær hafa oft ekki efni á því að setja börnin sín í frístund eftir að skóla lýkur. Þær eiga erfiðara með að greiða fyrir tómstundir fyrir börnin sín.“ Þá séu láglaunakonur oft í störfum þar sem er minni sveigjanleiki. Eins telji láglaunakonur sig heilsuveilli, bæði andlega og líkamlega, en þær sem hafa hærri laun. „Þær eru líklegri til að upplifa kvíða, þunglyndis og streitueinkenni nánast daglega. Þær eru líka að mælast með mjög alvarleg kvíða, streitu og þunglyndiseinkenni. Þá sjáum við einnig mjög skýrt mynstur milli launaflokka og líkamlegrar heilsu.“
Kvenheilsa Vinnumarkaður Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent Kennaraverkfalli frestað Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent Þessi mættu best og verst í þinginu Innlent Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Innlent Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Innlent Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Innlent Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Innlent Fleiri fréttir Tæplega helmingi líst vel á Samfylkingu og Viðreisn í ríkisstjórn Kennaraverkföllum frestað og áhrif veðursins á kosningar Dynjandisheiði boðin út „á allra næstu dögum“ Miklar gleðifréttir og gott að fá nemendur og starfsfólk aftur í hús Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Svona verður kosningavaka Stöðvar 2 Næststærsta gosið hingað til Kennaraverkfalli frestað „Við setjum ekki líf og limi fólks í hættu til að flytja kjörgögn“ Tveir teknir með falin fíkniefni á leið til Ísafjarðar Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Engin kæra borist vegna upptakanna Svifryksmengun í borginni í dag og næstu daga Bein útsending: Fundur fólksins í Hörpu Óbreytt skólahald í Sunnulækjarskóla eftir helgi Ekkert D-vítamín í kæstum hákarli Fleiri gular viðvaranir á kjördag Slæm spá fjölgar þeim sem greitt hafa atkvæði Áframhaldandi gasmengun í Grindavík Margir greiða atkvæði utan kjörfundar fyrir austan Heilskimun Intuens enn til skoðunar hjá landlæknisembættinu Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Þessi mættu best og verst í þinginu Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Stefnir enn í hríðarveður á Austfjörðum á kjördag Erfiðara að manna í frístund í austurhluta borgarinnar „Talandi um að skila ekki til samfélagsins“ Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Sjá meira