„Þetta var bara okkar líf og nú er það farið“ Sunna Sæmundsdóttir og Vésteinn Örn Pétursson skrifa 16. ágúst 2024 19:01 igurður Magnús Skúlason starfaði hjá Skaganum 3X í áratugi. vísir/Arnar Starfsfólk Skagans 3X er í áfalli þar sem tilraunir til að selja fyrirtækið í heilu lagi hafa ekki gengið eftir. Útlit er fyrir að starfsemin verði seld í bútum. „Mér líður náttúrulega alveg hræðilega eins og öllum öðrum,“ segir Sigurður Magnús Skúlason, sölumaður hjá Skaganum 3X. Hann hafi haldið í vonina um að fyrirtækið yrði endurreist og fregnir dagsins því reynst mikið áfall. „Þetta er bara fjölskylda sem er búin að vera hér í öll þessi ár. Flest allir með mjög langan starfsaldur þannig að þetta var miklu meira en vinnan, þetta var bara okkar líf og nú er það farið,“ segir Sigurður sem hefur starfað hjá fyrirtækinu í tugi ára. Þrátt fyrir að staðan sé svört hefur hann ekki gefið upp alla von þar sem gjaldþrotaskiptum er ekki lokið. „Ég trúi ekki öðru en að það komi einhver inn og sjái ljósið því það er mikil framtíð í því sem við vorum að gera og í því að viðhalda þekkingunni. Það væri grátlegt að sjá það hverfa.“ Skaginn 3X, er hátæknifyrirtæki sem framleiddi tæki til matvælaframleiðslu og var með viðskiptavini um allan heim. Fyrirtækið var einn stærsti vinnustaður Akraness og Sigurður segir höggið vera mikið fyrir iðnaðinn og bæjarfélagið. „Hér störfuðu um hundrað og þrjátíu manns sem voru fyrirvinnur; konur, karlar og hliðartengd störf. Þau eru horfin, þetta er hryllilegt fyrir bæjarfélagið. Það var oft talað um það í gamla daga að þetta væri svefnbær og því miður getum við ekki sagt annað í dag en að þetta verði svefnbær.“ Akranes Gjaldþrot Gjaldþrot Skagans 3X Tengdar fréttir Mikill áhugi á þrotabúi Skagans 3X Helgi Jóhannesson, skiptastjóri þrotabúsins Skagans 3X, segir að mikill áhugi sé á fyrirtækinu. Margir hafi sett sig í samband við hann og viðrað verðhugmyndir og önnur tilboð. Tilboð hafa borist í hluta eignanna, en ekki hefur borist heildartilboð í allar eignirnar og reksturinn. 8. júlí 2024 14:21 Einn stærsti vinnustaður Akraness gjaldþrota Öllum 128 starfsmönnum Skagans 3x var sagt upp í dag. Skaginn 3x er hátæknifyrirtæki sem framleiðir tæki fyrir matvælaframleiðslu aðallega í sjávarútvegi. Vilhjálmur Birgisson formaður verkalýðsfélags Akraness, segir ekkert sveitarfélag hafa orðið fyrir jafnmiklum hamförum í atvinnumálum undanfarið, að Grindvíkingum undanskildum. 4. júlí 2024 11:01 Mikið áfall fyrir íslenskan sjávarútveg Haraldur Benediktsson segir gjaldþrot Skagans 3X sem sagði upp öllum 128 starfsmönnum sínum í morgun vera mikið áfall, ekki bara fyrir bæinn heldur íslenskan sjávarútveg í heild sinni. 4. júlí 2024 12:33 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent Kennaraverkfalli frestað Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Innlent Þessi mættu best og verst í þinginu Innlent Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Innlent Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Innlent Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Innlent Fleiri fréttir Kennaraverkföllum frestað og áhrif veðursins á kosningar Dynjandisheiði boðin út „á allra næstu dögum“ Miklar gleðifréttir og gott að fá nemendur og starfsfólk aftur í hús Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Svona verður kosningavaka Stöðvar 2 Næststærsta gosið hingað til Kennaraverkfalli frestað „Við setjum ekki líf og limi fólks í hættu til að flytja kjörgögn“ Tveir teknir með falin fíkniefni á leið til Ísafjarðar Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Engin kæra borist vegna upptakanna Svifryksmengun í borginni í dag og næstu daga Bein útsending: Fundur fólksins í Hörpu Óbreytt skólahald í Sunnulækjarskóla eftir helgi Ekkert D-vítamín í kæstum hákarli Fleiri gular viðvaranir á kjördag Slæm spá fjölgar þeim sem greitt hafa atkvæði Áframhaldandi gasmengun í Grindavík Margir greiða atkvæði utan kjörfundar fyrir austan Heilskimun Intuens enn til skoðunar hjá landlæknisembættinu Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Þessi mættu best og verst í þinginu Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Stefnir enn í hríðarveður á Austfjörðum á kjördag Erfiðara að manna í frístund í austurhluta borgarinnar „Talandi um að skila ekki til samfélagsins“ Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Sjá meira
„Mér líður náttúrulega alveg hræðilega eins og öllum öðrum,“ segir Sigurður Magnús Skúlason, sölumaður hjá Skaganum 3X. Hann hafi haldið í vonina um að fyrirtækið yrði endurreist og fregnir dagsins því reynst mikið áfall. „Þetta er bara fjölskylda sem er búin að vera hér í öll þessi ár. Flest allir með mjög langan starfsaldur þannig að þetta var miklu meira en vinnan, þetta var bara okkar líf og nú er það farið,“ segir Sigurður sem hefur starfað hjá fyrirtækinu í tugi ára. Þrátt fyrir að staðan sé svört hefur hann ekki gefið upp alla von þar sem gjaldþrotaskiptum er ekki lokið. „Ég trúi ekki öðru en að það komi einhver inn og sjái ljósið því það er mikil framtíð í því sem við vorum að gera og í því að viðhalda þekkingunni. Það væri grátlegt að sjá það hverfa.“ Skaginn 3X, er hátæknifyrirtæki sem framleiddi tæki til matvælaframleiðslu og var með viðskiptavini um allan heim. Fyrirtækið var einn stærsti vinnustaður Akraness og Sigurður segir höggið vera mikið fyrir iðnaðinn og bæjarfélagið. „Hér störfuðu um hundrað og þrjátíu manns sem voru fyrirvinnur; konur, karlar og hliðartengd störf. Þau eru horfin, þetta er hryllilegt fyrir bæjarfélagið. Það var oft talað um það í gamla daga að þetta væri svefnbær og því miður getum við ekki sagt annað í dag en að þetta verði svefnbær.“
Akranes Gjaldþrot Gjaldþrot Skagans 3X Tengdar fréttir Mikill áhugi á þrotabúi Skagans 3X Helgi Jóhannesson, skiptastjóri þrotabúsins Skagans 3X, segir að mikill áhugi sé á fyrirtækinu. Margir hafi sett sig í samband við hann og viðrað verðhugmyndir og önnur tilboð. Tilboð hafa borist í hluta eignanna, en ekki hefur borist heildartilboð í allar eignirnar og reksturinn. 8. júlí 2024 14:21 Einn stærsti vinnustaður Akraness gjaldþrota Öllum 128 starfsmönnum Skagans 3x var sagt upp í dag. Skaginn 3x er hátæknifyrirtæki sem framleiðir tæki fyrir matvælaframleiðslu aðallega í sjávarútvegi. Vilhjálmur Birgisson formaður verkalýðsfélags Akraness, segir ekkert sveitarfélag hafa orðið fyrir jafnmiklum hamförum í atvinnumálum undanfarið, að Grindvíkingum undanskildum. 4. júlí 2024 11:01 Mikið áfall fyrir íslenskan sjávarútveg Haraldur Benediktsson segir gjaldþrot Skagans 3X sem sagði upp öllum 128 starfsmönnum sínum í morgun vera mikið áfall, ekki bara fyrir bæinn heldur íslenskan sjávarútveg í heild sinni. 4. júlí 2024 12:33 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent Kennaraverkfalli frestað Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Innlent Þessi mættu best og verst í þinginu Innlent Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Innlent Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Innlent Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Innlent Fleiri fréttir Kennaraverkföllum frestað og áhrif veðursins á kosningar Dynjandisheiði boðin út „á allra næstu dögum“ Miklar gleðifréttir og gott að fá nemendur og starfsfólk aftur í hús Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Svona verður kosningavaka Stöðvar 2 Næststærsta gosið hingað til Kennaraverkfalli frestað „Við setjum ekki líf og limi fólks í hættu til að flytja kjörgögn“ Tveir teknir með falin fíkniefni á leið til Ísafjarðar Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Engin kæra borist vegna upptakanna Svifryksmengun í borginni í dag og næstu daga Bein útsending: Fundur fólksins í Hörpu Óbreytt skólahald í Sunnulækjarskóla eftir helgi Ekkert D-vítamín í kæstum hákarli Fleiri gular viðvaranir á kjördag Slæm spá fjölgar þeim sem greitt hafa atkvæði Áframhaldandi gasmengun í Grindavík Margir greiða atkvæði utan kjörfundar fyrir austan Heilskimun Intuens enn til skoðunar hjá landlæknisembættinu Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Þessi mættu best og verst í þinginu Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Stefnir enn í hríðarveður á Austfjörðum á kjördag Erfiðara að manna í frístund í austurhluta borgarinnar „Talandi um að skila ekki til samfélagsins“ Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Sjá meira
Mikill áhugi á þrotabúi Skagans 3X Helgi Jóhannesson, skiptastjóri þrotabúsins Skagans 3X, segir að mikill áhugi sé á fyrirtækinu. Margir hafi sett sig í samband við hann og viðrað verðhugmyndir og önnur tilboð. Tilboð hafa borist í hluta eignanna, en ekki hefur borist heildartilboð í allar eignirnar og reksturinn. 8. júlí 2024 14:21
Einn stærsti vinnustaður Akraness gjaldþrota Öllum 128 starfsmönnum Skagans 3x var sagt upp í dag. Skaginn 3x er hátæknifyrirtæki sem framleiðir tæki fyrir matvælaframleiðslu aðallega í sjávarútvegi. Vilhjálmur Birgisson formaður verkalýðsfélags Akraness, segir ekkert sveitarfélag hafa orðið fyrir jafnmiklum hamförum í atvinnumálum undanfarið, að Grindvíkingum undanskildum. 4. júlí 2024 11:01
Mikið áfall fyrir íslenskan sjávarútveg Haraldur Benediktsson segir gjaldþrot Skagans 3X sem sagði upp öllum 128 starfsmönnum sínum í morgun vera mikið áfall, ekki bara fyrir bæinn heldur íslenskan sjávarútveg í heild sinni. 4. júlí 2024 12:33